Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 8

Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM fastus.is/utsala Vandræðagangurinn vegna bólu-efna í Evrópusambandinu hef- ur víða vakið gremju og meira að segja forusta þess er hætt að láta eins og allt sé í lukkunnar velstandi.    ÍÞýskalandi hefurafstaðan til ESB breyst með afger- andi hætti. Der Spie- gel birti í liðinni viku niðurstöður könn- unar þar sem spurt var hvort myndin af Evrópusambandinu hefði batnað eða versnað vegna út- vegunar bóluefnis við kórónuveir- unni. 42% aðspurðra sögðu að mynd þeirra af ESB hefði versnað með af- gerandi hætti og 22% sögðu að hún hefði frekar versnað. 29% sögðu að hún væri óbreytt, en aðeins 3% sögðu að hún hefði batnað nokkuð og 3% að hún hefði batnað með af- gerandi hætti.    Klúður sambandsins hefur orðiðtil þess að það hefur fallið í áliti hjá 64% Þjóðverja. ESB hefur fallið í áliti hjá stuðningsmönnum allra flokka í Þýskalandi, reyndar mis- mikið en í öllum tilfellum hjá rúm- lega helmingi þeirra.    Ursula von der Leyen, forsetiframkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, hefur verið í mikilli vörn vegna bóluefnaklúðursins. Hún fór ekki vel út úr könnuninni, svo ekki sé meira sagt. Helmingur að- spurðra sagði að álit þeirra á henni hefði versnað með afgerandi hætti og 18% að það hefði frekar versnað.    Það er tímabært að opna augunog viðurkenna að hversu vel sem það kann að hafa litið út í upp- hafi að hafa samflot með ESB í út- vegun bóluefna hefur það leitt til þess að Ísland hefur setið eftir og við því hefði átt að bregðast með afger- andi hætti. Ursula von der Leyen ESB hrapar í áliti hjá Þjóðverjum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þrjú hús voru rýmd á Seyðisfirði í gærkvöldi. Þau eru á þekktu snjó- flóðasvæði yst í bænum að sögn Sveins Brynjólfssonar, sérfræðings á ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Síðast þurfti að rýma svæðið vegna snjóflóðahættu árið 2018. Sveinn segir að ákvörðun um rýmingu hafi verið tekin vegna mikillar rigningar í gær, en þegar blaðið fór í prentun gerðu spár ráð fyrir að sú rigning héldi áfram inn í nóttina ofan í talsverðan snjó sem þegar er á svæðinu. Úrkoma á Seyðisfirði nam seint í gærkvöldi um 45 mm en óttast var að hún myndi ná 70 mm þegar líða færi á nóttina. Þá hafa snjóflóð fallið utar í firðinum. Kristján Ólafur Guðnason, yfir- lögregluþjónn á Austurlandi, segir að vel hafi gengið að rýma húsin þrjú, en sjö manns búa í þeim og voru þeir allir komnir með húsa- skjól í gær. „Það voru allir vel upp- lýstir um hvað gæti gerst, þannig að það kom engum á óvart að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Kristján. Óvissustigi hafði verið lýst yfir í bænum á föstudag, en rýmingin verður endurmetin í dag. Þá féll krapaflóð á hringveginn í sunnanverðum Fáskrúðsfirði í gær og lokaði það veginum. Það var annað flóðið sem féll á veg á Aust- fjörðum í gær, en hitt féll í Reyðar- firði síðdegis. Rýmdu hús vegna snjóflóðahættu  Þrjú hús rýmd á Seyðisfirði  Krapaflóð loka vegum á Austfjörðum Krapaflóð Snjóruðningstæki við störf á Fáskrúðsfirði í gær. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Þokkaleg veiði var í gær á loðnu- miðum að sögn Árna Jóns Erlends- sonar, eftirlitsmanns Fiskistofu, sem Morgunblaðið ræddi við. Hann var staddur á Fáskrúðsfirði og sagði að þar hefðu norsk skip landað að undanförnu. Kvóti Norðmanna er 41 þúsund tonn og hafa nú veiðst um 36 þúsund tonn. „Þeir verða enga stund að klára þessi fimm þúsund sem eftir eru,“ sagði Jón. „Það er enginn að veiða eins og er, það er bræla á miðunum og því allt stopp. En mér sýndust einhver íslensk skip hafa verið að leggja af stað í dag. Þetta hefur gengið bara þokkalega og það er skánandi ástand á loðnunni.“ Hákon lagður af stað Morgunblaðið ræddi einnig við Björgvin Birgisson, skipstjóra upp- sjávarskipsins Hákonar EA-148, sem Gjögur gerir út. Hann sagði að skipið væri nýlagt úr höfn í Eskifirði og héldi nú á loðnumið, þó töluvert vestar en þar sem norsku skipin hefðu verið að veiða. Björgvin var vongóður. „Við vorum bara að leggja af stað í dag frá Eskifirði og höfum ekki komist langt vegna brælu. Við bíðum þetta bara af okkur og sjáum til á morgun hvert framhaldið verður. Það hafa auðvitað engin íslensk skip farið þangað sem við ætlum og erum við því vongóðir,“ sagði Björgvin. Loðnukvóti í ár er ekki ýkja mikill og því skiptir öllu að ekki verði tafir á veiðum og vinnslu svo að hámarka megi verðmæti frá takmörkuðum afla. Íslensk loðnuskip héldu á miðin í gær  Norðmenn eiga 5 þúsund tonn eftir  Mikil bræla í gær Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Loðnuvertíð Hákon EA-148 hélt á loðnumiðin á föstudag frá Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.