Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 2
Ragnar Þór
Ingólfsson
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Forsvarsmenn SA og VR eru sam-
mála um að aukin fjarvinna hér á
landi í kjölfar faraldursins sé eitt-
hvað sem til umræðu verður við gerð
næstu kjarasamninga. Útilokað sé
að svo verði ekki. Þeir eru einnig
sammála um að fjarvinna geti falið í
sér mörg tækifæri fyrir fyrirtæki og
starfsmenn þeirra og að góð sam-
vinna verði að vera á milli aðila
vinnumarkaðarins um þessi mál.
Þeir benda báðir á að umræða um
fjarvinnu meðal aðila á vinnumark-
aði sé ekki sprottin upp vegna far-
aldursins, heldur eigi hún sér lengri
sögu. Til að mynda undirrituðu SA
og ASÍ samkomulag um fjarvinnu
árið 2006 þar sem meðal annars er
kveðið á um skilgreiningu fjarvinnu,
notkun á hvers kyns búnaði við störf
og skil milli vinnu og einkalífs. Ragn-
ar Þór Ingólfsson, formaður VR,
segir einmitt í samtali við Morgun-
blaðið að mál þessu tengd séu þau
sem hafi komið inn á borð VR það
sem af er faraldrinum.
„Þetta er mun frekar í fyrirspurn-
arformi en í kvartanaformi,“ segir
Ragnar. „Og við höfum fengið fjölda
fyrirspurna, meðal annars um hvort
fyrirtæki eigi að borga leigu starfs-
manns á því húsnæði sem hann notar
til fjarvinnu og þá hversu langt fyrir-
tæki á að ganga í því að standa
straum af búnaði sem starfsmenn
nota. Við erum bara að kortleggja
þetta núna og höfum sent út kann-
anir og reynt að kanna hug félags-
manna. Stéttarfélög verða auðvitað
að vera á tánum hvað þetta varðar og
VR ætlar sér að verða þátttakandi í
þessum málum en ekki áhorfandi.“
Ragnar segir jafnframt að það sé
að mörgu að huga þegar kemur að
málefnum fjarvinnu, til dæmis verði
að tryggja að starfsmenn fyrirtækja
hafi aðgang að einhverri aðstöðu til
þess að stunda sína fjarvinnu og að
sú aðstaða sé í lagi, til að mynda að
stólar, borð og búnaður sé viðunandi.
Framtíðarnefnd VR hefur unnið að
því í mörg ár að kortleggja fjarvinnu
og fleira sem tengist vinnumarkaði
framtíðarinnar og hefur þar haft
gott samstarf við hagsmunaaðila fyr-
irtækja, segir Ragnar.
„Við höfum verið að fylgjast með
fyrirtækjum sem hafa verið að semja
við starfsmenn sína um fjarvinnu á
einhvern hátt og munum halda því
áfram,“ segir Ragnar. „Þetta er
mjög algengt til dæmis í þýskumæl-
andi löndum. Þar hefur tíðkast lengi
að starfsmenn vinni til dæmis þrjá
daga í viku á vinnustað en tvo daga í
fjarvinnu.“
Til mikils að vinna
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að gott samstarf
verði að vera um málefni tengd fjar-
vinnu enda sé til mikils að vinna.
Hann bendir á að fjarvinna og um-
ræða um hana sé ekki ný af nálinni
en telur að fjarvinna muni færast í
vöxt samanborið við það sem tíðk-
aðist áður en faraldurinn skall á.
„Við höfum átt samtal um að fjar-
vinna muni aukast að einhverju leyti
frá því sem var fyrir faraldurinn, en
fjarvinna er auðvitað eitthvað sem
þekkst hefur frá því áður en þessi
faraldur skall á. Ég tel að það sé best
að það sé sem mest samstarf um
þessi mál enda getur þetta aukið
hagræði bæði fyrir fyrirtæki og
starfsmenn. Bæði fólk og fyrirtæki
hafa auðvitað verið gríðarlega
sveigjanleg í þessum málum í þess-
um faraldri og ég á ekki von á öðru
en að svo verði áfram. Ég held að það
sé alveg útilokað að það verði ekki
kveðið á um fjarvinnu í næstu kjara-
samningum.“
Fjarvinna á leið inn í kjarasamninga
Útilokað að ekki verði kveðið á um fjarvinnu í næstu kjarasamningum Búast við aukningu frá því
sem var fyrir faraldurinn Sammála um að gott samtal verði að vera á milli aðila vinnumarkaðarins
Halldór Benjamín
Þorbergsson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Erlendur karlmaður á fertugsaldri
er í haldi vegna skotárásar í Rauða-
gerði í Reykjavík aðfaranótt sunnu-
dags. Albanskur maður á fertugs-
aldri lést í árásinni. Lögreglan var
kölluð á vettvang í Rauðagerði þegar
tilkynnt var um slasaðan mann utan
við hús í götunni og hófust endurlífg-
unartilraunir þegar í stað. Maðurinn
var úrskurðaður látinn við komuna á
Landspítala.
Rannsókn málsins er á frumstigi
og í forgangi að sögn lögreglu.
Heyrðu ekki neitt
Í samtali við mbl.is í gær sögðust
íbúar í grennd við húsið þar sem
maðurinn fannst látinn enga skot-
hvelli hafa heyrt. Að sögn fólks sem
var mjög nálægt húsinu í fyrrakvöld
benti ekkert til þess að nokkuð am-
aði að. Það hefði ekki verið fyrr en
lögregla mætti á vettvang sem íbúar
í kring tóku eftir að eitthvað alvar-
legt hefði átt sér stað.
Einn í haldi
eftir morðið
Nágrannar heyrðu ekki skothvelli
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Rauðagerði Íbúar í Rauðagerði sögðust enga skothvelli hafa heyrt.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Fjölmargar konur sem finna fyrir
verkjum eða vilja af öðrum ástæðum
komast í legháls- eða brjóstaskimun
hér á landi virðast eiga erfitt með að
komast að. Ástæðan þar að baki er
flutningur skimunar nú um áramótin
frá Krabbameinsfélaginu til hins opin-
bera. Brjóstaskimanir hafa færst yfir
til Landspítalans og leghálsskimanir til
heilsugæslunnar.
Að sögn Valgerðar Sigurðardóttur,
læknis og formanns Krabbameins-
félagsins, hafa konur haft samband við
samtökin og lýst yfir áhyggjum af
ástandinu. Þannig virðist sem seina-
gangur einkenni flutninginn. „Við höf-
um verið að heyra þetta. Það virðist
sem þetta hafi ekki gengið allt sam-
kvæmt skipulagi,“ segir Valgerður.
Segir hún að ferlið sé umtalsvert
flóknara en heilbrigðisráðuneytið gerði
sér grein fyrir. Svandís Svavarsdóttir,
ráðherra heilbrigðismála, hefur beitt
sér ötullega fyrir því að færa skimun á
krabbameini frá Krabbameinsfélag-
inu. Aðspurð segir Valgerður að það sé
alvarlegt mál ef biðlistar eru að lengj-
ast og konur eigi erfiðara með að kom-
ast í sýnatöku. „Þetta getur seinkað
greiningum og valdið konum ómæld-
um óþægindum og sálarkvölum. Við
höfum margítrekað komið með ábend-
ingar um það. Þrátt fyrir að vera hætt
með krabbameinsleit erum við áfram
málsvarar þessa hóps.“
Þegar samningur Krabbameins-
félagsins við ríkið vegna skimana rann
út um áramótin hætti félagið að skima.
Þá átti það eftir að greina um tvö þús-
und sýni. Umrædd sýni hafa enn ekki
verið greind. Að sögn Valgerðar óskaði
ríkið ekki eftir því að samningur við fé-
lagið yrði framlengdur eða sýnin skoð-
uð. Þess í stað var ákveðið að leita til
Danmerkur, en samkvæmt síðustu
fregnum er samningur þar enn ófrá-
genginn. „Þetta er auðvitað mjög al-
varlegt mál. Ég veit ekki hvar sýnin
eru núna. Þetta er sorglegt.“
Seinagangur og ógreind sýni
Alvarlegt mál ef konur eiga erfitt með að fá skimun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krabbameinsfélagið Valgerður
segir félagið enn málsvara fólks.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stjórn Íslandspósts leit svo á að
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, hefði fallist á
að ríkissjóður bætti fyrirtækinu
alþjónustubyrði vegna ársins 2020
að fjárhæð 490 milljónir króna.
Það hefði hann gert á fundi með
stjórn og forstjóra fyrirtækisins,
ásamt Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðherra, sem haldinn var 15.
nóvember 2019. Þetta kemur
skýrt fram í drögum að fundar-
gerð 262. fundar stjórnar Íslands-
pósts sem haldinn var þremur
dögum eftir fundinn með ráðherr-
unum og Morgunblaðið hefur und-
ir höndum.
Undir fyrsta lið fundarins, sem
nefndur var „viðbrögð við vend-
ingum í gerð þjónustusamnings
um póstþjónustu við ríkið“, segir
að fjármálaráðherra hafi lagt til
„að leggja inn í okkar áætlanir út-
reiknaðar stærðir þjónustusamn-
ings eins og við höfum reiknað
það út“. Framar í drögunum er
fjallað um útreikninga fyrir-
tækisins sem gerðu ráð fyrir að
alþjónustubyrðin sem ríkið myndi
bæta fyrirtækinu næmi fyrr-
nefndum 490 milljónum króna.
Í Morgunblaðinu 13. febrúar
síðastliðinn var haft eftir Bjarna
Jónssyni, stjórnarformanni Ís-
landspósts, að það kæmi hvergi
fram í fundargerðum fyrirtækisins
að Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra hefði tjáð formanni og
varaformanni stjórnar Póstsins að
félagið ætti að gera ráð fyrir 490
milljóna króna framlagi ríkisins til
félagsins í áætlunum fyrir rekstr-
arárið 2020. Var Bjarni með um-
mælum sínum að bera til baka
fullyrðingar sem birtust í frétt
Viðskiptablaðsins.
Í upphafi síðasta árs fékk Póst-
urinn svokallað „varúðarframlag“
vegna þeirrar alþjónustubyrði sem
fyrirtækið myndi bera vegna
þeirrar þjónustu sem því er falið
að veita um land allt á grundvelli
útnefningar Póst- og fjarskipta-
stofnunar (PFS). Ekki hefur verið
gefið upp hvort Pósturinn telji að
rekstrarárinu 2020 loknu hæfilegt
að ríkið greiði 490 milljónir vegna
fyrrnefndrar alþjónustubyrði eða
hvort sú upphæð sé hærri eða
lægri. Í janúar sendi Pósturinn
PFS upplýsingar sem m.a. fólu í
sér mat á því hvert framlag rík-
isins yrði að vera til þess að bæta
fyrirtækinu byrðina vegna ársins
2020.
Fjármálaráðherra sagður
hafa fallist á 490 milljónir
Pósturinn Ummæli stjórnarformanns
Íslandspósts stangast á við það sem
fram kemur skýrt í drögum að fund-
argerð stjórnar í nóvember árið 2019.
Kom fram á
stjórnarfundi
Póstsins árið 2019
Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson