Morgunblaðið - 08.02.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.02.2021, Qupperneq 10
Atli Vigfússon laxam@simnet.is Það var mikill metnaður í fólki þeg- ar ráðist var í byggingu Húsavík- urkirkju á sínum tíma. Bygginga- nefndin sem þá réð för var ákveðin í að kirkja þessi yrði fegurri en aðrar kirkjur og öðrum til fyr- irmyndar. Smiðirnir vönduðu eins vel til verksins og kostur var og Rögnvaldur Ólafsson, sem teiknaði húsið, var ekki bara góður arkitekt heldur líka mjög góður handverks- maður og ekki fer á milli mála að vel hafi tekist til. En mikið vatn er runnið til sjáv- ar síðan kirkjan var vígð árið 1907 og nú hefur komið fram mikill fúi í turninum og á fleiri stöðum og því þarfnast kirkjan mikillar viðgerðar ef vel á að vera. Hins vegar er ljóst að til þess þarf mjög mikið fjár- magn og nú veltir sóknarnefndin og fleiri vöngum yfir því hvernig eigi að útvega fé til kirkjunnar. Það á einnig við um Bjarnahús sem nú er safnaðarheimili. Málað yfir fúann „Allir þverbitarnir utan á turn- inum eru orðnir fúnir og það þarf að skipta þeim út. Margir skraut- listar eru illa farnir af fúa og þá þarf að endurgera. Allir krossarnir fjórir utan á kirkjunni eru ónýtir og einn þeirra er búið að taka niður til þess að smíða eftir honum. Hinir þrír gætu ef til vill dottið niður í vondu veðri því þeir eru svo illa farnir. Mikill fúi er í kverkunum niður með þakrennunum í a.m.k. fjórum hornum og það er mikið verk að rífa upp timbrið á bak við rennurnar og endurnýja öll horn- in.“ Þetta segir Guðbergur Rafn Ægisson kirkjuvörður sem hefur orðið áhyggjur af kirkjunni. Hann segir hins vegar að ým- islegt hafi verið gert en sl. sumar var lokið við að mála kirkjuna að utan og þá komu fram þessar fúa- skemmdir þegar verið var að vinna undir málninguna. Það var ekki alls staðar gott að mála og sums staðar þurfti að mála yfir fú- ann til þess að allt liti vel út en þar er verið að tjalda til einnar nætur. Auk þessa voru allir gluggar inni í kirkjuskipinu mál- aðir og þeir sparslaðir upp á nýtt en sæmilegt ástand er á öllum þeim gluggum. Þá segir Guð- bergur að búið sé að endursmíða tröppurnar að sunnan en segir ljóst að það sé kominn tími á stóra aðgerðaplanið. Hann segir að safnaðarheimilið sé einnig mjög viðhaldsþurfi og hefur húsið, þ.e. Bjarnahús, mjög látið á sjá að utan á undanförnum árum. Tími er kominn á alla glugga og kemur vatn inn með- fram nokkrum þeirra í mikilli úr- komu. Allt bárujárn er orðið lélegt og þarf að klæða bæði þak og veggi upp á nýtt. Þakskegg og lista þarf einnig að endurgera. Óeinangrað þak Margt fleira mætti telja og kostnaðurinn mikill. Guðbergur segir að þakið sé óeinangrað að innan og verði ekki hjá því komist að fara þar í framkvæmdir. Hann er nú að byrja níunda árið sitt sem kirkjuvörður en honum er málið mjög kært og hefur mikinn áhuga á því að farið verði í miklar endurbætur. Á síðasta sóknarnefndarfundi sem haldinn var nú í janúar var mikið rætt um hvað það væri mikið fjármagn sem þyrfti til þess að halda Húsavíkurkirkju við svo sómi væri að. Fyrst þyrfti að ráðast í lagfæringar á turninum og fleiru sem bíður viðhalds í þeirri bygg- ingu. Hollvinasamtök stofnuð? Var fundarfólk sammála um að fjármagnsþörfin væri ef til vill tug- ir milljóna ef vel ætti að vera. Kom fram á þeim fundi að venjulegir styrkir frá Minjastofnun myndu aldrei nægja í svona fram- kvæmdum. Hugmynd að stofnun hollvinasamtaka var nokkuð rædd og verkefni þeirra samtaka yrði að vinna að því að útvega fjármagn með öðrum leiðum með því að höfða til burtfluttra Húsvíkinga og annarra velunnara kirkjunnar. Því var einnig velt upp hvort sveitarfélagið gæti stutt við verk- efni á einhvern hátt. Það kom og fram í þessum umræðum að sókn- arnefnd hefur miklum skyldum að gegna. Hér sé um að ræða þá byggingu, þ.e. kirkjuna, sem hefur sett hvað mestan svip á bæinn í meira en heila öld og sé raunar sá miðpunktur sem snertir hjarta fólksins. Allir eru að hugsa leið til þess að finna fjármagn til fram- kvæmda en Guðbergur kirkjuvörð- ur er bjartsýnn á að það takist og hlakkar til þess að sjá bæði Húsa- víkurkirkju og Bjarnahús í betri búningi. Húsavíkurkirkja þarf betri búning  Mikill fúi í turni Húsavíkurkirkju  Safnaðarheimilið í Bjarnahúsi þarf einnig mikið viðhald  Kostnaður hleypur á tugum milljóna  Sóknarnefnd veltir fyrir sér möguleikum á fjármögnun Morgunblaðið/Atli Vigfússon Samstæð Bjarnahús og Húsavíkurkirkja eru mikilvæg hús í bæjarmynd Húsavíkur, bæði teiknuð af Rögnvaldi. Skemmdir Ráðast þarf í kostnaðarsamar viðgerðir vegna fúa í kirkjuturn- inum. Krossarnir utan á húsinu gætu fokið í burtu í næsta óveðri. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Húsavíkurkirkja er tvílyft timburhús og krossmynduð að grunnfleti. Efri hæðin er portbyggð undir krossreistu risi. Þakskegg slútir fram yfir veggi og gafla. Á milli vestur- og norðurálmu kirkjunnar er turn, ferhyrndur að grunnfleti og fjórar hæðir. Þak turnsins er hátt og toppmyndað klætt sléttum málmplötum. Á öllum hliðum hans eru burstir sem skaga út yfir hliðarnar. Á burstunum eru útsagaðar spírur og hryggskraut. Ofarlega á turnspírunni eru agnarsmáir kvistir með fjögurra rúðu glugga, einn á hverri þakhlið. Þeir eru með bjórlaga þaki yfir og lítilli spíru. Efst á turn- þakinu er hnúður og upp af honum er stór hvítmálaður kross með lauk- laga endum. Kirkjan er talin eitt glæsilegast hús í sveitserstíl hér á landi og eitt fegursta verk Rögnvalds Ólafssonar. (Kirkjur Íslands 22. bindi). Glæsileg kirkja VERK RÖGNVALDS Bjarnahús hefur verið safn- aðarheimili Húsavíkurkirkju frá árinu 2009 en það var byggt sama ár og kirkjan og einnig teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni. Það var reist skammt sunnan við kirkjuna og var ákveðið að það skyldi draga dám af henni. Ýmis atriði eru augljóslega lík og má þar nefna glugga, hæðaskil og strikaða lista. Húsið var í eigu Bjarna Benediktssonar versl- unarmanns og fjölskyldu hans til ársins 1960. Í húsinu fer fram margvíslegt kirkjustarf og þar starfa nokkur fé- lagasamtök. Dregur dám af kirkjunni BJARNAHÚS Áhyggjur Guðbergur Rafn Ægisson kirkjuvörður við kirkjuhurðina. Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.