Alþýðublaðið - 13.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.01.1920, Blaðsíða 2
2 ALfÝÐUBLAÐIÐ hráefni handa verksmiðjunum og nóga fæðu handa fólkinu. Eina leiðin er, að Evrópumenn komi framleiðslunni í samt lag. Ef allir vinna ekki að því sam- huga, verður árangurinn eymd og hungursneyð. Þjóðverjum verður að hjálpa. Hervaldsandinn er þar ekki lengur ríkjandi. Nái verzlun og fram- leiðsla Þjóðverja að komast í samt lag aftur, munu þeir verða hinir síðustu, sem hyggja á strið. En bráðlega mun þjóðabanda* lagið komast á, og mun það fá breytt miklu til batnaðar. Mun eigi hætta á að strið komi fyrir aftur, er frjálslyndu flokkarnir ráða öllu í heiminum". Samkvæmt símskeyti hafa Ame- ríkumenn neitað að taka þátt í Þjóðabandalaginu, en að líkindum verða auðmenn Ameríku eins fyrir |>ví við óskum Þjóðabandalagsins. Nýkomin skeyti herma, að Paish gangi málaleitanir sínar ílla í Ameríku. X TiðrinisMttur Horptil. Pátt getur Morgunbl. rétt sagt eða frá fáu sbýrt svo ábyggilegt sé, er gefi rétta hugmynd. Má þar meðal annars benda á um- sögn þess um afrnæli I. O. G. T. er það flutti 10. þ. m. Þar stend- ur að reglan á íslandi sé 26 ára, en á að vera 36 ára. Fyrsta stúkan var stofnúð 10. jan. 1884, stúkan ísafold á Akureyri. Blaðið hælir svo Good-Templurum fyrir starfsemi þeirra meðan þeir unnu að bindindi, og gerir það ineð fjálgleik miklum, en svo þegar að banninu kemur, þá varð annað hljóð í strbkknum. Það telur bindindið gott og blessað, og heflr ekkert á móti því, að menn hætti að láta í sig áfengí, en harmar það aftur seinna í greininni, að mönnum skuli vera meinað að láta í sig hvað sem þeim líki. Sennilega er til of mikils mælst, að ætlast til þess að Morgunbl. skilji það, að bindindi og bann er í eðli sínu eitt og hið sama, og það er rangt að viðurkenna ann- að, en mótmæla hinu. Hér eru fáir hreinir andbanningar. Einn þeirra er Sigurður Lýðsson. Hann er á móti öllu bindindi, öllum takmörkunum á áfengissölu. Hann vill hafa alt frjálst. Þetta er stefna sem maður getur virt, því hún er samkvæm sjálfri sér, þótt mað- ur standi gersamlega á öndverðum mei\ Um þessa menn er alt öðru máli að gegna en viðrinisháttinn í Morgunblaðinu. J. Á. Sóðarnir oj snjérinn. Eg er heldur þrifinn maður, og virði þá menn og konur mikils, sem sýna hreinlæti í allri um- gengni, jafnt utan húss sem inn- an. Það hefir því sært mig tals- vert, þegar eg hefi séð konur hella úr skolpfötum sinum í götu- ræsin og fylla þau með allskonar óþverra, sem svo hefir orðið að liggja þangað til hreinsunarmenn bæjarins hafa komið og ekið því burtu. Á þessu ber þó ekki eins mikið á þeim tíma árs, sem snjó- laust er. En nú er snjórinn kominn. Hann segir til, hvar sóðarnir eiga heima Fyrir utan hús þeirra eru forarvilpur, sem eru sýnilegur vottur um óþrifnaðar- og hugsun- arleysis umgengnina utan húss og gefa hverjum góðum manni á- stæðu til að ætla,, að lík muni umgengnin vera í öðru innan húss. ^ Pessi óþrifnaðar innsigli þurfa viðkomandi húseigendur og hús- mæður að afmá sem fyrst, vel vitandi það, að blessaður snjórinn segir til þéirra, og auglýsir þá fyrir öllum þeim, sem um göt- urnar fara. Og margir munu fara að eins og eg; eg fletti upp í Bæjar- skránni og fann þar nöfn allra sóðanna, sem í húsunum búa. Þegar eg svo mæti þeim einhver- staðar vel klæddum og uppstrokn- um, segi eg við sjálfan mig (og stundum við náunga minn): „Þú ert samt sóði; snjórinn hefir kom- ið upp um þig“. Annars er það einkennilegt, að menn skuli ekki Skilja það sem er eins auðvelt og þetta: Niðurföllin í götunum eru fyrir regnvatnið, skolpleiðslurnar í hús- inu eru fyrir skolpið, sorpkass- arnir fyrir sorpið og öskuna, sal- ernin fyrir saurinn. íbúar þeirra húsa, sem snjórinn setur í sóðaflokkinn, ættu hér eftir að vita það, að hver hreinlegur og þrifinn maður sem fram hjá geng- ur, lítur á þá með megri fyrir- litningu. Og öllum er varla sama. um það. á. i. fú Sviss. Khöfn 11. jan. Símað er frá París, að sendi- nefnd sé væntanleg þangað frá Sviss til að fá fulla tryggingu fyrir því, að hlutleysi landsins sé viðurkent þó að það gangi í þjóða- bandalagið. Pýzkir fangar im. Khöfn 11. jan. Clemenceau (forsætisráðherra Frakka) hefir undirskrifað skipun um að byrja heimflutning þýzkra herfanga frá Frakklandi. [Frakkar hafa fram að þessu neitað að skila föngnum þýzkum hermönnum, nema þeir fengju frá Þýzkalandi tvo verkamenn fyrir hvern fanga er þeir skiluðu. 456 þús, hermönnum þýzkum, sem Frakkar höfðu tekið til fanga í stríðinu, hefir þannig í hálft þriðja missiri, eftir að stríðið hætti, verið haldið frá því að komast heim til konu, bárna, vina og ættingja og hefir þessi miskunarlausa aðferð Frakka vakið mikla gremju, eígi að eins í Þýzkalandi, heldur hefir hún einnig komið fram í frjáls- lyndum enskum blöðum.] í hafnargerðinni vinna að staðaldri um fimmtíu manns. Pað er unnið á þrem stöðum aðallega. Úti á graftarvél, í uppfyllingunni við Ingólfsgarð og inni í Öskjuhlíð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.