Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 20

Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 ✝ Marsibil Guð-rún Anna Gunnarsdóttir fæddist 22. febr- úar1933. Hún lést á Hrafnistu, Nesvöll- um, 1. febrúar 2021. Hún var sjöunda í röð níu systkina. Foreldrar hennar voru Gunnar Guð- mundsson, fæddur 30. maí 1898, látinn 23. október 1987, og Guðmunda Jóna Jónsdóttir, fædd 19. októ- ber 1905, látin 21. október 1991. Börn þeirra eru: Jón Gunn- arsson, fæddur 8. ágúst 1921, dá- inn 6. mars 1991, Guðmunda Steinunn Gunnarsdóttir, fædd 1. mars 1923, dáin 9. október 2011, Gunnar Ríkharður Gunnarsson, fæddur 5. ágúst 1924, dáinn 14. nóvember 2007, Guðmundur Að- alsteinn Gunnarsson, fæddur 17. apríl 1926, dáinn 15. júní 1927, Aðalsteinn Gunn- arsson, fæddur 2. mars 1928, dáinn 2. júlí 2013, Björgvin Hofs Gunnarsson, fæddur 23. nóv- ember 1931, dáinn 24. ágúst 2017. Eft- irlifandi eru Katrín Gunnarsdóttir, fædd 25. janúar 1941, og Kristján Gunnarsson, fædd- ur 19. maí 1943, bæði búsett á Þingeyri við Dýrafjörð. Útförin fer fram frá Keflavík- urkirkju 9. febrúar 2021 klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu ein- ungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. At- höfninni verður streymt á: www.facebook.com/groups/marsibil Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Mig langar að minnast tengdamóður minnar og vinkonu með nokkrum orðum. Billa var ótrúlegur dugnaðar- forkur, miklaði ekkert fyrir sér, alveg sama hvort það var í vinnu eða áhugamálum. Alltaf til í að hjálpa ef einhver var í erfiðleikum. Við áttum yndislegan vinskap í gegnum öll árin. Billa var einhver besta prjónakona sem ég hef kynnst. Ég var svo heppin að vera með Billu í 10 daga í endaðan nóv- ember sem ég mun lifa á lengi. Ótrúlega dýrmætt fyrir mig. Ég vil þakka heimahjúkrun í Reykjanesbæ sem var frábær. Elsku Billa, takk fyrir mig, ég sé þig í sumarlandinu. Birna Ísaksdóttir. Það eru margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar komið er að því að kveðja Billömmu. Það fyrsta sem kemur upp í hugann okkar eru myndirnar af okkur í öllum þeim fötum sem hún hefur saumað og prjónað á okkur í gegnum tíðina. Hún var svo mögnuð handavinnukona, að nota uppskrift var eitthvað sem hún þurfti ekki. Það var nóg að lýsa því sem maður óskaði sér og hún töfraði það fram. Við höfum alltaf dáðst að hæfileikum hennar og henni tókst að smita okkur af áhuganum. Það var alltaf hægt að stóla á hjálp frá henni, hún hafði ráð við öllum lykkjuföllum og endalausa þolinmæði við að kenna manni. Hún var svo góð amma og vildi alltaf allt fyrir okkur gera. Þegar við komum í heimsókn til þess að „hjálpa“ ömmu að spóla lopaplöt- urnar upp í hnykla þá lét hún eins og maður væri að gera henni mikinn greiða og svo fékk maður jafnvel vasapening fyrir. En það besta sem maður græddi var spjall og knús hjá ömmu. Billamma var ótrúlega sjálf- stæð, sterk og fyndin kona sem lét ekkert stoppa sig. Hún var hörkutól sem gat alltaf bjargað sér með ýmsum heimagerðum re- medíum. Ef kvefið ætlaði að kíkja í heimsókn þá var hún ekki lengi að hita mjólk með hvítlauk sem hún bruddi eins og brjóstsykur og ef henni var illt einhvers stað- ar í kroppnum þá þurfti bara að djöflast á staðnum með rafstuðs- græjunni þar til verkurinn fór. Auðvitað var þessi rafstuðsgræja fullkomið leikfang fyrir ömmu- börnin sem skemmtu sér alltaf vel með því að elta hvort annað um húsið vopnuð rafmagni. Billömmu verður sárt saknað en hún mun lifa áfram í hjarta okkar og minningum. Marsibil Lillý og Ragna Dögg. Elsku Billa amma mín er fall- in frá. Mínar fyrstu minningar af Billu ömmu eru líklega þegar hún las fyrir mig myndasögur fyrir svefninn sem barn, þetta voru ekki myndasögur sem ég hafði komið með heldur mynda- sögur sem hún sjálf var að lesa og maður lá dolfallinn yfir. Billa amma var víst mikið fyrir myndasögur og mér skilst að pabbi hafi á unglingsárunum orðið ansi hissa þegar hann komst að því að hann var skírður eftir ljóninu Núma úr Tarzan-myndasögunum en ekki Núma Rómarkeisara, og núna erum við orðnir þrír ættliðir af Númum. Á barns- og unglingsárunum gaukaði amma iðulega einhverj- um seðlum að manni og var stefnan þá sett beint út á víd- eóleigu að leigja vídeóspólu og kaupa svo nammi fyrir afgang- inn. Síðan lagðist maður fyrir í rauða sófanum hjá henni og horfði með henni á meðan hún sat og prjónaði eina af þeim ótalmörgu ullarpeysum sem hún gaf mér. Hún var nú til í að horfa á hvað sem var, en eina reglan sem hún setti var að það mætti ekki skarast á við Jessicu Fletcher eða Leiðarljós. Það var líka vinsælt að kíkja við hjá Billu ömmu seinnipartinn þegar hún kom heim úr vinnunni í flatkökugerðinni og smurði heitar flatkökur með rúllu- pylsu, það gerist ekki mikið betra. Billu ömmu fannst mikilvægt að barnabörnin stæðu sig vel í skóla og kom á fót hvatakerfi þar sem greidd var ákveðin fjárhæð eftir því hver einkunn- in var í hverju fagi og vanalega var það fyrsta sem maður gerði eftir einkunnaafhendingu að reikna út Billu ömmu-hagnað- inn sinn. Börnin mín voru svo heppin að fá að kynnast langömmu sinni og voru alltaf spennt fyrir heimsóknum til hennar, þá var spjallað við ömmu, hið ýmsa glingur skoðað og smáhlutir sem hún hafði sankað að sér um árin og síðast en ekki síst leikið við köttinn. Amma var alltaf með einhver dýr á heimilinu, í talsverðan tíma var það páfa- gaukur en á seinni árum voru þetta kettir sem iðulega voru nefndir eftir hundum í fjöl- skyldunni, það var alltaf stutt í húmorinn hjá ömmu. Billa amma var alltaf ótrú- lega hress og hlæjandi og þótt heilsubrestir síðustu áranna hefðu lítil áhrif á það þá held ég að hún hafi verið hvíldinni fegin og sé á betri stað í dag. Hvíldu í friði, elsku Billa amma mín, þín verður sárt saknað. Einar Númi. Marsibil Gunnarsdóttir Elsku amma mín. Takk fyrir minn- ingarnar sem ég fæ að eiga um þig. Minningar frá því að koma með út í garð að tína rifs- ber og minningar frá því að koma með út í gróðurhús að smakka gúrkurnar og vínberin. Takk fyrir að kenna mér ýmislegt um blóm og takk fyrir að leyfa mér svo oft að koma með og hjálpa til. Þetta eru minningar sem ég fæ að eiga. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa náð að kynnast þér áður enn veikindin tóku yfir. Sjálf kynntist ég þér eins og lítil börn gera. Ég kynntist aðallega ömmu í Hlíðar- túni, sem hafði alltaf svo margt spennandi að sýna mér. Ég hef í seinni tíð fengið að „kynnast“ þér meira gegnum frásagnir frá fjöl- skyldunni sem náði að þekkja þig lengur. Í frásögnunum fæ ég að kynnast duglegu ömmu, sem var klár og þrautseig. Þannig veit ég að þú varst bæði yndisleg amma og vönduð manneskja. Það er nóg til að vita að ég vil verða lík ömmu þegar ég verð stór. Megir þú hvíla í friði og lifa áfram í hlýjum minningum. Þín dótturdóttir, Þula Katrín. Að sögn mömmu sjálfrar voru hún og Lilja systir hennar fyrstu stelpurnar við Laugaveginn sem klæddust síðbuxum í uppvextin- um. Það kom sér vel þar sem þeim þótti gaman að príla og þær ferð- uðust gjarnan um Laugaveginn og nágrenni hans eftir húsþökunum. Þó að Álfheiður hafi fæðst í Hjarðarnesi á Kjalarnesi - og búið lengst af í Hlíðartúnshverfi í Mos- fellsbæ - átti hún alltaf taugar til æskuslóðanna við Laugaveginn. Henni gekk vel í skóla og hún hafði gaman af því að læra. Hún var metnaðarfull og lagði alúð sína í allt sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það voru félagsstörf, nám, vinna eða áhugamál. Hún lét því ekki staðar numið eftir grunn- nám heldur fór í Samvinnuskól- ann á Bifröst, þar sem hún hitti lífsförunautinn, Sigurð Hreiðar. Eftir brautskráningu frá Bifröst tók hún sér hlé frá námi í nokkur ár, en sinnti margvíslegum störf- um samhliða heimilishaldi og barnauppeldi, allt frá verslunar- störfum og bakstri fyrir mötu- neyti, yfir í þýðingar á greinum og jafnvel heilum bókum. Þegar börnin voru komin á legg lauk hún stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti og síðan lá leiðin í félagsfræði- og svo félagsráð- gjafarnám við Háskóla Íslands. Hún starfaði svo við félagsráðgjöf þar til starfsævinni lauk, þar sem hún var þekkt fyrir vandvirkni og skilvirkni. Mömmu var margt til lista lagt, meðal annars spilaði hún á gítar, harmoniku og píanó, lærði söng og söng í kórum áratugum saman. Hún var hjartahlý, greiðvikin og knúin til að láta gott af sér leiða. Ekki aðeins var val hennar á starfsvettvangi til marks um það, heldur tóku þau hjón einnig að sér að vera helgarforeldrar fyrir lítinn dreng, auk þess sem Álfheiður var sjálfboðaliði hjá hjálparsíma Rauða krossins um tíma, studdi ýmiss konar hjálparstarf og tók iðulega að sér margvíslega aðstoð fyrir vini og ættingja, svo nokkuð sé nefnt. Síklifrandi síðbuxnagrallarinn af Laugaveginum náði að fagna áttræðisafmæli í nóvember síðast- Álfheiður Guðlaugsdóttir ✝ Álfheiður Guð-laugsdóttir fæddist 28. nóv- ember 1940. Hún andaðist 18. desem- ber 2020. Jarðarför henn- ar hefur farið fram í kyrrþey. liðnum, þótt það væri meira að nafn- inu til. Fyrir um 20 árum byrjaði að bera á Alzheimer-sjúk- dómnum hjá Álfheiði og síðustu árin var hún alveg horfin inn í þann heim sem ein- kennir sjúkdóminn. Við viljum muna hana eins og hún var áður en þau ósköp dundu yfir og minnumst fjölhæfr- ar og kærleiksríkrar konu sem lét svo margt gott af sér leiða. Helga, Guðlaug (Gulla) og Gunnsteinn. Elsku amma (og langamma) Takk fyrir allar dýrmætu minningarnar. Þú kenndir mér að meta góða bók og gafst mér meðal annars all- ar Harry Potter-bækurnar, um leið og þær komu út á íslensku. Bækurnar á ég enn þá. Þú kennd- ir mér að prjóna. Ég man sumarið 2000 sem ég var hjá þér og afa og þú hjálpaðir mér að prjóna heilt bútateppi fyrir nýfædda litlu syst- ur mína. Þú kenndir mer að skrifa dagbók, sem ég geri enn þann dag í dag. Fyrir tilviljun fann ég, fyrir nokkrum dögum, dagbók frá sumrinu 1994 sem þú hjálpaðir mér að skrifa í. Eftir að við flutt- um til Danmerkur eyddi ég hverju sumri hjá þér og afa. Þið tókuð mig meðal annars með norður í Nýjabæ og þar veiddum við tvær alls konar gersemar úr ánni sem ég fékk svo að eiga. Við rákum kýr og hesta af landareigninni með því að hlaupa ótalmarga kílómetra á eftir þeim, og þú kenndir mér líka að vaska upp. Sem barn vissi ég heldur ekkert betra en að skríða upp í til þín og afa á nóttunni og fá að liggja i miðjunni. Þegar þú saumaðir fékk ég að sitja hjá þér og horfa á, eða leika mér með fal- legu glerkúlurnar þínar. Eitt sum- arið hjálpaðir þú mér að festa gervineglur á mig, og í hvert skipti sem ein datt af, varstu strax kom- in með naglalímið til þess að hjálpa mér að líma hana aftur á. Þú kenndir mér að spila Rommý, Fimm hundruð, Ólsen Ólsen og mörg fleiri spil og þú varst alltaf til í að spila við mig. Sem táningur, eftir að við vor- um flutt aftur til Íslands, kom ég oft til ykkar bara til þess að vera hjá þér og afa. Bauð sjálfri mér í grjónagraut eða eitthvað álíka. En kjötsúpan þín var og verður alltaf best. Þegar ég var barn borðaði ég á mig gat þegar þú bjóst til kjöt- súpu. Ég gerði það líka sem tán- ingur. Og sem fullorðin. Ég hef margoft reynt að búa til kjötsúp- una þína, en það hefur hingað til ekki tekist. Kjötsúpan hennar ömmu er og verður alltaf best. Þú kallaðir mig ljósið þitt, skottið þitt og smelltir alltaf ást- úðlegum kossi á kinnina á mér. Stelpurnar mínar fengu því miður ekki að kynnast langömmu eins og hún var þegar ég var barn. En þær fengu þó að hitta þig nokkr- um sinnum síðustu árin og vita hver langamma Álfheiður var, sem ég er þakklát fyrir. Minningarnar eru margar, en efstar í huga eru þær mörgu kvöldstundir sem ég eyddi með þér þar sem þú, meðal annars, kenndir mér kvöldbæn, sem ég hef kennt stelpunum mínum og sem mig langar að kveðja þig með: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Hinsta kveðja frá okkur stelp- unum í Skógarlundi. Eik Skorradóttir Friis, Saga Martinsdóttir Friis, Björk Martinsdóttir Friis. Fallinn er frá einn af mætum sonum Svarfaðardals, Kiddi Hær eins og við vinir hans kölluðum hann. Hann var ekki einn af þeim sem trana sér fram til mikilla metorða eða kapphlaups í velferðarsam- félaginu. Hann á hins vegar að baki langan og farsælan feril í þjónustu við fólkið sitt í heimahéraði og ná- grenni. Hann var hagleiksmaður, duglegur og úrræðagóður í fjöl- breyttum verkefnum, sem hann þjónaði samferðamönnum sínum með. Hann á að baki óvenjulangan starfsferil, en lengst vann hann sem bifvélavirki ásamt mörgum öðrum störfum, pípulögnum og annarri skyldri starfsemi. Oft var vinnudagurinn langur við misþægi- legar aðstæður. Hann hafði til að bera þolgæði, úthald og gott skap- lyndi, sem reyndist honum vel á annasömum umbreytingatímum. Kristinn Jónsson ✝ Kristinn Jóns-son fæddist 27. desember 1928. Hann lést 31. jan- úar 2021. Útförin fór fram 6. febrúar 2021. Þessum góðu eig- inleikum hans kynnt- ist ég vel, er við ásamt tveim félögum okkar stofnuðum fyrirtækið Plast- og stálgluggar á Dalvík, sem við byggðum yfir og rákum saman í á hálfan annan áratug. Aldrei man ég eftir að okkur yrði nokk- urn tíma sundurorða eða að ósamkomulag yrði við mis- munandi úrlausnarefni og er þar af mörgu að taka. Það var okkur mest um vert að skila góðu verki og hafa ánægju af, þótt vinnudagurinn væri oft langur. Ef við fólkið, sem byggjum þetta land í dag, hefðum til að bera sömu lyndiseinkunn og Kiddi Hær sýndi í sínu lífshlaupi, væri samfélagið að mörgu leyti heiðarlegra, nægjusamara, sann- gjarnara og betra en það er í dag. Genginn er góður drengur og grandvar. Ég vil þakka honum alla samfylgd, samstarf og samveru. Við Ása sendum Rósalind og allri stórfjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Kristins Jónssonar. Sveinn Elías Jónsson. Alveg frá því við vorum agnarsmá komum við heim í sveitina í öllum frí- um, hvenær sem tækifæri gafst, þar beiðst þú með opna arma og góðlátlegt bros, ávallt tilbúin að sjá um barnabörnin þín. Það er þyngra en tárum taki að skrifa þessi orð, þennan litla þakk- lætisvott sem samt nær ekki yfir það hvað við elskum þig, hversu mikilvæg þú varst okkur og hvað við söknum þín mikið. Amma Dæda var elskulegasta og besta amma sem börn geta hugsað sér. Boðin og búin að gera allt fyrir barnabörnin sín og síðar barnabarnabörnin. Það verður tómlegt að koma heim í sveitina héðan í frá þegar amma er ekki til staðar að sjá um lömbin sín, blómin, heimilið og alla sem ber að garði í Miðdalsgröf, sveitinni sinni. Enginn var óvelkominn, allir fengu pláss, allir fengu kaffi, engum vísað frá. Amma gerði allt fyrir alla, alveg Guðfríður Guðjónsdóttir ✝ Guðfríður Guð-jónsdóttir (Dæda) fæddist 31. maí 1935. Hún lést 1. febrúar 2021. Útförin fór fram 8. febrúar 2021. sama hver átti í hlut, allir voru jafnir í hennar augum, þó svo við barnabörnin vær- um kannski helst til ofdekruð af henni, allavega í augum for- eldra, en við nutum góðs af því. Enginn vissi meira um heimahagana en amma, hverja einustu þúfu, fjall, lækjar- sprænu eða horfinn bæ sem átti sér nafn var hún með á hreinu. Sagði okkur öllum sem nálæg vorum óspart frá öllum nöfnum og kenni- leitum, þó svo að lítil eyru væru kannski ekki að hlusta af athygli og vildu frekar leika sér í grasinu eða bara horfa á vídeó á rigningardög- um. Prjónarnir voru aldrei langt frá, peysurnar, vettlingarnir og húfurn- ar komu af prjónunum eins og í verksmiðju og sitjum við á fjársjóði af fallegum prjónafatnaði. Takk amma fyrir spilin, takk fyr- ir samveruna, takk fyrir að gefa okkur yndislega æsku í sveitinni, takk fyrir að vera okkur svona góð, við elskum þig ávallt og gleymum þér aldrei. Björn, Arnar Smári og Hjördís Þóra. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR JÓHANNSSON, Hlynsölum 3, Kópavogi, lést laugardaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 11. febrúar klukkan 13 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfninni: www.lindakirkja.is/utfarir. G. Inga Elíasdóttir Einar Gunnarsson Elísabet Þórðardóttir Þorsteinn Gunnarsson Ragnheiður Pétursdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.