Morgunblaðið - 08.02.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.02.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021 Síðdegisþátturinn á k100 ALLA VIRKA DAGA FRÁ 16-18 Með loga bergmann og sigga gunnars 40 ára Gunnar er Eyja- maður, fæddur og uppal- inn í Vestmannaeyjum. Hann er vélstjóramennt- aður og er eigandi og framkvæmdastjóri GB Runólfssson – steypu- sögunar og kjarnabor- unar. Maki: María Pétursdóttir, f. 1968, hár- greiðslumeistari og eigandi Hárhússins í Eyjum. Börn: Tómas Runi, f. 2007, og Pétur Dan, f. 2009. Stjúpdætur eru Henný Dröfn, f. 1992, Eva Dögg, f. 1994, og Sara Dís, f. 1995. Foreldrar: Runólfur Alfreðsson, f. 1949, fv. kranabílstjóri, og Guðrún María Gunn- arsdóttir, f. 1945, húsmóðir. Þau eru búsett í Kópavogi. Gunnar Bergur Runólfsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það væri gott að kryfja málin til mergjar í dag – ekki draga það. Það duga engin vettlingatök á suma. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ættir að bíða með innkaup og viðskipti fram eftir degi. Þú tekur ein- hvern undir þinn verndarvæng og færð þakkir fyrir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að líta vandlega í eigin barm áður en þú opnar munninn. Það gera allir mistök, líka þú. Ekki dæma þig of hart. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert eitthvað þung/ur í skapi núna svo kannski er best að þú sért ekk- ert að reka hornin í aðra svona rétt á meðan. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það hefur ekkert upp á sig að berj- ast gegn því sem er óhjákvæmilegt. Aðal- atriðið er að halda sig við fyrirframá- kveðna dagskrá. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki auðvelt að setja sig í fótspor annarra, en þó má reyna. Þú færð fréttir sem koma eins og þruma úr heið- skíru lofti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Kannski að dagurinn verði einn sá besti í mánuðinum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn hentar vel til að koma hlutunum á hreint við maka og nána vini. Ekki láta segja þér það þrisvar að fara í frí. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Peningar sem vinur hefur lof- að þér gætu látið á sér standa. Ekki gefa þumlung eftir í samningaviðræðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekkert fæst án fyrirhafnar og því stoðar lítt að sitja með hendur í skauti og bíða þess að hlutirnir gerist að sjálfu sér. Ástarsamband hangir á helj- arþröm. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert full/ur bjartsýni og nýt- ur þess að umgangast vini og vanda- menn. Ræddu framtíðardrauma þína við aðra og vittu hvað þeim finnst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að grasið er ekki grænna handan hornsins. Einhver stendur með þér gegnum súrt og sætt. eitthvað sem kemur til með að vera að einhverju leyti áfram. Sparar bæði tíma og peninga. Covid skall á hefur verið minna um hefðbundna fundi en við höfum nýtt okkur fjarfundi og þetta er klárlega E lín Margrét Stef- ánsdóttir er fædd 8. febrúar 1971 í Reykja- vík, en ólst upp í Lax- árdal í Þistilfirði þar sem foreldrar hennar voru sauðfjár- bændur. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og með afa og ömmu í næsta húsi. Elín gekk í barnaskóla á Sval- barði og unglingaskóla á Þórshöfn og síðasta árið á Laugum í Reykja- dal. „Ég vann hin ýmsu störf, svo sem í fiski, í sláturhúsi og við af- greiðslu í verslunum. Fór svo í Hús- stjórnarskólann í Reykjavík og í framhaldi af því fór ég svo til þýsku eyjarinnar Sylt þar sem ég vann eitt sumar á hóteli.“ Seinna fór Elín svo í Bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist þar 1994 og varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri 1997. Hún tók bókaranám hjá Tölvufræðslunni á Akureyri 2001. „Þá bjuggum við maðurinn minn á Akureyri og ég vann ýmis störf, m.a. afgreiðslu á leigubílastöð, var dagmamma þegar strákarnir voru litlir og var svo fram- kvæmdastjóri hjá Menningarfélag- inu Gilfélaginu sem rak Listasumar og ýmsa menningarviðburði í Deigl- unni og Ketilhúsinu sem var verið að taka í notkun eftir endurbætur á þessum tíma.“ Árið 2002 keyptu þau hjónin kúabú í rekstri í Fellshlíð í Eyja- fjarðarsveit og hafa verið þar síðan. „Við höfum smám saman verið að stækka búið og laga vinnuaðstöð- una. Við erum með kýr og einnig hross til gamans og hrossarækt í smáum stíl. Við reynum að komast í hestaferðir á sumrin og einnig höf- um við aðeins verið að keppa á minni mótum hér í kring og eigum orðið þó nokkuð af verðlaunum.“ Elín hefur frá árinu 2012 setið í stjórn Mjólkursamsölunnar og Auð- humlu, sem er félag bænda, sem á meirihluta í Mjólkursamsölunni. Frá árinu 2018 hefur hún verið stjórnarformaður hjá Mjólkursam- sölunni. „Þetta er þó nokkuð starf og krefst ferðalaga, aðallega til Reykjavíkur, en einnig á bænda- fundi um allt land. En núna eftir að Ég brenn fyrir hagsmunum ís- lensks landbúnaðar, það er lífs- nauðsyn að hér sé stundaður öfl- ugur landbúnaður og það sé ekki grafið undan honum með illa ígrunduðum ákvörðunum ráða- manna. Það er auðvelt að fá glýju í augun og láta sannfærast um að það sé hagkvæmara að framleiða mat- vælin okkar annars staðar í heim- inum, en það er ekki framtíðinni til hagsbóta. Landbúnaður er fortíðin, nútíðin og framtíðin.“ Elín hefur tekið þátt í ýmsum fé- lagsstörfum, hún sat í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 2006-2010, hefur verið bæði formaður og gjaldkeri hjá hestamannafélaginu Funa og var í stjórn kvenfélagsins Hjálp- arinnar í u.þ.b. 10 ár. „Áhugamálin eru margvísleg, en mestur tími fer í hestamennskuna, en svo hef ég einnig mikinn áhuga á gönguferðum, prjónaskap og nýj- asta æðið er sjósund.“ Fjölskylda Eiginmaður Elínar er Ævar Hreinsson, f. 22.5. 1966, bóndi í Fellshlíð. Foreldrar hans: Hjónin Hreinn Kristjánsson, f. 3.3. 1927, d. 18.6. 2016, og Erna Sigurgeirs- dóttir, f. 15.12. 1934, búsett á Hrís- hóli í Eyjafjarðarsveit. Þau voru bændur þar. Sonur Elínar með Jóhannesi Möller Kolbeinssyni, f. 30.5. 1963, d. Elín M. Stefánsdóttir, bóndi í Fellshlíð og stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar – 50 ára Börnin Örn, Eva, Jóhann og Þór heima í Fellshlíð um síðustu jól. Öflugur landbúnaður lífsnauðsyn Í Reykjadal Frá hestamannamóti á Einarsstöðum þar sem Elín vann í B-flokki á Kulda frá Fellshlíð. Reiðskjóti Ævars er Myrkvi frá Höskuldsstöðum. Göngugarpur Elín á Esjunni. 30 ára Björn Steinar er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum en býr í Laugardalnum. Hann er vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfar sjálfstætt við vöruhönnun og er eigandi Plastplans ehf. Björn er einnig gestakennari í vöruhönnun við LHÍ, HÍ og Lýðskólann á Flateyri. Maki: Steinunn Eyja Halldórsdóttir, f. 1991, fatahönnuður. Sonur: Hlynur Steinn, f. 2020. Foreldrar: Jóhannes S. Guðbjörnsson, f. 1952, sjálfstætt starfandi garðyrkju- maður, búsettur í Reykjavík, og Brynja Blumenstein, f. 1963, kennari í Hlíðar- skóla, búsett í Reykjavík. Björn Steinar Blumenstein Til hamingju með daginn Reykjavík Hlynur Steinn Blumen- stein fæddist 3. apríl 2020 kl. 12.13. Hann vó 3.925 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.