Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Laetitia Vancon. F yrir 35 árum snerist leikfimi í flestum skólum á Íslandi um að keppa í handbolta eða fótbolta. Taka píptest til að mæla árang- ur iðkendanna. Þessir tímar voru sérhannaðir fyrir fólk með virkara vinstra heilahvel. Fólk með virkara vinstra heilahvel býr yfir þeim eiginleikum að geta raðað hlutum upp í kassa í höfð- inu á sér og ef það stillir sig rétt af þá nær það frábærum árangri í lífinu á þeim sviðum sem hægt er að mæla og gefa einkunnir. Fólk með virkara vinstra heilahvel hefur til dæmis náð góðum árangri í herþjálfun og í stríðum heimsins og það vinnur flestar kappræður því það er svo rökfast. Fólk með virkara hægra heilahvel getur það hins veg- ar ekki og þess vegna þarf kennsla að vera þannig að þessir tveir hópar, vinstra og hægra heilahvel, geti báðir notið sín í náminu. Þegar leiðarahöfundur var krakki var hann þessi sem geymdur var á varamannabekknum þegar búið var að skipta liðinu upp til að keppa í hand- eða fótbolta. Hann kunni nefnilega ekki leikreglurnar og fékk alltaf hlaupasting ef hann þurfti að hlaupa meira en að næsta ljósastaur. Hann naut sín hins vegar ef það mátti klifra í köðlunum því erfiðara er að mæla hæfileika á því sviði. Bekkurinn fékk þó ekki að klifra í köðlum nema bláspari sem gerði þessa leikfimitíma að hreinræktaðri afplánun. Svo ekki sé minnst á óhagkvæmnina sem fylgdi því að ferja heilan bekk úr Selásnum í 110 Reykjavík yfir í Álftamýrarskóla í ljósblárri rútu. Rútubíl- stjórinn kom fram við bekkinn eins og farþegar hennar væru 30 fyrstu heilagjafar landsins. Þessar ferðir voru blautar, kaldar og svo þurfti bekk- urinn að halda niðri í sér andanum til að fá ekki eitrun af dísel-brælunni sem umvafði ljósbláu rútuna. Þessi afplánun gerði það að verkum að leiðarahöfundur fór nánast óhreyfður í gegnum fyrstu 35 ár ævi sinnar sem ekki er vitað hvort er gott eða slæmt. Líklega slæmt þar sem dagleg hreyfing er góð fyrir hjarta og æðakerfi og ætti að henta fólki ágætlega sem er með ógreind- an athyglisbrest. Þeir aðilar þurfa nauðsynlega á því að halda að fá útrás til þess að virka í leik og starfi. Fólk með ógreindan athyglisbrest á það sameiginlegt að geta alls ekki gert neitt sem er leiðinlegt. Um leið og leiðindaverkefni rekur á fjörur viðkomandi missir hann smátt og smátt lífsviljann þangað til hann fattar að beina sjónum sínum að einhverju allt öðru. Þannig lifir viðkomandi af. Hvers vegna er leiðarahöfundur að tala um athyglisbrest og hæfi- leikaleysi í leikfimitímum? Jú, líklega vegna þess að íslenskt skólakerfi er ekki hannað fyrir mjög skapandi fólk eða fólk með athyglisbrest. Það er hannað fyrir fólk með virkara vinstra heilahvel sem fílar píptest og er lélegt í því að klifra í köðlum. Í skólum á fólk að hlýða og enginn nær stúdentsprófi nema klára ákveðið marga stærðfræðiáfanga. Leiðarahöfundur hefði til dæmis aldrei náð stúdentsprófi ef honum hefði ekki dottið það gáfulega ráð í hug að fá búningahönn- unarverkefni fyrir leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands metið sem einingar til að útskrifast. Þessi aukavinna sem unnin var fyrir meira en tveimur áratugum hefur nýst miklu betur í leik og starfi en allir heimsins stærðfræðiáfangar til samans. Fólk með virkara hægra heilahvel þarf bara að læra ákveðna tækni til að lifa af. Ef það tekst þá á þessi hópur yfirleitt frekar glaðlega og hressilega tilveru. Afplánun barnæskunnar Þegar Selásskóli í Árbænum var byggður fylgdi ekkert leikfimishús og því þurftu nemar að fara í ljósblárri rútu í Álftamýrarskóla til að fá hreyfingu. Marta María Jónasdóttir Á sdís Erla býr á Sel- tjarnarnesi með mann- inum sín- um Ingva Pétri Snorrasyni og þrem- ur börnum. Hún segir önnina vera að hefjast með pomp og prakt og Opni háskólinn sé á mikilli stafrænni veg- ferð. Verið sé að þróa nýjar stafrænar lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hvað er menntun í þínum huga? „Menntun er veg- ferð sem heldur áfram alla ævi.“ Notarðu dagbók? „Stundum, en ekki svona skipu- lega. Ég er alltaf að prófa mig áfram með þetta form.“ Hvað er uppáhaldssnjallforritið þitt? „Það væri mjög gaman ef það væri Calm eða eitthvað annað svona mannbætandi snjallforrit en það sem ég nota mest er One note og To do. Það er eitthvað svo gott að geta hakað við verkefni. Kannski er það bara mannbætandi eftir allt.“ Hvað bók breytti lífinu þínu? „Góð spurning – þær eru svo margar sem hafa haft áhrif á mig þrátt fyrir að hafa kannski ekki breytt lífi mínu. Ég skoða oft The Happiness Project sem ég fékk fyrir nokkrum árum. Svo man ég alltaf hversu mikil áhrif Kar- itas án titils hafði á mig fyrir mörgum árum.“ Hvernig ræktarðu þig daglega? „Ég rækta hugann með því að vera í samskiptum við skemmtilegt fólk, fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Líkamann rækta ég með göngu- túrum, svo eru auðvitað mikil plön fyrir 2021 þar sem ég fékk gönguskíði í jóla- gjöf og var að byrja á skriðsundsnámskeiði.“ Hvert fórstu síðast í ferðalag? „Það sem stendur upp úr á þessu skrýtna ári 2020 eru ferðlögin sem ég náði þó að fara í. Ég fór í frábæra ferð til New York rétt áður en allt lokaðist. Svo ferðað- ist ég um allt landið í sumar og síðasta ferðin var helgarferð á Mel- rakkasléttu í haust en þangað hafði ég aldrei komið áður.“ Hvað vonarðu að árið 2021 færi þér? „Bóluefni, gleði og góða heilsu.“ Ásdís Erla Jónsdóttir for- stöðumaður Opna háskólans. Með spennandi verkefni á árinu 2021 Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík, er þakklát fyrir ferðalögin sem hún fór á árinu sem er liðið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Colourbox Ásdís Erla er á skrið- sundsnámskeiði um þessar mundir. Ljósmynd/Heimilisfélagið Traveleŕs Notebook – dökkbrún kostar 7.890 kr. Fæst í Heimilisfélaginu. mbl.is/Colourbox Ásdís Erla er ánægð að hafa komist til New York á síðasta ári. Ljósmynd/Colourbox Ásdís Erla vonar að hún fái bóluefni og verði við góða heilsu á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.