Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Allur gangur virðist á því hvort hug- að er að tilvist gangandi vegfarenda við uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík. Fyrstu stöðvarnar í metnaðarfullu verkefni Orku náttúrunnar og borg- arinnar hafa nú verið settar upp, og er nokkuð um það að fólk setji stað- setninguna fyrir sig. Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðasta mánuði hefur nokkrum stöðvum við Hrannarstíg í Vesturbæ verið komið fyrir á miðri gangstétt og með því brotið gegn deiliskipulagi um gangstéttina. Eftir umfjöllun blaðsins fengust þær upplýsingar að mistök hefðu verið gerð og að unnið væri að lagfæringu. Aðförin að þeim gangandi endar þó ekki þar. Við Laugardalslaug hef- ur þremur staurum verið komið hag- anlega fyrir á miðri gangstétt svo að ekki megi með góðu móti koma barnavagni eða hjólastól fram hjá. Við Sólheima þótti gangstéttin einn- ig tilvalin fyrir hleðslustöðvar. Uppsetning hleðslustöðva í þétt- um og rótgrónum hverfum getur verið þrautin þyngri, enda ekki gert ráð fyrir þeim við hönnun götunnar, að sögn sérfróðra. Víða hefur þó tek- ist vel til við að koma stöðvunum fyr- ir, eins og sjá má af myndum frá Álftamýri og Maríubaug. 182 stöðvar á 36 stöðum Orka náttúrunnar vinnur nú að því að setja upp 182 hleðslustöðvar á 32 stöðum í Reykjavík og fjórum í Garðabæ, en markmiðið er að gera þeim kleift að eiga rafbíl, sem ekki geta hlaðið hann heima hjá sér. Til stendur að ljúka uppsetningunni síð- ar í mánuðinum, en samkvæmt upp- lýsingum frá Orku náttúrunnar er það í höndum sveitarfélaganna að útfæra staðsetningu stöðvanna. Eftir því sem bílaflotinn rafvæðist má ætla að hleðslustaurar í borgar- landi verði æ algengari, og því for- vitnilegt að sjá hvort gengið verði á gangstéttir víðar. Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Laugardalslaug Þá er nú gatan álitlegri kostur fyrir gangandi. Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Maríubaugur Gangstéttin fær enn að njóta sín hér í Grafarholti. Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Sólheimar Dæmi hver fyrir sig um staðsetningu þessa hleðslustaurs. Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Álftamýri Vel útfærð hleðslustöð við gangstéttina í Álftamýri. Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Hrannarstígur Þessir staurar brjóta gegn deiliskipulagi. Gangstéttir helgaðar hleðslustaurum  Hleðslustaurar spretta upp í borginni  182 nýjar stöðvar  Misvel að verki staðið við útfærsluna Jón Sigurður Nordal jonn@mbl.is Þar sem byrjað er að bólusetja af krafti í Evrópu og Bandaríkjunum undirbúa íslensk fyrirtæki og stofn- anir sem vinna í ferðaþjónustu nú auglýsingaherferðir sem eiga að höfða til þeirra sem bólusettir eru og huga að ferðalögum. Liður í þeim undirbúningi eru auglýsingar í miðjum faraldri, en Íslandsstofa hefur haldið merkjum Íslands á lofti síðan veiran breiddist út til Vesturlanda fyrir ári. „Það sem við hjá Íslandsstofu höf- um unnið að undanfarna mánuði eru markaðsaðgerðir sem miða að því að viðhalda áhuga á Íslandi sem áfanga- stað á meðan fólk hefur ekki getað ferðast,“ segir Sigríður Dögg Guð- mundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, í samtali við Morgunblaðið. „Svo erum við á tánum að fylgjast með mörkuðunum, og þegar aðstæð- ur skapast viljum við geta stigið hratt inn. Þess vegna erum við með mark- aðsaherferðir tilbúnar sem við getum gripið til með mjög stuttum fyrirvara, þegar ástandið lítur betur út á okkar lykilmörkuðum.“ Þessar aðgerðir séu mikilvægar sem undirbúningur fyrir komandi sumar og haust. „Við höfum hugsað þetta svolítið eins og kosningar, við viljum ekki vera að tala við kjósendur á kjördag þegar þeir eru á leið inn í kjörklefann, heldur þurfum við að tala við þá í aðdragandanum.“ Flugfélagið Icelandair hefur gripið til svipaðra aðgerða og Íslandsstofa. „Við höfum haft það að leiðarljósi í gegnum faraldurinn að á meðan eng- inn er að bóka flug erum við að minna á okkur á mörkuðunum til að halda merkjum Íslands og Icelandair á lofti,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs Icelandair. „Sú herferð hefur gengið vel, því Ís- land hefur fengið svo góða umfjöllun um það hvernig gengið hefur í barátt- unni við veiruna. Svo það er eitthvað til að byggja á.“ Bretar lykilmarkhópur Sigríður segir Bretland vera algjör- an lykilmarkað fyrir Ísland, og því sé mikilvægt að keyra markaðsherferðir þar um leið og aðstæður batna. Þetta tekur Birna Ósk undir. „Ef teknir eru saman þeir Bretar sem fengið hafa bólusetningu og þeir sem hafa þegar fengið veiruna er þar kominn mjög myndarlegur hópur,“ bendir Birna á. „Þá hefur eldra fólk forgang að bóluefninu, og þeir Bretar sem koma til Íslands eru oft í eldri kantinum. Þeir koma mikið á haustin og veturna, svo góður bólusetningar- árangur þeirra er klárlega eitthvað sem við ætlum að mæta með krafti. Við erum í raun bara að bíða eftir rétt- um aðstæðum.“ Bandaríkjamenn mikilvægir Þá er mikilvægi Bandaríkjamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu gríðar- legt, en landamæri Schengen-svæðis- ins, sem Ísland er hluti af, eru þeim lokuð enn sem komið er. „Bandaríkja- menn eru langstærsti ferðamanna- hópurinn sem kemur til Íslands, svo það verður afar mikilvægt fyrir okkur þegar Schengen-landamærin opnast. Við höfum lagt mikið í að vera með að- gerðir í Bandaríkjunum þar sem þetta er algjör lykilmarkaður fyrir ferða- þjónustuna á Íslandi,“ segir Sigríður. Birna tekur í sama streng. „Opin landamæri á milli Schengen- svæðisins og Bandaríkjanna breyta öllu fyrir okkur. Á venjulegu ári er um helmingur allra viðskiptavina Ice- landair frá Bandaríkjunum, og leiða- kerfið okkar byggist á því að tengja saman Evrópu og Bandaríkin. Svo þangað til það gerist getum við bara boðið upp á hluta af okkar þjónustu,“ segir hún. „En við höfum fengið frá- bæra umfjöllun í Bandaríkjunum, og þess vegna ákváðum við að bjóða þeim ákveðin tilboð í janúar. Það hef- ur gengið alveg rosalega vel, og svo byggjum við ofan á þann árangur,“ segir Birna. „Bandaríkjamenn virðast vera til í að ferðast, það eru allavega fyrstu merkin.“ Mun ná vopnum sínum á ný Aðspurð segist Sigríður vera hand- viss um að ferðaþjónustan á Íslandi muni ná sér aftur að fullu eftir kór- ónuveirukreppuna. „Ferðaþjónustan mun ná vopnum sínum á ný, það er ekki spurning.“ Höfða til bólusettra ferðamanna  Ferðaþjónustuaðilar undirbúa markaðsherferðir Beinast að bólusettum ferðamönnum og þeim sem þegar hafa fengið kórónuveiruna  Sérstaklega litið til Bretlands  Viðhalda áhuga á Íslandi Sigríður Dögg Guðmundsdóttir Birna Ósk Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.