Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 16

Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Í ár fögnum við því að 20 ár eru síðan vefur Kirkjugarða- sambands Íslands (KGSÍ) www.gardur- .is var tekinn í notk- un. Með vefnum hafa upplýsingar um kirkjugarða og leg- staðaskrár verið gerð- ar aðgengilegar al- menningi með því að samnýta miðlægan hugbúnað fyrir alla kirkjugarða landsins. Þegar vefurinn var opnaður í júní 2001 var búið að forskrá í hann upplýs- ingar um legstaði liðlega 70 þús- und látinna á Íslandi. Sú skráning fór fram víða um land og var ærið verkefni en kirkjugarðar sem jarðsett hefur verið í undanfarin 100 ár eru vel á þriðja hundrað. Í dag 20 árum síðar eru liðlega 155.400 nöfn í lagstaðaskránni www.gardur.is. Þess má geta að vefurinn fékk lagagildi 2004 þegar til hans var vísað í lögum um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu. Vefurinn inniheldur leyfilegar upplýsingar um látna einstaklinga og legstað þeirra í kirkjugörðum víða um land. Þessar upplýsingar eru færðar inn í legstaðaskrána jafnóðum og greftrað er og fylgja hverri legstaðaskrá upplýsingar um viðkomandi garð ásamt upp- drætti og korti í mörgum görðum. Á tímum stafrænnar tækni og snjalltækja auðvelda þessi gögn fólki að finna leiði ástvinna sinna í kirkjugörðum landsins auk þess að geyma mikilsverðar upplýsingar um gengnar kynslóðir. Rétt er að undirstrika að kirkjugarðar lands- ins eru sameign allra landsmanna óháð uppruna, lífsskoðun eða trú- félagaaðild. Skráning sögu og hinsta vilja Undanfarin ár hefur verið hægt að velja um þrjá legstaðakosti en auk hefðbundinna kistugrafa eru það jarðsetning í duftkeragarð, dreifing ösku innan kirkju- garðs og dreifing á ösku utan skipulegra svæða yfir öræfi eða sjó. Í öllum tilvikum eru upplýsingar um legstað færðar í leg- staðaskrá og geta þeir sem það kjósa fengið sögu viðkom- andi skráða í leg- staðaskrána með því að senda inn ítarefni og myndir á slóðina www.gardur- .is Þar er einnig hægt að skrá nið- ur óskir um skipulag og fram- kvæmd útfarar og kemur sú beiðni þá fram þegar viðkomandi deyr og tryggir að hægt sé að fara að vilja viðkomandi. Bálfarir yfir helmingur út- fara á höfuðborgarsvæðinu Bálfarir hafa færst mjög í vöxt hér á landi á síðustu 10 árum. Er nú svo komið að á höfuðborg- arsvæðinu voru duftkersgrafir 55% allra grafa árið 2020 og kis- tugrafir 45%. Hlutfallið á öllu landinu, að höfuðborgarsvæðinu meðtöldu, var á síðasta ári 41,4% duftgrafir. Bálstofan í Fossvogi er eina bálstofan hér á landi en hún var tekin í notkun 1948 og þjónar öllu landinu. Bálstofan hefur alla tíð verið knúinn umhverfisvænni grænni raforku og hafa ofnarnir fengið viðeigandi og gott viðhald. Danskir sérfræðingar hafa komið reglulega til landsins til að taka út ástand þeirra til að tryggja rekstraröryggi. Samkvæmt samn- ingi við ríkið frá 2005 hefur bál- stofan fengið sérstakt framlag til að standa straum af kostnaði við rekstur og viðhald. Ný bálstofa í undirbúningi Þrátt fyrir gott viðhald þarf að huga að byggingu nýrrar bálstofu og hafa Kirkjugarðar Reykjavík- urprófastsdæma (KGRP) unnið að undirbúningi þess verkefnis um árabil. KGRP munu áfram hafa frumkvæði að því að ný bálstofa verði byggð á Hallsholti við Gufu- neskirkjugarð á næstu árum en þar hefur Reykjavíkurborg út- hlutað landi undir bálstofu og tengdar byggingar. Vegna kostn- aðar og fámennis er ljóst að ekki er rekstrargrundvöllur fyrir nema eina bálstofu í landinu. Kostnaður við byggingu bálstofu með ofnasal, líkhús,athafnarými og með að- stöðu fyrir starfsfólk og aðstand- endur, ásamt kaupum á ofnum og hreinsibúnaði, er álitinn vel á ann- an milljarð og síðan tekur við rekstrarkostnaður þar sem 4-5 starfsmenn vinna. Með tilliti til til- tölulega fárra bálfara er ljóst að slíkur rekstur hlýtur um langa framtíð að vera á vegum op- inberra aðila. Minningarreitir og útivistarsvæði Skipulag og hönnun kirkjugarða hefur þróast á undanförnum ára- tugum og miðar nú að því að tengja garðana öðrum útivist- arsvæðum meðal annars með göngustíganetum byggðanna. Flestir kirkjugarðar hafa verið GPS mældir og eru þau kort gagnvirk á gardur.is og unnið er að því að allir garðar landsins fari inn í það kerfi. Á sama tíma og fyrir liggur að kistupláss í görðum KGRP fer hratt minnkandi og hafinn er und- irbúningur nýs kirkjugarðs í hlíð- um Úlfarsfells hafa komið fram hugmyndir einkaaðlila um svokall- aða „minningargarða“ þar sem aska látinna yrði jarðsett á opnu svæði og tré gróðursett til minn- ingar um hvern og einn látinn. Ljóst er að auk lagabreytingar kalla slíkar hugmyndir á mikið landrými. Ef ekki á að grisja tréin heldur leyfa hverju minningartré að vaxa upp má gera ráð fyrir að hvert fullvaxið tré þurfi 9 til 11 fermetra vaxtarsvæði í kringum sig auk stígagerðar sem er meira en kistugrafir að ekki sé talað um hefðbundnar duftgrafir þar sem 0,5 fm fara undir hvert duftker með stígum. Ljóst má vera að mikil verkefni eru framundan. Skilningur rík- isvaldsins og ráðamanna sveitarfé- laga hefur vaxið með meiri upplýs- ingum frá málaflokknum. Kirkjugarðaráð, Kirkjugarða- sambandið, stjórnir kirkjugarða og sóknarnefndir hér á landi hafa tekið höndum saman og munu áfram vinna af eljusemi að mál- efnum kirkjugarða. Þjónusta kirkjugarða í stöðugri þróun Eftir Þórstein Ragnarsson »KGRP munu áfram hafa frumkvæði að því að ný bálstofa verði byggð á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð á næstu árumÞórsteinn Ragnarsson Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma Framkvæmdir Fyrirhugaðar byggingar á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. Lengst til hægri og austast er starfsmannahúsið sem tekið var í notkun 2008. Húsin með rauðu þökunum eru áætluð kapella og kirkja og undir þeim er gert ráð fyrir líkhúsi og bálstofu til hliðar við útfararkirkjuna. Ljósmynd/Hans-Olav Andersen Sólland Duftreitirnir á Sóllandi voru vígðir 2009. Þar voru 242 duftker jarðsett 2020 eða 40% af duftgröfum hjá KGRP. Ár Fjöldi Fjöldi % af fjölda bálfara látinna látinna 2000 212 1823 11,63 2010 453 2017 22,46 2020 967 2359 41,37 SMARTLAND Nokkrir Rangæing- ar og Vestur- Skaftfellingar hafa lokið erindum sínum við kaupmenn á Eyr- arbakka þennan svala en bjarta dag í mars. Stórfljótin óbrúuð og átta ár enn til alda- móta 1900. Þeir ganga skrafhreifir í austur- átt og stefnan tekin á Ferjunes við Þjórsá. Ferjubátur þar vís yfir óbrúað fljót. Brimar hátt á strandlengjunni frá Stokkseyri að Fljótshólum. Land- lega er af þeim sökum hjá sjómönn- um við útróðra í Gaulverjabæjar- hreppi. Ferðalangar úr austursýslum eru sumir enn pínulítið kenndir eftir kaupstaðarferðina. Þeir heyra óm frá verbúðum á göngu austur Vell- andkötlu móts við verstöðina á Loftsstöðum. Beygja til suðurs og líta við hjá fjörugum vertíðar- köppum í verbúðum á söndunum. Þeir sem komu lengra að héldu þar til og fóru ekki heim í brælum. Þeim er vel tekið. Í landlegum var margt sér til gamans gert. Söng- menn voru ágætir og stundum mikið sungið. Jafnvel spilað á harm- oniku, helst þegar út á leið og dag tók að lengja, eða gestir komu. Stundum fóru frískir menn í bændaglímu, höfrungahlaup, ganga á kagga (grútar eða tjörutunnur), ríða til páfans, sækja smér í strokk, rjúfa skjald- borgina og þræða nál á flösku. Ferðalangar úr austursýslum njóta hópstemningar sem var sjald- gæf á löngum vetrum í afskekktum íslenskum sveitum, taka brosleitir þátt í fjörinu en kaupa að lokum soðningu og halda síðan aftur aust- ur á bóginn. Með vöðvaaflið eitt sem orku bátanna skáru hreystimenn sig úr. Halldór Einarsson í Klængsseli var meira en meðalmaður á hæð. Kýtt- ur vel og samanrekinn, „vel sterkur og afbragðsræðari“. Hann var einn af hásetum Jóns í Meðalholtum. Virðist af lýsingum hafa verið ljúf- menni, þótt rammur að afli væri. Í hryggspennu varð Jón formaður eitt sinn nokkuð halloka í viðureign. Þá sagði Dóri: „Ég get ekki séð það með berum augum, að formaðurinn liggi undir.“ Lét ekki þar við sitja. Tók hann þá báða upp í einu! Vakti það mikla kátínu. Halldór þessi reri eitt sinn í ann- arri verstöð með öðrum formanni. Sá var nokkuð drykkfelldur og eitt skipti kenndur á sjó. Var samt við stýrið og „stórveltu brim og lítið um lög“. Leist hásetum ekki á, og vildu að einn af þeim stýrði frekar við þessar aðstæður. Hann neitaði því. Sagðist ekki fara að láta ein- hvern „stráktitt“ stýra undir sér. Þá sagði Dóri: „Ef þú ferð ekki frá stýrinu tek ég þig bara með hönd- unum.“ Ekki hefur honum þótt Halldór í Klængsseli árennilegur né hand- leggir hans. Færði hann sig þá hið snarasta. Hásetinn tók við og allt gekk vel í land. Róður Guðmundar í Tungu og hans manna í marsmánuði 1911 varð að sumu leyti nokkuð tákn- rænn. Þeir hugðust leggja net og línu um leið. Tíu voru á skipinu. Veður var bjart, norðankaldi, brim- lítið en dökkur bakki í suðri. Fóru þeir út Tunguós. Reru þeir að Loft- sstaðasundi. Stuttu síðar var komið brim. Maður gekk þá í sandinum með veifu, vestur ölduna. Það þýddi fyrir menn á sjó að ófært væri orð- ið sundið með öllu. Eina í stöðunni nú var að róa alla leið vestur til Þorlákshafnar og freista lendingar þar. Tveir breskir togarar voru hins vegar skammt utan og leist Guðmundi betur á að róa til þeirra. Er þeir voru komnir að þeim sem var nær settu Bretarnir skipið á fulla ferð til hafs! Kaldar kveðjur það. Máttu þeir vel vita og sjá hvernig brimaldan skall orðið á ströndinni. Skipverjar gefast ekki upp við það heldur reru að hinum sem var utar. Hann var að toga. Hvort það varð þeim til happs eður ei, þá kemur Íslendingur að borð- stokknum og kallar til þeirra að bíða. Sá var ættaður frá Sjólyst í Vestmannaeyjum. Er þeir ensku höfðu tekið inn vörpuna fóru allir um borð og tæmdu bát sinn og afla um borð í togarann. „Englending- arnir fóru vel með gesti sína, létu þá sofa í rúmum sínum en sváfu sjálfir á bekkjunum.“ Þeir ensku létu reka um nóttina móts við Selvog en sigldu daginn eftir austur á móts við Stokkseyri. Enn brimaði þar illa. Þaðan kom samt Jón Sturlaugsson og sótti alla. Báturinn varð hins vegar ónýtur aftan í togaranum. Tímarnir voru að breytast á söndunum. Skipunum fækkaði í takt við breytta tíma. Vélaöld var gengin í garð. Þarna voru þó áfram um skeið hlunnindi og búbót fyrir bændur og búalið með strandlengj- unni allt fram á miðja síðustu öld, samt allt með minna sniði en áður. Í dag er rekin gisti- og ferðaþjón- usta á Vestri-Loftsstöðum yfir sum- artímann, á þessum söguslóðum. (Stuðst við frásögn Páls Guð- mundssonar bónda og formanns (skipstjóra) á Baugsstöðum 1970.) Verbúðalíf í Flóa Eftir P. Valdimar Guðjónsson Valdimar Guðjónsson » Ferðalangar úr aust- ursýslum njóta hóp- stemningar sem var sjaldgæf á löngum vetr- um í afskekktum ís- lenskum sveitum. Höfundur er kúabóndi í Flóanum. gaulverji1@outlook.com Ljósmynd/Páll Bjarnason Loftsstaðahóll í Flóa Þar var fyrr á öldum lending róðrarskipa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.