Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021
Íslenska fyrir útlendinga - öll stig
• Sérstakir málfræðiáfangar
• Enska öll stig
• Önnur tungumál eftir óskum nemenda
• Hraðnámskeið - litlir hópar - einkakennsla
• Kennum á Skype
Saga Akademía - málaskóli er viðurkenndur fræðsluaðili af
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Allir kennarar skólans
eru réttindakennarar. Eingöngu kennt í fámennum hópum eða
einkakennslu. Pólskumælandi kennarar kenna íslensku og ensku
fyrir Pólverja.
Saga Akademía-málaskóli
er viðurkenndur fræðsluaðili af
mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
sagaakademia@sagaakademia.is • daria@sagaakademia.is
www.sagaakademia.is • Sími 899 3961 / 771 5475 • facebook
Saga Akademia ehf.
Málaskóli • Language School
small groups / intensivecourses / private lessons
Þ
að heyrist strax á tali
Bjarkar að hún er skipu-
lögð praktísk kona. Þrátt
fyrir að hún brenni fyrir
málefni sjúklinga með
áfengisvanda, þá segir hún tilviljanir
einar hafi ráðið því að hún valdi að
starfa í geðheilbrigðiskerfinu í ára-
tugi.
Björk Guðjónsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1941. Hún lauk prófi
frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
árið 1963. Lauk sérnámi í geð-
hjúkrun frá Nýja hjúkrunarskólan-
um árið 1981. Hún hefur starfað sem
hjúkrunarfræðingur við geðdeildir
Landspítala frá árinu 1967 til 2003,
þar af um 25 ár á Göngudeild fyrir
áfengissjúklinga við Hringbraut,
Reykjavík. Björk lauk BA-prófi í
mannfræði frá Háskóla Íslands árið
2007 og MA-prófi í mannfræði frá
Háskóla Íslands 2010.
Árið 1967 bauðst henni vinna á
Kleppsspítalanum og þáði hún starf-
ið af praktískum ástæðum þar sem á
þessum tíma bauðst hjúkrunarfræð-
ingum húsnæði og barnapössun á
staðnum.
„Ég og þáverandi maðurinn minn,
Skúli Ólafsson, vorum með tvö lítil
börn og það var ekkert fæðing-
arorlof eða leikskólar sem gripu
mæður sem vildu vinna úti.“
Björk hóf störf á Kleppspítalanum
á þeim tíma sem Tómas Helgason
læknir og Þórunn Pálsdóttir hjúkr-
unarforstjóri stýrðu spítalanum.
Hún segir mikla byltingu hafa orðið
á þeirra tíma, þar sem spítalinn
færði sig frá því að vera geymslu-
staður fyrir veika einstaklinga yfir í
að vera meðferðarstöð þar sem leit-
ast var við að lækna fólk og styðja
við, frá allskonar fagfólki.
„Inn á Kleppspítala komu sál-
fræðingar, iðjuþjálfar, félagsráð-
gjafar og svo urðu miklar breytingar
á geðlækningum á þessum tíma í
landinu.
Tómas var ungur maður og mjög
drífandi og hóf að hafa færri sjúk-
linga á hverri deild og að reyna að
lækna fólkið sem var þarna inni.
Þórunn stóð þétt við bakið á honum í
þessu og án hennar hefði þetta ekki
verið hægt.“
Árið 1981 þegar geðdeildin var
opnuð á Landspítala við Hringbraut
bauðst Björk að færa sig þangað.
Hún þáði það; aftur vegna þess að
það hentaði henni sem fjölskyldu-
konu. Nú voru börnin orðin eldri og
auðvelt að koma sér með einum
strætó í vinnuna.
„Ég byrjaði 1. desember árið 1981
á göngudeild fyrir áfengissjúklinga
og segi stundum að þá hafi ég dottið
í brennivínið. Ekki í flöskuna eins og
gefur að skilja heldur með því að
sinna þeim sem háðu baráttu við
Bakkus.“
Það er auðséð á tali Bjarkar að
henni þótti vænt um skjólstæðinga
sína og hefur dýpri skilning á alkó-
hólisma en margir aðrir í samfélag-
inu.
„Ég kynntist fólkinu vel sem var á
þeim tíma meira í áfengi en lyfjum
eða dópi. Fólkið sem kom á deildina
var búið að reyna allt sem það gat til
að vera edrú. Það hafði prófað SÁÁ,
farið í 12 spora samtök en hafði ekki
náð sér á beinu brautina. Þannig að
við vorum svolítið eins og síðari
stoppistöðum.
Í dag er búið að breyta þessu
fyrirkomulagi þannig að göngudeild
áfengis hefur verið sameinuð al-
mennu göngudeildinni niðri sem
sinnir almennri geðheilbrigðis-
þjónustu. Hún er ekki lengur sjálf-
stæð deild. Í starfi mínu kynntist ég
einhverju af því besta fólki sem ég
hef kynnst um ævina sem var með
erfiðan sjúkdóm.“
Þeir sem kljást við alkóhólisma
eru viðkvæmt fólk
Hvað var það við þetta fólk sem
var svona gott?
„Þeir sem eru að kljást við alkó-
hólisma eru svo viðkvæmt fólk. Í
raun upplifði ég þá sem einstaklinga
sem ættu erfitt með að horfast í
augu við lífið. Þau misnotuðu vímu-
efni, ekki vegna þess að þau vildu
gera illa, heldur af því þau voru með
þennan sjúkdóm sem þau höfðu ekki
stjórn á. Margir af þeim sem höfðu
ekki getað notað hefðbundin kerfi,
eins og 12 sporin, grétu yfir að fá
ekki lækningu sinna meina þar.
Þau bara náðu ekki hugsuninni
eða tengingunni þarna inn.
Svo var annar hópur sem ég
kynntist líka sem voru aðstandendur
alkóhólistanna. Það var upplifun út
af fyrir sig.
Ég mætti oft aðstandendum sem
komu með alkann sinn sem var bú-
inn að brjóta öll samkomulög, þá
virkaði stundum eins og aðstandend-
urnir væru veikari en alkinn.
Þegar ég var að reyna að benda
þessu fólki á að alkóhólistinn væri
veikur, urðu þau stundum reið og
vildu kæra mig. Svo var það hópur
kvenna sem ég fór að taka eftir sem
voru öðruvísi aðstandendur. Konur
sem voru ljúfar og góðar við alkann
sinn og voru með allt annað viðhorf
en þeir sem hálfpartinn sturtuðu
fólki inn á deildina okkar.
Þetta voru Al-Anon-konur, að-
standendur alkóhólista sem höfðu
nýtt sér hugmyndafræði Alcoholics
Anonymous (AA). Þær töluðu um
Varði dokt-
orsritgerð-
ina sína 78
ára að aldri
Dr. Björk Guðjónsdóttir vann um árabil á Klepps-
spítala og seinna á göngudeild áfengissjúkra. Hún
segir að hver persóna sé verðmæt, hvort sem hún er
með sjúkdóm eða ekki. Hún varði doktorsverkefni sitt
78 ára en ritgerðin fjallaði um kjarkinn til að breyta.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Dr. Björk Guðjóns-
dóttir fjallaði um mót-
un breyttrar sjálfs-
myndar kvenna við
langvarandi þátttöku í
Al-Anon-fjölskyldu-
samtökunum.