Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Borgarstjórn er sú stofnun í ís- lensku samfélagi sem mælist með minnst traust, eða 17%. Borgar- kerfið er brotið, óráðsían gríðarleg og verkefnin framundan ærin. Svo kjörnir fulltrúar geti fengið skýrt umboð til að leiða mikilvægar breytingar í borginni þarf traust. Við verðum því að ræða starfsum- hverfið og færa orðræðuna til betri vegar,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Upplifun mín af hinu pólitíska umhverfi í borgarstjórn er svolítið undarleg. Hafandi kynnst heimi lögmennskunnar, sem felur auðvit- að í sér rökstuddan ágreining um hvers kyns málefni, er svolítið sér- stakt að upplifa umræðuhefðina innan borgarstjórnar. Þetta eru ómálefnaleg átök og upphrópanir oft og tíðum.“ Stórmerkilegt að lenda í minnihluta Í síðustu kosningum fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 30,8% greiddra atkvæða og 8 fulltrúa í borgar- stjórn, en er eigi að síður í minni- hluta „... sem er auðvitað stór- merkileg staða, en fjöldi annarra flokka útilokaði samstarf við borg- arstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins. Það er staða sem við getum ekki fundið okkur aftur í,“ segir Hildur sem skipaði 2. sæti á lista flokksins. „Við náum takmörkuðum ár- angri með einstrengingslegri nálg- un á menn og málefni. Það hefur verið styrkur okkar Sjálfstæð- isfólks að skapa þessa breiðfylk- ingu fjölbreyttra hópa sem allir trúa á hugmyndafræði Sjálfstæð- isstefnunnar. Við þurfum að nýta þann styrk til að vera það mik- ilvæga sameiningarafl sem leiðir saman ólík sjónarmið.“ Að vera í minnihluta segir Hildur kalla á umræður og endur- skoðun mála. „Meirihlutinn í borg- argarstjórn hleypir málum minni- hlutans lítið áfram. Stundum af ómálefnalegum ástæðum en stund- um einfaldlega vegna þess að hug- myndafræðin rímar ekki. Í öllu falli er þó sérstakt að vilji tæplega þriðj- ungs kjósenda, sem fól í sér ósk um breytingar, nái ekki fram að ganga við stjórn borgarinnar.“ Hildur segir að margt í borg- armálunum væri öðruvísi væri Sjálfstæðisflokkurinn við stjórn. Mikilvægt sé að taka á skuldusöfn- un og uppblásnu stjórnkerfinu, sem líkist helst völundarhúsi. Fara þurfi í sölu á eignum borgarinnar og fyr- irtækjum í samkeppnisrekstri. Með slíkum aðgerðum mætti treysta fjárhaginn, sem sé undirstaða þess að treysta megi grunnþjónustuna. Síðustu misseri hafa sam- göngumál verið áberandi í um- ræðum um borgarmál. Skv. nýlegri skýrslu hefur nú verið mörkuð sú stefna að byggja skuli brú við Sund- in blá sem tengi saman austurborg- ina, Grafarvog og Kjalarnes. Hitt stóra málið er Borgarlína, en fram- kvæmdir við gerð hennar hefjast á næstu misserum – það er lagning brautar fyrir hraðfara strætis- vagna milli Mjóddar, miðbæjar og Hamraborgar í Kópavogi. Þá gildir svokallaður Samgöngusáttmáli milli ríkisins og sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu um að fara fjöl- breyttar leiðir í framkvæmdum og tryggja val um fjölbreytta kosti. Rétta skipulagshallann „Ég er þeirrar skoðunar að hvort tveggja, Borgarlínubrautir og Sundabraut í einkaframkvæmd, muni hafa gríðarleg áhrif á sam- göngur í Reykjavík. Við þurfum að tryggja að borgarbúum standi fjöl- breyttir greiðir samgöngukostir til boða. Fólki á höfuðborgarsvæðinu mun skv. spám fjölga mikið á næstu 20 árum. Skipulag samgöngumála þarf að taka mið af því. Ungt fólk lítur á bifreiðina sem aðeins einn kost af mörgum í samgöngumálum. Almenningssamgöngur og hjólreið- ar koma nú sterkar inn. Svo hefur aukin fjarvinna undanfarin misseri dregið verulega úr umferð og í því sem ég hyggst leggja til í borg- arstjórn en tillagan er nú í mótun.“ Þó fjölbreytt uppbygging í samgöngumálum sé nauðsynleg, að mati Hildar, telur hún ekki síður mikilvægt að breyta ýmsum áherslum í skipulagsmálum í borg- inni. „Við sjáum hvernig umferð- arstraumar liggja til vesturs að morgni en austurs að kvöldi; svo minnir á vegasalt á leikvelli. Besta leiðin til að rétta skipulagshallann er að styrkja íbúðabyggð í vestur- hluta borgarinnar en fjölga at- vinnutækifærum í austurhlutanum. Við höfum lagt fram fjölbreyttar hugmyndir í þá veru, til að mynda að í Örfirisey og á BSÍ reit verði skipulögð íbúabyggð. Jafnframt að Keldnalandið verði skipulagt fyrir blandaða byggð. Þessar hugmyndir hafa ekki fengið hljómgrunn hjá meirihlutanum.“ Skólastarfi sé breytt með hugrekki Hildur fagnar því hve borg- arbúar séu duglegir að hafa sam- band við sína kjörnu fulltrúa, segja þeim frá stöðu mála og óska úr- bóta. Samtöl við fólk á förnum vegi og tölvupóstar gefi innsýn í margt. Margir vilji til dæmis ræða skóla- málin við hana – kannski vegna þess að hún á sjálf þrjú börn á leik- og grunnskólaaldri. Leikskóla- vandinn brenni á mörgum og hann sé brýnt að leysa. „Það er einnig full ástæða til að líta í auknum mæli til sjálfstætt starfandi skóla sem hafa gjarnan verið leiðandi í skólaþróun hér- lendis, tryggt einstaklingsmiðaða nálgun og skilað af sér öflugum krökkum. Við getum til dæmis litið til Hollands, sem mælist meðal fremstu ríkja í PISA könnunum, en þar eru 70% allra grunnskóla sjálf- stætt starfandi, en reknir á opin- berum framlögum. Við þurfum að læra af jákvæðri reynslu annarra. Í skólunum eru góðir kennarar og annað hæfileikaríkt starfsfólk, en kerfið sjálft stendur framförum gjarnan fyrir þrifum. Þessu verður að breyta, en til þess þarf hugrekki, segir Hildur. Spurð hvort hún sækist eftir leiðtogasæti fyrir næstu borg- arstjórnarkosningar svarar Hildur því að borgarmálin og Reykjavík eigi hug hennar allan og muni áfram gera. „Fyrst og fremst stefni ég á að koma Sjálfstæðisflokknum í meiri- hluta svo við getum saman skapað fallega framfaraborg, frjálst og réttlátt samfélag sem treystir á samkeppni hugmynda og tryggir öllum jöfn tækifæri.“ felast tækifæri. Mælingar hafa sýnt hvernig starfsánægja eykst og af- köst eru tryggð þegar fólki býðst kostur á fjarvinnu. Stórir vinnu- staðir eins og Íslandsbanki og Orkuveita Reykjavíkur hafa gengið á undan með góðu fordæmi og boð- ið starfsfólki sínu 1-2 fjarvinnu- daga vikulega til frambúðar. Ég myndi vilja sjá Reykjavíkurborg stíga inn í þetta með grænum hvöt- um eða ívilnunum fyrir þau fyrir- tæki sem setja sér græna sam- göngustefnu sem inniheldur meðal annars einhverja möguleika á fjar- vinnu eða sveigjanlegum vinnu- tíma. Fyrirtækin myndu þannig leggja sitt af mörkum við lausn samgönguvandans með því að draga úr umferð. Þetta er eitthvað Efla þarf traust til borgarstjórnar til að leiða mikilvægar breytingar, segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umferð Straumar til vesturs að morgni en austurs að kvöldi. Minnir á vegasalt á leikvelli, segir í viðtalinu. Vill græna hvata í samgöngumálum  Hildur Björnsdóttir fæddist 1986 í Bandaríkjunum en ólst upp á höfuðborgarsvæðinu. Er BA í lög- og stjórnmálafræði og MA í lögfræði frá Háskóla Ís- lands. Jafnframt hefur Hildur réttindi sem hdl. Starfaði áður á lögmannsstofu í Lundúnum. Formaður Stúdentaráðs HÍ 2009 til 2010.  Situr í borgarstjórn Reykja- víkur og er í borgarráði, skipu- lags- og samgönguráði og fjöl- menningarráði. Jafnframt situr hún í stjórn í OR.  Hildur er í sambúð með Jóni Skaftasyni lögfræðingi og eiga þau þrjú börn, 4-11 ára. Hver er hún? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarfulltrúi Koma Sjálfstæðisflokknum í meirihluta svo við getum skap- að fallega framfaraborg, segir Hildur Björnsdóttir um áherslur og stefnu. Faðirvorið, kærleikur Krists og vís- indi í ljósi trúmála voru umfjöllunar- efnin þegar fermingarbörn í Grafar- holtssókn í Reykjavík mættu til fræðslustundar í Guðríðarkirkju á laugardagsmorgun. Alls fermast 100 börn við kirkjuna í vor og fá í að- draganda þess fræðslu sem hófst á haustdögum. Nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkum mæta börnin vikulega í kirkjuna, auk þess sem þau sækja guðsþjónustur. „Nú er kirkjan aftur að fyllast af lífi. Messuhald er hafið að nýju og vonandi eru mál að komast í eðlilegt horf,“ segir sr. Karl V. Matthíasson sóknarprestur. Fyrsta fermingarathöfn vorsins í Guðríðarkirkju verður pálmasunnu- dag, 28. mars. Eftir páska verður fermt á sunnudögum út aprílmánuð og loks á hvítasunnudag, 23. maí. Alls verða athafnirnar átta. Eftir fróðlega fræðslu og skemmtileg samtöl báru prestarnir í Guðríðar- kirkju, þeir Karl, sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. Pétur Ragnhildarson, fram heimabakaðar pönnukökur sem krakkarnir gerðu góð skil. sbs@mbl.is Fermingarbörn mæta í kirkjuna  Gleði ríkti í Guðríðarkirkju Morgunblaðið/Sigurður Bogi Pönnukökuprestar Sr. Pétur Ragnhildarson, til vinstri, og sr. Leifur Ragn- ar Jónsson. Aftar og í barnahópnum er Karl V. Matthíasson sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.