Morgunblaðið - 09.02.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.02.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Morgunblaðið/Árni Sæberg Biðstaða Þotur Icelandair bíða í Keflavík eftir því að komast á loft. Tap Icelandair Group á síðasta ári nam í heild 51,0 milljarði króna samanborið við tap að fjárhæð 7,8 milljarðar króna á árinu 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair Group, segir í fréttatil- kynningu að óhætt sé að segja að „2020 hafi verið mest krefjandi ár flugsögunnar“. Kórónuveiran og tilheyrandi ferðatakmarkanir höfðu gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins á fjórða ársfjórðungi og sætaframboð dróst saman um 95%. Í uppgjöri fjórða ársfjórðungs Icelandair Group sem var birt í Kauphöllinni í gær- kvöldi kom fram að heildartekj- urnar á tímabilinu lækkuðu um 81% en þær námu 8,2 milljörðum króna. Hins vegar jókust tekjur af fraktflutningum um 48% milli ára. Eigið fé félagsins nam þá 29,7 milljörðum króna í lok árs. Gert ráð fyrir að flug fari að aukast Eftirspurn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er enn lítil vegna stöðu heimsfaraldursins. Þó er gert ráð fyrir að flug fari að aukast frá og með öðrum ársfjórðungi. „Við stöndum enn frammi fyrir verulegri óvissu. Þróun faraldurs- ins, dreifing bóluefna og hvernig reglur á landamærum þróast mun skipta sköpum varðandi framhald- ið. Við erum hins vegar hóflega bjartsýn að geta aukið flug frá og með öðrum ársfjórðungi þessa árs,“ segir Bogi. „Með skýrri framtíðarsýn, réttri forgangsröðun og samvinnu mun félagið koma sterkara til baka þegar flug og ferðalög glæðast á ný,“ segir Bogi að lokum í tilkynn- ingunni. gunnhildursif@mbl.is Tap Icelandair Group 51 milljarður  2020 var mest krefjandi ár flugsög- unnar að sögn Boga Nils Bogasonar STUTT ● Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís- lands hækkaði um 1,32% í gær. Mest varð hækkunin á bréfum Arion banka, eða 2,72% í 1,7 milljarða viðskiptum. Hver hlutur í bankanum kostar núna 104 krónur. Þá hækkuðu bréf fjar- skiptafélagsins Sýnar um 1,92% í 83 milljóna króna viðskiptum og er verð bréfanna nú 37,1 króna á hvern hlut. Þriðja mesta hækkunin á markaðnum í gær varð á bréfum í Eimskipafélaginu, en félagið hækkaði um 1,71% í 41 millj- ónar króna viðskiptum. Arion banki hækkaði mest allra í kauphöllinni fyrir sé að heimfæra þjónustuna í hefðbundnu versluninni yfir á net- ið. Þá reyni á stafræna þróun og notkun CRM-kerfa sem halda utan um stjórnun viðskiptatengsla. „Með aukinni notkun stafrænna leiða verður CRM-kerfi (Customer Management System) enn nota- drýgra þar sem magn gagna hefur aukist svo mikið. Þessi kerfi hjálpa til við að halda tengslum við við- skiptavininn áfram til framtíðar, sem er mjög verðmætt. Þú hagnast mun meira á því að sinna núver- andi viðskiptavini en að vera sífellt að reyna að ná í nýjan.“ Sigurður vísar til nýrrar rann- sóknar bandaríska hugbúnaðar- framleiðandans Salesforce, þar sem fram kemur að miklu meiri væntingar séu í dag gerðar til góðrar upplifunar á netinu en fyrir veirufaraldurinn. Fókusinn mun því að sögn Sig- urðar beinast meira að því að að- stoða, hjálpa og upplýsa einstak- linga í stað þess að ganga beint í sölusamtalið, líkt og þekkist hjá mörgum fyrirtækjum. YouTube sækir á Myndbandavefsíðan YouTube er einnig í sókn að sögn Sigurðar, en fyrr á þessu ári kom út skýrsla frá CRM-fyrirtækinu HubSpot, Not Another State of Marketing, þar sem fram kom að myndbönd væru algengasta leiðin til markaðssetn- ingar og í öðru sæti yfir það efni sem notendur sýndu helst viðbrögð við á samfélagsmiðlum. En hvernig ættu fyrirtæki að hagnýta sér YouTube? Sigurður segir að þar auglýsi menn með hefðbundnum hætti, þar sem aug- lýsingar birtast með myndböndum, en einnig sé efni framleitt sérstak- lega til sýninga á miðlinum. „Við erum að sjá neyslu á myndbands- efni færast meira og meira á netið, eins og sjá má á útbreiðslu Netflix og annarra streymisveitna hér á landi. Ég tel að fyrirtæki hér heima eigi helling inni í framleiðslu fyrir þennan miðil. Við erum farin að sjá hlaðvörp fá mikið áhorf í gegnum YouTube sem eru miðuð að ís- lenska markaðnum sem er fín vís- bending um hvaða tækifæri leynast á miðlinum.“ Sigurður bendir á niðurstöður úr könnun MMR frá því í september 2020 en þar kemur fram að virkni YouTube er að aukast. 64% þátt- takenda segjast þar nota YouTube reglulega, þar af 84% þátttakenda á aldrinum 18-29 ára. Auglýsingaþreytu gætir á samfélagsmiðlunum  Veiran hefur flýtt fyrir tilfærslu frá hefðbundnum miðlum yfir á stafræna AFP Miðlun Einstaklingar flýja áreiti auglýsenda og sækja í lokaðar grúppur eða spjallhópa á samfélagsmiðlunum. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Síðustu ár hefur ákveðin auglýs- ingaþreyta farið að gera vart við sig á samfélagsmiðlum, nú þegar fleiri eru byrjaðir að nýta miðlana til að koma vörum sínum og þjón- ustu á framfæri, að sögn Sigurðar Svanssonar, eins af eigendum aug- lýsingastofunnar SAHARA. Þreytan lýsir sér m.a. þannig að fólk veitir slæmri framsetningu á markaðsefni sem birtist einstak- lingum á röngum forsendum minni athygli, eins og Sigurður lýsir því. SAHARA birti nýverið sýn sína á helstu strauma og stefnur í markaðsmálum fyrir árið 2021. Þar er m.a. spáð í spilin með tilliti til áhrifa kórónuveirufaraldursins en veiran hefur að sögn Sigurðar flýtt fyrir tilfærslu frá hefðbundnum miðlum yfir á stafræna vegna auk- innar áherslu á sölu í gegnum net- ið. Kemur ekki á óvart „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þessi þreyta sé farin að myndast, enda sjáum við það greinilega í því hvernig einstak- lingar eru farnir að færa sig meira og meira inn í lokuð svæði á borð við Facebook-hópa, lokuð samtöl inni á Facebook Messenger eða nýja miðla þar sem þeir eru lausir við áreiti auglýsenda. Facebook hefur til að mynda verið mjög með- vitað um þetta og því hefur sam- félagsmiðillinn lýst því yfir að þeir vilji gefa efni frá einstaklingum meira vægi á miðlinum, þ.e. að þú sjáir meira af efni frá vinum og vandamönnum, á kostnað auglýs- inga frá fyrirtækjum,“ segir Sig- urður. Sigurður segir að þeir miðlar sem selji auglýsingar muni alltaf á endanum finna leiðir til að koma auglýsingum nær notendum, sama hvort það eru opin svæði eða lokuð. Hann segir að þetta hafi gert það að verkum að fyrirtæki þurfi að nálgast markaðssetninguna með aðeins fjölbreyttari hætti, eins og til dæmis með því að skapa virði fyrir mögulega viðskiptavini. Virð- isaukandi efni geti verið í formi greina, myndbanda eða einfaldra pósta. „Það er svipað og þú ert að gera núna með mér,“ útskýrir Sig- urður fyrir blaðamanni. „Þú sást þennan pistil okkar á Facebook og hringdir í mig til að vita meira,“ segir Sigurður. „Þarna gáfum við þér verðmætt efni sem vakti áhuga. Í staðinn fáum við umfjöll- un sem hefði líklega ekki orðið ef ég hefði hringt í þig og reynt að selja þér þá hugmynd að skrifa um þetta viðfangsefni.“ Áfram lifandi viðburðir Sigurður segir að af öðrum straumum og stefnum þá verði lif- andi stafrænir viðburðir ásamt ráð- stefnum augljóslega áfram tíðir á þessu ári eins og því síðasta vegna veirunnar. Annað er að netsala verður áfram sterk, sérstaklega á meðan hömlur eru í gildi vegna faraldursins, að sögn Sigurðar. „Ein spá gerir til dæmis ráð fyrir að netsala verði orðin 6,5 trilljónir Bandaríkjadala í heiminum árið 2023 og hafi þá vaxið úr 1,3 trillj- ónum dala árið 2014.“ Sigurður segir að áskorunin sem verslunareigendur standi frammi Sigurður Svansson 9. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.27 Sterlingspund 176.95 Kanadadalur 100.97 Dönsk króna 20.831 Norsk króna 15.032 Sænsk króna 15.307 Svissn. franki 143.1 Japanskt jen 1.2223 SDR 185.28 Evra 154.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6462 Hrávöruverð Gull 1808.55 ($/únsa) Ál 2007.5 ($/tonn) LME Hráolía 59.17 ($/fatið) Brent ● Norska fyrirtækið Orkla House Care hefur gert einkasölusamning við heild- söluna John Lindsay hf. um dreifingu, markaðssetningu og alhliða þjónustu á öllum framleiðsluvörum OHC á Íslandi. Um er að ræða vörur fyrir byggingar- vörumarkaðinn, þ.m.t. pensla, málning- arrúllur og ýmsa aðra viðeigandi auka- hluti. Í fréttatilkynningu segir að OHC hafi náð góðum árangri síðustu ár á Íslandi með sín helstu vörumerki s.s Anza og Harris Spekter í góðri samvinnu við lykilverslanir á markaðnum. En nú vill OHC gera betur. „Þegar við lítum til annarra landa sjáum við að enn er nokkurt svigrúm,“ segir Mark Parr, svæðisstjóri OHC fyrir Norður-Evrópu. „Með þessum samningi vona samn- ingsaðilar að þjónusta og utanumhald á framleiðsluvörum Orkla House Care á Íslandi verði í takt við það sem OHC á að venjast frá öðrum mörkuðum víða um heim,“ segir Stefán S. Guðjónsson forstjóri Lindsay í tilkynningunni. OHC starfar í yfir sjötíu löndum og er hluti af stórfyrirtækinu Orkla AS. John Lindsay á bygg- ingarvörumarkaðinn Innreið OHC starfar í 70 löndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.