Morgunblaðið - 08.02.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 08.02.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Snorri Másson snorrim@mbl.is Vatnajökulsþjóðgarður og Þing- vallaþjóðgarður stefna á hér um bil óbreyttan starfsmannafjölda í sum- ar þrátt fyrir að óljóst sé hve um- fangsmikil starfsemi tengd ferða- mönnum verði á tímabilinu. Hún var takmörkuð síðasta sumar og voru starfsmenn því fengnir í tímabær viðhaldsverkefni. Enn takmarkaðri hefur ferðamannastraumurinn verið í vetur: Á Þingvöllum er Snorrabúð bókstaflega stekkur. Sjálfvirkir telj- arar eru farnir að senda viðvörunar- merki því að enginn á leið hjá. Í Skaftafelli voru gistinætur í janúar átta talsins, sem er hrun í saman- burði við 260 á sama tímabili í fyrra. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, segir varla sálu leggja leið sína í þjóðgarð- inn um þessar mundir. „Maður veit að ástandið er sérstakt þegar sjálf- virkir teljarar í Almannagjá eru farnir að senda okkur neyðarboð um að það sé bara alls enginn á ferð,“ segir Einar. Af þeim sökum hefur gestastofan á Þingvöllum verið lok- uð á virkum dögum en opið hefur verið um helgar. Því gefur auga leið að færri starfsmenn hafa verið á staðnum en áður en Einar segir stefnt að því að ráða 8-10 landverði til garðsins yfir sumartímann, svo sem gert hefur verið. Gríðarleg fækkun Í Skaftafelli bítur bæði vetrar- kuldinn og ferðamannafæð af sökum faraldurs. Átta gistinætur voru skráðar í janúar á þessu ári, miðað við 260 í fyrra og 370 í janúar 2019. „Þetta er gríðarlega mikil fækkun, því að veturinn hefur verið að verða vinsælli hjá okkur,“ segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörð- ur á suðursvæði Vatnajökulsþjóð- garðs. Aðsóknin í þjónustumiðstöð- ina er sömuleiðis minni, þannig að afgreiðslutímar þar eru skertir, þó að vissulega sé áfram opið á hverj- um degi. Ferðamenn sem eiga leið um þjóðgarðinn virðast sömuleiðis leita síður í miðstöðina. Í samræmi við þessar breytingar eru nú færri að störfum en venju- lega á þessum tíma árs. Samningar landvarða sem runnu út í desember voru ekki endurnýjaðir eins og bú- ast má við að gert hefði verið ef ár- ferðið væri annað. Engu að síður stendur að sögn Steinunnar til að halda uppteknum hætti í sumar og hafa nánast fullt starfslið í þjóðgarð- inum, eins og gert var í fyrra. Starfsmönnum verður þó fækkað aðeins. „Vonandi verður þetta svip- að og í fyrra, þegar það rættist ótrú- lega vel úr málum hér hjá okkur, þar sem við erum með tjaldstæði sem Íslendingar komu á. Síðan þarf líka enn að hugsa um friðlýst svæði þó að ekki séu þar ferðamenn og þar er ýmislegt sem hefur setið á hak- anum,“ segir Steinunn. Neyðarmerki á Þingvöllum  Svo fámennt er í þjóðgarðinum að teljarinn sendir varúðarmerki  Gestastofan mikið lokuð en samt nánast fullt starfslið í sumar  Úr 260 gistinóttum í átta á tjaldstæðinu í Skaftafelli í janúar Ljósmynd/Steinar Garðarsson Þingvellir Þjóðgarðurinn er í vetr- arskrúða en fáir njóta dýrðarinnar. Aðstæður við Jökulsárbrú á Breiðamerkursandi eru enn óbreyttar, þar sem vatnshæðin er tölu- vert hærri en venjulegt getur talist. Enn hefur það ekki lækkað að ráði, en dægursveiflna gætir. Vegna hættu á krapaflóði af þessum sökum hef- ur brúin verið opnuð og henni lokað á víxl eftir aðstæðum frá 26. janúar. Nú um helgina var hún opin með vöktun frá 9-19 á daginn en lokað utan þess ramma. Engar skemmdir hafa orðið á brúnni sjálfri á þessum tíma en aðstaða Vega- gerðarinnar á staðnum varð fyrir tjóni vegna krapastíflu sem flæddi yfir svæðið. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Enn stafar hætta af krapastíflu við Jökulsárbrú Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert íslenska ríkinu að greiða Sigríði Helgu Sverrisdóttur, fyrrverandi kennara við Menntaskólann í Reykja- vík, rúmar þrjár milljónir króna í van- goldin laun og málskostnað, eftir að hún vann mál gegn skólanum fyrir rétti á föstudag. Málið snerist um rétt Sigríðar til forfallalauna meðan á veikindum hennar stóð, sem dómur- inn taldi að næði lengra en sem nam uppsagnarfresti hennar. Sigríður Helga hafði farið í veik- indaleyfi í nóvember 2018 á grund- velli læknisvottorðs sem staðfesti að hún væri óvinnufær. Í lok apríl var henni síðan sagt upp störfum, sem var að sögn rektors, Elísabetar Siemsen, vegna niðurskurðar í tengslum við styttingu framhaldsskólans. Í kjölfar- ið fékk Sigríður laun á uppsagnar- fresti, eða út júlí. Dómurinn komst að niðurstöðu um að hún hefði átt rétt á launum í 360 daga eftir að veikinda- leyfi hennar hófst, óháð uppsögnum. Því fær hún núna laun fyrir rúma þrjá mánuði, ásamt málskostnaði upp á 850.000 krónur. Í viðtali við DV sumarið 2019 lýsti Sigríður Helga því að daginn áður en hún fór í veikindaleyfi í nóvember 2018 hefði hún verið kölluð á fund rektors og henni gerð grein fyrir kvörtunum um kennsluhætti hennar, sem Sigríður sagði að lítil hæfa hefði verið. „Á þessum fundi var mér stillt upp við vegg og mér boðnir tveir kost- ir. Annar var sá að þiggja starfsloka- samning en hinn að ég fengi áminn- ingu. Þetta var viss hótun,“ sagði Sigríður, en hún valdi að gera hvorugt og fór þess í stað í umrætt veikinda- leyfi. MR þurfti að fækka stöðugild- um um 10 í kjölfar kerfisbreyting- anna. snorrim@mbl.is Fær þrjár milljónir vegna uppsagnar í veikindaleyfi  Kvaðst vera óvinnufær en var sagt upp skömmu síðar Dómsmál Kennari hafði betur gegn MR. Leit að John Snorra Sigurjónssyni, Mohammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 skilaði ekki árangri um helgina. Leit var hætt í gærkvöldi en ekki hefur spurst til fjallgöngumannanna síðan klukkan fimm á föstudagsmorgun. Tvær þyrlur pakistanska hersins sinntu leit um helgina í allt að 7.800 metra hæð en þyrlurnar þola ekki meiri hæð. Þegar síðast heyrðist frá John Snorra, Sadpara og Mohr voru þeir í 8.200 metra hæð. Sonur Ali Sadpara, Sajid Sadpara, var með í leiðangr- inum en þurfti að snúa til baka þegar súrefniskútur hans bilaði. Hann bíð- ur nú eftir fréttum í grunnbúðum og er efins um að faðir hans og félagar snúi aftur á lífi. Hann telur þá hafa náð tindi K2 en eitthvað hafi komið upp á. Þegar hann skildi við þá voru þeir komnir að síðasta spölnum, flöskuhálsinum, sem þykir vera einn hættulegasti hluti leiðarinnar. John Snorri enn ófundinn Ljósmynd/Aðsend K2 Ekkert hefur spurst til Johns Snorra á fjallinu K2 um helgina.  Leitað aftur í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.