Morgunblaðið - 15.02.2021, Side 12

Morgunblaðið - 15.02.2021, Side 12
Morgunblaðið/Golli Ómissandi Iðnaðarmaður kemur rúðu fyrir í nýbyggingu. Glerborg ehf. hefur selt firmanafnið Glerborg ásamt gler- og speglahluta starfsemi sinnar til Íspan. Í tilkynn- ingu segir að Glerborg ehf. muni ein- beita sér að þjónustu við byggingar- verktaka, sem hafi verið kjarninn í starfsemi fyrirtækisins um árabil. Mun Glerborg ehf. taka upp nýtt firmanafn á kennitölu sinni, Megna ehf. byggingarlausnir. Í tilkynningu er haft eftir Rúnari Árnasyni, framkvæmdastjóra Gler- borgar, að tilgangurinn með sölunni sé að leggja meira kapp á sértækari þjónustu með gluggalausnir og aðrar lausnir fyrir verktaka. „Takmarkið er að ryðja betri brautir fyrir viðskipta- vini okkar,“ segir hann. Þá er haft eftir Einari Þóri Harðar- syni, framkvæmdastjóra Íspan, að kaupin falli vel að markmiðum fyrir- tækis hans um að auka veg inn- lendrar framleiðslu á gleri og spegl- um enda merki Glerborgar vel þekkt á markaðinum. Þjónusta við við- skiptavini muni batna og afhending- artími styttast. ai@mbl.is Íspan kaupir gler- og spegla- hluta Glerborgar  Glerborg verð- ur Megna ehf. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | www.kjotsmidjan.is Opnunartími7.30-16.30 Saltkjöt Frábært úrval af saltkjöti fyrir sprengidaginn Kíktu í verslun okkar að Fosshálsi 27 15. febrúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.73 Sterlingspund 177.6 Kanadadalur 101.08 Dönsk króna 20.952 Norsk króna 15.151 Sænsk króna 15.455 Svissn. franki 144.21 Japanskt jen 1.2256 SDR 185.37 Evra 155.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.9471 Hrávöruverð Gull 1818.0 ($/únsa) Ál 2075.5 ($/tonn) LME Hráolía 60.82 ($/fatið) Brent ● Efti að hafa rofið 40.000 dala múr- inn í byrjun janúar lækkaði bitcoin skarplega og var verð rafmyntarinnar komið niður að 30.000 dala markinu um síðustu mánaðamót. Tók þá önnur hækkunarhrina við og hefur bitcoin styrkst um meira en 60% það sem af er febrúarmánuði. Á sunnudag fór verð bitcoin hæst upp í tæplega 49.400 dali samkvæmt skráningu Coindesk. ai@mbl.is Bitcoin hársbreidd frá 50.000 dölum STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Samningar hafa náðst um kaup sjóðs á vegum bandaríska fjárfestingar- bankans Goldman Sachs á meirihluta hlutafjár í Advania. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp né heldur hve stóran hlut Goldman mun eignast en kaupin eru háð samþykki samkeppn- isyfirvalda. Rekja má sögu Advania allt aftur til ársins 1939 þegar Einar J. Skúla- son setti á laggirnar viðgerðarverk- stæði í Reykjavík sem síðar varð leið- andi á sviði upplýsingatækni á Íslandi og rann á endanum ásamt fleiri félögum saman við Skýrr. Ad- vania varð til árið 2012 við samruna Skýrr, sænska félagsins Kerfi AB og norska félagsins Hands og eru starfs- menn nú um 1.400 talsins, dreifðir á 27 starfsstöðvar víðs vegar um Norð- urlönd. Liðlega 600 starfsmenn Adv- ania eru á Íslandi en höfuðstöðvarnar í Svíþjóð og velti fyrirtækið um 5 milljörðum sænskra króna á síðasta ári, jafnvirði um það bil 77 milljarða íslenskra króna. Hefur reksturinn vaxið um rösklega 20% árlega und- anfarin fimm ár. Eftir kaupin samanstendur hluthafahópurinn einkum af Gold- man Sachs, lykilstjórnendum Ad- vania á Norðurlöndunum og danska sjóðnum VIA Equity sem eignaðist 30% hlut í félaginu árið 2018. Mikael Noaksson, forstjóri Ad- vania-samstæðunnar, segir að til hafi staðið að skrá Advania á hlutabréfa- markað í Stokkhólmi til að styðja við áætlanir um frekari vöxt. „Síðla hausts hófum við að undirbúa skrán- ingu fyrirtækisins á markað. Kom þá fljótlega í ljós áhugi frá ýmsum að- ilum. Upp úr því spratt m.a. samtal við Goldman Sachs sem endar á því að þau ákveða að kaupa meirihluta hlutafjár í félaginu,“ segir hann en það var ráðgjafarfyrirtækið Ray- mond James sem leiddi Goldman og Advania saman. Mikael bætir við að það sé á marg- an hátt heppilegra að fá sterkan fjár- festi að borðinu með þessum hætti frekar en að skrá félagið á markað þegar stefnt er að örum vexti. „Við- skiptin eru ekki síst meiriháttar viðurkenning á því sem við höfum verið að gera enda hefur Goldman Sachs komið að mörgum stærstu fjárfestingum sem um getur í tækni- geiranum.“ Tekur Mikael fram að engin áform séu uppi um breytingu á stefnu Ad- vania eða stjórnendum félagsins. „Goldman Sachs vill einfaldlega fá að vera með og hjálpa okkur að gera þá hluti sem við erum þegar að fást við svo við getum haldið áfram að vaxa.“ Tryggir viðskiptavinir og gott starfsfólk Advania býður upp á alhliða þjón- ustu á sviði upplýsingatækni og sinn- ir einkum þörfum fyrirtækja og stofnana, s.s. með rekstri innviða og grunnkerfa af ýmsu tagi. „Við erum bara stór í einu landi, og það er á Ís- landi, en erum lítil alls staðar annars staðar. Þar af leiðandi eru vaxtar- möguleikarnir og tækifærin fyrst og fremst annars staðar á Norðurlönd- um þar sem við ætlum að gera okkur meira gildandi,“ segir Mikael. Ægir Már Þórisson, forstjóri fyrir- tækisins á Íslandi, segir samkeppnis- forskot Advania byggjast á nokkrum þáttum: „Við eigum mjög trygga við- skiptavini og tekist hefur að búa til frábæran vinnustað sem laðar til okkar hæfileikaríkt og flott fólk. Þetta er það sem skilar árangri í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á markaðnum.“ Spurður um þýðingu þessara breytinga fyrir Advania á Ís- landi segir Ægir: „Við erum fullviss um að þetta opni nýja og spennandi möguleika fyrir starfsfólk okkar. Stefna okkar er óbreytt og við verð- um áfram traustur samstarfsaðili í upplýsingatækni og fyrirmyndar- vinnustaður.“ Sýna norrænum tækni- fyrirtækjum áhuga Að sögn Ægis er ástæða til bjart- sýni um framhaldið. Mögulega skýrir það áhuga Goldman að tæknifyrir- tæki hafa spjarað sig ágætlega í kór- ónuveirufaraldrinum síðasta ár og sýnt hve miklu máli vandaðar tækni- lausnir skipta fyrir hagkerfi heilu þjóðanna. „Fjárfestar eru orðnir enn spenntari fyrir þessum geira enda var það tæknin sem gerði árið 2020 bærilegt. Upplýsingatæknin lék lykil- hlutverk í að halda samfélögum um allan heim gangandi.“ Þá kann aðkoma Goldman líka að vera til marks um vaxandi áhuga bandarískra fjárfesta og sjóða á nor- rænum tæknifyrirtækjum. Þessu til stuðnings nefnir Ægir kaup banda- ríska tæknifyrirtækisins Aptos á ís- lenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail í janúar síðastliðnum, og kaup Twitter á stafræna sköpunarhúsinu Ueno í ársbyrjun. „Fleiri horfa til Skandinavíu og veita því eftirtekt að fyrirtæki í þessum heimshluta eru mjög framarlega á sínu sviði.“ Goldman Sachs eignast meirihluta í Advania Sókn Höfuðstöðvar Advania á Íslandi. Fyrirtækið velti 5 milljörðum sænskra króna á síðasta ári og er með um 1.400 starfsmenn samanlagt.  Engar breytingar á stefnu eða stjórnendahópi en stefnt á vöxt á Norðurlöndum Mikael Noaksson Ægir Már Þórisson Arðsemi var 3,7% Í töflu sem birtist í frétt í laug- ardagsblaðinu um rekstur við- skiptabankanna á síðasta ári var ranglega sagt að arðsemi eigin fjár Íslandsbanka hefði verið 7,6% á árinu. Hið rétta er að hún var 3,7%. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.