Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
Þrátt fyrir að vera
eitt af mikilvægustu
samgöngumann-
virkjum þjóðarinnar
hefur Reykjavík-
urflugvöllur verið
þrætuepli um langa
hríð. Á Alþingi er til
meðferðar þingsálykt-
unartillaga um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
framtíð Reykjavík-
urflugvallar. Örygg-
isnefnd Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna sendi umsögn þar sem
gerð var grein fyrir þeirri afstöðu
nefndarinnar að flugvöllinn þurfi að
láta í friði á meðan hann er í
rekstri. Áréttað var að ærið tilefni
væri til þess að halda þessa þjóð-
aratkvæðagreiðslu, því borg-
arstjórn Reykjavíkur hefur unnið
að því áum saman að leggja flug-
völlinn niður, flugbraut fyrir flug-
braut. Ýmsar kannanir hafa verið
gerðar síðustu ár sem hafa leitt hug
landsmanna í ljós, en þjóð-
aratkvæðagreiðsla hefur töluvert
þyngra vægi og er líklegri til að
koma borgaryfirvöldum í skilning
um þá gríðarmiklu almannahags-
muni sem fólgnir eru í Reykjavík-
urflugvelli.
Sú tilvistarkreppa sem Reykja-
víkurflugvöllur hefur verið í síðustu
áratugi hefur valdið stöðnun, haldið
aftur af hagræðingu á staðsetningu
fjölbreyttrar starfsemi innan flug-
vallargirðingar, haldið aftur af öll-
um úrbótum á ásýnd vallarins og
ekki síst úrbótum í þágu flug-
öryggis. Reykjavíkurborg hefur
borið fyrir sig skipulagsvald og
hafnað beiðnum um stórar sem
smáar breytingar á vellinum. Það
eru vissulega til dæmi um það að
samfélög hafa lagt niður gamla
flugvelli en þá hefur fyrst nýr flug-
völlur verið byggður og starfsemi
komið á legg þar, áður en þeim
gamla er lokað. Það er með öllu óá-
byrgt að slíta flugvöll í sundur,
flugbraut fyrir flugbraut, eða
þrengja svo að honum að starfsem-
in torveldist, eins og borgaryfirvöld
vinna að. Á Reykjavíkurflugvelli er
mjög fjölbreytt starfsemi sem
þyrfti að finna stað á öðrum og/eða
nýjum flugvelli, áður en Reykjavík-
urflugvelli yrði mögulega lokað.
Miðstöð sjúkraflugs er á Ak-
ureyri, það er, miðstöð lækn-
isfræðilegrar þjónustu
sjúkraflugs í landinu.
En það breytir ekki
þeirri staðreynd að
eina fullbúna hátækni-
sjúkrahúsið sem þjóð-
in hefur bolmagn til að
reka er í Reykjavík og
þangað þarf fólk að
komast fljótt og
örugglega. Burðar-
ásinn í sjúkraflugi á
Íslandi er Beechcraft
King Air-skrúfuþotan,
hraðfleyg vél búin
jafnþrýsti- og afísing-
arbúnaði sem auðveldlega má
fljúga yfir hálendi Íslands í nánast
öllum veðrum. Þyrlur munu aldrei
geta leyst öll þau verkefni sem
skrúfuþota ræður við. Þó svo að
íbúar landsbyggðarinnar þurfi
sannarlega að reiða sig meira á
sjúkraflugið, þá verður að hafa það
hugfast að sjúkraflugið snýst ekki
um landsbyggðina vs. höfuðborg-
arsvæðið. Íbúi höfuðborgarsvæð-
isins getur lent í lífsháska úti á
landi og þurft að reiða sig á sjúkra-
flug eins og dæmin sanna. Við-
fangsefnið er því meiriháttar ör-
yggismál sem varðar alla íbúa
landsins og vandséð hvaða hags-
munir trompa þessa almannahags-
muni.
Flugdeild Landhelgisgæslunnar
(LHG) hefur aðstöðu á Reykjavík-
urflugvelli en reglulega koma fram
hugmyndir um að flytja starfsem-
ina til Keflavíkurflugvallar. Sú að-
staða sem Landhelgisgæslan býr
við á Reykjavíkurflugvelli er raun-
ar bráðabirgðahúsnæði og er ís-
lenskum stjórnvöldum til skammar
satt best að segja. Þegar tölfræði
útkalla LHG er yfirfarin kemur í
ljós að helstu þjónustusvæði LHG
eru fyrir austan Reykjavík og norð-
og suð-austur af Reykjavík en ein-
ungis 10% útkalla eru suður frá
Reykjarvíkurflugvelli. Af þessu
leiðir að viðbragðstími LHG myndi
lengjast fyrir hvern fluglegg þ.e.
frá Keflavík að útkallsstað um
u.þ.b. 10 mínútur sem er flugtíminn
frá Keflavík til Reykjavíkur. ÖFÍA
hefur vakið athygli á að þegar ein-
ungis ein viðveruvakt er til staðar
leggur sú vakt ekki af stað, t.d. í
verkefni út á sjó, fyrr en bakvakt er
komin á starfsstöð og tryggt að við-
veruvaktin hafi þann stuðning sem
nauðsynlegur er þegar lagt er af
stað í áhættusöm verkefni. Ef starf-
semi flugdeildar LHG yrði flutt
þyrfti einfaldlega að stórefla þyrlu-
sveitina.
Reykjavíkurflugvöllur gegnir
mjög mikilvægu hlutverki sem
varaflugvöllur á Íslandi og hefur
reynst vel sem slíkur fyrir vélar
upp að stærðum á borð við Airbus
A320 og Boeing 757. Þegar Kefla-
víkurflugvöllur lokast gegna flug-
vellirnir í Reykjavík, á Egilsstöðum
og Akureyri þýðingarmiklu hlut-
verki sem varaflugvellir. Á Reykja-
víkurflugvelli eru flugbrautir stutt-
ar og veðurfar stundum svipað og í
Keflavík. Flugvellirnir á Akureyri
og Egilsstöðum eru hins vegar á
öðrum veðursvæðum en hafa mjög
ólíka flugtæknilega eiginleika. Það
er sérstaklega skortur á flugvéla-
stæðum sem takmarkar notk-
unarmöguleika þeirra sem vara-
flugvellir.
Fjölmargir starfshópar hafa ver-
ið skipaðir í gegnum tíðina til að
fjalla um framtíð Reykjavík-
urflugvallar og mikil greining-
arvinna liggur fyrir. Í skýrslu sam-
ráðsnefndar
samgönguráðuneytisins og Reykja-
víkurborgar frá árinu 2007 segir á
bls. 23 að innanlandsflug verði ekki
flutt til Keflavíkurflugvallar öðru-
vísi en að varaflugvöllur verði
byggður á Suðvesturlandi. Um
þetta orsakasamhengi hefur ríkt
ríkur skilningur á meðal þeirra sem
fjallað hafa um þetta viðfangsefni.
Í skýrslu Þorgeirs Pálssonar um
„Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í
öryggiskerfi landsins“ frá ágúst
2017 segir meðal annars í nið-
urstöðum: „Reykjavíkurflugvöllur
hefur sem aðalflugvöllur innan-
landsflugs í landinu um langt árabil
gegnt veigamiklu hlutverki við að
tryggja öryggi og velferð sam-
félagsins í víðtækum skilningi.
Þannig hafa landsmenn getað
treyst á að leit og björgun og hvers
konar bjargir gætu borist á
skömmum tíma með flugi frá höf-
uðborginni hvert á land sem er þeg-
ar óvænta og ógnvekjandi atburði
hefur borið að höndum. Nægir í því
sambandi að nefna snjóflóðin á
Súðavík í janúar árið 1995 og á
Flateyri í október sama ár, þegar á
fjórða tug manna lést og margir
slösuðust í þessum válegu atburð-
um. Þegar slíkar hamfarir verða
eru flutningar í lofti með öflugum
þyrlum og flugvélum afar mik-
ilvægir til að flytja bjargir á vett-
vang. Einnig treysta landsmenn því
að komast með sjúkraflugi á Land-
spítalann með forgangshraða hve-
nær sem þörf krefur.“
Reykjavíkurborg hefur kynnt
áform um nokkuð háreista byggð í
Skerjafirði. Isavia kallaði eftir
rannsókn á áhrifum nýrrar byggðar
í Skerjafirði á vindafar og ókyrrð á
flugvellinum frá Hollensku flug- og
geimferðastofnuninni (NLR). Í
skýrslu NLR kemur fram að þótt
áformaðar nýbyggingar rísi ekki
upp í hindranaflöt flugbrauta er
ekki þar með sagt að öllum örygg-
iskröfum sé fullnægt. Þær bygg-
ingar munu valda ókyrrð, geta haft
mjög truflandi áhrif og jafnvel
skapað hættu. Ókyrrð veldur óþæg-
indum og eykur líkur á fráhvarfs-
flugi. Niðurstaða rannsókna NLR
er sú að hættan af fyrirhugaðri
byggð sé ekki óviðunandi en kalli
engu síður á mildunarráðstafanir.
Niðurstöður NLR munu nýtast
flugrekendum, þá sérstaklega þeim
sem sinna sjúkraflugi við að gera
vindrós með viðmiðum og takmörk-
unum, komi til þess að þessi byggð
rísi í Skerjafirði.
Að byggja nýtt íbúðahverfi svo
nærri flugvelli má líkja við það að
byggja landfyllingu við innsiglingu
hafnar í fullum rekstri, landfyllingu
sem lokar ekki beint höfninni en get-
ur samt haft mjög truflandi áhrif á
innsiglinguna. Það myndi líklega
aldrei gerast á Íslandi að sveitarfé-
lag færi þannig að ráði sínu. Þessi
byggingaráform í Skerjafirði sam-
ræmast ekki samkomulagi um rann-
sóknir á möguleikum á byggingu nýs
flugvallar í Hvassahrauni, undirrit-
uðu af samgönguráðherra og borg-
arstjóra 28. nóvember 2019, en þar
segir í 5. grein: „Aðilar eru sammála
um að tryggt verði rekstraröryggi á
Reykjavíkurflugvelli meðan á und-
irbúningi og gerð nýs flugvallar
stendur, þar með talið eðlilegt við-
hald og endurnýjun mannvirkja í
samræmi við ákvæði gildandi sam-
gönguáætlunar Alþingis.“
Nýtt íbúðahverfi sem hefur trufl-
andi áhrif á starfsemi flugvallarins
samræmist ekki þessum texta.
Öll umræða um Reykjavík-
urflugvöll snertir skipulagsmál
sveitarfélaga. Um þetta viðfangs-
efni gilda skipulagslög nr. 123/2010.
Orðið skipulagsvald kemur ekki
fyrir í lögunum og er raunar ekki til
í lagasafni Alþingis.
Samkvæmt 3. grein skipulags-
laga fer ráðherra með yfirstjórn
skipulagsmála með Skipulags-
stofnun sér til aðstoðar. Ríkið starf-
rækir Skipulagsstofnun sem er m.a.
ætlað að aðstoða sveitarfélög og
leiðbeina þeim við gerð skipulags-
áætlana. Samkvæmt lögunum er
lögð skipulagsskylda á sveitarfélög
og þeim ætlað að gera svæðis-, að-
al- og deiliskipulag. Er þá hið óskil-
greinda skipulagsvald tekið eða
veitt?
Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að
sveitarfélög taki sér skipulagsvald
yfir svæðum sem þjóna fyrst og
fremst íbúum viðkomandi sveitarfé-
lags. Þannig er augljóst að Reykja-
víkurborg taki sér skipulagsvald yf-
ir Skeifunni og
Hljómskálagarðinum. Reykjavík-
urflugvöllur er hins vegar sam-
göngumannvirki sem þjónar öllum
íbúum landsins.
Langflest Evrópulönd hafa þann
háttinn á að skipulagsmál flugvalla
eru á hendi fylkis eða ríkisins. Að
mati ÖFÍA er því ástæða til að
skoða kosti þess að ríkið færi með
skipulagsvald yfir þeim flugvöllum
á Íslandi sem gætu talist sam-
félagslega mikilvægir.
Það er mjög skiljanlegt að fólk
sjái ofsjónum yfir því hvað Reykja-
víkurflugvöllur tekur mikið pláss.
Reykjavíkurflugvöllur var upp-
haflega hannaður sem herflug-
völlur þar sem byggingum var
dreift um í hernaðarlegum tilgangi.
Vegna þeirrar tilvistarkreppu sem
flugvöllurinn hefur verið í er ásýnd
og ástand bygginganna eins og
raun ber vitni. Þar er fyrst og
fremst um að kenna langvarandi
óvissu um framtíð vallarins. Hvað
sem skipulagsskyldu eða valdi líður
verður Isavia sem rekstraraðili
Reykjavíkurflugvallar að hafa svig-
rúm til að gera einfaldar breytingar
á vellinum, í þágu flugöryggis og
skilvirkni, á meðan hann er í notk-
un.
Eftir Ingvar
Tryggvason » Vegna þeirrar tilvist-
arkreppu sem flug-
völlurinn hefur verið í er
ásýnd og ástand bygg-
inganna eins og raun
ber vitni. Þar er fyrst og
fremst um að kenna
langvarandi óvissu um
framtíð vallarins.
Ingvar
Tryggvason
Höfundur er formaður
öryggisnefndar FÍA.
Flugöryggi samtímans – Reykjavíkurflugvöllur
Þegar menn takast
á fyrir dómi leita þeir
oftast lögmanns-
aðstoðar við að reka
málið fyrir sig. Það
kostar peninga. Í lög-
um er að finna ákvæði
um að sá sem „tapar
máli í öllu verulegu“
skuli að jafnaði dæmd-
ur til að greiða gagn-
aðila sínum máls-
kostnað. Þá er átt við
þann kostnað sem gagnaðilinn hef-
ur orðið fyrir vegna málareksturs-
ins.
Venjulega gera báðir málsaðilar
kröfu á hendur hinum um að fá
málskostnað sinn greiddan úr hans
hendi. Lögin gera ráð fyrir að aðili
sem krefst málskostnaðar síns úr
hendi gagnaðila geri grein fyrir
honum með sérstökum málskostn-
aðarreikningi sem lagður er fram
við aðalmeðferð máls.
Fyrir kemur að í dómi sé kveðið
á um að málskostnaður sé felldur
niður. Í því felst ákvörðun um að
hvor aðila skuli bera sinn kostnað
sjálfur. Er þetta m.a. heimilt ef
veruleg vafaatriði þykja vera í
máli.
Ef sá sem tapar máli áfrýjar
dómi til æðra dómstigs og svo fer
að hinn áfrýjaði dóm-
ur er staðfestur er
áfrýjandinn að jafnaði
dæmdur til að greiða
hinum kostnað hans á
áfrýjunarstigi. Þetta
má heita nær algild
regla og þá ávallt ef
forsendur æðra dóms
fyrir niðurstöðu sinni
eru hinar sömu og var
á neðra stiginu.
Í máli Benedikts
Bogasonar gegn mér
sem dæmt var í
Hæstarétti sl. föstu-
dag höfðu báðir aðilar uppi kröfur
á öllum þremur dómstigum um að
gagnaðili greiddi þeim máls-
kostnað. Af minni hálfu var, eins og
menn vita, krafist sýknu af kröfum
Benedikts. Var sú krafa einfaldlega
byggð á því að ég hefði notið mál-
frelsis til að segja það sem ég hafði
sagt í kafla bókar minnar um dóm-
inn í máli Baldurs Guðlaugssonar.
Héraðsdómarinn féllst á þetta og
sýknaði mig af kröfum Benedikts,
en felldi niður málskostnað. Það
var skrýtin afgreiðsla og ekki í
samræmi við dómaframkvæmd.
Benedikt áfrýjaði þessum dómi
til Landsréttar sem staðfesti hér-
aðsdóminn með sömu rökum. Máls-
kostnaður fyrir Landsrétti var
samt felldur niður. Þetta var furðu-
legt og andstætt fyrri dómafram-
kvæmd. Benedikt áfrýjaði þessum
dómi til Hæstaréttar að fengnu
áfrýjunarleyfi. Allt fór á sama veg.
Ég var sýknaður með sömu rök-
semdum og fyrr um að ég hefði
notið tjáningarfrelsis til að segja
það sem ég sagði. Samt var máls-
kostnaður fyrir Hæstarétti felldur
niður. Þessi afgreiðsla er enn þá
undarlegri en sú sem varð í Lands-
rétti.
Niðurstaðan er þá sú að valds-
maðurinn mikli er látinn komast
upp með að stefna mér fyrir dóm
og valda mér á þremur dómstigum
verulegum kostnaði, sem ég fæ
ekki borinn uppi, þó að ég sé sýkn-
aður á öllum þremur á þeim for-
sendum sem ég hafði byggt mál-
flutning minn á frá upphafi. Þessi
afgreiðsla er rökstudd með því að
verulegur vafi hafi verið á að ég
hafi farið út fyrir mörk tjáning-
arfrelsis með ummælum mínum um
þennan dóm. Ummæli mín hafi ver-
ið beinskeytt og hvöss eins og kom-
ist er að orði í forsendum dóms
Hæstaréttar.
Engu máli skiptir fyrir afgreiðsl-
una á kröfunni um málskostnað
hvort ummælin teljast hafa verið
hvöss eða ekki. Það sem máli skipt-
ir er að hinn áfrýjaði dómur var á
báðum áfrýjunarstigum staðfestur
og það með sömu röksemdum og
þar greindi og ég hafði teflt fram
frá upphafi. Áfrýjandi hafði áfrýjað
á tvö dómstig til að fá dómi
hnekkt. Það tókst honum ekki.
Hann fær ekki einu sinni breytt
röksemdum dómanna. Ég er samt
látinn bera háan málskostnað af
þráhyggju hans við málsýfingarnar.
Það er líka hreinlega ósatt að um-
mæli mín hafi verið eitthvað sér-
staklega beinskeytt og hvöss. Þetta
geta allir séð sem vilja með því ein-
faldlega að lesa viðkomandi kafla í
bók minni. Ástæðan fyrir þessu
orðagjálfri í dóminum er augljós.
Dómararnir voru annaðhvort
hræddir við valdsmanninn eða
kenndu í brjósti um hann vegna
þeirrar niðurlægingar sem hann
hafði orðið fyrir með afgreiðslu
málsins á þremur dómstigum. Þeir
sömdu því svona orðagjálfur til að
réttlæta undandrátt sinn á að
dæma mér þann rétt sem mér bar í
þessu efni.
Ég fullyrði að enginn Íslend-
ingur, annar en ógnandi valdsmað-
urinn, hefði losnað undan skyldu til
að greiða gagnaðila sínum máls-
kostnað í máli þar sem eins háttar
og í máli Benedikts gegn mér.
Hvað borgaði hann sjálfur?
Svo er annað atriði sem þjóðin á
kröfu til að fá upplýsingar um. Það
vakti athygli mína og lögmanns
míns að lögmaður Benedikts lagði
ekki fram neinar upplýsingar fyrir
dóminn um kostnaðinn sem Bene-
dikt hefði haft af málsýfingum sín-
um. Hvernig stóð á því? Því hefur
verið hvíslað í eyra mér að Bene-
dikt hafi ekki greitt lögmanni sín-
um fyrir málastappið. Lögmaðurinn
hafi verið sólginn í að fá að reka
þetta mál fyrir hæstaréttardóm-
arann, þar sem í því fælist lang-
þráð upphefð fyrir hann. Að mínum
dómi er nauðsynlegt að Benedikt
Bogason forseti Hæstaréttar upp-
lýsi um þetta með nákvæmri grein-
argerð studdri greiðslugögnum um
málskostnaðinn sem hann hafði af
málinu. Grunsemdir um að þessi
valdamikli dómari þiggi á laun
greiða frá starfandi lögmönnum í
landinu eru ekki ásættanlegar.
Þess vegna verður hann und-
anbragðalaust að gefa þessar upp-
lýsingar.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » „Ég fullyrði að eng-
inn Íslendingur,
annar en ógnandi valds-
maðurinn, hefði losnað
undan skyldu til að
greiða gagnaðila sínum
málskostnað í máli þar
sem eins háttar og í máli
Benedikts gegn mér.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Málskostnaður í máli forsetans gegn mér