Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 4

Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Heimsfaraldur kórónuveiru og fjar- lægðar- og samkomutakmarkanir urðu til að auka netnotkun íbúa Evrópusambandsins (ESB). Í stað þess að hittast talaði fólk við aðra í síma eða á netinu og þá oft með myndsímtölum. Innan ESB notuðu 60% netið til slíkra samskipta á síð- ustu þremur mánuðum áður en net- notkun var könnuð árið 2020. Það var mikil aukning frá árinu 2019 þegar 52% notuðu netið í þessu skyni. Þetta kemur fram í frétt evr- ópsku hagstofunnar Eurostat um árlega samantekt á netnotkun á ný- liðnu ári í löndum ESB, umsókn- arlöndum og Íslandi og Noregi. Þegar byrjað var að gera þessar kannanir 2008 notuðu 17% netið til samtala í hljóði eða mynd. Netnotkun er áfram í hæstu hæð- um hér á landi og Norðurlanda- þjóðirnar í fremstu röð í Evrópu hvað varðar netnotkun. Árið 2020 höfðu að meðaltali 87% íbúa í ESB- löndunum notað netið eitthvað á síðustu þremur mánuðum. Danir voru í efsta sæti af aðildarlöndum ESB með 99%, líkt og netnotkun var hér, en almenn netnotkun var minnst í Búlgaríu þar sem 70% íbúa höfðu notað netið. Netnotkun hefur aukist hratt í Danmörku en árið 2010 var hún 67% og 78% árið 2015. Algengasta notkun netsins í fyrra í löndum ESB var að senda og taka á móti tölvupósti (74%), að leita upplýsinga um vörur og þjón- ustu (69%), að senda skilaboð (68%), lesa fréttir (65%) og vegna mynd- símtala og annarra samtala (60%). Netnotendur í ESB áttu líka við- skipti við banka (57%), hlustuðu á tónlist (56%), voru á samfélags- miðlum (56%) og leituðu upplýsinga um heilsufarstengd efni (55%). Kannaður var netaðgangur og netnotkun fólks á aldrinum 16-74 ára og/eða heimila þar sem einhver á þessu aldursbili bjó. Spurt var í hvaða tilgangi fólk notaði netið, hve mikið og hve oft. Valdar nið- urstöður fyrir Ísland ásamt meðal- tali 27 landa Evrópusambandsins (ESB) 2020 eru sýndar í meðfylgj- andi skýringarmynd. gudni@mbl.is 70-78% 78-84% 84-89% 89-92% 92-97% 97% eða hærra Internetnotkun á Íslandi og víðar í Evrópu 2020 Hlutfall íbúa sem notuðu netið síðustu 3 mánuði Heimild: Eurostat Nota netsíma (t.d. Skype) 52% 64% ESB Ísland Hlusta á tónlist á netinu 51% 84% ESB Ísland Nota heimabanka 55% 94% ESB Ísland 99% 78% 78% 89% 94% 94% 92% 83% 90% 89% 89% 83% 88% 88% 85% 70% 69% 73% 78% 78% 76% 78% 78% 97% 97% 97% 98% 99% 96% 90% 87%Meðaltal allra 27 ESB-landa: Netnotkun jókst í heims- faraldrinum  Norðurlandabúar nota netið mest Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rúmlegur helmingur Dalamanna segist almennt hlynntur því að sett verði upp vindorkuver í Dalabyggð en fjórðungur segist andvígur. Þetta kom fram í viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Dalabyggð og kynnt hefur verið. Dalabyggð vinnur að breytingum á skipulagi í þágu tveggja vind- orkuvera sem unnið er að í sveitarfé- laginu, á Hróðnýjarstöðum við Hvammsfjörð og Sólheimum í Lax- árdal. Umsagnir sem bárust við aug- lýsingu skipulagstillagna voru kynntar í gær á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Reiknað er með að sveitarstjórn taki afstöðu til þeirra á fundi sínum í mars. Meiri tortryggni í dreifbýli Skoðanakönnunin sem Dalabyggð lét gera er liður í undirbúningi sveit- arstjórnar fyrir þessar ákvarðanir. Rúmlega helmingur þeirra sem svöruðu sögðust fylgjandi vind- orkuveri í Dalabyggð, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Athygli vekur að minni áhugi er í dreifbýli en þéttbýli. Í dreifbýlinu eru þó fleiri fylgjandi vindorkuverum en mótfallnir þótt hlutfallið nái ekki helmingi. Þá vek- ur einnig athygli að mun minni and- staða er meðal Dalamanna við það að vindorka sé nýtt á Íslandi en í þeirra heimabyggð. Hefði mátt liggja fyrr fyrir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, segir að niðurstaða könnunarinnar sé í megindráttum eins og hann bjóst við fyrir fram. Tekur hann fram að aldrei verði full samstaða um slík verkefni. Eyjólfur segist ekki hafa kynnt sér hvaða áhrif flokkun landsins með tilliti til nýtingar vindorku muni hafa á áformin í Dalabyggð. Segir aðeins að lengi hafi verið kallað eftir þess- um ramma. Ákjósanlegra hefði verið fyrir alla málsaðila að hann hefði legið fyrir fyrr. Viðhorf til vindorkuvera meðal íbúa í Dalabyggð Ert þú almennt hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að sett séu upp vindorkuver á Íslandi? Ert þú almennt hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að sett séu upp vindorkuver í Dalabyggð? 42% íbúa höfðu kynnt sér aðalskipulag vegna iðnað-arsvæða fyrir vindorku fremur eða mjög vel 35% í meðal-lagi vel Fremur eða mjög hlynnt(ur) Í meðallagi Fremur eða mjög andvíg(ur) 26% 19% 16% 29% 58% 52% Stuðningur við vindorku- ver á Íslandi Stuðningur við vindorku- ver í Dala- byggð H ei m ild : k ön nu n M as kí nu m eð al íb úa 1 8 ár a og e ld ri í D al ab yg gð Dalamenn hlynntir upp- byggingu vindorkuvera  Hafin umfjöllun um athugasemdir við skipulagstillögur Lyfjastofnun hafa borist 223 til- kynningar vegna gruns um alvar- legar aukaverkanir í kjölfar bólu- setninga við Covid-19. Af þeim eru 14 skilgreindar alvarlegar. Þetta kemur fram á vefsíðu Lyfjastofnunar. Tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa þó ekki borist síðan 25. janúar síðastliðinn en átta tilkynningar um andlát hafa borist Lyfjastofn- un frá því bólusetningar hófust í lok síðasta árs. „Þetta er algjörlega í takt við það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur sem eru nátt- úrulega að bólusetja í þessum aldurshópum,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Alvarlegar tilkynningar sem Lyfjastofnun hafa borist núna ný- verið hafa að sögn Rúnu borist í kjölfar fyrstu bólusetninga sem boðað var til eftir árgöngum. Einstaklingarnir séu því fæddir 1930 eða fyrr. Rúna segir erfitt að segja til um það hvort tengsl séu á milli bólusetninganna og alvarlegra aukaverkana. Þó sé talið að þetta tengist ekki. „Þetta eru náttúru- lega einstaklingar með undir- liggjandi sjúkdóma en þeim alla vega versnaði og einn þurfti að leggjast inn en hvort það voru einhver tengsl við bóluefni, það er alla vega hæpið,“ sagði Rúna. Hæpið að alvarlegar aukaverkanir tengist bólusetningum Áfram mega aðeins 20 manns koma saman, samkvæmt nýjum sóttvarna- reglum sem tóku gildi á miðnætti. Nú mega hins vegar150 manns vera viðstaddir sviðslistaviðburði í stað 100. Þá komast gestir líkamsrækt- arstöðva héðan af í sturtu eftir æf- ingu, sem fram að þessu hefur verið óheimilt, þar sem klefarnir hafa ver- ið lokaðir. Í nokkrum líkamsræktar- stöðvum hefur þessu þó ekki verið fylgt út í ystu æsar og gestir komist í sturtu enda hafi mátt líta svo á að þeir geti verið á leið í sundlaugar sem tengdar eru líkamsræktarstöðv- um. Aðeins 20 mega enn vera staddir í hverjum líkamsræktarsal, sem þýðir að áfram þurfa líkamsræktarstöðvar að styðjast við tímabókunarkerfi. Formlega er þeim þó nú fyrst gert heimilt að bjóða gestum inn í tækja- sal án skipulagðs hóptíma. Það hefur þó líka verið gert, þó að strangt til tekið hafi það ekki verið heimilt. Söfn, sviðslistir, bíóhús og aðrar menningarstofnanir geta nú boðið 150 gestum inn í rými að því gefnu að þar séu tveggja metra nálægðartak- mörk virt og grímuskylda sé höfð í heiðri. Hlé eru ekki heimil í leikhús- um. Þessi fjölgun leyfilegra gesta hefur ekki meiri háttar þýðingu fyrir stærri leikhús enda áfram ekki fjár- hagsleg forsenda fyrir því að halda stærstu sýningar. Barir og skemmtistaðir mega opna á ný en þeim var gert að loka þegar hert var á sóttvarnaráðstöf- unum í september og aftur í október. Nú mega þessir staðir vera með opið til tíu á kvöldin en ekki hleypa nýjum viðskiptavinum inn eftir kl. 21. snorrim@mbl.is Nýjar sóttvarna- reglur taka gildi  Lítið breytist í líkamsrækt og leikhúsum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.