Alþýðublaðið - 13.01.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Au g’lýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Bíl>dúnkraftur fundinn. Vitjist á Laugaveg 25 (uppi). K.apsel fundið. A. v. á. Samningur Hásetafélags Reykjavíkur við Félag islenzkra botnvörpu- skipaeigenda. Félag íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda, og Hásetafélag Beykja- víkur, gera hérmeð svofeldan samn- ]ng um ráðningarkjör háseta á botnvörpangum þeim sem eru í fyrnefndu fólagi, og gildir samn- ingur þessi frá 1. janúar 1920 til 30. september s. á., en þó aðeins naeðan framangreind skip stunda fisk- og síldveiðar. í. gr. Alment mánaðarkaup há- seta (lágmarkskaup) skal vera kr. 275.00 — tvö hundrnð sjötíu og finam krónur — á mánuði. 2. gr. Stundi skip saltfiskveiðar ^ér við land eða ísfiskveiðar og S]gli með afla sinn til útlanda, ‘ akal greiða hásetum auk mánað- arkaupsins aukaþóknun sem mið- sé við hversu mikil lifur er ®utt á land úr skipinu, og skal &ukaþóknun þessi vera kr. 52.00 ' fimmtíu cg tvær krónur — fyrir hvert fult fat. Fat með 4 bumiunga borði reiknast sem fult. Aukaþóknun þessi skiftist jafnt öiilli skipstjóra, stýrimanns, báts- úaanns, háseta og matsveins á akipinu. 3- gr. Stundi skipin síldveiðar, skal hásetum, auk mánaðarkaups, greidd aukaþóknun er miðuð sé við Það hversu mikil síld verður söltuð frá skipinu, og skal auka- tóknun þessi vera 7 — sjö — aUrar fyrir hverja fiskpakkaða tunnu. Á sildveiðum eiga hásetar ®sk þann er þeir draga og fá frítt salt í hann. 4. landi Ef hásetar fá að vera í öieðan skipið siglir tii út- 'anda með afla sinn, skulu þeir halda mánaðarkaupi sinu á meðan. 5. gr. Útgerðarmenn vilja reyna að koma þeirri venju á að mæla lifrina á skipsfjöl. 6. gr. Manaðarkaup matsveins er kr. 360.00 — þrjú hundruð og sextíu krónur — á mánuði. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða frumritum, og heldur hvort féiag sinu eintaki. Reykjavík, 27. desember 1919. F. h. „Félags íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda". Ólafur Thors. Jón Ó afsson. Mjgnús Einarson. Jes Zimseu. F. h. Hásetafélags Reykjavikur, samkvæmt umboði. Eggert Brandsson. Jón Guðnason. Vilhj. Vigfússon. Um áaginn og vegii. Sbantafélagið hefir nú loks, í fyrsta skifti á vetrinum, látið út- búa skautasvell á Tjörninni. Svell- ið er lítið, en dágott, og skemta menn sér eftir föngum við þá ágætu og heilnæmu skemtun, að fara á skautum. Annars má það undarlegt heita, hve lítið þessi íþrótt er iðkuð hér í höfuðstaðn- um, þrátt fyrir það, þó tækifæri gefist alloft til þess. Sameinaða einisbipafélagið hefir nú hækkað fargjöld sín í sama verð og Eimskipafélag ís- lands. Signrð Braa mun eiga að leika hér annað kvöld. Kolin, sem nú eru til í Lands- verzluninni, eru afaróhentag og og jafnvel ótæk — nema í ofsa- veðri — til brenslu í ílestum eld- stæðum, vegna þess, hve mikinn „trekk" þau þurfa. Þetta eru beztu skipskol, en vonandi koma ofnkol síðari hluta þessa mánaðar. Á símritarasbólannm eru í vetur 8 nemendur, sem að loknu námi munu fá atvinnu við sím- ann víðsvegar um land. Opinn fund hélt stúkan Fram- tíðin 12. þ. m. í G.-T.-húsinu. Frummælandi var Ólafur Kjart- ansson kandidat frá Chicago-há- skóla; talaði hann um undirbún- ing bannlaganna í Bandaríkjunum. Yar ræða hans mjög fróðleg og skemtileg. Auk hans töluðu þeir Árni Jóhannsson bankaritari, S.Á. Gíslason cand. theol., H. Siemsen- Ottósson stud. jur., Sig. Þorsteinss. Felix Guðmundss. o. fl. Fundurinn var vel sóttur og hnigu Umræður aliar á einn veg. -f- Hjónaefni: Ungfrú Jónína Jó- hannsdóttir, Yesturg. 17, og Óiafur Ingimundarson sjómaður. Útlenðar Jrétlir. Háskóli brennnr. Laval háskólinn í borginni Mont- real í Canada brann um daginn- til kaldra kola. Tjónið er metið 400,000 dollara. Eldurinn varaði í 9 klukkutíma og komust sumir stúdentarnir burt við illan leik. Til allrar hamingju tókst að bjarga ýmsum verðmætum málverkum og áhöldum. Háskólanum var skíft í lagadeild, læknadeild og lista- deild. Við háskólann lásu um 1000 stúdentar. Jfráðlans tímatákn. Blaðið „London Gazette" skýrir frá því, að nú séu send þráðlaus tímatákn frá þremur stöðvum í Evrópu, 13 í Norður- og Mið- Ameríku, 4 í Suður-Ameríku, 4 í Asíu og Japan, 3 í Afríku, 4 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og 3 í Kyrrahafi (á Filips- og Honolulu- eyjum. Skip, sem búið er út með tækjum, hæfum til að taka móti skeytum frá hinum ýmsu stöðv- um, ætti að geta tekið tíma, sinn því nær hvar sem er á úthafinu;>i og ekki þyrfti nema tiltölulega fáar stöðvar enn, til þess að skip gæti náð til stöðvar, hvar sem það væri statt á hafinu. Fetta er geysimikil framför, sem hefði þótt ótrúleg fyrir fáum árum segir enska ritið „Natur*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.