Morgunblaðið - 09.02.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021
England
Leeds – Crystal Palace ............................ 2:0
Staðan:
Manch. City 22 15 5 2 43:14 50
Manch. Utd 23 13 6 4 49:30 45
Leicester 23 13 4 6 39:25 43
Liverpool 23 11 7 5 44:29 40
Chelsea 23 11 6 6 38:24 39
West Ham 23 11 6 6 34:28 39
Everton 21 11 4 6 34:28 37
Tottenham 22 10 6 6 36:22 36
Aston Villa 21 11 2 8 36:24 35
Leeds 22 10 2 10 38:38 32
Arsenal 23 9 4 10 27:23 31
Southampton 22 8 5 9 29:37 29
Crystal Palace 23 8 5 10 27:39 29
Wolves 23 7 6 10 23:31 27
Brighton 23 5 10 8 25:30 25
Newcastle 23 7 4 12 25:38 25
Burnley 22 6 5 11 14:29 23
Fulham 22 2 9 11 17:31 15
WBA 23 2 6 15 18:54 12
Sheffield Utd 23 3 2 18 15:37 11
Danmörk
Randers – Midtjylland............................. 1:2
Mikael Anderson var ekki í leikmanna-
hópi Midtjylland.
Staðan:
Brøndby 15 10 1 4 28:20 31
Midtjylland 15 9 3 3 26:17 30
AGF 15 8 4 3 27:16 28
København 15 8 2 5 27:23 26
Randers 15 8 1 6 25:14 25
SønderjyskE 15 7 3 5 23:19 24
AaB 15 5 5 5 18:22 20
OB 15 5 4 6 20:21 19
Vejle 15 5 4 6 19:24 19
Nordsjælland 15 4 4 7 22:22 16
Lyngby 15 1 4 10 13:31 7
Horsens 15 1 3 11 10:29 6
Spánn
Atlético Madrid – Celta Vigo................... 2:2
Staðan:
Atlético Madrid 20 16 3 1 42:12 51
Barcelona 21 13 4 4 44:20 43
Real Madrid 21 13 4 4 37:19 43
Sevilla 21 13 3 5 31:16 42
Villarreal 22 8 12 2 31:22 36
Real Sociedad 22 9 8 5 36:20 35
Real Betis 22 9 3 10 29:37 30
Granada 22 8 6 8 26:36 30
Levante 21 6 9 6 31:31 27
Celta Vigo 22 6 8 8 26:33 26
Athletic Bilbao 21 7 4 10 28:26 25
Valencia 22 5 9 8 28:30 24
Getafe 21 6 6 9 17:26 24
Cádiz 22 6 6 10 20:35 24
Osasuna 22 5 7 10 21:31 22
Alavés 22 5 7 10 19:29 22
Eibar 22 4 8 10 18:25 20
Real Valladolid 22 4 8 10 21:33 20
Elche 20 3 9 8 18:28 18
Huesca 22 2 10 10 18:32 16
Heimsbikar félagsliða
Undanúrslit í Katar:
Al Ahly – Bayern München ..................... 0:2
Palmeiras – Tigres ................................... 0:1
Bayern München mætir Tigres frá
Mexíkó í úrslitaleik á fimmtudaginn.
Olísdeild karla
Stjarnan – ÍBV ..................................... 30:29
Afturelding – FH.................................. 27:33
Staðan:
Haukar 7 6 0 1 204:170 12
FH 8 5 1 2 231:206 11
Valur 8 5 0 3 234:218 10
Afturelding 7 4 1 2 173:177 9
ÍBV 7 4 1 2 203:191 9
Selfoss 6 4 1 1 163:148 9
KA 7 2 3 2 183:167 7
Stjarnan 7 3 1 3 186:191 7
Fram 8 3 1 4 190:196 7
Grótta 8 1 3 4 197:204 5
Þór Ak. 8 1 0 7 186:221 2
ÍR 7 0 0 7 161:222 0
Dominos-deild karla
Grindavík – KR..................................... 83:95
Stjarnan – ÍR ........................................ 95:87
Staðan:
Keflavík 9 8 1 842:730 16
Stjarnan 9 7 2 861:779 14
Þór Þ. 9 6 3 893:801 12
ÍR 9 5 4 806:801 10
KR 9 5 4 815:838 10
Grindavík 9 5 4 793:823 10
Njarðvík 9 4 5 767:792 8
Tindastóll 9 4 5 834:845 8
Þór Ak. 9 3 6 801:843 6
Valur 9 3 6 728:767 6
Höttur 9 2 7 798:857 4
Haukar 9 2 7 749:811 4
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Ísafjörður: Hörður – HK ..................... 18.30
Í KVÖLD!
ið var að hefjast. Ofan á meiðsli
nokkurra góðra leikmanna var
Þrándur Gíslason auk þess í leik-
banni,“ skrifaði Kristján Jónsson
m.a. í grein um leikinn á mbl.is.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skor-
aði 8 mörk fyrir Aftureldingu og
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6 en
Einar Rafn Eiðsson var at-
kvæðamestur FH-inga með 9 mörk.
Phil Döhler varði 15 skot í marki
FH, þar af þrettán í seinni hálf-
leiknum og tvö vítaköst frá Guð-
mundi árna Ólafssyni. Arnór Freyr
Stefánsson varði 14 skot í marki Aft-
ureldingar.
Betri staða Stjörnunnar
Stjörnumenn hafa verið mistækir
það sem af er tímabilinu en sýndu í
gærkvöld með því að vinna Eyja-
menn, 30:29, í Garðabæ að þeir geta
lagt hverja sem er á góðum degi.
Með sigrinum kom Stjarnan sér af
hættusvæði deildarinnar og með þá
reynslu sem er til staðar í liðinu ætti
það að hafa burði til að þoka sér of-
ar. Reynsluboltarnir Björgvin Þór
Hólmgeirsson, Ólafur Bjarki Ragn-
arsson og Tandri Már Konráðsson
eru liðinu mikilvægir og spiluðu tals-
vert saman þrír fyrir utan. Björgvin
var sérlega dýrmætur á tveimur ög-
urstundum, hann gerði glæsilegt
mark á síðustu sekúndu fyrri hálf-
leiks og 80 sekúndum fyrir leikslok
náði hann frákasti og skoraði, kom
Stjörnunni í 30:28 og tryggði í raun
með því sigurinn. Tandri var marka-
hæstur með 8 mörk.
Eyjamenn áttu frekar slæman
dag lengi vel en tóku sér tak, fimm
mörkum undir, þegar tíu mínútur
voru eftir, og hleyptu spennu í leik-
inn. Kári Kristján Kristjánsson jafn-
aði í tvígang, 27:27 og 28:28, en ÍBV
náði ekki að fylgja því eftir og ræna
stigi sem hefði þó ekki verið sann-
gjarnt. Petar Jokanovic markvörð-
ur var besti maður ÍBV og varði 18
skot.
FH-ingar eru í
góðum málum
Í öðru sæti eftir sigur í Mosfellsbæ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Átta Tandri Már Konráðsson var markahæstur Stjörnumanna gegn ÍBV og
hér reyna Eyjamenn að verjast langskoti frá honum.
HANDBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
FH-ingar tylltu sér í annað sæti úr-
valsdeildar karla í handbolta, Ol-
ísdeildarinnar, með allsannfærandi
sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ,
33:27. Afturelding var síðasta liðið til
að tapa leik í deildinni en nú eru
ósigrarnir orðnir tveir í röð og Mos-
fellingar eru því aðeins að missa
flugið eftir góða byrjun á mótinu.
„FH-ingar virðast vera í góðum
málum með leikmannahópinn hjá
sér í augnablikinu og þeirra lyk-
ilmenn virðast flestir vera heilir
heilsu. FH-ingar urðu fyrir miklum
vonbrigðum á dögunum þegar þeir
misstu unna stöðu niður í jafntefli
gegn KA en hafa hrist það af sér.
Þeir eru líklegir til að safna stigum á
næstunni. Afturelding er ekki ein-
ungis án fimm leikmanna eða svo
heldur leikur liðið ekki með örvhent-
an mann í skyttustöðunni hægra
megin. Stórskyttan Birkir Bene-
diktsson sleit jú hásin þegar tímabil-
Lettneska meistaraliðið Riga til-
kynnti í gærkvöld að það hefði sam-
ið við varnarmanninn Axel Óskar
Andrésson sem kemur til félagsins
frá Viking í Noregi. Axel er 23 ára,
uppalinn í Aftureldingu, og kom til
Viking frá Reading á Englandi árið
2018 en þar hafði hann leikið frá 16
ára aldri með vara- og unglingalið-
um og verið lánaður til Bath og Tor-
quay. Axel hefur leikið tvo A-
landsleiki og 18 leiki með 21 árs
landsliði Íslands. Hann verður fyrst-
ur Íslendinga til að spila í lettnesku
úrvalsdeildinni sem hefst í mars.
Axel sá fyrsti
í Lettlandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lettland Axel Óskar Andrésson er
kominn til meistaraliðsins Riga.
Kristrún Rut Antonsdóttir knatt-
spyrnukona frá Selfossi er gengin til
liðs við austurríska meistaraliðið St.
Pölten. St. Pölten hefur orðið meist-
ari sex ár í röð, aðeins tapað einu
sinni í deildinni frá þeim tíma og
hefur unnið alla sína leiki í vetur. Þá
er liðið komið í 16-liða úrslit Meist-
aradeildarinnar. Kristrún er 26 ára
og leikur sem miðjumaður. Hún hef-
ur á síðustu árum spilað með Chieti
og Roma á Ítalíu, Avaldsnes í Nor-
egi, BSF í Danmörku og lék seinni
hluta síðasta árs með Mallbacken í
sænsku B-deildinni.
Kristrún komin
í meistaralið
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Austurríki Kristrún Rut Antons-
dóttir hefur skipt um félag.
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KR-ingar gáfu til kynna í gærkvöld
að þeir ætluðu að vera með í barátt-
unni um fjögur efstu sætin í úrvals-
deild karla í körfubolta í vetur þrátt
fyrir erfiða byrjun ríkjandi meistara
á Íslandsmótinu.
Til þess urðu þeir að fá eitthvað út
úr erfiðum útileik gegn Grindvík-
ingum og þeir sóttu þangað dýrmæt
stig með allsannfærandi sigri, 95:83.
Vesturbæingar voru yfir nær allan
tímann. Staðan í hálfleik var 44:41
þeim í hag og þeir náðu að halda
fjögurra til tíu stiga forskoti allan
síðari hálfleikinn.
Tyler Sabin og Matthías Orri Sig-
urðarson voru í lykilhlutverkum en
Sabin skoraði 27 stig og Matthías 22.
Brandon Nazione lét vel að sér
kveða í varnarleiknum og tók 16 frá-
köst en hann og Jakob Örn Sigurð-
arson skoruðu 12 stig hvor.
Kristinn Pálsson skoraði 19 stig
fyrir Grindvíkinga og eistneski
framherjinn Joonas Järveläinen
skoraði 17 stig. Björgvin Hafþór
Ríkharðsson var með 13 stig og 9
fráköst.
Sjö sigrar Stjörnunnar
Stjörnumenn virðast líklegastir til
að fylgja Keflvíkingum eftir í barátt-
unni um efsta sætið og þeir unnu
sinn sjöunda sigur í níu leikjum með
því að leggja ÍR-inga í Garðabæ,
95:87.
Þótt Garðbæingar næðu um tíma
átján stiga forystu tókst þeim ekki
að hrista Breiðhyltinga af sér. ÍR
minnkaði muninn í fimm stig undir
lokin en komst ekki nær. ÍR er með
10 stig eins og KR og Grindavík og
ljóst að baráttan um heimaleikja-
réttinn í úrslitakeppninni verður
gríðarlega hörð.
Hlynur Bæringsson skoraði 17
stig fyrir Stjörnuna, Alexander
Lindqvist 16, Ægir Þór Steinarsson
15, Mirza Sarajlija 14 og Gunnar
Ólafsson 12. Breiddin er góð hjá
Garðabæjarliðinu og ekki er verra að
það sé búið að endurheimta Tómas
Þórð Hilmarsson. Collin Pryor skor-
aði 22 stig fyrir ÍR, Everage Rich-
ardson 19 og Evan Singletary 17.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sautján Hlynur Bæringsson var stigahæstur Stjörnumanna og býr sig hér
undir að skora körfu fyrir þá í leiknum gegn ÍR-ingum.
KR krækti í
dýrmæt stig
Útisigur gegn Grindvíkingum