Morgunblaðið - 08.02.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021
✝ Guðfríður Guð-jónsdóttir
(Dæda) fæddist í
Miðdalsgröf í
Strandasýslu 31.
maí 1935. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á
Akranesi 1. febr-
úar 2021. Hún er
dóttir hjónanna
Jónnýjar Guð-
bjargar Guð-
mundsdóttur, f. 7.
október 1916, d. 7. mars 1989,
og Guðjóns Gríms Grímssonar,
f. 26. mars 1903, d. 30. mars
1995. Systir hennar er Sigríð-
ur, f. 3. mars 1940, d. 2. ágúst
2015.
Dæda giftist Birni Guð-
mundssyni frá Hróaldsstöðum
í Vopnafirði 17. maí 1959.
Börn þeirra eru: 1) Anna
Guðný, f. 15. október 1958, gift
Einari Páli Gunnarssyni, f. 27.
júní 1955. Þau eiga fimm börn
og fjögur barnabörn. 2) Ásta
Björk, f. 8. nóvember 1961,
sambýlismaður Björn Júl-
íusson, f. 27. júlí
1952. Hún á þrjú
börn og tvö barna-
börn. Barnsfeður
hennar eru Finn-
bogi Björnsson, f.
4. ágúst 1959, og
Elías Kárason, f. 8.
nóvember 1942, d.
7. maí 2004. 3)
Hildur, f. 5. októ-
ber 1963. Hún á
einn son. 4) Reyn-
ir, f. 18. febrúar 1965, giftur
Steinunni Þorsteinsdóttur, f.
27. september 1971. Þau eiga
tvær dætur.
Útförin fer fram frá Hólma-
víkurkirkju 8. febrúar klukkan
14. Vegna aðstæðna í sam-
félaginu verða einungis nán-
ustu ættingjar og vinir við-
staddir útförina. Útförinni
verður streymt á facebooksíðu
hennar: (stytt slóð):
tinyurl.com/jsf24zow
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Sólin er farin að skína aftur í
Miðdalnum. Það var dagurinn
sem mamma beið alltaf eftir.
Daginn sem sólin sást í dalnum
bakaði hún „heimsins bestu
pönnukökur“ segja barnabörnin.
En laugardaginn 2. janúar
fékk mamma heilablæðingu og
lést hún á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi 1. febrúar. Við systkinin
vorum svo heppin að hafa alist
upp bæði hjá mömmu og pabba
og afa og ömmu sem bjuggu í
sama húsi. Húsið er ekki stórt
en samt nóg pláss enda vorum
við alltaf úti að leika samkvæmt
mömmu. Þau voru aðallega með
kindur en það voru kýr þegar við
vorum yngri. Á jólunum var oft
erfitt að bíða eftir að þau kæmu
úr fjósinu til að opna pakkana.
Oft var þessi saga sögð okkar
börnum meðan beðið var eftir
jólunum. Mömmu fannst gaman
að sinna kindunum. Hún fór yf-
irleitt í fjárhúsin kvölds og
morgna nema síðustu tvo vetur
og á vorin var hún þar allan dag-
inn. Hún sá um að gefa lömbum
pela sem þurftu og voru heim-
alningarnir yfirleitt í hennar
umsjá. Mamma gekk í flest þau
störf sem sinna þurfti í sveitinni
hvort sem var að raka úti á túni
eða sjá um heimilið. Blóm voru
hennar líf og yndi, blómstruðu
þau í hennar umsjá. Henni
fannst mjög gaman að prjóna og
höfum við afkomendur hennar
öll átt flíkur eftir hana. Stundum
var komið með uppskrift og
mamma beðin að prjóna sem
hún gerði með glöðu geði og fyr-
ir síðustu jól prjónaði hún á öll
barnabarnabörnin. Börnum okk-
ar fannst gott að koma í sveitina,
fá að sitja í traktornum hjá afa
meðan hann lifði, borða kökurn-
ar hennar ömmu og stundum
laumast inn í búr að fá sér kex.
Þau hafa öll dvalið í sveitinni og
finnst gott að vera þar. Hin síð-
ari ár fannst mömmu svo gott
þegar þau gátu komið í smala-
mennsku.
Mamma og pabbi ferðuðust
mikið, stundum tvö ein eða með
eldri borgurum og mamma fór
með þeim eftir að hún varð ein.
Mamma var mjög fróð um landið
sitt og Vegahandbókinni var oft
flett og kunni hún mörg örnefni í
sinni sveit.
Hún hafði gaman af að spila
og mætti á flestar félagsvistir og
vann oft til verðlauna þar. Um
jól var mikið spilað og fannst
henni það best við jólin. Síðustu
tvö ár höfum við afkomendurnir
hist eina helgi á sumri og síðasta
sumar vakti mamma langt fram
á nótt að spila. Mamma hafði
gaman af að fara á mannamót og
mætti á flesta viðburði í Sæ-
vangi.
Reynir tók við búinu og
byggði hús rétt hjá mömmu og
þess vegna gat mamma verið í
sínu húsi alla ævi því Reynir og
fjölskylda gátu litið til hennar.
Reynir kom í morgunkaffi flesta
morgna og stundum oft á dag til
að segja henni fréttir, lofa henni
að fylgjast með hvað hann væri
að gera eða bara bjóða henni í
bíltúr. Reyni og fjölskyldu fær-
um við systur kærar þakkir fyrir
að gera mömmu kleift að vera í
sveitinni sinni alla ævi. Þau voru
dugleg að líta til hennar og
stytta henni stundir, hjálpa
henni við hitt og þetta eða bara
skutla henni í Kaupfélagið.
Elsku mamma, það verður
öðruvísi að koma í sveitina núna
þegar þú ert farin. Við þökkum
þér fyrir öll árin og hjálpsemi
við okkur. Og biðjum Guð að
styrkja okkur öll við fráfall þitt.
Anna, Ásta, Hildur
og Reynir.
Elsku Dæda tengdamóðir mín
er fallin frá, ég kýs að syrgja
hana ekki heldur gleðjast yfir
því að hún er laus úr fjötrunum
sem hún var föst í og komin í ei-
lífa sól í sumarlandinu með
fuglasöng og blómabreiðum.
Takk fyrir að elska okkur svona
heitt.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Steinunn Þorsteinsdóttir.
Elsku amma Dæda. Þú varst
sannur vinur, góð, sterk, dugleg,
hjartahlý og mín helsta fyrir-
mynd.
Ég kveð þig með mikla sorg í
hjarta en einnig full af þakklæti
fyrir allar minningarnar.
Minningarnar eru ótal marg-
ar en mínar bestu eru þegar við
sátum tímunum saman að spila
og spjalla um daginn og veginn,
mér fannst líka svo gaman þegar
þú sagðir mér sögur frá því að
þú varst ung og ekki var það
verra þegar ég náði að plata þig
til að baka pönnukökur eða
lummur.
Flatkökurnar sem við gerðum
saman á hverjum jólum var líka
okkar stund og ég mun gera mitt
besta við að halda þeirri hefð
ásamt því að læra að gera
pönnukökurnar og lummurnar
þínar.
Það sem var gott að hafa þig í
næsta húsi elsku amma mín, allt-
af stutt í ömmuknús, það verður
skrýtið að koma núna í tómt
ömmuhús.
Mér fannst líka svo gaman
þegar ég skutlaði þér í búðina og
sá hvað þú varst almennileg við
alla, bauðst góðan daginn, brost-
ir og spjallaðir við fólk.
Þú gerðir allt fyrir fólkið sem
þú elskaðir og við erum svo
þakklát fyrir það elsku amma
mín.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
alla, kenndir okkur margt, þerr-
aðir tárin, huggaðir okkur,
söngst og fórst með vísur og
bænir með okkur.
Ég er þakklát fyrir að hafa
verið til staðar fyrir þig þegar þú
þurftir á mér að halda eins og þú
varst alltaf til staðar fyrir mig.
Það var sárt að sjá þig taka
síðasta andardráttinn á meðan
ég hélt utan um þig, en ég fann
líka að þú varst komin á betri
stað til afa Bjössa og Siggu syst-
ur.
Góða ferð amma Dæda og
takk fyrir allt, ég elska þig.
Þín ömmustelpa,
Laufey.
Hinn 1. febrúar eignaðist Guð
annan engil, hana ömmu mína.
Ég þekki engan sem var jafn
dugleg og amma. Það var alveg
sama hvort það væri vindur,
rigning, snjór eða hálka, þá fór
hún samt út í fjárhús og hjálpaði
Reyni með því að sópa jöturnar
eða gefa.
Þegar við mamma komum í
sveitina passaði hún að það væri
alltaf til eitthvað að borða fyrir
mig þar sem ég var svolítill gikk-
ur. Einnig var hún alltaf búin að
fylla á poppmaís til að poppa og
keypti oft ís frá ísbílnum fyrir
mig, Laufeyju og Ólöfu.
Við mamma höfum alltaf farið
í sveitina um jólin og áramótin
og er sá tími í algjöru uppáhaldi
hjá mér. Við spilum alltaf mikið á
jólunum og að spila við ömmu
var eitt af því skemmtilegasta
sem ég gerði. Það var alveg sama
hvað klukkan var, þá gafst alltaf
tími til þess að spila og var sér-
staklega mikið spilað þegar
Reynir kom í morgunkaffið til
ömmu. Svo þegar líða fór að ára-
mótunum gaf hún mér alltaf
nokkra aukaseðla til að kaupa
flugelda sem var svoleiðis þakk-
að fyrir með kossum og knúsum.
Elsku amma, takk fyrir allar
þær stundir sem við áttum sam-
an, og segi ég við þig eins og þú
sagðir við mig í fjöldamörg ár
fyrir svefninn:
Góða nótt,
dreymi þig vel,
megi púkarnir hlaupa í burtu
og englarnir vaka yfir þér.
Þinn
Guðjón Bjarki.
Í dag kveðjum við frænku
okkar Guðfríði Guðjónsdóttur
eða Dædu eins og hún var köll-
uð. Ung að árum dvöldumst við
systkinin nokkur sumur á sjötta
og sjöunda áratug síðustu aldar
hjá henni og fjölskyldu hennar í
Miðdalsgröf í Steingrímsfirði.
Alltaf var tekið vel á móti okkur
og tilhlökkunin því mikil að kom-
ast á Strandirnar á vorin. Heim-
ilishaldið einkenndist af reglu-
semi og festu og börnum og
unglingum sem þangað komu
leið vel. Víst er að þau hafa haft
af því gagn og ánægju. Þetta var
ekki síst Dædu að þakka sem
var brosmild og glaðvær með
hlýja og góða nærveru.
Í Miðdalsgröf kynntumst við
systkinin veröld sem var ólík
þeirri sem við þekktum í
Reykjavík. Búskaparhættir og
félagslíf þar sem kynslóðir undu
saman. Rafvæðing og vélvæðing
voru að hefjast. Vegakerfið var
vanþróað og leiðirnar því afar
seinfarnar. Við erum þakklát
fyrir að hafa upplifað þessar
miklu breytingar sem áttu sér
stað.
Í sveitinni var okkur krökk-
unum kennd vinnusemi og
ábyrgð. Ungir sem aldnir höfðu
hlutverk og voru virkir þátttak-
endur í bústörfunum. Mörg
barnanna hafa haldið tryggð við
fjölskylduna í Miðdalsgröf og
heimsótt hana reglulega eftir að
sumardvöl lauk.
Við systkinin höfum alla tíð
haldið góðu sambandi við fólkið
og þá sérstaklega við Dædu.
Alltaf var gott að sækja hana
heim og rifja upp gamla tíð yfir
kaffibolla og bakkelsi. Eins og
áður var gestrisnin í fyrirrúmi.
Einnig hittumst við stundum
þegar hún kom suður til dætra
sinna.
Við þökkum Dædu samfylgd-
ina og sendum börnum hennar
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Sophusson og
María Sophusdóttir.
Ekkert getur stöðvað tímans
þunga nið. Erfitt er að sætta sig
við það að allt tekur enda og æv-
in með. Látin er frænka mín
Guðfríður Guðjónsdóttir sem
alltaf var kölluð Dæda. Dæda
var miklu meira en bara frænka
mín. Hún átti stóran þátt í því
að gera mig að því sem ég er.
Ég var svo heppinn að hafa á
uppvaxtar- og mótunarárum
mínum átt tvö heimili. Annað á
Hólmavík hjá foreldrum mínum
og hitt í Miðdalsgröf eða Gröf
eins og sagt er venjulega. Á
þeim stað tengdust þræðir okk-
ar Dædu. Forsagan var sú að
þangað kom móðir mín Aðal-
heiður Jóhanna fjögurra ára til
móðurömmu sinnar eftir að
móðir hennar dó. Þar ólst hún
upp. Einnig bjó þar hálfsystir
móður hennar, Jónný sem köll-
uð var Nýja. Hún var gift Guð-
jóni Grímssyni frá Kirkjubóli.
Dætur þeirra tvær, Dæda og
Sigga, voru yngri en mamma.
Á fyrstu búskaparárum for-
eldra minna var búið þröngt og
því var ég, sem var elstur minna
systkina, sendur snemma í sveit
og þá til frændfólks míns í Gröf.
Þar var ég tvo vetrarparta og öll
sumur fram á unglingsárin.
Dæda sá um mig og svaf ég hjá
henni þar til eitt sumarið að þar
var kominn annar Björn í ból
Aðalbjarnar. Björn Guðmunds-
son (Bjössi) eiginmaður Dædu.
Á hann leist mér strax vel. Lítið
man ég frá þessum fyrstu árum
mínum. Leið bara alltaf vel.
Lærði að lesa með bandprjóns-
aðferðinni. Byggði hallir úr
SÍBS-kubbum með Bjössa. Þótt
ekkert væri rafmagnið á þessum
árum var alltaf birta og ylur. Ol-
íulamparnir, hljómur vegg-
klukkunnar og útvarpsins í
rökkrinu. Þar kynntist maður
sveitalífinu og lærði að vinna öll
helstu sveitastörf. Í minning-
unni leiddist manni aldrei. Alltaf
var hópur barna þarna á sumrin
og tíminn leið við vinnu og leik. Í
hádeginu meðan aðrir fengu sér
miðdagslúrinn spiluðum við
krakkarnir rommí, kasínu og án
efa fleira.
Þó svo fullorðinsárin tækju
við rofnaði aldrei sambandið við
heimilisfólkið í Gröf. Þar var
komið reglulega og enn oftar
eftir að yngsta systir mín,
Steina, giftist Reyni syni Dædu.
Þó svo við gistum oftast hjá
systur minni var alltaf farið á
hverjum morgni í morgunkaffi
til Dædu og oft setið lengi og lið-
inn tími rifjaður upp. Seinni árin
komum við oftast á haustin til að
tína ber og hjálpa til við smölun.
Oft fórum við með Dædu að tína
ber annaðhvort í Húsadal eða í
Staðarhlíðina. Alltaf var eftir
leitirnar boðið í veislumat og há-
tindurinn var eftirrétturinn, nið-
ursoðnu rabarbaraperurnar
hennar Dædu.
Æskan mótar manninn er
sagt. Þannig er það hamingja
mín í lífinu að hafa alist upp við
þessar aðstæður og geta nú
glaðst við allar góðu minning-
arnar frá þessum tímum. Kæra
Dæda, ég mun alltaf minnast þín
með gleði og þakklæti fyrir allt.
Elsku Anna Guðný, Ásta Björk,
Hildur, kæri mágur og fjöl-
skyldur, innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og fjölskyldu
minni.
Aðalbjörn.
Guðfríður
Guðjónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð,þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku amma Dæda.
Nú sitjið þið afi saman
og fylgist með okkur úr
sumarlandinu.
Takk fyrir allt saman.
Minning þín er ljós í lífi
okkar.
Gunnar Freyr, Guðný
Björk, Þórdís Eva, Einar
Páll og Daníel Helgi.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SKÆRINGUR EYJÓLFSSON,
Hlíðarhjalla 17,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn
1. febrúar. Útför hans fer fram frá
Hjallakirkju föstudaginn 12. febrúar klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk MND-deildar Droplaugarstaða.
Ósk Sólveig Jóhannsdóttir
Arnheiður Skæringsdóttir Ómar Stefánsson
Ásta Skæringsdóttir Gunnar Guðmundsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
AAGE STEINSSON,
lést á Landspítalanum föstudaginn 5.
febrúar. Útförin verður tilkynnt síðar.
Torfi Steinsson Tina Weber
Árni Steinsson Kristrún Gísladóttir
Bryndís Steinsson Örn Eyjólfsson
Eva Steinsson Kristján Guðjónsson
Sjöfn Heiða Steinsson Halldór Þorgeirsson
Steinn Ágúst Steinsson Susi Haugaard
barnabörn og barnabarnabörn
Okkur langar til
að minnast skóla-
systur okkar
Hrefnu með nokkr-
um orðum og telj-
um að við getum sagt að við ger-
um það í nafni alls árgangs okkar
frá Ísafirði.
Þegar við í árgangi ’64 vorum
Hrefna
Bjarnadóttir
✝ Hrefna Bjarna-dóttir fæddist
30. október 1964.
Hún andaðist 31.
desember 2020.
Útför Hrefnu fór
fram í kyrrþey.
að alast upp á Ísa-
firði var lífið þannig
að krakkar bjuggu
þar alla barnæsku
sína þar sem for-
eldrar á þeim tíma
voru ekki mikið að
hreyfa sig á milli
bæjarfélaga. Það
var því þannig að
langflest okkar voru
saman allan grunn-
skólann á Ísafirði.
Við vorum rúmlega 50 í árgang-
inum. Við héldum vel saman og
ennþá hittumst við nokkuð
reglulega og rifjum upp skóla-
daga okkar. Við í árganginum
höfum alltaf talið okkur vera
samheldinn hóp. Það má segja að
alltaf þegar við höfum hist í
gegnum árin hafi það verið eins
og við höfum hist síðast daginn
áður.
Það er verulegt skarð í hópinn
með fráfalli Hrefnu og það er
ekki hægt annað en að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Hrefna var mikill gleðipinni í
hópnum. Hún var alltaf til í allt
það sem hópurinn hefur tekið sér
fyrir hendur til að lífga upp á
samveru sína. Nærvera Hrefnu í
hópnum einkenndist af glaðværð
og áræði ásamt því að hún hvatti
aðra til þátttöku í uppátækjum
hópsins. Hún gerði flest það sem
krakkar á Ísafirði gerðu á upp-
vaxtarárum okkar. Hún var í
skátunum, svo var hún auðvitað
mikið á skíðum og þá færni nýtti
hún meðal annars til að kenna
börnum á skíði í Hlíðarfjalli á
Akureyri. Seinna var hún ein af
þeim í árganginum sem stund-
uðu langhlaup og náði eftirtekt-
arverðum árangri á þeim vett-
vangi. Árið 2011 átti Hrefna 13.
besta tíma kvenna í hálfu mara-
þoni á Íslandi ásamt því að hún
er á lista yfir íslenskar konur
sem hafa náð framúrskarandi
tíma í heilum maraþonum.
Hrefna var líka skvísa. Hún var
alltaf áberandi í hópnum sem
slík.
Þó að ekki væri reglulegt sam-
band við Hrefnu var það vitað
innan hópsins að hún hafði verið
veik. Okkur þykir sárt að missa
hana úr hópnum okkar. Við
sendum fjölskyldu Hrefnu okkar
innilegustu samúðarkveðju.
Hulda Rós Rúriksdóttir og
Ingileif Ástvaldsdóttir.