Morgunblaðið - 15.02.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
Eggert
Austurstræti Í dægurlagatexta Þórhalls Sigurðssonar, Ladda, segir að bankarnir standi í röðum í Austurstræti; Lands-, Búnaðar- og Útvegs-. Í dag stendur Landsbankinn einn eftir við götuna.
Þeim fjármunum
sem ríkisvaldið ver til
eflingar menningar og
lista á Akureyri og
áhrifasvæði hennar er
vel varið. Hver ný
króna sem ríkið leggur
fram, rennur til sköp-
unar nýrra starfa á
þessu sviði. Gott dæmi
um slíka atvinnusköp-
un, sem byggð er á
samstarfi ríkis og bæj-
ar, er starfsemi Sinfóníu Nord,
kvikmyndatónlistarverkefnis Sin-
fóníuhljómsveitar Norðurlands, sem
flytur út tónlist og upptökutækni en
í staðinn kemur mikilvægur erlend-
ur gjaldeyrir inn í landið.
Menningarsamningur Akureyr-
arbæjar og mennta- og menningar-
málaráðuneytisins um stuðning við
atvinnustarf í listum á Akureyri
hefur verið við lýði óslitið síðan um
aldamótin síðustu. Það samstarf
hefur verið farsælt. Nú er unnið að
endurnýjun samnings-
ins en meginmarkmið
hans er m.a. að efla
hlutverk Akureyrar í
lista- og menningarlífi
á Íslandi, styrkja þá
innviði sem felast í öfl-
ugu menningarstarfi á
svæðinu og efla þannig
búsetukosti á Norður-
og Austurlandi. Und-
irliggjandi forsenda er
að Akureyri hafi að
þessu leyti lykilhlut-
verk á svæði sem nær
langt út fyrir bæj-
armörkin og er gjarnan nefnt í
sömu andrá og óskilgreint borg-
arhlutverk Akureyrar.
4 milljarðar eða 204 milljónir?
Stuðningurinn nær til rekstrar
Listasafnsins á Akureyri og þeirra
verkefna sem Menningarfélag Ak-
ureyrar annast: Leikfélags Ak-
ureyrar, Menningarhússins Hofs og
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Framlag ríkisins á síðasta ári var
204 milljónir króna en Akureyr-
arbær lagði til 546 milljónir. Fram-
lag ríkisins til eigin stofnana á sömu
sviðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.
til Hörpu, Listasafns Íslands, Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands og Þjóð-
leikhússins, er ríflega 4.000 millj-
ónir króna á ári. Framlagið til þess
sem kalla mætti systurverkefni á
Akureyri er því um 5% af fram-
lögum til stofnanna ríkisins í
Reykjavík.
Akureyrarbær hefur lagt til að
þetta hlutfall verði 10%. Með því
yrði sett raunverulegt viðmið um
framlög ríkisins til samstarfsins og
til grundvallar liggur áætlað áhrifa-
svæði Akureyrar sem telur um
30.000-35.000 manns þegar hluti
Austurlands er talinn með. Til að ná
þessu marki yrðu framlög ríkisins
að hækka um ríflega 180 milljónir
króna á ári. Í heildarsamhenginu er
það ekki há fjárhæð.
Annar íslenskur borgarkjarni
Einnig liggur til grundvallar vilj-
inn til að byggja upp annan borg-
arkjarna á Íslandi með markvissum
hætti en brýnt er að bregðast við
þeirri „borgríkisþróun“ sem verður
sífellt skýrari á Íslandi. Núna búa
um 75% landsmanna á höfuðborg-
arsvæðinu og áhrifasvæði þess. Á
milli Hvítánna tveggja á Suður- og
Vesturlandi búa um 85% lands-
manna.
Með því að auka framlag til
menningar og lista á áhrifasvæði
Akureyrar væru stjórnvöld að sýna
í verki vilja sinn til að efla annan
borgarkjarna á Íslandi sem yrði
raunverulegt mótvægi við þéttbýlið
á suðvesturhorni landsins. Þannig
hefði atvinnufólk í listum fleiri kosti
en höfuðborgarsvæðið eitt til búsetu
og Norðlendingar ættu kost á
menningartilboðum sem jafnast á
við það besta sem býðst á höf-
uðborgarsvæðinu.
Grípum tækifærið
Með því að ríkið hækki framlög
til menningarmála á Akureyri til
móts við það sem lagt er til sam-
bærilegra stofnana á höfuðborg-
arsvæðinu, væri styrkari stoðum
rennt undir atvinnusköpun á þessu
sviði í landshlutanum og borgar-
hlutverk bæjarins eflt.
Grípum tækifærið og látum verk-
in tala. Byggjum upp raunverulegan
borgarkjarna á Akureyri með aukn-
um framlögum ríkisins til menning-
arsamnings Akureyrarbæjar og
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins. Þeim fjármunum væri vel
varið til atvinnuuppbyggingar sem
skilar sér strax.
Eftir Ásthildi
Sturludóttur »Með því að auka
framlag til menning-
ar og lista á áhrifasvæði
Akureyrar væru stjórn-
völd að sýna í verki vilja
sinn til að efla annan
borgarkjarna á Íslandi
sem yrði raunverulegt
mótvægi við þéttbýlið á
suðvesturhorni landsins.ÁsthildurSturludóttir
Höfundur er bæjarstjóri
á Akureyri
Atvinnuuppbygging sem skilar sér strax
Álag á samgöngu-
kerfið á Íslandi hefur
aukist mikið á síðasta
áratug eða svo, tvær
milljónir ferðamanna
fóru um þjóðvegi
landsins og við
heimamenn vorum
duglegir að ferðast og
fara á milli staða. Því
miður fylgdi nauðsyn-
legt fjármagn til
vegamála ekki í kjölfarið og þrátt
fyrir mikla innspýtingu á síðustu
árum þá eigum við enn langt í land
með að tryggja öryggi á þjóð-
vegum landsins. Þá eru eftir nauð-
synlegar framkvæmdir á sam-
göngumálum hér á
höfuðborgarsvæðinu, svæði sem
tekjur jú á móti öllum ferðamönn-
unum og þar sem búist er við
mestri íbúafjölgun eða um 70 þús-
und fram til ársins 2040. Höfuð-
borgarsvæðið hafði orðið eftir í
umræðu um samgönguuppbygg-
ingu, einblínt var á þjóðvegi, brýr
og göng á landsbyggðinni. Sann-
arlega allt þörf verkefni, en höf-
uðborgarsvæðið má ekki gleymast.
Á árunum 2007-2017 fóru einungis
17% af öllu nýframkvæmdafé til
höfuðborgarsvæðisins,
sem er allt of lítið.
Góðu fréttirnar eru
þær að á síðustu árum
hefur verið unnið
markvisst að því að
greina hvar helstu
stíflurnar eru í um-
ferðarflæðinu okkar.
Sérfræðingar hafa
greint öll gatnamót,
flæði umferðar, skipu-
lags- og uppbygging-
aráætlanir og nú er til
heildstæð áætlun um
hvernig á að bæta úr. Þessi heild-
aráætlun birtist í höfuðborgarsátt-
málanum sem undirritaður hefur
verið af öllum sveitarfélögunum og
ríkinu. Hann tryggir að á næstu
árum renni mun meira fé til fram-
kvæmda á höfuðborgarsvæðinu og
kominn tími til. Lykillinn að þess-
um árangri er vönduð og góð und-
irbúningsvinna bæði hjá ríki og
sveitarfélögunum á svæðinu. Fyrir-
tækinu Betri samgöngum hefur
verið falið að halda utan um fram-
kvæmd verkefnis og útfæra sátt-
mála í raunverulegum mann-
virkjum, bæði
stofnvegaframkvæmdum, borgar-
línu svo og göngu- og hjólreiða-
stígum. Nú reynir á að allir standi
við sitt svo hægt sé að ferðast um
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur » Loksins hillir undir
raunhæfa lausn á
samgönguvandamálum
höfuðborgarsvæðisins,
með höfuðborgarsátt-
málanum. En við þurf-
um líka Sundabraut?
Bryndís Haraldsdóttir
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokks.
bryndish@althingi.is
Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
svæðið með öruggum og greiðum
hætti á fjölbreyttan hátt þannig að
raunverulegt frelsi í samgöngum
sé til staðar.
Sundabraut er mikilvæg
Sundabraut er ekki hluti af höf-
uðborgarsáttmálanum en er engu
að síður mikilvæg samgöngubót
bæði fyrir höfuðborgarsvæðið en
líka fyrir landsbyggðina.
Sundabraut styttir vegalengd
milli Kjalarness og miðborgar og
bætir umferðaraðgengi frá Vestur-
og Norðurlandi að borginni. Þá
léttir Sundabraut á umferð um
Vesturlandsveg í gegnum Mos-
fellsbæ. Sundabraut sparar akstur
og þungaflutninga og mun þannig
spara kolefnisútblástur. Sunda-
braut er mikilvæg tenging við
gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.
Með Sundabraut felst bætt tenging
Grafarvogshverfis við gatnakerfi
borgarinnar og töluvert myndi
draga úr álagi um Ártúnsbrekku.
Þá er mikilvægt út frá almanna-
varnasjónarmiðum að fjölga teng-
ingum út úr borginni.
Einkaframkvæmd
er eina lausnin
Kostnaður við Sundabraut er
áætlaður á bilinu 70-80 milljarðar.
Til samanburðar var allt nýfram-
kvæmda- og viðhaldsfé Vegagerð-
arinnar á landinu öllu á 10 ára
tímabili 2007-2017 á verðlagi ársins
2018 um 160 milljarðar, eða eins og
tvær Sundabrautir. Fjárfestingar í
vegum og samgöngumannvirkjum
hafa sem betur fer aukist á síðustu
árum. Heildarframlög til Vega-
gerðarinnar hafa farið úr um 25
milljörðum í 30 milljarða, en þar
eru bæði innviðir í flugi, siglingum
og vegakerfi. Það er því algjörlega
óraunhæft að ætla að hægt sé að
taka 70-80 milljarða, til að leggja
Sundabraut, úr ríkissjóði. Það
myndi kalla á að ekkert annað yrði
gert í viðhaldi eða uppbyggingu
samgöngumannvirkja annars stað-
ar á landinu nú eða að fjármagn til
þess málaflokks yrði tekið úr öðr-
um mikilvægum málaflokkum eins
og heilbrigðiskerfinu, mennta-
kerfinu, löggæslu o.s.frv. Hér þarf
einfaldlega aðrar lausnir. Í mörg
ár hefur verið bent á möguleika á
samstarfsverkefni einkaaðila og
hins opinbera, svokölluð PPP-
verkefni, og eru Hvalfjarðargöng
besta dæmið um slíkt hér á landi.
Ég lagði ásamt nokkrum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins fram
þingsályktun þar sem lagt er til að
Sundabraut verði boðin út í einka-
framkvæmd.
Áhugasamir hópar geta þá kom-
ið með sína útfærslu af legu, að-
ferðafræði, hönnun, fjármögnun og
rekstri. Viðkomandi hefðu heimild
til að rukka veggjöld í ákveðinn
tíma, en að þeim tíma liðnum yrði
mannvirkið ríkisins.
Ég er sannfærð um að þetta sé
raunhæf leið til að sjá Sundabraut
verða að veruleika. Ég tel að líf-
eyrissjóðir og aðrir fjárfestar sem
horfa til lengri tíma telji Sunda-
braut arðbæran og álitlegan fjár-
festingakost. Látum á það reyna
og könnum hvort einkaframtakið
hafi burði í að reisa Sundabraut.
Framkvæmdina sem rifist hefur
verið um í hátt í 50 ár.
Við höfum engu að tapa en allt
að vinna.