Morgunblaðið - 08.02.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttirskrifaði í pistli í sunnudags- blaði Morgunblaðsins um mik- ilvægi þess að hugsa verkefni rík- isins upp á nýtt. „Rekstur ríkisins er ósjálfbær. Við vorum heppin að staðan var sterk fyrir Covid, þökk sé öflugri og ábyrgri forystu Sjálfstæð- isflokksins. Ábyrgð sem ekki var alltaf mikill stuðningur við á þingi. Þess vegna getum við núna mætt sam- drættinum með hraustlegri inn- spýtingu til fólks og fyrirtækja. En til þess að við náum aftur fyrri styrk þarf tvennt að gerast: At- vinnulífið þarf að fá tækifæri til að skapa meiri verðmæti og við þurf- um að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt.“    Þórdís fjallar svo nánar um þáerfiðleika sem blasa við þeim sem reyna að ná fram breytingum í rekstri hins opinbera og bendir á að auðveldara sé að hleypa nýjum verkefnum af stokkunum en að slá af þau sem eldri eru.    Þetta er rétt, en nú þegar ríkiog sveitarfélög eru orðin jafn umsvifamikil og raun ber vitni er nauðsynlegt að stjórnmálamenn setji kraft í að endurskoða verk- efni hins opinbera. Þórdís nefnir dæmi um uppstokkun og aflögð verkefni úr ráðuneyti sínu sem eru út af fyrir sig í rétta átt, en eins og hún bendir á vega þau ekki þungt.    Hún nefnir líka heilbrigð-ismálin, sem er risavaxinn út- gjaldaliður, en þar hefur fjand- skapur við einkaframtakið staðið í vegi fyrir endurbótum. Velferð- armálin í heild sinni eru of um- fangsmikil til að efnahagur lands- ins þoli að þar ríki miðstýringar- og ríkisvæðingarárátta. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Endurskoðun hins opinbera STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. NÝ TÆKNI! NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI Morgunkornið Lucky Charms hefur ekki verið fáanlegt í verslunum á Íslandi svo mánuðum skiptir. Nú er Bónus farinn að selja bandaríska morgunkornið Marshmallow Ma- tey’s að því er virðist í sárabætur fyrir skortinn á Lucky Charms. Ekki er að sjá að munur sé á upp- skriftinni á milli tegundanna, held- ur er í báðum pökkum um að ræða heilkornamorgunkorn í ætt við Cheerio’s, með sykurgljáa og í bland við litríka og fjölbreytta syk- urpúða. Hver sykurpúði táknar ákveðinn lukkugrip, hvort sem það er regnbogi eða fjögurra laufa smári. Tilkoma nýs samheitamorgun- korns kann ekki góðri lukku að stýra um framhald Lucky Charms á Ísland. Í Morgunblaðinu í desem- ber sagði markaðsstjóri innflytjand- ans að vera kynni að morgunkornið verði einfaldlega ekki fáanlegt á landinu í bráð. Framleiðandinn ber fyrir sig skakkaföll af völdum kór- ónuveirunnar. Morgunkornið hefur selst vel á Íslandi í samfleytt rúm 20 ár og var fyrst flutt til landsins töluvert fyrr, þó í minna mæli. Það virðist hafa kvatt sviðið um sinn og þá er spurning hvort staðgönguefni þess, Matey’s Marshmallows, standi undir nafni. snorrim@mbl.is Reynt að fylla í skarð Lucky Charms  Samheitamorgunkorn í hillum versl- ana í stað ófáanlegs Lucky Charms Morgunblaðið/Snorri Morgunkorn Matey’s Marshmallows þar sem áður var Lucky Charms. Afstaða, félag fanga, fagnar frum- varpi til breytinga á lögum um fulln- ustu refsinga. Í umsögn sinni í Sam- ráðsgátt stjórn- valda gerir félagið þó athugasemdir við breytingu er varðar reynslu- lausn og segir breytinguna að- eins skapa rétt- aróvissu og ójafn- ræði. Breytingin felur í sér að heimilt er að veita föngum með allt að 90 daga fangelsisdóm reynslulausn fimm dögum fyrr. Þá verður heimilt að veita föngum með yfir 90 daga fangelsisdóm reynslulausn tíu dögum fyrr ef breytingarnar verða sam- þykktar. Félagið bendir á að ekki sé um hlutfallsreglu að ræða heldur fastan dagafjölda, sem táknar að föngum sé mismunað á grundvelli lengdar dæmdrar fangelsisvistar. Þá bendir félagið einnig á að um svipaða mis- munun sé að ræða í 2. mgr. 80. grein laganna þar sem fangar sem ekki hafa verið dæmdir fyrir alvarleg brot geta fengið reynslulausn þegar helmingur refsitímans er liðinn. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir að í þessum lögum sé föngum mismunað á grundvelli brotaflokks en ekki hvernig þeir hafa staðið sig innan veggja fangelsisins. Hann nefnir dæmi þar sem fangar hafa verið dæmdir fyrir fíkniefnabrot og staðið sig vel í afplánuninni en ekki fengið reynslulausn vegna brotaflokksins en meiri háttar fíkniefnabrot eru flokkuð sem alvarleg brot. Til samanburðar nefnir Guðmund- ur að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir efnahagsbrot, en almennt staðið sig illa í afplánuninni, geti fengið reynslulausn mun fyrr en þeir sem hafa framið fíkniefnabrot, því efna- hagsbrot séu ekki flokkuð sem alvar- leg brot. Eðlilegra væri að meta fanga út frá því hvernig hegðun þeir hafa sýnt á meðan þeir afplána dóm sinn. Þá kallar hann eftir því að mál hvers og eins fanga verði metið út frá ein- staklingsmiðuðu mati en að fangar séu ekki stimplaðir eftir brotaflokk- um í upphafi afplánunar. Í umsögn sinni um frumvarpið seg- ir Guðmundur að reglan skapi ekki bara ójafnræði á meðal fanga heldur leiði einnig til brota á mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar og at- vinnufrelsi sé skert með ólögmætum hætti. sonja@mbl.is Skapar réttar- óvissu og ójafnræði  Segir breytingarnar mismuna föngum Guðmundur Ingi Þóroddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.