Morgunblaðið - 15.02.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
Hugsum áður en við hendum!
www.gamafelagid.is 577 5757
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Landsmenn sporðrenna hundruðum
þúsunda af rjómabollum og öðru
slíku góðgæti í dag, bolludag. Stíf
vakt var staðin í
bakaríum lands-
ins um helgina og
í bakaríi Ömmu-
baksturs-
Gæðabaksturs
við Lyngháls í
Reykjavík var
unnið sleitulaust
allan sólarhring-
inn. Vatnsdeigs-
bollur með
súkkulaði, rjóma og sultu eru sem
endranær vinsælasta bakkelsið.
Fullkomið bakarí
og þróuð framleiðsla
„Bolluframleiðslan hjá okkur
núna er tugir þúsunda. Við byrj-
uðum aðeins í síðustu viku, enda til-
hneiging meðal landsmanna að
lengja hátíðina aðeins og taka for-
skot á sæluna. Mesta törnin hefur
samt verið núna um helgina og
þetta gengur ljómandi vel,“ segir
Vilhjálmur Þorláksson fram-
kvæmdastjóri. „Allt keyrum við
þetta í nýjum tækjum hér í nýrri
byggingu okkar, sem við tókum í
gagnið á síðasta ári. Þetta er eitt
best búna og fullkomnasta bakarí
landsins og framleiðslan þróuð.“
Dreift á hundruð staða
Nú á mánudagsmorgni þarf svo
að koma bollunum til viðskiptavina,
í verslanir og til fyrirtækja sem
bjóða starfsfólki og öðrum upp á
bollur í kaffitímanum.
„Dreifingu á bollum á mörg
hundruð staði þarf að keyra í gegn á
örfáum klukkutímum, sem kallar á
gott skipulag og útsjónarsemi. Við
fáum viðbótarmannskap bæði í
framleiðslu og dreifingu meðan á
þessu stendur, og allt hefst þetta
með okkar frábæra starfsfólki.
Strax á þriðjudag er þetta svo allt
komið í hefðbundinn farveg sem er
framleiðsla á hinu daglega brauði,
sem svo mætti kalla,“ segir Vil-
hjálmur.
Hátíðisdagur með danskan og
norskan uppruna
Bolludagurinn er jafnan hátíðis-
dagur þjóðar, en hver er upprun-
inn? Flengingar og bolluát er talið
hafa komið Íslands fyrir áhrif bak-
ara frá Danmörku og Noregi sem
þá höfðu sest að hér á landi. Þetta
var seint á 19. öldinni. Heitið bollu-
dagur festist svo í sessi þegar kom
fram yfir aldamótin 1900. Að því er
kemur fram á vísindavef Háskóla
Íslands tíðkaðist fyrr á tíð að börn
færu í grímubúninga á þessum degi,
skv. danskri siðvenju, slægju kött-
inn úr tunnunni og fengju gotterí
fyrir. Sá siður var lengi mjög sterk-
ur á Akureyri. Svo fór að þessi
skemmtun færðist yfir á öskudag-
inn, sem er næstkomandi miðviku-
dag, og nær nú til landsins alls; þar
sem kátir krakkar ganga í fyrirtæki
og syngja fyrir fólk og fá slikkerí að
launum.
Sprautan Smári Yngvason setti rjómafyllingu í
bollur. Bakaríið er afar fullkomið og tæki nýleg.
Með súkkulaði, rjóma og sultu
Bollubakstur
á fullu Allur
sólarhringurinn í
Gæðabakstri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framleiðsla Kallað var í fólk á lausu á bolluvertíð. Hér eru þær Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, t.v., og Karina Kula.
Vilhjálmur
Þorláksson
Girnilegt Davíð Þór Vilhjálmsson bakarameistari
með góðgæti og súkkulaðið var ekki harðnað.
Vinnutörn Katarzyna Hanna Kierznikiewicz með
pakka af bollum sem rúlluðu af færibandinu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, hefur auglýst
eftir umsóknum um Lóu, nýsköp-
unarstyrki fyrir landsbyggðina.
Heildarfjárhæð styrkja árið 2021 er
100 milljónir króna, en hámarks-
styrkur til hvers verkefnis er 20
milljónir króna og er úthlutað til árs
í senn.
Hlutverk styrkjanna, sem nú
verða veittir í fyrsta sinn, er að
styðja við nýsköpun, eflingu at-
vinnulífs og verðmætasköpun sem
byggist á hugviti, þekkingu og nýrri
færni, á forsendum svæðanna
sjálfra, segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu.
Lóa styður við nýsköpunarstefnu
og er liður í breytingum á opinberu
stuðningsumhverfi nýsköpunar
vegna fyrirhugaðrar niðurlagningar
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu að
Lóa muni styðja við og auka slag-
kraft nýsköpunarverkefna og sam-
starf aðila um land allt.
„Hún helst í hendur við annan
mikilvægan stuðning á vettvangi ný-
sköpunar á landsbyggðinni og í at-
vinnulífinu, svo sem sóknaráætlun
landshlutanna, byggðaáætlun og
aðrar svæðisbundnar áherslur. Í
þessu aukna samstarfi sem við erum
að sjá víða um land felast mikil tæki-
færi. Við erum að styðja við það,“
segir Þórdís Kolbrún.
Hún mun skipa matshóp sem fer
yfir styrkhæfi umsókna í samræmi
við nýsköpunarstefnu og áherslur
stjórnvalda. Hópurinn gerir tillögur
til ráðherra um veitingu styrkja.
Umsóknarfrestur er til 9. mars nk.
100 milljónir í ný-
sköpunarstyrki
Lóustyrkir auglýstir af ráðherra
Ljósmynd/Aðsend
Nýsköpunarstyrkir Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir að störfum.