Morgunblaðið - 08.02.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Állinn
Fæðing álsins á sér stað í norð-
vesturhluta Atlantshafsins sem kall-
ast Þanghafið, á svæði sem á allan
hátt er hentugt fyrir tilurð álsins.
Þanghafið er nefnilega hafsvæði
sem, fremur en
skýrt afmörkuð
höf, er haf í haf-
inu. Það er ekki
auðvelt að segja
til um hvar upp-
haf þess er eða
endimörk vegna
þess að mæling
heimsins nær
ekki utan um það.
Það er skammt
norðaustan við Kúbu og Bahamaeyj-
ar, austan við strönd Norður-
Ameríku, en það er jafnframt svæði
á hreyfingu. Þanghafið á það sameig-
inlegt með draumum að það er sjald-
an hægt að segja nákvæmlega til um
hvenær þú ferð inn eða út, þú veist
bara að þú hefur verið þar.
Þessi hreyfanleiki er til kominn
vegna þess að Þanghafið er haf án
landamæra, það takmarkast ein-
ungis af fjórum voldugum haf-
straumum. Í vestri er það nærandi
Golfstraumurinn, í norðri þau mæri
sem kallast Norður-Atlantshafs-
straumurinn, í austri Kanarístraum-
urinn og í suðri Norður-Miðbaugs-
straumurinn. Þanghafið er fimm
milljónir ferkílómetra að stærð og
hreyfist eins og volgur og hægur
svelgur innan þessa lokaða hrings
hafstrauma. Það sem fer þangað inn
kemst ekki alltaf auðveldlega út
aftur.
Vatnið er djúpblátt og tært, sums
staðar allt að sjö þúsund metra
djúpt, og á yfirborðinu fljóta gríðar-
legar breiður af brúnþörungum. Þeir
kallast Sargassum, eða þanghafs-
þang og af því er nafn hafsins dregið.
Allt að þúsund metra langir vefir úr
grófgerðu þangi þekja yfirborðið og
veita fjölmörgum lífverum skjól og
lífsviðurværi; smávöxnum hrygg-
leysingjum, fiskum og marglyttum,
skjaldbökum, rækjum og krabbadýr-
um. Á meira dýpi þrífst annars konar
þang og plöntur. Iðandi líf í myrkri,
líkt og skógur að næturlagi.
Það er hér sem evrópski állinn,
Anguilla anguilla, fæðist. Á vorin
makast kynþroska álarnir og hér
leggja þeir og frjóvga hrogn sín. Hér
í djúpu og myrku skjóli verður til
agnarsmá lífvera sem líkist lirfu,
með ósköp lítið höfuð og óþroskuð
augu. Hún kallast leptocephalus-lirfa
og lögun líkama hennar minnir á píl-
viðarlauf, hún er flöt og mestmegnis
gegnsæ, aðeins nokkrir millimetrar á
lengd. Þetta er fyrsta þroskastig áls-
ins.
Gegnsæja pílviðarlaufið hefur
samstundis ferð sína. Undir leiðsögn
Golfstraumsins er því fleytt mörg
þúsund kílómetra yfir Atlanshaf í átt
að ströndum Evrópu. Þessi ferð get-
ur tekið allt upp í þrjú ár og á þeim
tíma vex lirfan hægt, millimetra fyrir
millimetra, líkt og blaðra sem blæs
hægt út, og eftir allan þennan tíma,
þegar hún nær ströndum Evrópu,
gengur hún í gegnum fyrstu um-
myndunina og breytist í glerál. Þetta
er annað stig lífsferils álsins.
Líkt og á fyrra stiginu, þegar gler-
álarnir líktust pílviðarlaufum, eru
þeir næstum alveg gegnsæir, sex eða
sjö sentimetrar á lengd, grannir og
iðandi, glærir líkt og hvorki litur né
tilfinningar rúmist í líkömum þeirra.
Þeir eru, skrifaði sjávarlíffræðingur-
inn og rithöfundurinn Rachel Car-
son, eins og „grannar glerstangir,
styttri en fingur“. Þeir virðast brot-
hættir og varnarlausir og þykja góm-
sætir, til dæmis meðal Baska.
Þegar glerálarnir ná ströndum
Evrópu synda flestir þeirra upp í ár
og aðlagast nær samstundis fersk-
vatnslífi. Það er á þessum stað sem
állinn ummyndast aftur og verður að
gulál. Líkaminn fer að líkjast snáki
og verður vöðvastæltur. Augun eru
lítil með vel afmörkuðum dökkum
miðpunkti. Kjálkarnir verða breiðir
og sterklegir. Tálknopin eru smá og
næstum ógreinanleg. Þunnir, mjúkir
uggar teygja sig bæði eftir endilöngu
bakinu og kviðnum. Húðin litast af
brúnum, gulum og gráum tónum og
er þakin hreistri sem er svo smágert
og mjúkt að það er hvorki sjáanlegt
né áþreifanlegt, eins og ímynduð
brynja. Gulállinn er jafn sterkur og
þolgóður og glerállinn var við-
kvæmur og brothættur. Þetta er
þriðja stig í lífsferli álsins.
Gulállinn syndir upp í ár, fljót og
læki og smýgur í gegnum allra
grynnstu og illfærustu sytrur jafnt
og straumþyngstu ár. Hann getur
synt í gruggugum vötnum, straum-
þungum fljótum og mjóum, volgum
síkjum. Ef þess þarf fer hann um
mýrar og skurði. Hann lætur ekki
ytri hindranir stöðva sig og þegar
allar aðrar leiðir hafa verið reyndar
getur hann meira að segja gengið á
land, hlykkjað sig áfram í gegnum
rakt slý og gras tímunum saman á
leið sinni í ný vötn. Þannig má segja
að állinn sé fiskur sem yfirvinnur
sjálfar forsendur þess að teljast til
fiska. Kannski veit hann ekki að
hann er fiskur.
Hann getur synt þúsundir kíló-
metra, óþreytandi og við fjölbreyttar
aðstæður, þar til hann ákveður
skyndilega að hann sé kominn heim.
Kröfurnar eru ekki miklar, bústað-
urinn er í umhverfi sem þarf að laga
sig að, þola og læra að þekkja – á eða
stöðuvatn með dýkenndum botni,
gjarna dálítið af grjóti og gjótum til
að fela sig í, nóg af æti – en þegar
hann hefur fundið sér samastað
dvelst hann þar árum saman og
ferðast yfirleitt aldrei lengra frá
heimili sínu en nokkur hundruð
metra. Ef ytri kraftar flytja álinn
burt snýr hann eins skjótt og auðið
er til bústaðarins sem hann kaus sér.
Álar sem hafa verið veiddir í til-
raunaveiðum, merktir með útvarps-
sendum og sleppt aftur mörgum kíló-
metrum frá veiðistaðnum, voru
nokkrum vikum síðar snúnir aftur til
nákvæmlega þess staðar þar sem
þeir höfðu veiðst. Enginn veit ná-
kvæmlega hvernig þeir rata.
Gulállinn er einfari. Venjulega lifir
hann sínu lífi einn og lætur stjórnast
af árstíðunum. Ef það er kalt getur
hann legið langtímum saman graf-
kyrr í dýinu á botninum, algjörlega
hreyfingarlaus og stundum um-
kringdur öðrum álum eins og hnykill
sem undinn hefur verið upp í flýti.
Hann veiðir helst að næturlagi. Í
rökkrinu leitar hann upp frá grugg-
ugum botninum og fer að leita að
fæðu og étur þá allt sem hann kemst
yfir: maðka, lirfur, froska, snigla,
skordýr, krabbadýr, fisk og ef færi
gefst litlar mýs og fuglsunga. Hann
er líka hrææta.
Þannig lifir állinn mestan hluta lífs
síns í gulbrúnum ham, ýmist á iði eða
hreyfingarlaus. Án nokkurs mark-
miðs annars en hinnar daglegu fæðu-
leitar eða að vera í skjóli. Eins og líf-
ið sé fyrst og fremst bið og líkt og
tilgangurinn felist í millibilinu eða í
óræðri framtíð sem ekki er hægt að
flýta með öðru en þolinmæði.
Og þetta er langt líf. Áll sem nær
að forðast slys eða veikindi getur lif-
að allt að fimmtíu ár á sama stað.
Staðfest er að sænskir álar í búrum
hafa orðið yfir áttatíu ára gamlir. Til
eru goðsagnir og sögur af álum sem
hafa lifað töluvert lengur en hundrað
ár. Sé állinn hindraður í að sinna til-
gangi sínum, það er að auka kyn sitt,
virðist hann geta orðið næstum
óendanlega gamall. Líkt og hann geti
beðið til eilífðarnóns.
En einhvern tíma á lífsleiðinni,
oftast eftir fimmtán til þrjátíu ár,
ákveður áll sem er í sínu náttúrulega
umhverfi að æxlast. Hvað veldur
þessari ákvörðun er ekki vitað, en
þegar hún er tekin á annað borð lýk-
ur biðtíma álsins skyndilega og líf
hans tekur kúvendingu. Hann leggur
af stað áleiðis á haf út og gengur
samtímis í gegnum sína mestu um-
breytingu. Daufi og óreglulegi gul-
brúni liturinn á honum verður skær-
ari og litbrigði skýrast, bakið verður
svart og hliðarnar silfraðar með
greinilegum röndum, líkt og allur
líkaminn verði fyrir áhrifum af
skyndilegu markmiði. Gulállinn
verður bjartáll. Þetta er fjórða stig
lífsferils álsins.
Þegar haustar og rökkrið færist
yfir syndir bjartállinn út í Atlants-
hafið og stefnir í átt að Þanghafinu.
Og líkt og það sé meðvituð ákvörðun
lagast líkaminn fullkomlega að þörf-
um ferðarinnar. Það er fyrst nú sem
æxlunarfærin þroskast, uggarnir
verða lengri og sterklegri til að hann
geti synt hraðar, augun stækka og
verða blá að lit svo að hann sjái betur
í myrkum hafdjúpunum, melting-
arkerfið hættir algjörlega að virka,
maginn leysist upp og öll orka sem
állinn þarf á að halda kemur úr fitu-
forðanum, líkaminn fyllist af hrogn-
um eða svilum. Það er ekkert í at-
gervi álsins sem má trufla hann frá
settu markmiði.
Hann getur synt um fimmtíu kíló-
metra á dag á miklu dýpi, allt að þús-
und metrum undir yfirborðinu og
það er ferðalag sem maðurinn hefur
enn litla þekkingu á. Kannski tekur
það hálft ár, kannski nemur hann
staðar og finnur sér vetrarbólstað á
leiðinni. Sýnt hefur verið fram á að
bjartáll getur lifað í fjögur ár í búri
án þess að neyta nokkurrar fæðu.
Þetta er löng og torskilin meinlæta-
för. En þegar komið er í Þanghafið
er állinn aftur kominn heim. Undir
iðandi breiðum af botngróðri og
þangi frjóvgast hrognin. Þar með
hefur állinn lokið ætlunarverki sínu
og deyr.
Við ána
Það var pabbi minn sem kenndi
mér álaveiði. Það var í ánni sem rann
meðfram ökrunum þar sem eitt sinn
hafði verið æskuheimili hans. Við
komum akandi í ágúströkkrinu,
beygðum til vinstri út af þjóðveg-
inum sem lá yfir ána og inn á lítinn
veg sem var í raun aðeins tvö
traktorshjólför, niður bratta brekku
og síðan áfram meðfram ánni.
Vinstra megin voru akrarnir, þrosk-
að hveiti sem slóst í bílinn með
skraphljóði, hægra megin hátt og
skrjáfandi grasið. Handan við grasið
var áin, um það bil sex metra breið,
hún hlykkjaðist straumlygn í gegn-
um gróðurinn líkt og silfurkeðja í síð-
ustu geislum sólarinnar.
Við ókum hægt eftir veginum,
meðfram flúðunum þar sem vatnið
frussaðist um steinana og fram hjá
gamla skakka víðitrénu. Ég var sjö
ára og hafði margoft ekið þessa leið.
Þegar hjólförin enduðu og veggur af
þéttum gróðri birtist fyrir framan
okkur drap pabbi á vélinni, það var
að verða skuggsýnt og þögnin var al-
ger fyrir utan lágvært gjálfrið frá
ánni. Við vorum báðir í gúmmístíg-
vélum og olíubornum gúmmíbuxum,
mínar voru gular og hans appelsínu-
gular, og við tókum tvær svartar föt-
ur með veiðarfærum út úr skottinu,
vasaljós og bauk með möðkum og
lögðum svo af stað.
Grasið meðfram ánni var rakt og
veitti viðnám, það náði mér upp fyrir
höfuð. Pabbi gekk á undan og tramp-
aði niður stíg og gróðurinn myndaði
hvelfingu yfir mér þar sem ég fór á
eftir. Leðurblökur svifu yfir ánni,
hljóðlausar eins og svört teikn á lofti.
Eftir um fjörutíu metra nam pabbi
staðar og leit í kringum sig. „Það er
fínt hér,“ sagði hann.
Brött og aurug brekka lá niður að
ánni. Ef maður missteig sig var
hætta á að maður dytti og rynni
beint út í hana. Það var þegar farið
að rökkva.
Pabbi ýtti grasinu frá með hend-
inni og gekk hægt út á hlið niður eft-
ir og sneri sér síðan við og teygði
höndina í átt til mín. Ég tók í hana og
fór jafn varlega á eftir honum. Niðri
við ána trömpuðum við í sameiningu
niður smá blett og lögðum föturnar
frá okkur.
Ég hermdi eftir pabba þegar hann
stóð kyrr um stund og rannsakaði
vatnið, elti augnaráð hans og ímynd-
aði mér að það sem hann sá sæi ég
líka. Auðvitað var ómögulegt að vita
hvort við værum á góðum stað. Vatn-
ið var dökkt, nokkrir brúskar af ógn-
andi og vaggandi sefi stungust upp
hér og þar en allt sem var undir yfir-
borðinu var okkur hulið. Við vorum í
algjörri óvissu en ákváðum að láta
slag standa, líkt og fólk þarf stund-
um að gera. Að veiða snýst líklega
oftast um það. [...]
„Grannar glerstangir, styttri en fingur“
Bókarkafli | Állinn hefur verið kallaður leyndar-
dómsfyllsti fiskur veraldar. Í Álabókinni segir
Patrik Svensson með athyglisverðum hætti frá
álnum, rekur árangurslausar tilraunir manna til
að öðlast skilning á tilvist álsins og fjallar um leið
um tengsl sín við föður sinn og hvernig állinn
sameinaði þá. Þórdís Gísladóttir þýddi.
Ljósmynd/Emil Malmborg
Hugsar állinn? Faðir sænska rithöfundarins Patrik Svensson kenndi honum álaveiði og hann heillaðist.