Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 15

Morgunblaðið - 08.02.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Vetur Hundur hlýjaði konu og kona hundi á kaffihúsi við Skólavörðustíg. Eggert Engin mælistika er til um það hvenær ein- staklingar verða of gamlir til að skipta sér af og hafa skoðanir á margvíslegum þjóð- félagsmálum. Viðhorf margra er að skoðanir og áherslur eldri borgara eigi ekki mikið erindi inn á vett- vang Alþingis og sveit- arstjórna, en þeir eru þó tugþúsundir, þar af mikill fjöldi einstaklinga með áratuga reynslu af þátttöku í atvinnu-, stjórnmála- og félagslífi þjóðarinnar. Störf Alþingis almennt hafa ekki sýnt sérstaklega fram á það, að núverandi aldurs- samsetning þingmanna sé sú besta. Hefðbundin starfsemi félaga eldri borgara víðsvegar á landinu er af hinu góða. Á þeim vettvangi eru sam- þykktar fjölmargar ályktanir um hagsmunamál eldra fólks og þær sendar ýmist Alþingi eða sveit- arstjórnum. Umfjöllun um þau mál- efni á vettvangi Alþingis hefur á hinn bóginn verið mjög takmörkuð og endurspeglar að flest önnur málefni hafa forgang þar umfram fjölmörg hagsmunamál eldri íbúa. Lífsferill undirritaðs, sem er skil- greindur ellilífeyrisþegi, f. 1946, hef- ur frá skólaárum að mestu verið helgaður stjórnmálastarfi. Ég starf- aði allt frá því námi lauk á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, borgarstjórnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sem framkvæmdastjóri SÁÁ. Í það starf var ég ráðinn skömmu eftir stofnun samtakanna og starfaði þar í sex ár. Sífellt verið að hólfa einstaka þjóðfélagshópa Sífellt er verið að hólfa einstaka þjóðfélagshópa og ákveða að svona eða hinsegin eigi þátttaka þeirra og hlutverk að vera, m.a. í starfsemi stjórnmálaflokka. Hvað varðar fram- boðsmál eldri borgara er oftast gert ráð fyrir að þeir sitji mjög aft- arlega á framboðs- listum í alþingis- og sveitarstjórnarkosn- ingum. Viðhorf margra er að þeir eigi aðallega að starfa í sér- samtökum fyrir eldri borgara, taka þar þátt í margvíslegu fé- lagsstarfi, sem er góðra gjalda vert, og álykta svona öðru hvoru um sín kjaramál. Stjórn- völd hlusta á þær óskir og kröfur sem þar eru bornar fram, en gera oftast lítið með þær. Starfsemi félaga eldri borgara er víðast hvar mjög öfl- ug en það er ekki síður mikilvægt verkefni að tryggja að margvísleg hagsmuna- og baráttumál þeirra sem eldri eru fái nauðsynlega umfjöllun og eftirfylgni á vettvangi Alþingis og sveitarstjórna. Eini þingmaðurinn sem er í hópi skilgreindra eldri íbúa, þ.e. 67 ára og eldri, er 71 árs. „Þeir eru orðnir of gamlir“ Almennt er lítil áhersla lögð á þátttöku eldri borgara í starfi stjórn- málaflokka nema rétt fyrir kosn- ingar. Í langflestum tilvikum skipa þeir sæti aftarlega á framboðslistum við kosningar til Alþingis og sveit- arstjórna, aðallega til að sýna kjós- endum að eldri borgarar hafi ekki gleymst þegar framboðslisti var ákveðinn. Þeir eru sjaldnast gjald- gengir í ýmis nefndarstörf sem stjórnmálaflokkar skipa eða tilnefna í – þeir eru orðnir „of gamlir“ til þess er oft viðkvæðið. Einstaklingar sem tilheyra þeim hópi láta sífellt meira til sín taka á vettvangi fjölmiðla, m.a. með greina- skrifum um margvísleg málefni. Í þeim hópi eru einstaklingar með mikla reynslu af skipulags- og um- ferðarmálum, m.a. skipulagsfræð- ingar, arkitektar og verkfræðingar, og aðrir sem koma úr ýmsum stétt- um þjóðfélagsins. Margir þeirra skrifa blaðagreinar og taka öflugan þátt í opinberri umfjöllun um ýmis málefni. Þeir hafa almennt mjög ákveðnar skoðanir á margvíslegum álitamálum, byggðar á reynslu þeirra og þekkingu. Viðhorf þeirra vekja oft athygli, enda eru þeir óhræddir við að setja fram sínar skoðanir með skýrum og afgerandi hætti. Gott dæmi um það eru málefni borgarlínu. „Eldri borgarar“, segjum 65-90 ára, – það er þýðingarmikill ald- arfjórðungur í lífinu – skiptast í jafn- marga flokka og allar aðrar nið- urraðanir fólks á yngra aldursskeiði. Þar kemur til heilsa, áhugi, vilji, geta o.s.frv. Margt af þessu fólki er með mikla reynslu og fullan vilja til þess að nota vit sitt og hæfileika. Verði öflugir þátttakendur í þjóðmálaumræðunni Niðurstaða mín er sú að eldra fólk eigi að vera virkir þátttakendur í þjóðmálaumræðunni og skipa sæti ofarlega á framboðslistum stjórn- málaflokkanna við kosningar til Al- þingis og sveitarstjórna. Með þeim hætti mætti betur tryggja að hags- muna- og baráttumál eldri ein- staklinga fengju meiri vigt en nú er í umfjöllun og ákvarðanatöku á þeim vettvangi. Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 var kosningaþátttaka í Reykja- vík um 67%. Í aldurshópnum 65-74 ára var hún töluvert meiri en í öðrum aldurshópum eða um 83%. Fjöldi íbúa í Reykjavík á kjörskrá er um 105.000, þar af eru 67 ára og eldri um 20.000 eða 19%. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » „Viðhorf margra er að skoðanir og áherslur eldri borgara eigi ekki mikið erindi inn á vettvang Alþingis og sveitarstjórna.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Aldur og stjórnmál Á miðvikudaginn mælti Katrín Jak- obsdóttir forsætisráð- herra fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskránni. Frum- varpið er að miklu leyti afrakstur vinnu sem staðið hefur yfir frá því snemma á þessu kjör- tímabili og hafa for- menn allra stjórn- málaflokka, sem sæti eiga á Alþingi, tekið þátt í henni. Ekki náðist samstaða um tillögurnar og var niðurstaðan því sú að forsætisráð- herra legði frumvarpið fram í sínu nafni í stað þess að formennirnir stæðu í sameiningu að flutningi þess. Leiðir það að sjálfsögðu til þess að meiri óvissa er um framgang málsins í þinginu en ef um samkomulagsmál væri að ræða. Í frumvarpinu eru annars vegar allmargar breytingar á I. og II. kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla einkum um embætti forseta, ríkisstjórn og skylda þætti og hins vegar þrjú ný ákvæði, um umhverfismál, auðlindir og íslenska tungu. Enn sem komið er hefur auðlinda- ákvæðið fengið mesta athygli í um- ræðum innan þings og utan en segja má að umfjöllun um önnur ákvæði hafi nokkuð setið á hakanum. Ég vil ekki draga úr mikilvægi þess að auð- lindaákvæðið fái mikla umræðu þar sem fram koma rökstudd sjónarmið bæði með og á móti, en það má ekki verða til þess að önnur atriði, sem einnig skipta verulegu máli, verði út undan. Mikilvægt er að bæði kaflinn um æðstu handhafa framkvæmd- arvaldsins og umhverf- isákvæðið fái vandaða og gagnrýna skoðun, bæði af hálfu stjórn- málamanna, fræði- manna og annarra áhugamanna um stjórn- skipun landsins. Hér á eftir mun ég fjalla um ýmsar af þeim breytingum sem for- sætisráðherra leggur til að verði gerðar á ákvæðum II. kafla stjórnarskrárinnar. Um aðrar greinar frum- varpsins mun ég fjalla síðar. Nokkur álitamál í nýja frumvarpinu 1) Í 2. gr. frumvarpsins er lagt til að forseti verði kjörinn samkvæmt svokallaðri forgangsröðunaraðferð. Þetta tel ég misráðið. Engin rök hafa verið færð fyrir því að núgildandi að- ferð sé ófullnægjandi og ef raunveru- lega væri vilji til þess að kalla fram ótvíræðan meirihlutastuðning í for- setakjöri þá væri hreinlegra að leggja til tveggja umferða kerfi. Þá væri kosið á milli tveggja efstu frambjóð- enda í síðari umferð ef enginn fengi hreinan meirihluta í fyrri umferð. Spurningin er hins vegar sú hvort slíkt fyrirkomulag væri ekki full- fyrirhafnarsamt þegar horft er til takmarkaðra valda forsetaembætt- isins. 2) Í 3. gr. er annars vegar lagt til að kjörtímabil forseta verði lengt í sex ár og hins vegar að enginn geti setið samfellt sem forseti í fleiri en tvö kjörtímabil. Lengd kjörtímabilsins er auðvitað smekksatriði en hér á landi en löng hefð fyrir fjögurra ára tíma- bilum hjá kjörnum fulltrúum. Leng- ing í sex ár er að mínu mati skaðlaus en um leið ástæðulaus. Varðandi fjölda kjörtímabila er ástæða til að spyrja um tilgang og nauðsyn þess að setja slíkar takmarkanir. Í þeim lönd- um þar sem valdatími forseta er tak- markaður með reglum af þessu tagi er yfirleitt um að ræða verulega valdamikil pólitísk embætti. Þar þyk- ir tilefni til þess að tryggja að sami einstaklingur fari ekki með mikil völd í langan tíma. Augljóst er að þessi rök eiga ekki við hér á landi. 3) Í 7. gr. er valdið til að ákæra ráð- herra fyrir embættisrekstur þeirra fært frá Alþingi til ríkissaksóknara og opnað á frekari breytingar varð- andi ráðherraábyrgð og Landsdóm. Þetta er jákvætt enda ríkt tilefni til breytinga eftir þann pólitíska og rétt- arfarslega skrípaleik sem fólst í af- greiðslu þingsins á ákæru gegn ráð- herra 2010 og framhaldi þess máls. Það er hins vegar mikilvægt að út- færa nánar hvaða fyrirkomulag eigi að taka upp í staðinn. Sú vinna er rétt að hefjast. 4) Í 8. gr. er kveðið á um þingræð- isregluna með skýrum hætti og að sjálfsögðu ekki ástæða til að gera at- hugasemdir við það. Í greininni er hins vegar líka óljós og illa rökstudd hugmynd um að forseti geti leitað fyrirfram eftir yfirlýsingu þingsins um stuðning eða hlutleysi áður en ný ríkisstjórn er mynduð. Þarna er ein- hver ráðagerð um að fara hálfa leið- ina í átt að fyrirkomulagi sem tíðkast í löndum eins og Svíþjóð og Finn- landi, án þess að útfærslan sé full- hugsuð eða kláruð. 5) Í 11. gr. er kveðið á um reglur um skipun embættismanna, sem mik- ilvægt er að ræða. Þar þarf m.a. að greina hvort eða að hvaða leyti sé um nýjar reglur að ræða og að hvaða marki nauðsynlegt sé að skrifa inn í texta stjórnarskrárinnar sjálfsagðar ábendingar um að valdhafar skuli vanda sig í störfum sínum. 6) Í 13. gr. er ný regla um vald- heimildir svokallaðra starfsstjórna. Í fljótu bragði virðist breytingin sem þarna er boðuð leiða til meiri óvissu en verið hefur að þessu leyti. 7) Í 14. gr. er lagt til nýtt ákvæði um þingrof, sem nauðsynlegt er að fara vel yfir. Þar þarf að taka ótví- ræða afstöðu til þess hver eigi í raun að fara með þingrofsvaldið, forsætis- ráðherra, forseti eða Alþingi. Það tengist síðan almennri umræðu um það, hvort eða hversu mikið forseti eigi að hafa af heimildum til að taka matskenndar ákvarðanir, sem varða pólitísk álitaefni. Þar er um að ræða grundvallarumræðu sem óhjá- kvæmilegt er að taka í þessu sam- hengi. Hversu pólitískt á forsetaembættið að vera? Nefna má fleiri þætti í þessum kafla frumvarpsins, sem þörf er á að ræða frekar. Sum ákvæðin eru vissu- lega til bóta en önnur þarfnast endur- skoðunar. Það sem hins vegar vantar helst í þetta frumvarp er skýrari leið- sögn um það álitamál sem vikið er að hér að framan, þ.e. um mörk vald- heimilda forsetans. Eins og frum- varpið er sett fram er vissulega gert ráð fyrir því að áfram verði í stjórn- arskrá reglur um að forseti láti ráð- herra framkvæma vald sitt, að forseti sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og að ráðherrar beri ábyrgð á stjórn- arframkvæmdum öllum. Allt þetta gefur ótvírætt til kynna að staða for- seta í sambandi við stjórnarathafnir sé bara formleg og feli ekki í sér eig- inleg völd. Af frumvarpinu má hins vegar ráða að í einhverjum tilvikum geti verið undantekningar frá því og forseti geti upp að vissu marki tekið matskenndar ákvarðanir, svo sem í sambandi við þingrof. Nauðsynlegt er að taka fram í þessu sambandi að hvorki núgildandi stjórnarskrá né frumvarpið fela í sér nokkrar heimildir fyrir forseta til að eiga frumkvæði að neinum ákvörð- unum af þessu tagi. Frumkvæðið hlýtur alltaf að koma frá ráðherra, sem leggur mál fyrir forseta til stað- festingar. Spurningin sem vaknar, til dæmis í sambandi við þingrofs- ákvæðið – en ekki bara það – er hvort forseti hafi frjálst val um það að neita að staðfesta tillögur ráðherra. Þetta atriði kallar á miklu ítarlegri umfjöll- un en finna má í frumvarpi forsætis- ráðherra. Það kallar um leið á um- ræður um það, hversu mikil pólitísk völd eigi að fela forseta. Þeirri spurn- ingu þarf að svara af hreinskilni ef á annað borð er farið út í breytingar á þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar, sem embættið varða. Gallinn við þennan hluta frum- varps forsætisráðherra er í stuttu máli sá, að verið er að leggja til breyt- ingar á ýmsum atriðum sem engin sérstök þörf er á að breyta, en látið ógert að taka á og skýra aðra þætti sem raunverulega hafa valdið vafa. Eftir Birgi Ármannsson » Frumvarpið kallar á hreinskilnar umræð- ur um það hversu mikil pólitísk völd eigi að fela forseta. Birgir Ármannsson Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Gallaður forsetakafli í frumvarpi forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.