Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
Athygli hluthafa er vakin á því að þann 6. desember 2017
voru viðskipti með hlutabréf Össurar hf. sameinuð í
kauphöll Nasdaq Copenhagen. Þá var öllum hlutabréfum
Össurar hf. sem voru til viðskipta í Kauphöll Íslands
umbreytt í hlutabréf sem eru til viðskipta í kauphöll
Nasdaq Copenhagen. Við umbreytinguna voru hlutabréfin
færð á safnreikninga og frá þeim tíma hafa hluthafar ekki
verið skráðir undir eigin nafni í hlutaskrá Össurar hf.
Hluthafar sem vilja taka þátt í aðalfundinum og/eða
nýta sér atkvæðisrétt sinn þurfa því að afla fullnægjandi
staðfestingar á eignarhlut sínum frá þeirri fjármálastofnun
sem er með hlutabréf þeirra í vörslu. Hluthafar eru hvattir
til að afla staðfestingar frá vörsluaðila sínum sem fyrst.
Tilkynna þarf um þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en
miðvikudaginn 3. mars 2021.
Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins, fundargögn
og nánari upplýsingar um aðalfundinn á heimasíðu
Össurar hf.: www.ossur.com/investors/AGM
AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF.
verður haldinn með rafrænum hætti
mánudaginn 8. mars 2021 kl. 9:00.
Aðalfundur
Össurar
2021
Allt gekk vel í heimflugi tveggja Bo-
eing MAX8-þotna Icelandair sem
komu til landsins laust eftir hádegi í
gær, eftir að hafa verið í geymslu sl.
17 mánuði í Lleida á Spáni. Sem
kunnugt er voru vélar þessarar
gerðar kyrrsettar í tvö ár, en nú hef-
ur tæknibúnaður þeirra verið endur-
bættur og eftirlitsstofnanir hafa gef-
ið grænt ljós.
Meðvindur í huganum
„Við höfðum meðvind í huganum á
fluginu heim,“ sagði Haraldur Bald-
ursson flugstjóri, sem með Kára
Kárasyni kom með vélina Mývatn.
Þórarinn Hjálmarsson og Eiríkur
Haraldsson flugu vélinni sem ber
heitið Búlandstindur.
Nú tekur við standsetning á bún-
aði vélanna sem flugvirkjar Ice-
landair á Keflavíkurflugvelli annast.
Þrjár MAX-vélar Icelandair eru
áfram í geymslu á Spáni og hjá verk-
smiðjum Boeing í Seattle á vestur-
strönd Bandaríkjanna bíða aðrar
þrjár nýjar, tilbúnar til afhendingar.
Vænst er að Maxinn verði kominn í
notkun með vorinu, þó tímasetning-
ar liggi ekki fyrir.
Síðastliðinn föstudag endurréð
Icelandair alls 20 flugmenn, sem
fóru af launaskrá hjá félaginu á síð-
asta ári. Þeir hinir sömu verða nú
þjálfaðir til að fljúga Boeing 757-vél-
um félagsins, en aðrir færast yfir á
MAX-vélarnar. Með þessu verða
starfandi flugmenn hjá félaginu alls
90 og er vonast til að þeim fjölgi enn
frekar á næstu mánuðum, það er í
takti við að heimsfaraldri kórónu-
veirunnar sloti og ferðalög fólks um
veröldina vítt og breitt hefjist að
nýju. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Boeing Ekið í stæði við skýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vélarnar fara væntanlega í notkun að nýju í vor.
Maxinn er mættur aftur
Heimflug úr geymslu frá Spáni Mývatn og Búlands-
tindur Sex vélar bíða áfram 20 flugmenn endurráðnir
Lentir Haraldur Baldursson flugstjóri, til vinstri, og Kári Kárason flug-
maður í stjórnklefa MAX-vélarinnar Mývatns eftir flugið frá Spáni í gær.
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Framboðsmál eru hægt og rólega að
skýrast meðal sjálfstæðismanna hér og
þar um landið, en ef greina á einhvern
einn þráð í þeim má segja að þar sé ný
kynslóð að skora hina eldri á hólm, sér í
lagi konur.
Í Reykjavík er skýrasta dæmið um
það, að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hyggst sækjast
eftir efsta sæti í sameiginlegu prófkjöri
höfuðborgarkjördæmanna, þar sem
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra er fyrir. Hann hefur raunar
ekkert sagt um það enn, aðeins að
hann vilji leiða í sínu kjördæmi, í
Reykjavík norður. Sem hann myndi að
líkindum gera þó hann gerði sér 2. sæt-
ið að góðu.
Allir Reykjavíkurþingmenn Sjálf-
stæðisflokksins vilja halda áfram, en
Hildur Sverrisdóttir vill vafalaust end-
urheimta þingsæti sitt, Kjartan Magn-
ússon, fv. borgarfulltrúi, er að hugsa
sig um og Diljá Mist Einarsdóttir, að-
stoðarmaður utanríkisráðherra, er
sögð áhugasöm.
Hatrömm barátta í NV-kjördæmi
Í Norðvesturkjördæmi stefna tvö á
oddvitasætið, þau Haraldur Bene-
diktsson alþingismaður sem hlaut það
síðast og Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, atvinnumálaráðherra og
varaformaður flokksins. Þar mætast
gamli og nýi tíminn, en baráttan er enn
meira spennandi sakir varafor-
mennsku Þórdísar. Leita þarf til 8. ára-
tugarins til að finna dæmi þess að
óbreyttur þingmaður veiti flokksfor-
ystunni keppni um sæti. Af hljóðinu í
mönnum að dæma er þar mjög hörð,
jafnvel skefjalaus barátta í vændum,
þó að flestir telji varaformanninn hafa
forskot.
Í Suðurkjördæmi er Guðrún Haf-
steinsdóttir, iðnrekandi úr Hveragerði,
sögð stefna ákveðin á 1. sæti lista sjálf-
stæðismanna. Til marks um það er
bent á að hún hafi nýverið fest sér lénið
gudrunhafsteins.is. Þar myndi hún
skora á Pál Magnússon, sem þar er nú
í 1. sæti, en hann er veikari fyrir en ella
vegna gagnrýni um að hann hafi ekki
stutt flokkinn í bæjarstjórnarkosning-
um í Eyjum, þar sem sjálfstæðismenn
klofnuðu síðast með braki og brestum.
Í Suðvesturkjördæmi verður það
tæplega svo að yngri kynslóð skori
hina eldri á hólm, enda Bjarni Bene-
diktsson, formaður flokksins, þar í
efsta sæti. Hins vegar er um það rætt
að Halla Sigrún Mathiesen, formaður
SUS, ætli að gefa kost á sér á annars
frekar miðaldra lista, en sem Hafnfirð-
ingi sæmi henni ekkert minna en 2.
sætið.
Kynslóðaskil í
boði í prófkjör-
um íhaldsins
Yngra fólk skorar hið eldra á hólm
Konur knýja á af krafti um allt land
Morgunblaðið/Hari
Suðurkjördæmi Sýnt þykir að Guð-
rún Hafsteinsdóttir ætli í prófkjör.
Í vikunni er von
á að tilkynnt
verði um nýjar
aðgerðir, eða þá
óbreyttar að-
gerðir, á landa-
mærum Íslands
til að fyr-
irbyggja að kór-
ónuveiran kom-
ist inn í landið
og valdi usla. Þetta segir Víðir
Reynisson yfirlögregluþjónn í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann segir
að landamæraverðir ríkislögreglu-
stjóra og lögreglan á Suðurnesjum
hafi lagst yfir verkferla sína og
reynt að ráða bót á hverju því sem
betur má fara.
Víðir segir að Ísland og Ung-
verjaland séu ein fárra Evrópu-
ríkja sem taka svokölluð veiruvott-
orð gild. Í Danmörku gangi til
dæmis ekki endilega að framvísa
íslensku veiruvottorði þótt Danir
gætu hæglega gert það á landa-
mærum Íslands.
„Langflestir þeirra sem framvísa
þessum vottorðum hér eru Íslend-
ingar. Við höfum þó þurft að hafna
einhverjum vottorðum sem eru
ekki á íslensku, ensku eða á ein-
hverju norrænu tungumáli þar sem
ekki er til mannskapur til að fara
yfir þau vottorð. Svo er það bara
þannig að menn vita ekki nákvæm-
lega hvernig þetta er gert í mörg-
um löndum. Þannig að samkvæmt
reglum tökum við bara við vott-
orðum frá ríkjum innan EES.“
Taka bara við veiru-
vottorðum frá EES
Víðir Reynisson