Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 21

Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 21
Það liggur hvítklædd sál við dauðans dyr, hún dagsins verkum hefur lokið, er myrkrið nálgast, hógvær hugur spyr: hvort hjartað verði núna laust við okið. Þannig yrkir skáldið Kristján Hreinsson. Sigfús vinur minn Ólafsson hefur lokið verkum sín- um í þessari jarðvist. Hann var trölltryggur, vel klæddur sént- ilmaður í glanspússuðum skóm og brot í buxum. Sigfús var hæglátur en vissi svo sannarlega hvað hann vildi. Hann lærði mjólkurfræði í Danmörku og vann við fagið um tíma. Tónlist- argyðjan var honum í blóð borin. Hann nam við Tónlistarskóla Reykjavíkur, útskrifaðist og kenndi síðan við Tónlistarskóla Árnesinga. Á þessum tíma var sjaldgæft að menn tækju sig upp, hættu í öruggu starfi og létu drauma sína rætast. Það þarf kjark og áræði til, en þann kjark höfðu þau bæði hjónin, hann og Svanborg, hin farsæla ljósmóðir sem var hans sterka stoð í lífinu. Það var einmitt í gegnum tón- listina sem ég kynntist Sigfúsi. Hann og Gissur Geirsson réðu mig í hljómsveit hins síðar- nefnda. Það var skemmtilegur tími, mikið að gera og við spil- uðum allt upp í þrjú kvöld í viku og hristumst um þjóðvegi lands- ins. Stefán bróðir Svanborgar var traustur rótari. Hljómsveitin slípaðist og við náðum vel saman þrátt fyrir talsverðan aldurs- mun. Við vorum eins og nútíma töffararnir segja, e.t.v. ekki „sveittustu Finnarnir í gufu- baðinu“ en með okkur tókst vin- skapur sem varði ævilangt. Það var líka stuð á böllunum. Tón- listin tengir menn saman á ákveðinn, traustan og óútskýr- anlegan hátt. Tónlistarmenn eru oft viðkvæmir og það var Sigfús vinur minn svo sannarlega, enda hafði reynt verulega á hann í byrjun lífsgöngu. Hann var ná- kvæmur og traustur vinur vina sinna. Hann hafði ríka þörf fyrir að gefa og gleðja. Mætti oft á hjúkrunar- og dvalarheimili á Suðurlandi til þess að gleðja heimilisfólk með tónlist. Hann heimsótti oft „fóstra minn“, Jón bónda í Hallgeirsey, og við spil- uðum saman. Hann gaf okkur nótnahefti sem hann hafði tekið saman og gefið út. Hann samdi falleg dægurlög sem m.a. kepptu í undanrásum Söngvakeppni Evrópu, eitt þeirra söng m.a. Haukur Morteins með tilþrifum. Eftir að þau Svanborg hættu hefðbundinni vinnu lifðu þau mjög heilsusamlegu lífi og nutu svo sannarlega lífsins. Þangað til Sigfús veiktist af alvarlegu krabbameini sem lagði hann að velli. Það var okið ógurlega. Ég kveð þennan vin minn sem studdi mig og hvatti alltaf til allra góðra verka, með ljóði eftir Pálma föður minn sem var Fjallamaður eins og Sigfús. Í hljómum er vorið, ástin og allt þar á milli, en aðeins ef tónninn er hreinn og fluttur af snilli. Að njóta og gleðjast og nema er innri þörf. Af músík verður þú bjartsýnn og betri maður, þú byrjar daginn syngjandi og morgunglaður. Hógvær er listin, en hugljúf við öll þín störf. Við Steinunn vottum Svan- borgu, Guðmundi Rúnari og að- standendum öllum okkar dýpstu Sigfús Ólafsson ✝ Sigfús Ólafssonfæddist 30. apr- íl 1944. Hann lést 28. janúar 2021. Útför hans fór fram 5. febrúar 2021. samúð. Í fullvissu um að hjartað sé laust við ok krabba- meinsins, myrkrið víki og austrið eilífa taki við bjart og fagurt. Far í friði, góði vinur. Ísólfur Gylfi Pálmason. Vinur okkar Sig- fús Ólafsson er látinn eftir stutt en erfið veikindi. Við kynntumst Sigfúsi fyrst á fullorðinsárum þegar Svanborg eiginkona hans hóf ljósmóður- nám ásamt fríðum hópi kvenna alls staðar að af landinu. Á þess- um árum var Sigfús við tón- menntanám í Reykjavík. Upp frá þessu varð til sam- heldinn hópur, „ljósmæðraholl- ið“, ásamt fylgikörlum þar sem það átti við og ýmsir þar orðnir góðir í fæðingarfræðum eftir að hafa verið meðlimir í ljósmæðra- hollinu öll þessi ár. Samverustundirnar urðu margar, ýmsar skemmtanir og oft tók Sigfús fram gítarinn eða hljómborðið. Síðasta ferðin okk- ar var frábær ferð til Berlínar fyrir tveimur árum. Sigfús og Svanborg urðu frá byrjun nánir vinir okkar og margar urðu sam- verustundirnar ýmist á Selfossi eða í bænum. Sigfús var mikill vinur barnanna okkar og oft var mikið fjör hjá þeim þegar hann kom í heimsókn enda mjög barngóður. Minnisstætt er þegar þau hjónin komu í heimsókn til okkar árið 1982 meðan við bjuggum í Þýskalandi. Þar áttum við góðar stundir saman og börnin nutu hverrar mínútu með Sigfúsi. Annað minnisstætt atvik er eitt sinn þegar við tókum á móti stórum hópi danskra skólabarna og höfðum mælt okkur mót við Sigfús og Svanborgu í Hvera- gerði. Þegar Sigfús hitti hópinn fór hann með allan skarann og bauð upp á ís við miklar vin- sældir. Þarna stóð hann glerfínn og virðulegur í miðjum hópnum. Vorum við þá spurð af einum nemandanum hvort þetta væri forsetinn! Þannig var Sigfús, alltaf snyrtilegur, vel klæddur og virðulegur. Hann var rólynd- ur, hlýlegur í fasi og mikill drengskaparmaður. Þá var Sig- fús mjög trúaður maður. Eitt af áhugamálum hans var að safna gömlum biblíum og kom hann ósjaldan við á fornbókasölum þegar hann var á ferð bæði heima og erlendis. Tónlistin var alltaf ofarlega í huga Sigfúsar enda fóru þar saman störf hans sem tónlistar- kennari og áhugamál hans sem flest tengdust tónlistinni þar sem hann var bæði mikill laga- smiður, sendi frá sér hljómdisk með frumsömdum lögum og samdi auk þess og gaf út kennsluefni. Arnar Freyr elsta barnabarn- ið gekk í fótspor hans og lagði tónlistina fyrir sig. Maður fann hvað Sigfús var stoltur af hon- um, hvatti hann og styrkti á all- an hátt. Það er komið skarð í vinahóp- inn. Eftir situr minningin um góðan dreng. Svanborgu, Guðmundi Rúnari og stórfjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Oddur og Katrín. Á kveðjustund er margs að minnast. Kynni okkar Sigfúsar dýpkuðu þegar ég kom inn í verkefni sem nánu vinirnir, Sig- fús og mágur minn, Ásgeir Sig- urðsson skólastjóri Tónlistar- skólans, unnu saman á tónlistarsviðinu. Þeir vinirnir áttu nána samleið í þrjá áratugi. Ásgeir raddsetti mörg lög Sig- fúsar og síðustu árin var hann daglegur gestur hjá Ásgeiri. Hann kom í morgunkaffið með Fréttablaðið og þar ræddu þeir saman um tóntegund og hljóma í nýjasta lagi Sigfúsar. Þessar morgunstundir voru þeim mikil afþreying og endurnæring. Tón- listin var þeim innilegt hjartans mál. Sigfús var einnig mikill bókasafnari og fundvís á bækur sem tengdust hans áhugamálum á sviði tónlistar og dulfræði. Þessar bækur opnuðu fyrir þeim mörg svið þeirra fræða. Það var fróðlegt að fylgjast með þessum umræðum þeirra. Ég var stadd- ur hjá Ásgeiri skömmu fyrir jól síðasta morguninn sem Sigfús kom með blaðið. Hljóðlega kvaddi hann og þakkaði liðnar stundir og alla samvinnu á tón- listarsviðinu. Sigfús stundaði nám í Tónlist- arskóla Reykjavíkur og lauk þar kennaraprófi 1980. Hann var tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Árnesinga 1980-2010 og stjórnaði Karlakór Selfoss í tvö ár. Hann var einn af stofnendum danshljómsveitar Þorsteins Guð- mundssonar, lék þar í fjögur ár, og síðar í danshjómsveit Giss- urar Geirssonar í sjö ár. Sigfús gaf út fjórar kennslubækur „Þú og hljómborðið“ fyrir byrjendur í hljómborðsleik. Hann samdi fjölda sönglaga og tónverka og gaf hann út söngvasafnið „Kór- lög Sigfúsar Ólafssonar“ síðast- liðið ár. Sigfús helgaði lífshlaup sítt og tómstundir tónlistinni fram á síðustu stundu. Án nokkurs fyr- irvara og fyrirhafnarlaust komu fram í huga hans nýjar sviðs- myndir í tónum, sem hann náði oftast að skrásetja. Fyrir nokkr- um árum hófum við mjög svo ánægjulegt samstarf á vettvangi tónlistarinnar. Hann renndi inn til mín nýjum lögum sem höfðu komið fram í huga hans og gaf hann þeim ákveðið nafn. Hann fór fram á að túlkuð væru hug- hrif og nafngift tónverkanna á læsilegu máli. Ég taldi mig vanbúinn og vanhæfan að ná æskilegum hughrifum og túlkun þessara tónverka sem hann sendi mér. Hann ýtti þessu samt áfram og með fulltingi okkar frábæra raddsetjara Ásgeirs Sigurðssonar unnum við þetta saman. Talsverður árangur náð- ist og á hann 18 lög við ljóð mín sem komu í söngvaheftunum „Tónlistin gleður“. „Til tónlistarinnar“ nefnist eitt af lögum Sigfúsar. Í ljóðinu er reynt að túlka tónhrif lagsins á víðasta sviði í anda hans. Á tónlistar veldinu víðasta sviðinu verðmætust hrifgjöf er sérhverri þjóð. Hinir töfrandi hljómar svo tárhreinir svífandi, tóngaldra seiðandi gullhörpu óð. Æðsta tilbeiðsla mannsins á tónsviði boðandi tindrandi hugblæ í ómælis sjóð. Þegar hljóðtöfrar sindrandi helgisvör tendrandi heillandi guðdómleg ljóð. Við Ásgeir þökkum náið sam- starf og vináttu og sendum inni- legar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Blessuð sé minning Sigfúsar. Hljóðlátur hljómþýður kliður hógvært á dyrnar er barið. Vor hæsti höfuðsmiður heyrir og veitir svarið. Hjörtur Þórarinsson. Á útfarardegi Sigfúsar Ólafs- sonar tónlistarkennara á Sel- fossi vil ég minnast hans og rifja upp kynni mín af einstökum tón- listarmanni og öðlingi sem hann var. Það var haustið 1960 sem leiðir okkar lágu saman í Hér- aðsskólanum á Skógum undir Eyjafjöllum. Segja má að Sigfús hafi þar verið á heimavelli þar sem hann ólst upp hjá föðursyst- ur sinni á Lambafelli undir Eyjafjöllum eftir að hann missti móður sína ungur að árum. Ég kom hins vegar í skólann alla leið vestan af Snæfellsnesi. Sig- fús hafði verið á Skógum vet- urinn áður og þekkti því flesta skólafélaga okkar í 3. bekk og tók mér nýliðanum vel. Hann var árinu eldri en ég og tók mig undir sinn verndarvæng og kynnti mig fyrir öllu varðandi skólann og félagslífið. Áður en langt var liðið á haustið var Sig- fús búinn að stofna hljómsveit og dubba mig upp sem trommu- leikara í skólahljómsveitinni. Má segja að í þeim góða hópi hafi vinátta okkar fest rætur sem aldrei slitnuðu. Á þessum árum voru héraðsskólarnir mjög mót- andi gagnvart nemendum og í Skógaskóla var mikil festa ríkjandi í kennslu og öllu fé- lagsstarfi sem birtist að ég tel í samheldni nemenda. Útskriftar- nemendur Skógaskóla vorið 1961 hafa haldið hópinn allar götur síðan og minnast góðra daga undir Eyjafjöllunum. Þar kynntist ég sérstakri vorblíðu sem Sigfús þekkti vel, fannst vera sjálfsögð og bar jafnan lof á svæðið. Að lokinni skólavistinni héldum við Sigfús sambandi okkar. Má segja að sameiginleg- ur tónlistaráhugi hafi tengt okk- ur böndum og þegar ég hóf nám í höfuðborginni var ég tíður gestur á heimili hans og við fór- um saman í kvikmyndahús, á tónleika, á sveitaböll og þá oftast austur fyrir fjall. Þar var hann vel kunnugur, ekki síst á Hellu og Hvolsvelli. En Sigfús var í raun sérfræðingur í þessari merkilegu menningu sem fylgdi hljóðfæraleikurum sem héldu uppi fjörinu á sveitaböllunum. Þangað kom unga fólkið í hundr- aða tali stundum bæði laugar- dagskvöld og sunnudagskvöld. Sigfús var eftirsóttur hljóðfæra- leikari og sinnti því starfi af mikilli elju jafnframt því að sinna starfi sínu sem mjólkur- fræðingur. Sigfús sneri sér síðar að tónlistarnámi og tónlistar- kennslu sem varð hans aðal- starfsvettvangur í áratugi. Tón- listin var Sigfúsi sem köllun. Hann samdi kennslubækur, samdi og gaf út tónverk fyrir kóra af einstakri vandvirkni og var tónlistarsköpunin honum í blóð borin. Þrátt fyrir að við Sig- fús höfum verið búsettir hvor í sínum landshlutanum rofnaði aldrei sambandið á milli okkar. Og þegar hans góða kona, Svan- borg Egilsdóttir, starfaði sem ljósmóðir við Sjúkrahús St. Franciskussystra í Stykkishólmi í tvö sumur gafst aftur tækifæri til nánari samskipta okkar gömlu skólafélaganna og þá kynntumst við hjónin Svanborgu betur, tryggð hennar og vináttu. Ég minnist Sigfúsar með þakk- læti og votta Svanborgu og syni þeirra Guðmundi Rúnari og fjöl- skyldu hans samúð. Blessuð sé minning góðs vinar. Sturla Böðvarsson. Sigfús nágranni okkar og vinur er fallinn frá og við eigum eftir að sakna hans. Það voru þau hjónin hann og Svanborg sem bentu okkur á að lóðin við hliðina á húsinu þeirra væri laus en á þeim árum var ekki mikið um lausar lóðir á Selfossi. Það var seinna sem sveitarfé- lagið fór að kaupa jarðir í ná- grenni bæjarins og bærinn tók að vaxa. Á þessum tíma vann Sigfús í Mjólkurbúi Flóamanna enda lærður mjólkurfræðingur. Það féll ekki vel saman að vinna í mjólkurbúinu þar sem dag- urinn var tekinn snemma og unnið nánast alla virka sem helgidaga og spila svo á böllum með hinum ýmsu hljómsveitum eins og Sigfús gerði. Þá voru sveitaböllin haldin í hinum ýmsu samkomuhúsum á Suður- landi og hljómsveitir Þorsteins Guðmundssonar og Gissurar Geirssonar voru vinsælar á þessum árum og Sigfús lék með þeim. Það var því mikill dugnaður í þeim hjónum þegar þau tóku sig upp, leigðu út húsið sitt og fluttu til Reykjavíkur, Svan- borg fór í ljósmæðraskólann og Sigfús í Tónlistarskóla Reykja- víkur þaðan sem hann útskrif- aðist sem tónmenntakennari 1980. Það var ekki eins sjálf- sagt þá og þykir nú að skipta um starfsvettvang en þetta gerðu þau og urðu farsæl í sín- um störfum á Selfossi. Nágrennið við þau hjónin hefur alltaf gengið með ágæt- um. Þegar Sigfús fór í málning- argallann á vorin og fór að mála húsið að utan fóru krakkarnir okkur út til að hjálpa Sigfúsi. Þau fengu auðvitað að mála líka. Sigfús var svona skorp- umaður, allt skyldi klára og það samdægurs og gekk hann því oft nærri sér. Sigfús hafði gam- an af börnum og þeir voru ófáir matchbox-bílarnir sem dóttur- sonur okkar fékk frá honum. Það hefur því verið erfitt fyrir hann með 3 barnabörn búandi í Þýskalandi og geta ekki hitt þau síðustu mánuðina nema á Skype. Arnar Freyr hefur verið þeim mikil stoð. Við höfum allt- af dáðst að þeim hjónum fyrir hvernig þau hafa alltaf tekið móður Arnars Freys, henni Dóru, sem tengdadóttur þó sambúð hennar og Guðmundar Rúnars sé löngu lokið. Vitum ekki hvort þetta er algengt en til mikillar fyrirmyndar að okk- ar mati. Sigfús var mikið snyrti- menni, alltaf í vönduðum fötum og passaði vel upp á skóna sína sem voru auðvitað flestir frá Lloyd. Hans jóga gæti hafa fal- ist í því að pússa skóna sína. Fyrir einhverjum árum keypti hann upp lager af skóhlífum og úthlutaði svo til vina sinna því honum var líka umhugað um skótau þeirra. Sama var með Old spice-hársjampó. Hann færði okkur Fréttablaðið mörg ár. Svona litlir hlutir skipta máli. Sigfús átti auðvelt með að setja saman texta við lögin sín þó hann hafi oft fengið aðra til verka. En hann átti það til að skreppa í bíltúr til að velta fyrir sér texta eða lagi sem hann var með í smíðum. Stundum vissi Svanborg ekkert hvert hann hafði farið, þá var hann bara í sínum tónlistarheimi. Við gætum talið upp margt sem við nágrannarnir höfum brallað saman en minningarnar lifa og þær eru bara góðar. Svanborgu, Guðmundi Rúnari og Arnari Frey sendum við fjöl- skyldan okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning vinar okkar Sigfúsar Ólafssonar. Guðfinna og Guðmundur. Sigfús mágur minn kom í fjöl- skylduna áður en ég kom í heim- inn svo ég átti frá mínum fyrsta degi mág. Þakklæti til Sigfúsar skilar sér í mörgum skemmtilegum minn- ingum um heimsókn hjá Svan- borgu systur Sigfúsar og Guð- mundi, fá að gista, bíóferð, bíltúr, sækja Svanborgu í Kefla- vík er hún var að koma úr flugi, það var nú ævintýri. Sveitaferð- ir, skoða fossa og margar aðrar ferðir sem við systur nutum með þeim. Margs er að minnast en ég staðnæmist hér. Takk fyrir mig og mína kæri mágur. Guð varðveiti þig í þinni ferð. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín yngsta mágkona, Sigríður Egilsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS V. JÓHANNESSONAR, Espihóli, Eyjafjarðarsveit. Sigrún Eydís Jónsdóttir Guðmundur Bj. Guðmundsson Kristinn Viðar Jónsson Ásta Guðrún Sveinsdóttir Jóhannes Ævar Jónsson Sigurlaug Björnsdóttir Valgerður Anna Jónsdóttir Rúnar Ísleifsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát móður okkar, JÓNÍNU MARGRÉTAR BALDVINSDÓTTUR kennara, Borgarholtsbraut í Kópavogi, sem lést sunnudaginn 24. janúar á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram. Unnur Mjöll Vestergård Snorri Freyr Dónaldsson og fjölskyldur Ég vil senda einlægar þakkir til ykkar allra sem hafið sýnt okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns og föður, STEFÁNS KARLSSONAR, vinar, fyrirmyndar og stoðar okkar og styttu, Fagrahjalla 92, Kópavogi. Án ykkar hefðum við ekki getað farið í gegnum síðustu daga, stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir Kristófer Stefánsson Rúnar Stefánsson Ingimar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.