Morgunblaðið - 09.02.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.02.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Ný þjóðarstjórnarskrá í fullu samræmi við lýðveldismarkmið 1. greinar þjóðarstjórnarskrár- innar, nr. 33/1944, er nauðsyn. Þingmanna- og málþófsstjórnarskrá með lægsta málefnasamnefnara verður ekki framsækin. Æskilegt er, að sjálfstæð opinber stofnun, tengd embætti forseta íslands, annist val sérfræðinga, innlendra sem erlendra, og val tillagna um einstök ákvæði nýju stjórnarskrárinnar til að bera undir skuldbind- andi þjóðaratkvæði. Það yrði nýmæli fyrir áttrætt fólk og yngra. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um þjóðmál, kt. 240937-7199 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skátaskáli, sem um leið er útilífs- miðstöð í Garðabæ, hefur risið á hálfu öðru ári við Grunnuvötn í Heiðmörk. Það er Skátafélagið Vífill sem stendur fyrir framkvæmdum og er aðeins lokahnykkurinn eftir. „Þetta hefur gengið ljómandi vel enda ekkert nema snillingar í iðn- aðarmannahópnum, þeir hafa staðið að verki í einu og öllu eins og þeir ætli að búa þarna sjálfir,“ segir Björn Hilmarsson, formaður hús- nefndar skátafélagsins. Sökklar hússins og plata eru steypt, en húsið sjálft er tveggja hæða, byggt úr timbri, 200 fermetra meginhæð og 100 fermetra svefnloft. Árið 2007 fékk Vífill samning um að byggður yrði nýr skátaskáli í 40 ára afmælisgjöf frá Garðabæ. Meðal annars vegna hrunsins drógust framkvæmdir á langinn og hætt var við fyrirhugaða byggingu á Hjalla- flötum fyrir ofan gönguleiðina að Búrfellsgjá vegna nándar við vatnsverndarsvæði Hafnfirðinga. Í tengslum við 50 ára afmæli Vífils var afmælisgjöfin „endurvakin“ og Garðabær lagði verkefninu til alls 150 milljónir á þremur árum og skál- anum var valinn staður við Grunnu- vötn í um 130 metra hæð yfir sjávar- máli. Vantar 8-10 milljónir Nú hefur skátafélagið sent bæjar- stjórn Garðabæjar erindi um stuðn- ing upp á 8-10 milljónir til viðbótar vegna kostnaðar við innbú og inn- réttingar. Björn segir að þessi við- bótarkostnaður sé til kominn vegna tafa vegna kórónufaraldursins og vegna þess að því miður hafi virðis- aukaskattur ekki fengist endur- greiddur þegar byggt sé fyrir opin- bert styrkjafé. Hann segist bjartsýnn á að farsæl lausn fáist á málinu og hægt verði að taka húsið í notkun í vor og hefja rekstur af krafti í haust. Auk skáta- starfs verði útikennsla skóla þar sem bekkir geti gist í eina til tvær nætur. Einnig verði Vífilsbúð áningarstaður í útivist almennings í skipulögðum útivistarviðburðum á vegum Vífils og Garðabæjar. „Eins og þeir ætli að búa þarna“  Aðeins lokahnykkurinn eftir við nýjan skátaskála og útilífsmiðstöð í Heiðmörk Ljósmynd/Björn Hilmarsson Vífilsbúð Skátastarf á eflaust eftir að blómstra í skálanum, en um leið verður þar áningarstaður í útivist almennings. Snorri Másson snorrim@mbl.is Stærðarinnar ísspöng sem lagst hef- ur að höfninni við Tálknafjörð heldur bátunum í höfninni í gíslingu og hef- ur gert síðan í fyrradag. Það leiddi til þess að engu var landað í höfninni í gær eins og til stóð. Sömuleiðis eru innlyksa í höfninni þjónustubátar á vegum laxeldisfyrirtækja sem eru með kvíar úti á firðinum. Á milli þeirra og bátanna situr spöngin sem föstust. Þór Magnússon útgerðarmaður var með tvo beitningavélabáta á leið til hafnar á Tálknafirði í gær, sem hann þurfti í staðinn að senda annars vegar til Patreksfjarðar og hins veg- ar til Ólafsvíkur til að landa aflanum þar. „Þetta er fúlt,“ sagði Þór í sam- tali við Morgunblaðið. Veiðin hefur að hans sögn verið ágæt og verra að landa aflanum ekki í heimahöfn, sem missir þá tekjurnar. Fiskurinn er þó unninn annars staðar. Vorboðinn „ljúfi“ Langt er síðan eins mikinn ís dreif eins utarlega í fjörðinn með þeim af- leiðingum að höfnin lokaðist. Innst í firðinum leggur á veturna og þaðan geta brotnað stykki af ísnum og flotið út. Að sögn Þórs er það alvanalegt en þó ekki að stykkin séu eins stór og nú. Hann gerir ráð fyrir að ís brotni nú í auknum mæli eftir því sem vorar en vonar að afleiðingarnar verði ekki þær sömu. Á meðan svo er, er þetta ekki annað en einfaldur vorboði. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar og þar með hafn- arstjóri, segir ástandið nú ekki ganga til lengdar. Í gær var ákveðið að bíða til morguns og sjá hvort ísinn hörfi ekki. Ekki var unnt að reyna að brjóta hann með skipum úr höfninni enda hætta á að þau sjálf skemmdust í leiðinni. Það á að vera hægt að brjóta ís- spöng á borð við þessa með 200-300 tonna stálskipi. Ef ísinn sýnir ekki á sér fararsnið á næstu dögum er ljóst að grípa þarf til slíkra ráðstafana. Ís lokar innsiglingunni  Bátar komast hvorki til né frá Tálknafirði í nauðsynleg erindi Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Tálknafjörður Ísspöng sem brotnaði úr íshellu innar í firðinum er erfiðari viðfangs en venjulega. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Trausta Hafliðason, rit- stjóra Viðskiptablaðsins, og Myllu- setur ehf., útgefanda blaðsins, í meiðyrðamáli sem Lúðvík Berg- vinsson lögmaður höfðaði vegna um- mæla í skoðanapistlinum Óðni sem birtist í blaðinu og á vef þess í apríl á síðasta ári. Í pistlinum, sem skrifaður er undir dulnefni, var fjallað um störf Lúð- víks sem óháður kunnáttumaður fyr- ir Samkeppniseftirlitið vegna sáttar sem N1 og Festi gerðu við eftirlitið þegar félögin sameinuðust. Var kostnaður af störfum Lúðvíks þar umfjöllunarefni, en hann hafði fengið um 33 milljónir fyrir störf sín og einnig var þar fjallað um tengsl hans við aðstoðarforstjóra eftirlitsins. Málið var höfðað vegna tiltekinna ummæla í pistlinum þar sem Lúðvík taldi vegið, með ólögmætum og ein- staklega grófum hætti, að æru sinni og starfsheiðri og honum m.a. gefið að sök að hafa gest brotlegur gegn hegningarlögum. Krafðist Lúðvík ómerkingar á ummælunum og þess að Trausti og Myllusteinn greiddu honum þrjár milljónir króna í miska- bætur. Trausti krafðist sýknu og sagði ummælin hvorki ærumeiðandi móðganir né aðdróttanir í garð Lúð- víks. Ummælin í pistlinum bæru með sér að þungi væri í orðum Óðins svo sem umfjöllunarefnið og almenn efn- istök dálks á sviði þjóðmálaumræðu dagsins krefðust en þar væru ekki borin fram nein hróp, ósæmilegt orð- færi eða svigurmæli. Þá sagði Trausti að markmiðið með málaferl- unum virtist líka augljóst; að þagga niður í litlum og viðráðanlegum fjöl- miðli, öðrum til viðvörunar. Í niðurstöðu sinni segir Hólmfríð- ur Grímsdóttir héraðsdómari að játa verði fjölmiðlum ríkt svigrúm til að gera grein fyrir málum sem veita upplýsingar um málefni sem eiga erindi við almenning. Fallast verði á að ummælin í pistlinum feli í sér gild- isdóma og séu sett fram sem skoðun og huglægt mat, eða upplifun á mál- efni. Ekki sé um staðhæfingar um staðreyndir að ræða. Þá tengist um- fjöllunin málefni sem varði almenn- ing, þ.e. starfsemi eftirlitsstofnana og kostnaði við eftirlit og fram- kvæmd þess. Það sé hluti af sjálf- sagðri og hefðbundinni þjóðfélags- umræðu. Jafnframt hafi fjölmiðlar, í ljósi stöðu sinnar, ríkara svigrúm til að gera grein fyrir málum sem eiga við almenning og því þurfi ríkar ástæður til að skerða það frelsi. Segir dómarinn síðan, að sú tján- ing sem fólst í öllum ummælunum hafi fallið innan marka stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu og ekki hafi verið gengið nær einkalífi Lúðvíks en óhjákvæmilegt var. Voru Trausti og Myllusetur sýknuð af öll- um kröfum Lúðvíks og honum jafn- framt gert að greiða 1,5 milljónir í málskostnað. Morgunblaðið/Eggert Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur. Ritstjóri sýknað- ur í meiðyrðamáli  Umfjöllun í pistli ekki talin meiðandi Drangeyjarfélagið mótmælir því að rannsóknir Náttúrustofu Suðurlands (NS) verði notaðar við veiðistjórnun og telur að þar ráði önnur sjónarmið en vísindaleg rök. Ráðleggingar NS miði við að meta lundastofninn á landsvísu en taki ekkert tillit til við- komu stofnsins á einstaka svæðum. Þetta kemur fram í umsögn félags- ins um frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Drangeyjarfélagið hefur það að markmiði að halda við göml- um veiðiaðferðum og þeirri alda- gömlu hefð að síga eftir eggjum og veiða fugl í Drangey. Frá því að NS hóf vöktun á lunda- stofninum í Drangey hafa félags- menn Drangeyjarfélagsins fylgst vel með niðurstöðum stofnunarinnar hvað Drangey varðar og annars stað- ar. „Allt frá upphafi rannsókna stofn- unarinnar hefur ábúð og uppkoma unga verið með miklum ágætum í Drangey og raunar fyrir Norður- landi öllu. Þetta má sjá í nýlegri skýrslu Náttúrustofu Suðurlands,“ segir í umsögninni. Félagið segir að NS virðist byggja tillögu sína um veiðibann á því að lunda hafi farið fækkandi á Íslandi. Drangeyjar- félagið kveðst ekki draga í efa að lundavarp hafi misfarist í Vest- mannaeyjum undanfarin ár. „Hins vegar er það skoðun okkar að það eitt og sér eigi ekki að leiða til þess að veiðibann verði sett á um land allt og alls ekki þar sem stofninn er í vexti,“ segir í umsögninni. Þeir segja það vera samdóma álit veiðimanna og þeirra sem þekkja til í Drangey að lunda hafi fjölgað mikið og stöðugt hafi fjölgað í stofninum. Þá hafi lundastofninn í Málmey vaxið „með undraverðum hraða“ síðustu 30 ár eða svo. „Fullvíst má telja að þar sé að finna tugþúsundir lunda en þeirra er í engu getið í skýrslu nefndrar stofnunar.“ Drangeyjarfélagið segir að undan- farin ár hafi verið rekinn áróður á opinberum vettvangi um að friða beri lundann og allan svartfugl fyrir veið- um. Þar fari Fuglavernd fremst í flokki. Drangeyjarfélaginu þykir skjóta skökku við að sá sem stýrir lundarannsóknum fyrir NS og á sam- kvæmt frumvarpinu að veita veiði- ráðgjöf sitji einnig í stjórn Fugla- verndar. gudni@mbl.is Andmælir náttúrustofu  Drangeyjarfélagið tjáir sig um villidýrafrumvarpið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.