Alþýðublaðið - 13.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jlllar nauðsynjavörur fáið þér beztar og ódýrastar í Æaupfáíagi varRamannaf Laugaveg 22 A. Sími 728. Fargjald með skipum Sameinaða gufuskipafélagsins frá Reykjavík til Leith og Kaupm annahafnar er frá 1. jan. 1920 á 1. farrými kr. 150 - á 2. farrými kr. 90. C. Zimsen. Xoii konnngur. Eftir Upton Sinclair. f_____ (Frh.). „Þú étur kvöldverð með okkur", bætti hann við. „Við fáum „Spag- hetti". „Það var ágætt!" sagði Hallur. „Þá skal eg sannarlega stansa og borga máltíðina". „Nei, ekki að tala um“, sagði Jerry. „Þú færð ekki að borga". „Við viljum ekki sjá peningal" hrópaði kona Jerrys og hristi á- kveðin fagra höfuðið. „Jæja", flýtti Hallur sér að segja, þegar hann fann að það særði þau a§ minnast á peninga, „eg skal þá stansa, ef þið eruð viss um að hafa nóg*. „Nægtirl" sagði Jerry. „Er það ekki, Rósa?" „B'ullkomlega nóg!“ sagði Rósa. „Þá stansa jeg*,,; sagði Hallur. „Smakkast þér vel 'á Spaghetti, drengur minn?“ „Afargóðurl* hrópaði Litli Jerry. Hallur skoðaði sig um i ítala- bænum. Hann var heimili sem hæfði vel hinum snotru íbúurn. Fyrir glugganum voru g-ignsæ gluggatjöld, enn þá snjóhvítari en hjá Rafferty. Á gólfinu var teppi, með ákaflega sterkum litum, og á veggjunum héngu myndir af Vesuvíusi og Garibalda, prentaðar með enn sterkari litum. Þar gaf lika að líta skáp, sem hafði að geyma marga dýrgripi, sem vert var að skoða — meðal annars, koralbrot, hákarlsskafl og ind- verskan pfpuhaus og úttroð'nn Tornivisk í glerhjálmi. Skömmu áður hefði Hallur varla talið þessa hluti sérlega eggjandi eða hvetjandi fyrir ímyndunaraflið, en það var nú áður en hann fór að eyða þremur fjórðu af deginum neðanjarðar, langt frá sól og sumri. Hann át kvöldverð, ósvikinn ítalskan mat. Spaghetturnar voru egta, sjóðheitar, með tómatsósu út á, og ágætar á bragðið. Með- an á máltíðinni stóð smjattaði Hallur og hló og Litli Jerry smjattaði líka og hló. Alt var svo ólíkt mataræðinu hjá Remin- itsky og framreiðslunni í þvf svfnabæli, að Halli fanst hann aldrei hafa fengið svo góðan mat á æfi sinni. Hvað viðveik Jerrys hjónunum voru þau svo hreykin af undrabarninu sínu, sem gat bölvað á Ensku eins og hreinn Amerfkani, að þau voru f sjöunda himni. Þegar menn voru mettir, hall- aði Hallur sér aftur á bak í stóln- um og hrópaði, eins og hann hafði gert hjá Rafferty: „Eg vildi óska, að eg gæti fengið hér fæði og húsnæði!" Hann sá að bóndi leit til konu sinnar. „Því ekki það?“ sagði hann. „Komdu bara. Þú getur búið hér. Hvað segir þú við því, Rósa?" „Eg segi bara já og amen", sagði Rósa. Hallur horfði undrandi á þau. „Eruð þið viss um að fá leyfi tii þess?“ „Fá leyfi . . . ? Hver ætti svo sem að banna það?“ „Eg veit ekki. Kannske Re- minitsky. Þið komist kannske i klipu vegna þess“. Jerry hló. „Eg hræðist ekki“, sagði hann. „Eg á hér vini. Car- mino er frændi minn. Þekkir þú Carmino?" „Nei", sagði Hallur. „Verkstjóri í númer eitt. Hann er mfn megin. Fjandinn hafi Re- minitsky gamla! Eg skal ljá þér rúm í herbergið þarna, og góðann mat skaltu fá. Hvað borgar þú hjá Reminitsky?" Ullar-langsjal tapaðist úr Barnaskólanum, inn á Hverflsgötu. Afgr. vísar á. UetFarsjal til sölu. A. v. á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.