Morgunblaðið - 08.02.2021, Page 22

Morgunblaðið - 08.02.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Falleg úr frá Pierre Lannier á tilboði Falleg dömu og herraúr á 30 - 50% afslætti, 2ja ára ábyrgð. Gullbúðin Bankastræti s. 5518588, GÞ Bankastræti s.5514007, ERNA Skipholti 3, s.5520775, www.erna.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 austurhluti Víkur og breyting á deiliskipulagi austurhluta Víkurþorps Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti 21. janúar 2021 breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 og deiliskipulagi í austurhluta Víkurþorps. Tillögurnar voru auglýstar frá 18. nóvember - 30. desember 2020 skv. 30. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust einungis umsagnir, ekki voru gerðar neinar efnislegar breytingar á aðalskipulagsbreyting- unni eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu voru byggingarreitir minnkaðir auk þess var umfjöllun um landhæð á lágsvæðum bætt skv. nýrri gögnum. Skipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðal- og deiliskipulags- breytinguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- eða byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps. George Frumuselu Skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps Félagsstarf eldri borgara Árskógar Leikfimi með Hönnu kl. 9 Smíðar, útskurður með leiðb kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:15-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Boðinn Mánudagur: Myndlist kl. 13-16. Munið grímuskyldu og tveg- gja metra regluna. Sundlaugin er opin frá 13.30-16. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi í kaffi- horninu kl. 10. Smíðaverkstæðið er opið frá 9.30-13.30. Samprón kl. 13-14.30. Dans með Auði kl. 12.50. Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði hjá okkur í síma: 535-2760 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8.10-16. Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Mannamál með Helgu Margréti kl. 12.40-13.30. Handavinnuhornið kl. 13-14.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Þátttökuskráning í síma 411-2790 og á skrifstofu. Grímuskylda og fjöldatakmörk miðast við 20 manns. Virðum allar sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10. og 11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16.30 og 17.15. Vatnsleikfimi Sjál kl. 14. og 14.40. Litlakot opið kl. 13– 16. Gullsmára Handavinna kl. 9. og 13. skráinig í síma 441 9912. Jóga kl. 9.30 og 17. Sóttvarnir, grímuskylda og tveggja metra reglan. Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og 9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13. Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11. Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 8.50 og kl. 9.50. Min- ningahópur kl. 10. Tálgun – opinn hópur kl. 13-16. Stólaleikfimi 13.30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13.30.Gler á neðri hæð Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13.. Leir á Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffikrókurinn opinn. Jóga í sal- num á Skólabraut kl. 10. fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11. fyrir íbúa utanað. Handavinna og samvera í salnum á Skólabraut kl. 13.. Smá- og raðauglýsingar ✝ Katrín JónaGunnarsdóttir fæddist á Hrauni í Keldudal í Dýra- firði 25. sept- ember 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu á Hrafnistu við Laugarás í Reykjavík 9. jan- úar 2021. For- eldrar Katrínar voru Unnur Þórarinsdóttir, f. á Móum í Keldudal í Dýrafirði 13. maí 1919, d. 27. febrúar 2003 og Gunnar Einarsson, f. á Hlíðarenda í Tálknafirði 13. júlí 1905, d. 23. maí 1984. Börn þeirra eru: börn. 6) Garðar Rafn, f. 1. sept. 1941, d. 19. jan. 1966. 7) Einar Gísli, f. 5. janúar 1944, d. 25.1. 2012, kvæntist Ás- rúnu Sólveigu Leifsdóttur og áttu þau fjórar dætur. 8) Sig- urður Þórarinn, f. 12. mars 1945, kvæntur Margréti Guð- jónsdóttur og eiga þau fimm börn. 9) Una Hlín, f. 1. okt. 1947, hún á fjögur börn. 10) Guðberg Kristján, f. 28. mars 1949, kvæntur Ólafíu Sigríði Sigurjónsdóttur og eiga þau fjögur börn. 11) Jónína Sig- urborg, f. 16. ágúst 1952, gift Sigurði Hilmarssyni og eiga þau fjóra syni. 12) Guðbjörg Ósk, f. 7. febrúar 1954, d. 10.7. 2007, hún átti þrjú börn. 13) Höskuldur Brynjar, f. 8. mars 1959, í sambúð með Þorgerði Gunnlaugs- dóttur og eiga þau fjögur börn. Útför hennar fór fram 21. janúar 2021. Katrín Jóna, f. 25. sept. 1933, d. 9. janúar 2021, átti eina dóttur, Eydísi Olgu. 2) Ragna, f. 19. mars 1935, d. 1993, hún var ættleidd og átti fimm börn. 3) Ól- ína Guðrún, f. 22. mars 1937, d. 24.6. 2005, giftist Sigfúsi Jóhannssyni, d. 25. desember 2014, og áttu þau fjögur börn. 4) Ingibjörg Ólafía, f. 1. júní 1938, hún á sex börn. 5) Erla Ebba, f. 31. júlí 1939, giftist Jóni B. Andr- éssyni, d. 1994, þau áttu sjö Elsku móðir mín Katrín er látin. Mannkostir hennar, glað- værð, jákvæðni, þrautseigja og umhyggjusemi skilja eftir sig ljós fram á við. Það var á gangnadegi sem stúlkubarnið Katrín fæddist að Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, þar sem stórbrotin náttúran og fegurðin umlykja dalinn. Katrín var elst þrettán systkina, eftir lifa sjö, Ingibjörg Ólafía, Erla Ebba, Sigurður Þórarinn, Una Hlín, Guðberg Kristján, Jónína Sig- urborg og Höskuldur Brynjar. Fjölskyldan var fátæk frá efn- islegu sjónarmiði, þar sem allt var undir dugnaði, útsjónar- semi og samheldni fátækra fjöl- skyldna á þessum tímum og ekki einfalt að vera bóndi sem þurfti líka að sækja sjóinn til að framfleyta fjölskyldu sinni. Ekki skal vanmeta kærleikann sem var dýrmætur og minntist móðir mín á að hún „bjó að því alla sína tíð“, að hafa verið hjá afa sínum og ömmu sem voru henni svo góð ásamt frændum sínum þegar hún var send til að búa hjá þeim til að vera í barnaskólanum í Keldudalnum þegar foreldrar hennar voru flutt á Stekkjarbakka í Tálkna- firði og langt og erfitt að kom- ast í barnaskólann þar að vetri til. Fjölskyldan var sammála um að þetta væri besta lausnin yfir vetrarmánuðina. Skólinn var stutt hjá Hrauni. Þarna leið henni vel og þótti vænt um fólkið sitt. Hún tók gagnfræði- próf frá Núpi í Dýrafirði með góðum einkunnum og það eru sögur að segja frá þegar Elli móðurbróðir hennar kom til að taka á móti henni fótgangandi alla leið frá Keldudal í vetr- arfríunum og fylgdi henni til baka út í Keldudal. Frásögurn- ar voru margar áhugaverðar frá þessum tímum, ríkt var fólkið í gæsku sinni þrátt fyrir mikla erfiðleika og fátækt. Samfélagið var vinafólk, þar var skiptivinna og fólk hjálp- aðist að. Foreldrar hennar flytja í Miðbæ í Haukadal 1952 en þá var hún flutt suður. Fjöl- skyldan var öll sem eitt dugn- aðarfólk, vinnusöm, ósérhlífin, glaðvær og hjálpsöm. Katrín var í kringum 17 ára þegar hún ákvað að fara til Reykjavíkur og bjó fyrst hjá móðursystur sinni Aðalheiði Guðmundu. Þar kynntist hún barnsföður sínum, Leifi, en það samband varði stutt. Í Reykja- vík byrjar hún að vinna í mötu- neytinu í Camp Knox og þar kom móðurbróðir hennar Valdi sem var einnig fluttur suður, oft í mat. Hann varð seinna bóndi á Húsatúni í Haukadal, næsta bæ við Miðbæ. Þarna eignast hún vinkonur fyrir lífs- tíð Helgu (Diddu) og Elísabetu. Á Camp Knox kynnist hún Hallgrími og giftist honum en þau skilja síðar. Hann vann sem sendiferðabílstjóri og Katrín tekur bílpróf og verður fyrsti atvinnu-kvensendiferða- bílstjórinn hér á landi þegar hún fer að keyra út blóm fyrir blómaverslanirnar í Reykjavík. Fór ég með í margar sendiferð- irnar. Hún var söngelsk, með fallega rödd og söng hún hvert lagið af öðru, óskalög Eydísar. Hún binst ævarandi vináttu- böndum við systur Hallgríms, Elínu, Ellu í Nesi. Margar voru gleðistundirnar í Nesi, sem er í dag Nesstofa, safn landlæknis. Hún vann um tíma á Hreyfli við símsvörun ásamt Öldu vin- konu sinni. Þegar bílstjórarnir voru ekki vissir um hvar sumar götur voru báðu þeir oft um borð 15 þar sem hún þekkti og rataði um allar göturnar í borg- inni frá því hún var í blóma- keyrslunni. Hún hafði yndi af því þegar við mæðgurnar, barnabörnin hennar Lorna og Sarah, lög- uðum á henni hárið og negl- urnar og stjönuðum við hana og fórum saman í leikhús. Hún dáði litla langömmudrenginn sinn sem hún gat því miður ekki hitt nógu oft vegna heimsfaraldursins. Þá hafði hún jákvæðnina að leiðarljósi eins og allt sitt líf, sem hjálp- aði henni að fóta sig í gegnum lífsins ólgusjó. Þegar Katrín var að nálgast sextugt tekur hún sig upp og flytur til Dýrafjarðar. Hún var alltaf fær í matreiðslunni eins og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur, og fær vinnu sem kokkur á togurunum Framnesi og Sléttanesi í nokk- ur ár. Hún kynnist Elísi Kjar- an og þau hefja sambúð á Þingeyri. Hún kynnist einnig Siggu Stein og þær verða ævarandi vinkonur. Þær voru miklir söngfuglar og nutu þess að hlusta á tónlist og hefur Sigga reynst trygg vinkona. Sigga flytur til Reykjavíkur og mamma og Elís flytja einnig stuttu síðar suður. Elís lést eftir veikindi 2008. Inga systir hennar flytur í sama hverfi, en þær hafa alla tíð verið nánar vinkonur. Frá því ég man hef- ur móðir mín alltaf verið með bíl til umráða. Hún var góður bílstjóri, óhrædd að keyra Vestfirðina, einnig að vetrar- lagi og þar með Hrafnseyrar- heiðina ef færð leyfði. Hún keyrði um allt landið og bauð ættingjum og vinum með í ferðalögin. Bíllinn hennar, Litli-Rauður, þjónaði sem tryggur fákur sem gaf henni frelsi til að ferðast um landið sitt sem hún naut að ferðast um. Kata okkar var perla. Ég trúi því að ég muni hitta hana aftur í endurheimtri jarðneskri paradís þegar upp- fylling Faðirvorsins verður að veruleika; Jóhannes kafli 5 vers 28-30. Opinberunarbókin kafli 21 vers 3-5. Sálmur kafli 115 vers 16. Vonandi hittumst við aftur í Haukadal eða Keldudal. Eydís Olga Leifs Eydís O. L. Cartwright Katrín Jóna Gunnarsdóttir ✝ Einar MárStefánsson fæddist 10. júlí 1947 á Háteigi í Stöðvarfirði. Hann lést 23. janúar 2021. Foreldrar hans voru Stefán Magn- ússon, f. 23.9. 1917, d. 9.6. 2003, og Svava Ein- arsdóttir, f. 11.8. 1922, d. 1.2. 2000. Einar átti 11 alsystkini og eina hálfsystur sem er sam- feðra, og var hann fjórði í röðinni. Eftirlifandi eiginkona Ein- ars er Sigríður Magnúsdóttir, f. 15.10. 1947, frá Hvammi í Fáskrúðsfirði. Þau giftust 19. september 1970 og hófu bú- skap á Stöðvarfirði árið 1967 en hafa búið á Höfn í Hornafirði síðan 2002. Börn þeirra eru: 1) Karl Heim- ir, f. 11.4. 1967, unnusta Manee Manoron, f. 15.9. 1965. Hann á fjög- ur börn, einn stjúpson og þrjú stjúpbarnabörn. 2) Hólmfríður Svava, f. 26.3. 1968, maki Stefán Ólafsson, f. 5.1. 1965. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 3) Hafey Lind, f. 13.2. 1970, maki Haukur Karlsson, f. 16.9. 1967. Þau eiga tvö börn. 4) Magnea Þor- björg, f. 14.1. 1973, maki Gunnar Steinarsson, f. 31.5. 1970. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Elsku pabbi minn er látinn eftir langa baráttu við krabba- mein. Hann var góður pabbi, sem var alltaf gott að leita til. Hann var hörkuduglegur nagli sem hlífði sér aldrei. Hann var fæddur Stöðfirðing- ur en flutti í Skriðu í Breiðdal með foreldrum sínum 5 ára gamall. Þar bjó hann ásamt stórum systkinahópi þar til hann var unglingur er hann fór að vinna víða, bæði á sjó og landi. Hann var einn af Skriðu- systkinunum sem eru frekar ná- inn hópur. Hann settist svo að á Stöðvarfirði þar sem hann og mamma byrjuðu að búa 1966. Hann var mikill Stöðfirðingur. Hann vann þar á jarðýtu, við sjómennsku, fiskvinnslu og fleira. Þau mamma voru með nokkr- ar kindur og hænur í litlu fjár- húsi fyrir ofan þorpið. Þar undi hann sér vel. Þegar ég var lítil skotta þá vildi ég oft fara með í fjárhúsin. Pabbi tók mig með sér í hádeginu sama hvernig veður var, sól eða hörkusnjóbyl- ur. Hann var mikill áhugamaður um báta og vissi allt um báta- flotann á Íslandi. Hann var með allt á hreinu sögu bátanna og var oft leitað til hans ef var ver- ið að spá í hvaða bátur þessi og hinn væri. Hann fylgdist vel með á Marinetraffic hvar bátar voru staddir og fór á bryggjuna nánast á hverjum degi að taka á móti Kalla bróður þegar hann kom í land á sínum bát á sumr- in. Hann á mikið safn af báta- myndum og var duglegur sjálf- ur að taka myndir. Þau mamma áttu húsbíl í mörg ár og nutu þess að ferðast um landið. Bæði tvö ein og svo með ættingjum og vinum. Því ætluðu þau að gera meira af, en allt breyttist þegar hann missti heilsuna 2018. Þá treysti hann sér ekki lengur til að ferðast. Ég er þakklát fyrir pabba minn og veit að hann hefur fengið góðar móttökur þegar hann kom yfir í sumarlandið. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt, þú passar litlu stelpuna mína fyrir mig. Ég man það sem barn að ég margsinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn, og enn get ég verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggi yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn, við hlið þína margsinnis standa, og vel getur verið í síðasta sinn ég sofni við faðm þinn í anda. (Þorsteinn Erlingsson) Bestu kveðjur í sumarlandið. Þín dóttir, Hólmfríður Svava Einarsdóttir. Einar Már Stefánsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.