Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir Alþingiliggur núfrumvarp um breytingu á lög- um um fjölmiðla og snýst um stuðning við einkarekna fjöl- miðla. Frumvarp þetta var lagt fram í nóvember síðastliðnum og átti að taka gildi í byrjun þessa árs, en er enn til umræðu á Alþingi. Þær tafir koma út af fyrir sig ekki á óvart enda átti að af- greiða slíkt frumvarp fyrir rúmum tveimur árum, á sama tíma og Alþingi samþykkti stuðning við bókaútgáfu, en síð- an hefur málið þvælst um innan og utan þings í ýmsum myndum um leið og íslenskir fjölmiðlar eiga í miklum rekstrar- erfiðleikum og hafa sumir orðið að draga úr þjónustunni við al- menning. Þetta er alvarleg staða og á henni eru ýmsar skýringar. Tvær vega mjög þungt, annars vegar sú staðreynd að íslenskir fjölmiðlar þurfa að keppa við ríkismiðil, ekki aðeins um fram- boð á efni og þar með um at- hygli almennings, líkt og þekkt er til dæmis annars staðar á Norðurlöndum, heldur líka á auglýsingamarkaði, en sú staða er ekki uppi annars staðar á Norðurlöndum og er raunar nánast óþekkt erlendis. Hins vegar búa innlendir fjölmiðlar við vaxandi samkepppni frá er- lendum risafyrirtækjum á borð við Google og Facebook og nú virðist staðan orðin sú að þessi fyrirtæki taki til sín allt að tvö- falt meira af íslenskum auglýs- ingamarkaði en Ríkisútvarpið, sem þó tekur um tvo milljarða af þessum markaði. Það er því ljóst að nú er svo komið að stór hluti íslensks auglýsingafjár fer annars vegar til ríkisins og hins vegar til erlendra risafyrir- tækja sem halda ekki úti starf- semi hér á landi og greiða ekki skatta hér. Fullyrða má að fáar atvinnugreinar, ef nokkur, búi við sambærilegar aðstæður og íslenskir fjölmiðlar. Þrátt fyrir þessar aðstæður er Ísland „eina norræna ríkið sem veitir ekki beina eða óbeina styrki til einkarekinna fjöl- miðla“, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi menntamálaráðherra. Þar má einnig sjá að verði þetta frum- varp að lögum með þeim heild- arstyrk sem fyrirhugaður er, 400 milljónir króna, þá verður Ísland í hærri kantinum þegar horft er á beinan ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla á Norðurlöndum á íbúa og þær tillögur sem þar liggja fyrir um aukinn stuðning. Í greinargerð- inni er hins vegar ekkert minnst á þann óbeina styrk sem ekki skiptir minna máli fyrir marga miðla og felst í því að ekki er greiddur virðisaukaskattur af áskriftum. Óbeinn stuðningur, hvort sem er í gegnum virð- isaukaskattskerfið, eins og algengt er í Evrópu, eða í gegn- um tryggingagjald, eins og hug- myndir hafa verið um hér á landi, er æskilegri en beini stuðningurinn og ætti að minnsta kosti að koma til sam- hliða beina stuðningnum. Í því sambandi verður að hafa í huga að beini stuðningurinn sem frumvarpið gerir ráð fyrir er mjög lítill miðað við stuðning við bókaútgáfu, tónlist og kvik- myndir, en þessar greinar eru nefndar til samanburðar við fjölmiðla í greinargerð frum- varpsins. Þegar horft er til bókaútgáf- unnar vekur athygli að sem hlutfall af rekstrarkostnaði er veittur mun hærri styrkur til bóka en ætlaður er til fjölmiðla og ekki vekur síður athygli að einstakar erlendar bíómyndir sem að hluta eru teknar upp hér á landi geta fengið margfaldan íslenskan ríkisstyrk á við stærstu íslensku einkareknu fjölmiðlana. Það er eitthvað mjög bogið við þessa mynd og hún sýnir í öllu falli að hugur fylgir aðeins máli að hluta til þegar rætt er um þýðingu ís- lenskra fjölmiðla og stuðning við þá. Æskilegast væri að rekstrar- umhverfi fjölmiðla, líkt og ann- arra fyrirtækja, væri með þeim hætti að ekki þyrfti að ræða ríkisstuðning. Slíkur stuðn- ingur er út af fyrir sig aldrei æskilegur og getur í tilviki fjöl- miðla verið mjög varasamur. Ríkisvaldið verður til að mynda að gæta sín mjög að tengja hann ekki við efni fjölmiðla með þeim hætti að svo virðist sem reynt sé að hafa áhrif á umfjöllun. Þess vegna verður stuðningurinn að vera eins almennur og nokkur kostur er. Ríkisvaldið ætti líka að stíga þau skref sem það get- ur til að gera stuðninginn óþarf- an, til dæmis með því að draga ríkismiðilinn af auglýsinga- markaði og draga úr framboði hans eins og kostur er á. Ríkis- útvarpinu ætti til að mynda ekki að líðast að leggja í sérstaka samkeppni við einkarekna miðla, en í umsögn Símans um frumvarpið eru nefnd dæmi um grunsamlegt athæfi Ríkis- útvarpsins sem stjórn stofn- unarinnar og ráðherra hljóta að taka til alvarlegrar skoðunar. Þá ætti ríkið að beita sér gagnvart auknum umsvifum samfélagsmiðla og leitarvéla á auglýsingamarkaði í skjóli skattleysis. Slíkar aðgerðir eru augljóst sanngirnismál og löngu tímabærar. Það hefur gengið með ólíkindum hægt að klára mál um rekstrarumhverfi fjölmiðla} Málið er enn til umræðu á Alþingi S enn er komið ár síðan heimsfaraldur kórónuveiru skall á landinu. Áður en til þess kom voru þegar farin að hrannast upp óveðursský á vinnu- markaði vegna versnandi stöðu í ferðaþjónustu með falli Wow, þannig að at- vinnuleysi hafði þegar aukist, sér í lagi á til- teknum svæðum landsins. Heimsfaraldurinn hefur kallað á snör við- brögð stjórnvalda til verndar líkamlegu og geð- heilbrigði þjóðar í baráttu við veiruna og ekki síður vegna þess áfalls og þjóðfélagsbreytinga sem skyndilega urðu. Faraldurinn hefur einnig kallað á snör viðbrögð stjórnvalda vegna þess mikla efnahagsáfalls sem faraldurinn hefur leitt yfir landið með fjöldaatvinnuleysi sem eykst jafnt og þétt. Atvinnuþátttaka landsmanna 16- 74 ára hefur ekki mælst minni hér á landi frá því mælingar hófust fyrir 30 árum. Í fyrsta sinn mælist at- vinnuþátttaka undir 80%, hlutfall starfandi kvenna var um 71% og starfandi karla um 76% í lok árs. Þessi alvarlega staða birtist svo með misjöfnum hætti eftir landshlutum og er staðan langsamlega verst á þeim hluta landsins sem mest hefur sinnt þjónustu við Keflavíkurflugvöll. Atvinnu- leysi á Suðurnesjum er svo alvarlegt að neyðaraðgerðir ættu að vera komnar á af hálfu stjórnvalda til fjölgunar starfa á svæðinu þar sem nærri fjórði hver einstaklingur er án atvinnu! Atvinna, atvinna, atvinna, segir ráðherra ríkisstjórn- arinnar en nú þegar nærri ár er frá fyrsta höggi er ekki laust við að maður spyrji sig hvort ríkisstjórnin sé algjörlega ráðþrota þegar kemur að fjölgun starfa á fjölbreyttum vettvangi. Við vitum að þegar ferðamannabylgjan skall á okkur eftir gosið í Eyjafjallajökli vorum við algjörlega óundirbúin undir flóðið. Innviðir ferðaþjónustu voru veikburða og kallað eftir uppbyggingu þeirra og stefnu stjórnvalda í ferðamálum. Lít- ið hefur til þess spurst og ekkert núna á þeim tíma sem hægðarleikur er að ráðast í meiri- háttar framkvæmdir á meðan ferðamenn sitja heima. Hvar er ráðherra nýsköpunar, atvinnu- vega og ferðamála á tólfta mánuði atvinnu- kreppu? Alls hafa 98 ráðningarstyrkir verið veittir á árinu en í desember kom fram að lítil sem engin kynning hefði verið á því átaki af hálfu hins opinbera og umsóknir því fáar. Það að sitja með hendur í skauti og bíða eftir næstu bylgju ferðamanna er bara alls ekki boðlegt af hálfu rík- isstjórnar í atvinnukreppu. Undirmönnun í heilbrigð- isþjónustu er staðreynd sem hægt væri að bregðast við með auknu fjármagni. Stuttur afgreiðslutími og óralöng bið á símalínu Vinnumálastofnunar bendir til undirmönn- unar þar líka. Uppbygging á innviðum í ferðaþjónustu kall- ar á margskonar störf. Ríkisstjórnin þarf að fara fram með góðu fordæmi og skapa bæði opinber störf og hvata til auk- inna starfa í einkageiranum með margvíslegum hætti. Helga Vala Helgadóttir Pistill Atvinna, atvinna, atvinna? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Ísland er í 2. sæti ríkja heimsþegar litið er til lýðræðislegrastjórnarhátta. Einungis Nor-egur stendur Íslandi framar að því leyti. Þetta er niðurstaða greiningardeildar breska tímaritsins The Economist (The Economist In- telligence Unit), sem hefur tekið saman lýðræðisvísitölu velflestra ríkja heims frá árinu 2006. Þrátt fyrir að Íslendingar geti vel við þá niðurstöðu unað eru nið- urstöðurnar fyrir heimsbyggðina alla ekki sérlega uppörvandi. Meðal- einkunnin hefur aldrei verið lægri frá upphafi mælinga, en rétt tæpur helmingur býr við lýðræði af ein- hverju tagi. Meirihluti jarðarbúa ekki. Að baki vísitölunni liggja fimm meginþættir: Kosningafyrirkomlag og fjölbreytni, stjórn ríkisvaldsins, stjórnmálaþátttaka, stjórnmála- hættir og borgararéttindi. Fyrir hvern þeirra er gefin einkunn sam- kvæmt nokkrum matþáttum á bilinu 0-10, en lokaeinkunnin er meðaltal þeirra. Rannsóknin nær til 165 full- valda ríkja og tveggja sjálfstjórnar- svæða, sem er þorri ríkja heims. Þau sem upp á vantar eru öll örríki, svo rannsóknin nær svo að segja til alls mannkyns. Af þessum 167 löndum teljast 75 (eða 44,9%) vera lýðræðisríki. Þeim er hins vegar skipt í tvo flokka, þau sem teljast tvímælaust vera lýð- ræðisríki með einkunn á bilinu 8-10 og svo hin sem eru lýðræðisríki, en veikluð á einhvern hátt, þannig að einkunnin er á bilinu 6-8. Góðum lýð- ræðisríkjum fjölgaði um eitt frá í fyrra, svo nú eru þau 22 talsins, en veikluðum lýðræðisríkjum fækkaði um tvö niður í 52. Alræðisríkjunum fjölgaði hins vegar um þrjú og eru 57 alls, en síðan eru 35 önnur, sem eru blendin þar á milli. Af þessum fjöldatölum má segja að alræðið sé í sókn en lýðræðið ekki. Það er þó frekar þegar litið er til einkunnanna og mannfjöldans þar að baki sem segja má að sígi á ógæfuhliðina. Meðaltal einkunna ríkja heims var 5,37 að þessu sinni (var 5,44 í fyrra), en það er langlægsta meðal- tal frá upphafi þessarar mælingar. Það endurspeglar vel að 116 lönd lækkuðu í einkunn frá í fyrra, en það eru rétt tæp 70% þeirra. Samkvæmt rannsókninni búa 49,4% jarðarbúa við lýðræði af ein- hverju tagi, en ef aðeins er horft til lýðræðisríkja í fremstu röð kemur á daginn að þar búa aðeins 8,4%, sem þó er töluverð hækkun frá 2019 þar sem nokkur Asíuríki færðust upp listann og eitt þeirra, Taívan, mjög hressilega upp í 1. flokk. Viðbrögð við kórónuveirunni laska lýðræðið Nú er það svo að lýðræðið hefur hægt og bítandi færst í aukana á um- liðnum áratugum. Síðustu árin hefur þó hægst á þessari sókn lýðræðisins og það jafnvel gefið eftir. Í ljósi heimsfaraldursins voru áhrif hans sérstaklega könnuð, en lækkunina í ár má fyrst og fremst (en þó ekki einvörðungu) rekja til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, sem skerða einstaklingsfrelsi og borg- araréttindi á margvíslegan hátt. Þar staldra margir við að lönd eins og Frakkland og Portúgal telj- ast nú veikluð lýðræðisríki, sem og Bandaríkin. Hins vegar lækkaði ein- kunnin mun meira og víðar meðal al- ræðisríkjanna, sem staðfestir tilgát- una um að lengi geti vont versnað. Svipað var upp á teningnum í hinum blendnu ríkjum. Alls staðar þar sem dró úr lýð- ræðinu voru sóttvarnaráðstafanir aðalástæðan, en eitt og annað fleira kom til. Og sums staðar er uppi grunur um að plágan hafi verið not- uð til þess að herða tökin. Ekki er að efa að lýðræðisríkin auki frelsi manna á ný eftir farald- urinn, en miðað við orð sóttvarna- yfirvalda má víða spyrja að hve miklu leyti og hversu hratt. Lýðræðið veiklast í heimsfaraldrinum Lýðræðisvísitalan 2020 Ríki heims eftir stjórnarfari Hong Kong Singapore Heimild; The Economist Intelligence Unit 9 – 10 8 – 9 7 – 8 6 – 7 5 – 6 4 – 5 3 – 4 2 – 3 0 – 2 Engin gögn Lýðræði Veiklað lýðræði Blandað stjórnarfar Alræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.