Morgunblaðið - 08.02.2021, Page 32
Heppinn áskrifandi getur unnið nýjan Toyota Yaris
Hybrid Active Plus að andvirði 4.270.000 kr.
Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum.
Toyota Yaris Hybrid Active Plus stendur fyrir allt
sem Morgunblaðið hefur að leiðarljósi – traustur
og fjölhæfur brautryðjandi.
Tryggðu þér áskrift strax í dag á mbl.is/askrift eða
í síma 569-1100.
Við drögum 25. mars
Í BÍLSTJÓRA-
SÆTINU
Áskrifandi
MorgunblaðsinsMÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Guðni Valur Guðnason náði sínum besta árangri í kúlu-
varpi í gær þegar hann sigraði í greininni á Reykjavík-
urleikunum í Laugardalshöllinni. Hann stefnir hins veg-
ar á að keppa í kringlukasti á Ólympíuleikunum í sumar
og kveðst ekki í neinum vafa um að hann nái tilskildu
lágmarki fyrir leikana. »27
Sannfærður um að ná lágmarkinu
fyrir Ólympíuleikana
ÍÞRÓTTIR MENNING
Í tengslum við sýninguna „Tónlist, dans og tíska“, sem
stendur yfir í Þjóðminjasafni Íslands, með einstökum
myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá menningarlífi
Reykjavíkurborgar á tímum seinni heimsstyrjald-
arinnar, mun Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur
flytja hádegisfyrirlestur um efnið í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafnins á morgun, þriðjudag, klukkan 12. Vegna
fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig á vef
safnsins eða hringja. Fyrirlestrinum verður einnig
streymt á YouTube-rás Þjóðminjasafnsins.
Páll Baldvin fjallar um menningarlíf
í borginni út frá myndum Vigfúsar
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbæ
„Fólk þyrstir í skemmtun,“ segir Jóel
Sæmundsson, leikstjóri hjá Leik-
félagi Keflavíkur (LK), spurður
hvaða erindi gamanleikritið „Beint í
æð“ eftir Ray Cooney, sem nú er sýnt
í Frumleikhúsinu, á í dag. „Ég myndi
segja að aðalerindið væri það ástand
sem við höfum verið í í alveg í heilt ár
núna. Hér fær fólk að gleyma sér og
hlæja innan um annað fólk.“ Sigurður
Smári Hansson, formaður LK, bætir
við að þegar maður vill hlæja í leik-
húsi á Íslandi séu þýðingar Gísla
Rúnars alveg frábærar. „Það er fal-
lega sorglegt á þessum tímapunkti að
fá að þakka Gísla Rúnari. Við bjugg-
um til aukaendi í hans anda til að
þakka honum fyrir hláturinn,“ segir
Jóel.
Þegar Leikfélag Keflavíkur hóf að
undirbúa vetrarstarfið sl. haust var
ákveðið að setja upp farsa. Skoðuð
voru nokkur verk en fljótlega beind-
ust sjónir að „Beint í æð“. „Þessi farsi
var bara svo skemmtilegur. Flestir úr
stjórninni höfðu séð uppfærslu Borg-
arleikhússins árið 2014 og mundu vel
eftir krömpunum sem þeir voru með í
maganum alla sýninguna og hvað hún
var fyndin og skemmtileg,“ segir Sig-
urður Smári. Aðalhlutverkið er í hans
höndum, hlutverk taugalæknis á
Landakotsspítala sem er á lokametr-
unum í undirbúningi mikilvægs er-
indis á alþjóðlegri ráðstefnu tauga-
lækna þegar fyrrverandi hjúkka á
spítalanum færir honum fregnir af
syni sem varð til í starfsmannarými
spítalans einhverjum 17 árum fyrr.
Brandarar skjóta upp kollinum
í hraðri atburðarás
Stjórnin hafði áhuga á að fá Jóel
sem leikstjóra, grunlaus um að hann
hafði áður leikstýrt verkinu hjá Leik-
félagi Sauðárkróks árið 2017, sem
gekk mjög vel. „Þetta er aðeins öðru-
vísi núna,“ segir Jóel kíminn. „Það
má eiginlega segja að þetta séu tvær
útgáfur af sama handriti, uppfærslan
veltur svo mikið á hópnum. Við get-
um sagt að aukabrandararnir séu
öðruvísi.“ Hér grípur Sigurður Smári
orðið: „Það skemmtilega við svona
verk er að þegar búið er að æfa þetta
vel getur maður farið að skjóta inn
bröndurum sem manni dettur í hug.
Ef leikstjóranum finnst þeir
skemmtilegir þá höldum við þeim
inni, annars ekki. Það er svo gaman
að fá að skapa aðeins í kringum verk-
ið á sviðinu.“ Jóel bætir við að þar
sem atburðarás verksins sé svo hröð
verði slík sköpun ósjálfrátt. „Þegar
ekki er hægt að vera að hugsa í þaula
heldur þarf að bregðast hratt við í
takt við hraða verksins þá koma org-
anískir brandarar. Ég gríp þá ef þeir
passa inn í.“
Jóel segir að sér sé fullljóst að
Reykjanesbær sé ekki íþróttabær
eins og hann hafði haldið fram sem
ungur körfuboltastrákur, heldur leik-
húsbær. „Eftir að ég kynntist leik-
hússtarfinu hér, metnaðinum, aðstöð-
unni, hæfileikunum og öllu
utanumhaldi er ég farinn að tengja
Reykjanesbæ við leikhúsbæ. Fólk
hefur líka sótt sýningarnar vel, sem
er grundvallarástæða fyrir því að
hægt sé að halda áfram og þess vegna
býst ég við að fólk hljóti að taka því
fagnandi að hægt er að komast í leik-
hús.“ Næsta sýning er á fimmtudag,
þá föstudag og sunnudag og koll af
kolli í takt við eftirspurn. Miðasala er
á tix.is.
Aldrei eins nauðsynlegt
og nú að skemmta sér
Leikfélag Keflavíkur sýnir verkið „Beint í æð“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Standa að „Beint í æð“ Sigurður Smári Hansson formaður LK og aðalleikari í „Beint í æð“ og Jóel Sæmundsson
leikstjóri við leikmyndina sem m.a. skartar fagurbleiku jólatré þar sem aðventan er að skella á í verkinu.