Morgunblaðið - 09.02.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.02.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Sundabrautin um Kleppsvík hefur nokkr- um sinnum fengið á sig óvæntar beygjur og nú síðast er lagt til að þar verði byggð „lág hábrú“. Aðdragandinn er sá að í júní 2019 kom út skýrslan „Sundabraut – Viðræður ríkisins og SSH“ þar sem var lagt til að skoða tvo valkosti fyrir þverun Kleppsvíkur, jarðgöng og lágbrú. Greinarhöfundur hafði sam- band við nokkra aðila sem sömdu skýrsluna og lagði til að botngöng um Kleppsvík yrðu skoðuð og kostn- aðarmetin ásamt öðrum valkostum. Það gerðist ekki og voru botngöngin afgreidd með þeim ókostum að „óvissa fylgir því að engin reynsla er af gerð botnganga hér á landi og kostnaðar- áætlanir því ótryggar“. Í niðurstöðum skýrslunnar segir: „Miðað við þau gögn sem starfshópurinn hefur undir höndum til að leggja til grundvallar til- lögum sínum telur hann að botngöng eða hábrú yfir Kleppsvík á leið I séu ekki fýsilegar lausnir. Þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar og munu hafa truflandi áhrif á hafnar- starfsemi sérstaklega á framkvæmda- tíma og setja starfseminni skorður til framtíðar. Kröfur til bæði hæðar brú- ar og dýptar ganga hafa aukist sem líklegt er til þess að hækka kostnað auk þess sem það gerir hönnun m.t.t. hönnunarstaðla erfiða. Báðar lausnir nýtast illa eða ekki öðrum ferðamátum svo sem gangandi og hjólandi. Hábrúin gæti jafnvel reynst erfið í rekstri við íslenskar veð- uraðstæður.“ Aðalniðurstaða skýrslunnar var sú að skoða ætti bara tvo val- kosti frekar, jarðgöng og lágbrú, og ótrúlegt að helstu rökin fyrir því að skoða ekki botngöng frekar séu þau að „engin reynsla sé af gerð botn- ganga hér á landi og kostnaðaráætlanir því ótryggar“. Í framhaldi af ofannefndri skýrslu var nýr starfshópur skipaður „til að vinna nauðsynlega greiningarvinnu á þeim tveim valkostum sem eftir standa við þverun Kleppsvíkur“. Ég kom mér í samband við fulltrúa Faxa- flóahafna í þessum nýja starfshóp og benti honum á að þessir tveir valkostir sem ætti að skoða ýtarlega væru óheppilegir fyrir Faxaflóahafnir þar sem jarðgöng væru ekkert að tengjast Sundahöfn og væru það dýr að þau yrðu varla valin til framkvæmda og að lágbrú á ytri leið myndi kosta Samskip lífið. Ég lagði því til við hann að Faxa- flóahafnir færu fram á að 3. valkost- urinn, botngöng, yrði skoðaður ýtarlega í þessum nýja starfshóp. Nú er komin skýrsla frá þessum starfshóp, „Sundabraut – Greinargerð starfshóps, janúar 2021“. Og viti menn, greinargerðin sem átti aðeins að fjalla um jarðgöng og lágbrú fjallar nær eingöngu um nýja útfærslu, nefnilega lága hábrú. Nú eru allir ókostir hábrúar gleymdir og hæð undir brú á ytri leið sem var áður skilgreind 55 metrar til framtíðar er nú skilgreind 30 m til for- tíðar (þ.e. að skoðað var hvaða skip hafa siglt þarna um síðustu árin). Aðeins er minnst á botngöng og þau afgreidd fljótt. Dýpi ofan á botngöng sem var áður skilgreint 12,3 m er nú skilgreint 13,8 m til framtíðar og að erfitt sé að komast upp á Sæbraut með 5% langhalla. Einnig eru botngöngin talin dýr þó að þau hafi ekki verið kostnaðarmetin af starfshópnum. Lokaorðin um botngöng eru þau að „botngöng á leið I eins og þau hafa verið útfærð hafa ýmsa annmarka og eru ekki talin hafa augljósa kosti um- fram Sundabrú eða Sundagöng“. Greinarhöfundur lagði fram tillögu um þverun Kleppsvíkur með botn- göngum fyrir níu árum og hefur reynt að halda henni á lofti með blaðagrein- um og samskiptum við aðila hjá Vega- gerðinni, Faxaflóahöfnum, Reykjavík- urborg og skipafélögunum og hefur aldrei skilið af hverju þessir aðilar hafa aldrei viljað skoða botngöng sem al- vöru valkost. Og engu er ég nær núna eftir nýj- ustu greinargerðina þar sem allt er sett fram á sérkennilegan hátt til að upphefja nýja lága hábrú á sama tíma og allt er sett fram á sérkennilegan hátt til að setja botngöng út af borð- inu. Ég ætla hér að taka nokkur dæmi:  Botngöng og hábrú hafa verið kostnaðarmetin gróft upp á svipaðar upphæðir og því undarlegt að tala um að botngöngin séu dýr (hafa ekki verið kostnaðarmetin lengi) og hvergi talað um að nýja brúin sé dýr.  Fyrri ókostir hábrúar eru gleymdir.  Fyrri skilgreining um 55 m hæð undir brú er nú skilgreind 30 m og þá miðað við fortíðina.  Fyrri skilgreining um 12,3 m dýpi ofan á göng í siglingarennu er nú orðin 13,8 m til framtíðar. Mjög athyglisvert er að nú í janúar 2021 birtu Faxaflóa- hafnir skýrsluna „Þróun Sundahafnar – Mat á umhverfisáhrifum“ þar sem eru skilgreind dýpkunarsvæði Sunda- hafnar og eru svæði almennt skil- greind með dýptina 12,5 m og svæði rétt sunnan við fyrirhuguð botngöng er sett í 10,0 m dýpkun. Það er því óskiljanlegt að vera að setja fram framtíðarkröfu um 13,8 m dýpi yfir mögulegum botngöngum.  Fullyrðing um að hæðarlegan sé ill- leysanleg er ekki rétt, allavega meðan dýptin yfir botngöngunum er ekki skilgreind meiri og meiri.  Í greinargerðinni er rætt um að leiðin úr botngöngunum og upp að Sæ- braut skeri djúpt í landið og er það vissulega rétt, en sú skering er svipuð og verður í fyrirhugaðri nýrri hafn- artengingu sem þarf að gera til að tengja Sundahöfn við Sæbraut og Sundabraut/Sundabrú.  Í greinargerðinni er rætt um flókin gatnamót við Sæbraut með botn- gangalausn og að botngöng setji skorður á hafnarstarfsemina til fram- tíðar. Þessu er mótmælt og bent á mynd þar sem möguleg gatnamót við Sæbraut eru sýnd (aðeins austur- akrein Sæbrautar til norðurs er nið- urgrafin og annað í planlegu) og einnig sést hve hafnarsvæðið er lítið skert og þar er góð gatnatenging við Sunda- höfn.  Tenging Sundabrautar með Sunda- brú gerir tenginguna við hafnarsvæðið verri en með botngangaútfærslu og með nýrri hafnartengingu er reynt að laga þá tengingu.  Í skýrslunum er fjallað um að botn- göng og hábrú henti illa fyrir gangandi og hjólandi umferð. Þegar fjallað er um nýju lágu hábrúna í greinargerð- inni er kynnt að hún verði fyrir gang- andi og hjólandi umferð, en þess ekki getið að gangandi og hjólandi umferð geti líka ferðast um botngöng. Þess má geta að botngöng hafa ver- ið og eru byggð um víða veröld og hafa reynst vel. Áhugavert væri að skoða að botngöngin sjálf væru byggð er- lendis og þeim svo fleytt til landsins í góðu veðri. Ekki víst að það kosti mik- ið í stóra samhenginu. Enn á ný skora ég á aðila þessa máls að skoða botngöng af alvöru sem þriðja valkostinn til að ræða um á næstunni og bera saman við jarðgöng og nýja lága hábrú/Sundabrú. Greinarhöfundur mun fara fram á að botngöng verði skoðuð sem val- kostur þegar kemur að mati á um- hverfisáhrifum. Sundabraut, af hverju ekki botngöng? Eftir Bjarna Gunnarsson »Enn á ný skora ég á aðila þessa máls að skoða botngöng af al- vöru sem þriðja valkost- inn til að ræða um á næstunni. Bjarni Gunnarsson Höfundur er verkfræðingur og lífeyristaki. Hafið er lokaferli einnar afdrifaríkustu breytingar á að- alskipulagi Reykjavíkur nokkru sinni. Borgaryf- irvöld halda því hins vegar ranglega fram að á ferðinni sé minni hátt- ar aðlögun að svæð- isskipulagi höfuðborg- arsvæðisins (HBS) og þar með að áætlun Sam- taka sveitarfélaga á HBS um borg- arlínu, einhverri alverstu skipulags- hugmynd allra tíma. Lengi var ljóst að í uppsiglingu væri róttæk skipulagsbreyting, sem jafn- gilti í raun nýrri skipulagsáætlun. Samtök um betri byggð (BB) hafa ítrekað krafist þess að staldrað verði við og efnt til almenns samráðs við kjósendur í Reykjavík líkt og skipu- lagslög mæla fyrir um, ekki samráð um yfirbragð og áferð heldur um innsta kjarnann og forsendurnar. Borgaryfirvöld hafa reynt að halda leyndu raunverulegu eðli breyting- arinnar og nú er henni laumað úr reykfylltum bakherbergjum fram hjá kjósendum í Reykjavík sem „Reykja- vík 2040 – Nýr viðauki við Að- alskipulag Reykjavíkur 2010-2030“ án nokkurs samráðs, aðeins einu ári fyrir borgarstjórnarkosningar 2022. Þessi „nýi viðauki“ markar algera kúvend- ingu í skipulagi höfuðborgarinnar. Í kjölfar fyrsta svæðisskipulags HBS árið 2000 varð mikil íbúafjölgun, stjórnlaus útþensla byggðar og splundrun þjónustu í Kraganum (HaGaKóMo) en stöðnun og hlutfalls- leg fækkun íbúa í Reykjavík þar sem vantar um 12.000 íbúa miðað við lands- meðaltal sl. 20 ár. Með aðlögun AR 2040 að nýju svæð- isskipulagi HBS er gefið í og vörðuð leið að enn róttækari fjölgun íbúa, áframhaldandi stjórnlausri útþenslu byggðar í Kraganum og aukinni splundrun þjónustu á HBS. Orsaka- valdurinn er áætlunin um borgarlínu. Hún krefst þess að lunginn af 15-20 ár- göngum nýrra borgarbúa allt til ársins 2040 setjist að meðfram þremur leið- um borgarlínu frá Vesturbæ Reykja- víkur út til ystu afkima HBS í Mos- fellsbæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Við skoðun sést að borgarlína er kjarni í víðtæku samsæri gegn höfuðborginni. Sam- særið má rekja til for- kólfa Akureyringa og samherja þeirra, til rík- isvalds og Alþingis og ekki síst til forkólfa í sveitarstjórnum í Krag- anum. Tilgangur sam- særismanna er að hindra að ný miðborg rísi í Vatnsmýri. Að þess í stað festist þar í sessi varanlega auðn, sem tryggi einkum tvennt; syðri brúarsporð loftbrúarinnar til Akureyrar annars vegar og hins vegar skjól fyrir forkólfa í Kraganum til áframhaldandi stjórn- lausrar útþenslu byggðar á HBS. Samsærið verður dýrkeypt Reyk- víkingum, borgarsamfélaginu og þjóð- arhag. Flugvöllurinn í Vatnsmýri er festur í sessi til ársins 2040 eða í þann tíma, sem tekur að koma borgarlínu á koppinn. Höfuðborgarbúar sitja uppi með varanlega auðn og fá ekki nýju miðborgina, sem skyldi koma í Vatns- mýri eftir síðari heimsstyrjöld. Víta- hringur bílasamfélagsins herðir tökin m.a. með aukinni mengun, tímasóun, útblæstri, lakari lýðheilsu, rýrari lífs- kjörum og viðvarandi landflótta svo eitthvað sé nefnt. Því augljóslega er ný miðborg í Vatnsmýri langbesti skipulags- valkostur borgarbúa. Hér verður þó ekki tíundað allt það hagræði, sem af honum leiðir, aðeins nefnd jákvæð áhrif á samgöngur og afleiddan sam- félagsábata. Borgarlína mun dreifa byggð og þjónustu. Þörf fyrir hefðbundinn akst- ur verður meiri en áður með tilheyr- andi mengun, útblæstri og sóun. Hvorki strætó né borgarlína komast þangað sem flestir borgarbúar þurfa að komast í margþættum daglegum erindum sínum á gríðarlegu flæmi tættrar byggðar með óreiðukennda innviði og splundraða þjónustu. Á sama tíma festir borgarlína í sessi var- anlega auðn í Vatnsmýri. Athygli vekur að allar þrjár leiðir borgarlínu eiga sér upphaf og endi við Gamla miðbæinn í Reykjavík þar sem lítið annað er að sækja en umfram- störf, aðstöðu fyrir erlenda ferðamenn og flugvöll, flugvöll sem borgarlína hefur þá fest í sessi í stað nýrrar mið- borgar. Það þarf varla snilling til að skilja að ekki er heil brú í áformum um borg- arlínu, sem mun að mestu aka galtóm- um vögnum utan háannatíma líkt og strætó gerir nú, þ.e.a.s. í a.m.k. 12 klst. hvern virkan dag. Á sama tíma verða langflestir borgarbúar að þeysa á einkabílum um svæðið þvert og endi- langt í leit að lífsnauðsynjum og þjón- ustu. Bent hefur verið á gallaðar for- sendur, áætlanir, kostnaðarmat og greiningar aðstandenda borgarlínu, að áhrif á akstur séu stórlega ofmetin og kostnaður vanmetinn. Að enginn rekstrargrunnur sé fyrir hendi og stórfellt tap sé óumflýjanlegt. En af framansögðu sést að tjónið af áhrifum borgarlínu á skipulag og framtíð- arþróun byggðar og borgarsamfélags er margfalt meira en það getur mest orðið af borgarlínu sem misheppnaðri samgöngulausn. Ný miðborg í Vatnsmýri leiðir til aukinna lífsgæða, m.a. til bættrar lýð- heilsu, minni aksturs, minni útblásturs og mengunar. Tugþúsundir miðborg- arbúa taka yfir umframstörfin, dag- legur akstur inn að morgni og út að kvöldi minnkar eða hverfur. Aukið rými skapast í gatnakerfinu fyrir hefð- bundnar almannasamgöngur og til verða a.m.k. 40 þúsund núllbílar. Það eru bílar sem hverfa úr bókhaldinu vegna þess að engin þörf er lengur fyr- ir þá. Enginn saknar þeirra, þeir menga ekkert og kosta ekkert. Núllbílar, hvað er nú það? Eftir Örn Sigurðsson » Til verða a.m.k. 40.000 núllbílar: Bílar sem hverfa úr bók- haldinu því engin þörf er fyrir þá. Enginn saknar þeirra, þeir menga ekkert og kosta ekkert. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt, í fram- kvæmdastjórn Samtaka um betri byggð (BB). arkorn@simnet.is Margir skrifa og ræða um eldri borgara sem einsleitan hóp. Málflutningurinn er þannig að kjör allra eldri borgara séu eins. Auðvitað er þetta frá- leitt. Tekjur eldri borg- ara eru eins misjafnar og annarra í þjóðfélag- inu. Sem betur fer er fjöldi eldri borgara sem hafa ágætis tekjur úr sínum lífeyr- issjóði og njóta þeirra kjarabóta sem fást á vinnumarkaði. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar um síðustu áramót koma t.d. eldri borgurum jafnmikið til góða og öðr- um í þjóðfélaginu. Aftur á móti er alltof stór hópur eftirlaunafólks sem býr við verulega léleg kjör. Það á að vera takmark okkar að bæta hag þessara ein- staklinga í stað þeirra sem búa við góð kjör. Tekjulægri refsað fyrir að vinna Margir eldri borgarar hafa getu til og áhuga á að vinna og afla sér þann- ig smá aukatekna. Það hlýtur að vera af hinu góða. Það sem er fáránlegt er að hjá þeim sem byggir sínar tekjur á greiðslum frá Tryggingastofnun rík- isins og að hluta frá lífeyrissjóði skerðast tekjurnar við það að vinna. Tökum dæmi um tvo einstaklinga. Einstaklingur A fær rúmar 300 þús. kr. á mánuði frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði. Samkvæmt núverandi reglum má hann vinna fyrir 100 þús. kr. á mánuði án þess að greiðslur skerðist frá TR. Seinni 100 þús. krón- urnar sem hann vinnur sér inn skerða svo greiðslur frá TR um 45%, þannig að hann heldur aðeins eftir um 20 þús. krónum, eftir skerðingar og skatt. Þetta er óréttlátt. Tekjuhærri sæta ekki skerðingum Skoðum nú einstakling B, sem hef- ur 600 þús. krónur á mánuði úr sínum lífeyrissjóði. Hann fær ekkert frá TR þar sem hann fer yfir tekjumörk- in. Þessi einstaklingur fær sér einnig vinnu og fær 200 þús. kr. á mán- uði. Hans aukatekjur skerðast ekki heldur greiðir hann venjulegan skatt eins og allir aðrir launþegar. Viljum við virkilega hafa þannig kerfi að sá tekjulægri þurfi að missa megnið af sínum greiðslum frá TR vegna sinnar vinnu? Að sjálfsögðu eiga allir eldri borg- arar sem geta og vilja vinna að borga skatt en ekki sæta skerðingum á greiðslu frá TR. Eðlilegt að Tryggingastofnun bæti hag þeirra lægst launuðu Kosningar til Alþingis fara fram í haust. Stjórnmálaflokkarnir þurfa á næstunni að leggja fram sín stefnu- mál. Það verður athyglisvert að fylgj- ast með hverju verður lofað. Ég tel að rétta stefnan sé að höf- uðáherslan verði á að bæta hag þeirra lægst launuðu meðal eldri borgara. Það er skynsamlegt að setja þak á greiðslur frá Tryggingastofnun rík- isins. Þeir einstaklingar meðal eldri borgara sem hafa háar mán- aðargreiðslur þurfa ekki á stuðningi að halda frá Tryggingastofnun. Við eigum að nota fjármunina til að bæta hag þeirra sem á þurfa að halda. Taka þingmenn og frambjóðendur undir þetta sjónarmið mitt? Sumum refsað fyrir að vinna, öðrum ekki Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson » Viljum við þannig kerfi að sá tekju- lægri þurfi að missa megnið af sínum greiðslum frá Trygg- ingastofnun ríkisins? Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.