Morgunblaðið - 08.02.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 32. tölublað 109. árgangur
REYNA AÐ LESA Í
ÞRÓUN SAM-
FÉLAGSINS
Á DANSKRI
GRUNDU Í
FYRSTA SINN
MANCHESTER
CITY Í ALGJÖRRI
LYKILSTÖÐU
GRÁGÆSIR 6 STÓRSIGUR GEGN LIVERPOOL 26MENNTUN OG ATVINNULÍF 11
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is
Sjáumst á fjöllum
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og barnamálaráðherra, segir að
ráðuneytið hafi búist við að tilkynn-
ingum til barnaverndarnefnda
myndi fjölga í heimsfaraldrinum.
„Þetta er það sem, því miður, gerist
þegar svona heimsfaraldrar ganga
yfir, þá eykst álag á allt barnavernd-
arkerfið. Við vorum mjög meðvituð
um það, þess vegna höfum við farið í
fjölþættar aðgerðir til að styðja börn
og barnafjölskyldur,“ segir Ásmund-
ur Einar.
Morgunblaðið greindi frá því á
laugardag að tilkynningum til
Barnaverndarstofu hefði fjölgað
gríðarlega árið 2020. Milli ára fjölg-
aði tilkynningum um vanrækslu um
19%. Tilkynningum um foreldra í
áfengis- eða vímuefnaneyslu fjölgaði
um 27,5% milli ára.
Á vormánuðum réðst ráðuneytið í
átakið „Við erum öll barnavernd“ til
þess að fólk yrði meðvitaðra um mál-
efni barna í heimsfaraldrinum og til
að hvetja fólk til að tilkynna van-
rækslu eða ofbeldi í garð barna í sínu
umhverfi. Þá hefur ráðherra beitt
sér fyrir að félagslegu aðgerðirnar
snúi að miklu leyti að börnum í við-
kvæmri stöðu. „Það er aldrei já-
kvætt að barnaverndartilkynningum
fjölgi en í þessu tilfelli þá er það já-
kvætt. Þess vegna höfum við verið að
spýta inn í kerfin okkar, og við mun-
um þurfa að gera það áfram,“ segir
Ásmundur Einar. Ráðuneytið hefur
unnið náið með félagsþjónustu sveit-
arfélaganna og vaktað viðkvæma
hópa. Aðgerðirnar tóku mið af sam-
starfinu og voru mótaðar í kringum
þarfir þessara hópa. Ásmundur segir
að mikilvægt sé að tryggja áfram-
haldandi fjárveitingar í málefni
barna eftir að heimsfaraldrinum lýk-
ur. „Aðgerðirnar skiluðu árangri en
við þurfum að vera á tánum áfram.
Og við erum að gera það,“ segir Ás-
mundur.
Bjuggust við fjölgun tilkynninga
Mikilvægt að tryggja áframhaldandi fjárveitingar að heimsfaraldri loknum
Unnið er að því að fjarlægja efni og ganga end-
anlega frá í gömlum höfuðstöðvum fallna flug-
félagsins WOW air í Katrínartúni 12, áður en það
verður rifið ásamt öðrum húsum á reitnum, sem
kenndur er við Höfðatorg. Niðurrif hefst bráð-
lega. Fossbergshúsið svonefnda sem stendur við
hlið hússins verður einnig rifið og á reitnum rís
8.000 fermetra stórhýsi á átta hæðum sem verð-
ur í anda húsanna í kring.
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Fornar höfuðstöðvar jafnaðar við jörðu
Átta gistinætur voru skráðar á
tjaldstæðinu í Skaftafelli í Vatna-
jökulsþjóðgarði í janúar. 260 voru
hins vegar skráðar á sama tímabili í
fyrra og 370 árið þar á undan.
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóð-
garðsvörður á suðursvæði þjóð-
garðsins, segir fækkunina gríð-
arlega, einkum í ljósi þess, að að
öðru leyti hefur vetrarferðamönn-
um verið að fjölga á svæðinu und-
anfarin ár. Þjónustumiðstöðin er
opin en svo virðist sem ferðamenn
veigri sér sumir við að leita þangað
inn, ef til vill vegna ástandsins, að
sögn Steinunnar.
Á Þingvöllum er nærri mann-
laust og þjónustumiðstöðin lokuð á
virkum dögum. Þar og víðar bíða
menn sumarsins. »2
Úr 260 niður í átta
gistinætur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skaftafell Tjaldstæði á veturna og sumrin.
Húsavíkurkirkja, sem vígð var ár-
ið 1907, er mikið skemmd og þarfn-
ast hún mikillar viðgerðar.
Ljóst er að til þess þarf mjög mik-
ið fjármagn og nú veltir sóknar-
nefndin vöngum yfir því hvernig
eigi að útvega fé til kirkjunnar. Það
á einnig við um Bjarnahús sem nú
er safnaðarheimili.
Mikill fúi er í turni kirkjunnar og
á fleiri stöðum. Allir þverbitarnir
utan á turni kirkjunnar eru orðnir
fúnir, margir skrautlistar eru illa
farnir af fúa, allir krossarnir fjórir
utan á kirkjunni eru ónýtir og einn
þeirra er búið að taka niður til þess
að smíða eftir honum. Hinir þrír
gætu ef til vill dottið niður í vondu
veðri þar sem þeir eru illa farnir, að
sögn Guðbergs Rafns Ægissonar
kirkjuvarðar. »10
Húsavíkurkirkja
mikið skemmd