Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Áætlað er að hundruð þúsunda hafi
tekið þátt í mótmælum í öllum helstu
borgum Búrma, einnig þekkt sem
Mjanmar, gegn herforingjastjórn-
inni í gær. Þá lögðu margir niður
störf í mótmælaskyni, en stuðnings-
menn Aung San Suu Kyi, leiðtoga
stjórnarflokksins NLD, kölluðu eftir
því að allsherjarverkfall hæfist um
allt land í gær.
Var þetta þriðji dagurinn í röð
sem fjöldamótmæli spretta upp gegn
valdaráni hersins, og brugðu stjórn-
völd í Jangon og Mandalay, tveimur
stærstu borgum landsins, á það ráð
að lýsa yfir herlögum og útgöngu-
banni á kvöldin vegna mótmælanna.
Varaði herinn jafnframt við frekari
mótmælum.
Óeirðalögregla var víða kölluð til
vegna mótmælanna, og beitti hún
vatnsfallbyssum til að reyna að leysa
þau upp í Naypyidaw, höfuðborg
Búrma. Þá birti ríkissjónvarp lands-
ins yfirlýsingu um að öll andstaða við
herforingjastjórnina væri ólögleg og
gaf til kynna að mögulega yrði beitt
hörku til að kveða mótmælin niður.
Verður „öðruvísi“ í þetta sinn
Min Aung Hlaing, yfirmaður her-
foringastjórnarinnar, reyndi að rétt-
læta gjörðir sínar í sjónvarpsávarpi,
og hélt því fram að yfirráð hersins
yrðu „öðruvísi“ en þau voru milli
1962 og 2011, þegar herinn stýrði
landinu harðri hendi í 49 ár.
Endurtók hann fullyrðingar þess
efnis að þingkosningarnar í nóvem-
ber hefðu verið plagaðar af kosn-
ingasvikum og að herinn hefði verið í
fullum rétti til að bregðast við þeim.
Hét Hlaing því að þegar „verkefnum
neyðarástandsins“ væri lokið yrði
boðað til frjálsra og lýðræðislegra
kosninga samkvæmt stjórnarskrá
landsins, og að sigurvegari þeirra
myndi taka við völdum.
Þá hét Hlaing því einnig að flótta-
menn úr röðum róhingja myndu fá
að snúa aftur til heimila sinna í Rak-
hín-héraði, og að létt yrði á sótt-
varnaaðgerðum sem settar hafa ver-
ið á vegna heimsfaraldursins.
Samviskuföngum verði sleppt
Frans páfi ávarpaði í gær sam-
komu erlendra erindreka í Páfagarði
og harmaði þar valdaránið, en páfi
nýtti einnig messu sína á sunnudag-
inn til þess að lýsa yfir samstöðu
sinni með búrmísku þjóðinni.
Sagðist páfinn vonast til þess að
leiðtogum stjórnarflokksins og öðr-
um samviskuföngum yrði sleppt úr
haldi svo fljótt sem auðið yrði og að
viðræður yrðu teknar upp til að leysa
úr málum.
Bretar og Evrópusambandið
ákváðu svo í gær að krefjast umræðu
í mannréttindaráði Sameinuðu þjóð-
anna um valdaránið, og er stefnt að
því að hún fari fram á fimmtudag.
Herlög sett á vegna mótmælaöldu
Boðað til allsherjarverkfalls gegn valdaráninu Min Aung Hlaing segir valdaránið hafa verið nauð-
synlegt vegna „kosningasvika“ Frans páfi kallar eftir að herforingjastjórnin sleppi föngum sínum
AFP
Mótmæli í Jangon Mótmælandi sýnir stuðning sinn við Aung San Suu Kyi.
Staðfest var í gær að 26 manns hefðu látist í flóði
í Uttarakhand-héraði Indlands á sunnudags-
morgun, en talið er að það hafi orsakast af jökul-
brast í flóðinu. Flestir þeirra 171 manns sem enn
er saknað eftir flóðið unnu við virkjanirnar tvær.
Sinntu um þúsund manns leitarstörfum í gær.
broti. Leiddi það til risaflóðs sem eyðilagði brýr,
vegi og lenti á tveimur vatnsaflsvirkjunum.
Eftirlifendur horfa hér á rústir stíflu, sem
AFP
Tuttugu og sex látnir og 170 saknað eftir flóðbylgju
Gengi bitcoin-
rafmyntarinnar
gagnvart banda-
ríkjadal fór upp í
sitt hæsta verð-
gildi til þessa í
gær eftir að bíla-
verksmiðjur
Tesla tilkynntu
að þær myndu
setja einn og
hálfan milljarð
bandaríkjadala, eða sem nemur
tæpum 193 milljörðum íslenskra
króna, í myntina. Þá hyggjast verk-
smiðjurnar í framtíðinni þiggja raf-
myntina sem gjaldmiðil.
Fór gengið hæst í 44.795 dollara
á hverja einingu af bitcoin, en
gengið lækkaði svo örlítið aftur. Er
því ein bitcoin nú virði um fimm og
hálfrar milljóna íslenskra króna.
Hefur gengi bitcoin nú hækkað um
meira en 50% frá áramótum.
Auðkýfingurinn Elon Musk, eig-
andi Tesla, hefur um nokkra hríð
lýst sig fylgjandi myntinni, en hann
sagði í síðustu viku að hann teldi að
nú væri loks kominn tími til þess að
fólk samþykkti bitcoin í viðskiptum
sín á milli, og að hann teldi að fjár-
málaheimurinn myndi taka mynt-
ina upp á sína arma.
Tesla setur 1,5 millj-
arða dala í bitcoin
Elon
Musk
BANDARÍKIN
Stjórnvöld í Suður-Afríku tilkynntu í
gær að þau hygðust fresta upphafi
bólusetningarherferðar með bólu-
efni Oxford-háskóla og AstraZeneca,
eftir að þarlend rannsókn gaf til
kynna að virkni þess væri minni
gegn suðurafríska afbrigði veirunn-
ar, sem sagt er meira smitandi. Var
til skoðunar að bólusetja færri en áð-
ur var ráðgert, meðan virkni efnisins
væri könnuð nánar.
Forsvarsmenn AstraZeneca
sögðu hins vegar að enginn af þeim
2.000 manns sem tóku þátt í rann-
sókninni, sem enn á eftir að ritrýna,
hefði heldur sýkst alvarlega eftir að
hafa fengið bóluefni fyrirtækisins.
Sögðu forsvarsmenn AstraZeneca,
að þegar væri í þróun ný útgáfa af
bóluefninu, sem tæki á suðurafríska
afbrigðinu, og að þess mætti vænta
ekki síðar en í haust.
Bóluefnið veiti öfluga vernd
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, sagði við breska fjölmiðla
í gær að stjórnvöld í Bretlandi teldu
bæði bóluefni Oxford og AstraZe-
neca og bóluefni Pfizers og BioN-
Tech veita öfluga vernd gegn því að
veikjast alvarlega eða láta lífið af
völdum kórónuveirunnar.
Rúmlega 12 milljónir Breta hafa
nú verið bólusettir fyrir kórónuveir-
unni, og hefur aðallega verið stuðst
við þessi tvö bóluefni.
Nokkur aðildarríki ESB hafa lýst
yfir áhyggjum sínum um virkni
AstraZeneca-efnisins í eldra fólki.
Hafa stjórnvöld í níu ríkjum, þ.á m.
Frakklandi og Þýskalandi, ákveðið
að takmarka notkun þess meðal
fólks yfir 65 ára aldri.
Breskir vísindamenn segja hins
vegar enga ástæðu til þess að efast
um virkni efnisins meðal eldra fólks.
Óvissa um virkni efnisins
Suður-Afríka
hægir á bólusetn-
ingarherferð sinni
AFP
Bólusetningar Eldri borgarar í Köln í Þýskalandi bíða þess að verða bólu-
settir, en fólk yfir 65 ára aldri er ekki bólusett með AstraZeneca-efninu þar.
Benjamín Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, neitaði allri sök í spill-
ingarmálinu sem höfðað hefur verið
gegn honum, er
hann mætti fyrir
dómara í gær.
Netanyahu var
ákærður í fyrra
fyrir að hafa sam-
þykkt ólögmætar
gjafir og að hafa
reynt að kaupa
sér jákvæða um-
fjöllun hjá eig-
endum nokkurra
fjölmiðla í skipt-
um fyrir breytingar á því laga-
umhverfi sem þeir starfa eftir.
Netanyahu sendi í síðasta mánuði
inn skriflega yfirlýsingu um sakleysi
sitt, en dómstóllinn ákvað að hann
yrði að svara fyrir um sekt eða sak-
leysi sitt í eigin persónu við upphaf
réttarhaldanna. Ákæran er í þremur
liðum og lýsti Netanyahu sig sak-
lausan af þeim öllum.
Netanyahu hefur setið lengst allra
í embætti forsætisráðherra Ísraels,
og hefur hann sagt allan mála-
tilbúnað vera tilraun andstæðinga
sinna til þess að ryðja sér úr vegi.
Var Netanyahu einungis um 20 mín-
útur í réttarsalnum í gær.
Lögmenn forsætisráðherrans
lögðu í kjölfarið fram kröfu, þar sem
því var haldið fram að ríkissaksókn-
arinn, Avichai Mandelblit, sem Net-
anyahu skipaði í embætti, hefði mis-
farið með rannsókn málsins, og því
bæri að vísa því frá.
Úrskurðaði þrískipaður dómur að
sú krafa yrði skoðuð áður en málið
yrði tekið lengra, en talið er að það
geti mögulega tafið frekari réttar-
höld í málinu þar til eftir að kosið
verður til ísraelska þingsins 28.
mars næstkomandi.
Mikill órói hefur verið í ísraelsk-
um stjórnmálum undanfarin misseri,
en þetta verða fjórðu kosningarnar
sem haldnar eru í landinu á einungis
tveimur árum.
Neitaði sök í öllum
ákæruatriðum
Netanyahu mætti fyrir dómstólinn
Benjamín
Netanyahu