Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 27

Morgunblaðið - 09.02.2021, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2021 Það er orðið ansi langt síðan ég byrjaði að fylgjast með NFL- deildinni í bandarískum fótbolta. Áhuginn kviknaði nokkuð óvænt þegar ég ákvað að skipta bóka- gjöf í tölvuleikinn Madden fyrir rúmlega tuttugu árum en ég varð hálfháður leiknum, þótt ég hafi aðallega keyrt á sama leik- kerfið allar stundir með mínum manni Brett Favre og Green Bay Packers. Eins og gefur að skilja var Green Bay Packers mitt lið þangað til Favre hætti þar 2007 en eftir að hafa haldið með Liv- erpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá fæðingu gaf ég sjálfum mér það bessaleyfi að skipta reglulega um mitt uppá- haldslið í Bandaríkjunum. Í gegnum tíðina hef ég reynt að halda með „litla liðinu“ þegar kemur að stóru leikjunum, ef mitt lið er ekki í úrslitum, og ég hef því sjaldan haldið með leik- stjórnandum Tom Brady og hans liði. Brady vann sinn sjöunda meistaratitil í deildinni um síð- ustu helgi þegar hann leiddi Tampa Bay Buccaneers til sigurs í Ofurskálarleiknum í Tampa. Brady varð sex sinnum meistari með New England Pat- riots en hann er óumdeilanlega besti leikmaður sem spilaður hefur í deildinni. Hann hefur orðið NFL-meistari oftar en sigursælustu lið deildarinnar, New England Patriots og Pitts- burg Steelers, sem hafa bæði orðið meistarar sex sinnum, sem hlýtur að segja manni eitt- hvað. Brady var leikmaður númer 199 sem var valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2000 og saga hans sýnir manni svart á hvítu að fólk sem ætlar að spá um framtíðina, með fortíðina að leiðarljósi, veit ekki alltaf um hvað það er að tala. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Rúnar Már Sigurjónsson landsliðs- maður í knattspyrnu skrifaði í gær undir tveggja ára samning við rúm- ensku meistarana CFR Cluj. Hann kemur þangað frá Astana í Kasak- stan. Rúnar lék þar í hálft annað ár og átti eitt ár eftir af samningnum en komst að samkomulagi við Ast- ana um riftun hans. Rúnar verður fyrstur Íslendinga til að spila með með rúmensku liði. CFR hefur orð- ið meistari undanfarin þrjú ár og er nú í öðru sæti deildarinnar þegar hún er ríflega hálfnuð. Nánar á mbl.is/sport/fotbolti. Rúnar Már sá fyrsti í Rúmeníu Ljósmynd/CFR Cluj Cluj Rúnar Már Sigurjónsson var kynntur til leiks hjá CFR í gær. Leikstjórnandinn reyndi Tom Brady vann sinn sjöunda meistaratitil í NFL-deildinni í ameríska fótbolt- anum í fyrrinótt þegar lið hans Tampa Bay Buccaneers vann stór- sigur á Kansas City Chiefs, 31:9, í Ofurskálarleiknum í Tampa í Flór- ída. Brady vann sex titla með New England Patriots en gekk til liðs við Buccaneers síðasta sumar. Gunnar Valgeirsson fjallar ítarlega um leik- inn á mbl.is/sport og þar kemur fram að þrátt fyrir framlag Bradys hafi verið um sannkallaðan liðssigur að ræða hjá nýjum meisturum. Brady krækti í sjöunda titilinn AFP 43 ára Aldurinn truflar ekki hinn sigursæla Tom Brady. GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Lítið fór fyrir afrekskylfingnum Valdísi Þóru Jónsdóttur frá Akranesi á síðasta ári. Í marga mánuði lágu al- þjóðleg mót erlendis niðri vegna kór- ónuveirunnar og þegar líða tók á árið voru bakmeiðsli farin að taka sinn toll hjá Valdísi. Í Morgunblaðinu 2. sept- ember síðastliðinn sagðist hún ætla að taka sér hvíld frá keppni þar til í jan- úar. Útlitið hjá Valdísi er nú mun betra en hún sér fram á að keppa aftur í Evrópumótaröðinni í sumar. „Ég er bara mjög bjartsýn,“ sagði Valdís þegar Morgunblaðið kannaði stöðuna á henni í gær. Snúið reyndist að finna út úr því hvað olli því að Valdís fann fyrir mikl- um sársauka þegar hún sneri upp á líkamann eins og afrekskylfingar gera í golfsveiflunni. En það tókst og Val- dís er bjartsýn á framhaldið af þeim sökum. „Staðan á meiðslunum sem ég glímdi við síðasta sumar er mjög góð. Taug, sem kemur úr mænunni og fer fram með neðsta rifbeininu og nánast fram í maga, var klemmd. Er það víst mjög sjaldgæft og læknirinn sem greindi mig hafði einu sinni áður feng- ið svona tilfelli. Ég veit því ekki í hvaða fimleikum ég var fyrst mér tókst þetta,“ sagði Valdís og hló en í framhaldinu var hægt að takast á við vandann. Sárt en viðráðanlegt „Ég komst að hjá frábærum lækni, Ragnari Jónssyni, í nóvember og fór í sprautur en hann uppgötvaði hvað var að. Fyrst prófaði hann að setja stera í kringum þetta en það dugði ekki til. Þá var sprautað í taugina og aðra við hliðina en einnig notaðar rafbylgjur. Ég finn alla vega ekki fyrir þessu sem er mjög kærkomið,“ sagði Valdís en hún hefur fengið verki á tveimur stöð- um í bakinu. Hún er vongóð um að tekist hafi að koma í veg fyrir að taug- in angri hana og hefur minni áhyggjur af því sem hefur angrað hana ofar í bakinu og lét fyrr á sér kræla. „Ég þurfti að draga mig út úr móti í Suður-Afríku árið 2019. Ég finn enn þá fyrir verkjum á milli herðablað- anna og líklegt að ég þurfi að fara í annan skammt af sterum vegna þess. Þau meiðsli bögga mig minna. Þótt það sé mjög sárt þá hefur það ekki áhrif á golfsveifluna sjálfa. Ég fór í myndatöku á sínum tíma. Þá kom í ljós að þar voru hnúðar á smáliðum og lítið annað hægt að gera en að meðhöndla það. Auðvitað er ekki sama hvernig það er gert en ég og Stefán sjúkraþjálfari höfum fundið út úr því hvað er skynsamlegast að gera. Hvað má og hvað má ekki,“ útskýrði Valdís Þóra. Gæti keppt erlendis í maí Ef vel gengur hjá Valdísi í Evrópu- mótaröðinni gæti góð staða á heims- listanum tryggt henni keppnisrétt á Ólympíuleikunum eins og minnst hef- ur verið á í blaðinu á síðustu árum. „Ég er ekki farin að sveifla á full- um hraða en mun vonandi gera það í þessari viku og þá kemur í ljós hvort það gangi. Æfingarnar sem ég hef gert til þessa eru alla vega sársauka- lausar. Fyrsta mótinu í Kenía í febr- úar var frestað fram á haust og móti í Suður-Afríku í mars hefur verið frestað fram í maí vegna veirunnar. Eru það í sjálfu sér fín tíðindi fyrir mig því ég hef þá meiri tíma til að undirbúa mig. Á hinn bóginn setur þetta pressu á mig. Ég mun þá bara hafa maí og júní til að komast inn á Ólympíuleikana. Alla vega eins og staðan er í dag. Mótin á Evr- ópumótaröðinni byrja því vænt- anlega ekki fyrr en í maí og þá er vonast til að búið verði að ná betri tökum á heimsfaraldrinum. Við feng- um fréttir um að fjögur ný mót bæt- ast við mótaröðina en ekki eru komn- ar dagsetningar á þau. Útlit er fyrir að þau verði í Sádi-Arabíu, London, New York og Singapore. Þetta verða væntanlega sterk mót og því mörg stig í boði fyrir heimslistann.“ Valdís Þóra situr ekki auðum höndum þegar hún er ekki að sinna endurhæfingunni því hún hefur starf- að sem íþróttastjóri hjá Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi frá 1. nóvember. Gaman að gefa til baka „Ég fæ að ferðast út eins og ég þarf. Keppnisferillinn stangast því ekki á við starfið. Ég reyni að miðla minni þekkingu til krakkanna og hjálpa þeim að verða betri keppn- ismenn í golfi. Ég hef séð miklar framfarir hjá þeim mörgum og gam- an að fá að hjálpa þeim í þeirri veg- ferð. Ekki er sjálfgefið að vera í golf- klúbbi þar sem maður hefur pláss til að gera sínar æfingar óáreittur eins og ég hef haft hjá Leyni frá því ég var smástelpa. Að finna fyrir stuðningi frá klúbbfélögum er ómetanlegt. Fyrir mig er frábært tækifæri að geta fengið starf og stundað atvinnu- mennskuna samhliða. Um leið er þetta tækifæri fyrir mig til að gefa til baka til klúbbsins,“ sagði Valdís í samtali við Morgunblaðið. Valdís sér fram á að keppa erlendis í sumar  Er bjartsýn á að ná bata eftir flókin bakmeiðsli  Mótum frestað erlendis Ljósmynd/seth@golf.is Skaginn Valdís Þóra Jónsdóttir í móti á Akranesi í maí í fyrra en þá voru ís- lenskir kylfingar svo heppnir að geta keppt þegar keppni lá víða niðri. Evrópumeistarar Bayern München leika til úrslita um heimsbikar félagsliða í fótbolta eftir sigur á Afr- íkumeisturum Al Ahly frá Egyptalandi í Doha í Katar í gærkvöld, 2:0. Pólska markamaskínan Robert Lew- andowski skoraði bæði mörk Bayern, það fyrra á 17. mínútu og það síðara á 86. mínútu. Í úrslitaleiknum á fimmtudag leikur Bayern við Norð- ur- og Mið-Ameríkumeistara Tigres frá Mexíkó en þeir lögðu brasilísku Suður-Ameríkumeistarana í Palmeiras að velli í gær, 1:0. Bayern fer í úrslitaleikinn Robert Lewandowski  Björgvin Páll Gústavsson landsliðs- markvörður í handknattleik hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Hauka og hættir með þeim að loknu þessu keppnistímabili. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Hauka í gærkvöld segir að Björgvin vilji vera í fullu starfi í handboltanum og hafi af þeim sökum ákveðið að leita á önnur mið.  Enski knattspyrnudómarinn Mike Dean hefur tilkynnt lögregluyfirvöldum að honum og fjölskyldu hans hafi bor- ist morðhótanir. Hann hefur í kjölfarið óskað eftir því að fá frí frá því að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Dean hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir rauð spjöld sem hann hefur sýnt leikmönnum í tveimur síðustu leikjum.  Karlalið Hauka í körfuknattleik hefur fengið bandarískan liðsauka. Jalen Jackson, 26 ára fjölhæfur leikmaður, er kominn til félagsins en hann hefur m.a. leikið í Rúmeníu, Finnlandi og Ísr- ael.  Tvær lettneskar landsliðskonur í við- bót eru komnar til knattspyrnuliðs ÍBV. Lana Osinina og Viktorija Zaicikova eru 18 og 20 ára framherjar sem hafa leikið með meistaraliðinu Riga í heima- landi sínu. Með ÍBV leika löndur þeirra, Olga Sevcova og Eliza Spruntule, en Karlina Miksone er farin aftur til Lett- lands eftir eitt ár í Eyjum. Eitt ogannað Björn Bergmann Sigurðarson og samherjar hans í norska knattspyrnuliðinu Molde geta ekki leikið á heimavelli gegn Hoffenheim frá Þýskalandi í 32 liða úr- slitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn í næstu viku vegna norskra sóttvarnareglna. Molde mun leika heima- leik sinn í Villarreal á Spáni. Af sömu sökum hafa þýsku liðin RB Leipzig og Mönchengladbach þurft að flytja heimaleiki sína gegn Liverpool og Manchester City í sex- tán liða úrslitum Meistaradeildarinnar til Búdapest. Þeir leikir fara fram 16. og 24. febrúar. Heimaleikur Molde á Spáni Björn Bergmann Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.