Morgunblaðið - 08.02.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.02.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 arheildina, en sinni frekar hagsmuna- málum flokksins og stuðningsmanna eða tískumálum frá útlönd- um sem er oft kostn- aðarsamt fyrir skatt- greiðendur. Flokkarnir sem eru komnir inn á Alþingi (eða við þröskuldinn) hafa tekið löggjaf- arsamkunduna í nokk- urs konar gíslingu og láta hana fjármagna sig, skattfé er þannig varið til að styðja við flokksáróður. Lýðræð- ið og traustið á Alþingi líður fyrir. Vantar stefnu í stærstu málunum Stjórnmálaflokk- arnir ætla í næstu kosningum að bjóða kjósendum upp á trakteringar frá ESB: Skattaokur á bíla og eldsneyti, „kolefnishlutleysi“ ESB, niðurgreiddan mat frá ESB, meira og dýrara reglugerðafargan, ESB-leiguíbúðir. Og frá eigin brjósti friðun uppblásins lands og einfeldn- ingslega atvinnustefnu Flokkana skortir vitlega stefnu í stórum mál- um og málum sem ESB hefur lagt undir sig, meðal annarra orku- málum, landbúnaðarmálum, iðn- aðarmálum, „loftslagsmálum“, fólks- innflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) hjálpaði til að koma í vandræði. Enginn flokkur getur hreinsað upp í reglugerðafen- inu frá EES meðan sá samningur er enn í gildi. Í Noregi er sterk sjálfstæð- ishreyfing, þegar eru tveir stjórn- málaflokkar á þinginu sem vilja leysa Noreg undan EES og þar með valdi ESB. Enginn stjórnmálaflokk- ur á Alþingi hefur stefnu um að losa Ísland undan EES og valdi ESB. Alþingi getur ekki lengur sett lög óhindr- að á sumum sviðum vegna laga frá ESB sem hafa verið látin ganga í gildi hérlendis. Stór hluti nýrra laga kemur frá ESB, á síð- ustu árum hefur um þriðjungur í þing- málaskrá ríkisstjórn- arinnar verið vegna valdboða frá ESB. Engum þeirra hefur verið hafnað. Engum EES-tilskipunum sem verða að reglugerðum hefur verið hafnað. EES-samningurinn hefur þannig í fram- kvæmd flutt löggjaf- arvald, fram- kvæmdavald og dómsvald út til ESB hver svo sem meiningin var í byrjun. Ein afleiðing er að aðeins fimmt- ungur (18-23%) landsmanna ber traust til Alþingis samkvæmt Gall- up. Önnur afleiðing er að stjórn- málaflokkarnir á Alþingi hafa ekki áhrif í málum sem stjórnað er sam- kvæmt ESB. Ráða illa við stærstu málin Reynslan hefur sýnt að Alþingi, með þeim stjórnmálaflokkum sem þar eiga sæti, á erfitt með að ráða við stærstu mál þjóðarinnar. Alþingi ræður ekki við valdahrifs-ESB- og EES-samninginn. Alþingi réð ekki við Icesave. Alþingi hefur ekki getað forðað margháttuðum vanda sem blind hlýðni við ESB hefur valdið og þeim vaxandi fjáraustri sem fylgir því að hengja Ísland við ESB. Eiginhagsmunir og tískustjórnmál Algeng skoðun er að stjórn- málaflokkarnir vinni mikið í málum sem ekki eru áríðandi fyrir þjóð- Stjórnmálaflokkarnir eru ekki með stefnu í stærstu málunum Eftir Friðrik Daníelsson Friðrik Daníelsson » Tveir stjórn- málaflokkar í Noregi vilja losa landið undan valdi ESB, enginn á Íslandi. Höfundur situr í stjórn Frjáls lands. Meginhlutverk Öldrunarráðs Íslands er að fræða og hefur ÖÍ árlega staðið fyrir ráðstefnu um málefni eldri borgara. Á síð- asta ári var ekki hægt að halda ráðstefnu vegna Covid- takmarkana og þegar stjórnin sló af skipu- lagða ráðstefnu, öðru sinni, kviknaði skemmtileg hugmynd um að vera með fræðslu í sjónvarpi. Lands- samband eldri borgara brást vel við umleitan ÖÍ um að vera með í þessu og Ríkisútvarpið líka. Áhugaverður fræðsluþáttur verð- ur sýndur á RÚV um velferð eldri borgara þriðjudaginn 9. febrúar nk. Þátturinn er á dagskrá klukkan 13 og hvetjum við alla til að horfa á hann. Í þættinum verður stiklað á stóru varðandi það sem skiptir mestu máli þegar aldurinn færist yfir. Með hækkandi aldri fer heilsa og andleg geta okkar þverrandi. Hvernig get- um við unnið á móti aldurstengdum einkennum og hvernig getum við best lifað með þeim? Það eru Öldrunarráð Íslands og Landssamband eldri borgara sem standa fyrir fræðslufundinum og hafa fengið fjölda fyrirlesara til liðs við sig svo þátturinn geti orðið sem mest upplýsandi. Þannig er þetta orðið að veruleika og metnaðarfullur þáttur verður sýndur öllum til upplýsingar og fræðslu sem eru komnir á efri ár og aðstandendum þeirra. Þátturinn er textaður til að ná til sem flestra. Allir framsögumenn eru með er- indi sem eiga vel við til að skerpa á þekkingu þar sem hækkandi lífaldur er áskorun sem þarf að undirbúa sem allra best. Aukin fræðsla um hvernig efri ár- in eru og hvað þarf að bæta svo lífs- gæði haldist sem lengst. Hér koma mörg svör við því, auk þess sem að- standendur geta haft mikið gagn af þeirri fræðslu sem fram kemur í þættinum. Fræðsla alla ævi er einn af lyklum velfarnaðar. Með þessu móti vonumst við til að ná til enn fleiri en við í raun hefðum gert með hefðbundinni ráðstefnu og hvetjum þig lesandi góður til að fylgjast með fræðslufundinum. Þátt- urinn verður síðan áfram aðgengi- legur á spilara RÚV í mánuð eða svo. Þar verður hægt að horfa á hann aftur eða síðar ef ekki gefst tími til þess þegar hann er á skján- um. Oft er þörf en nú er nauðsyn Eftir Jórunni Ó. Frímannsdóttur og Þórunni Sveinbjörnsdóttur » Það eru Öldrunar- ráð Íslands og Landssamband eldri borgara sem standa fyrir fræðslufundinum og hafa fengið fjölda fyrirlesara til liðs við sig … Jórunn Frímannsdóttir Jórunn er formaður ÖÍ. Þórunn er formaður LEB. Þórunn Sveinbjörnsdóttir 18 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Gerðu góðverk án þess að segja frá því varfærinna tilslakana. Því spyrjum við framangreinda aðila eftirfar- andi spurninga:  Af hverju er opnun spilakassa forgangsatriði í varfærnum tilslök- unum á gildandi sóttvarnareglum, eins og raun ber vitni?  Með hvaða rökum var sú nið- urstaða fengin að nauðsynlegt væri að opna spilakassa á ný á þessum tímapunkti?  Hverjir voru hafðir til ráða- gerðar þegar nauðsyn opnunar spilakassa var metin?  Var rætt við rekstraraðila spilakassa í þessu sambandi? Var rætt við spilafíkla og eða samtök þeirra?  Var hlustað á þær miklu hetjur sem hafa stigið fram og lýst reynslu sinni af spilakössum og hafa biðlað til stjórnvalda um að loka þeim til frambúðar?  Þrýstu rekstraraðilar spila- kassa á um opnun þeirra?  Er það ykkar mat að opnun spilakassa sé nauðsynleg, í miðjum heimsfaraldri banvæns smit- sjúkdóms? Skoðanakönnun sem framkvæmd var af Gallup og niðurstöður voru kynntar úr í maí 2020, sýna að 86% íslensku þjóðarinnar vilja að spila- kössum verði lokað til frambúðar – neytendur þeirra eru spilafíklar og engir aðrir. Þeir hafa reynt að ná eyrum ykk- ar. Hvers vegna hlustið þið ekki á fórnarlömb spilakassanna – sem rétt væri að kalla spilavíti? stöðvar sýndu viðtöl við prest, kráareig- anda, eiganda líkams- ræktarstöðvar og neytendur og svo var að sjá að almenn ánægja ríkti með til- slakanirnar hvað flesta þætti varðaði. Greinilegt er að marg- ir hafa saknað þess að hafa ekki getað farið í ræktina, fylgt ástvin- um sínum eða vinum til grafar eða sest nið- ur á veitingastöðum og krám til að eiga notalega stund með vinum og ættingjum. Söknuður neytenda eftir ýmissi þjónustu undanfarna mánuði hefur verið mikill og höfum við flest upp- lifað hann í einhverju formi. Spila- kassar eru ekki þar á meðal. Hér stendur hnífurinn í kúnni. Neyt- endur, við almenningur, hafa beðið með óþreyju eftir að ýmis þjónusta, sem við teljum nauðsynlega eða mikilvæga, verði í boði aftur. Því er öfugt farið með neytendur spila- kassa. Þeir hafa lifað í ótta um að þeir opni á ný, sem nú er að verða raunin. Höfum við heyrt einhvern kalla eftir að nauðsynlegt sé að opna spilakassana? Nei, þvert á móti! Spilafíklar, einu neytendur spila- kassanna, og ástvinir þeirra hafa ákallað yfirvöld og biðlað til þeirra að opna spilakassana ekki á ný. Helst vilja þeir að spilakassarnir verði lokaðir til frambúðar. Hver þrýstir á um að spilakassar verði opnaðir? Tók sóttvarnalækn- ir upp á því upp á sitt eindæmi að leggja opnun þeirra til og vel að merkja á meðan margt annað sem almenningi finnst mikilvægt til að lifa eðlilegu lífi verður enn ýmist lokað eða óheimilt að gera? Eða var það landlæknir? Almannavarnir, nú eða heilbrigðisráðherra? Erfitt er að sjá hvað býr að baki þessari ákvörðun – ekki er það ákall frá neytendum. Varla er opn- un spilakassa nauðsynlegur hluti Opnun spilakassa var ofarlega á for- gangslista sótt- varnalæknis yfir starf- semi sem hann lagði til og stjórnvöld sam- þykktu að fengju að opna að nýju, þrátt fyrir að Covid-19 geisi enn. Þessar breyt- ingar voru kynntar sem varfærnar tilslak- anir á gildandi sóttvarnareglum. Þorri almennings var í skýjunum þegar tilkynnt var um hinar nýju varfærnu tilslakanir. Sjónvarps- Eftir Ölmu Hafsteins Alma Hafsteins » Opnun spilakassa var ofarlega á for- gangslista sóttvarna- læknis yfir starfsemi sem hann lagði til og stjórnvöld samþykktu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. formadur@vandinn.is Eru spilakassar í forgangi? Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.