Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
SÉRBLAÐ
Fermingarblaðið hefur
verið eitt af vinsælustu
sérblöðum Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 8. mars.
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
12. mars
Með undirritun lífs-
kjarasamnings vorið
2019 var stigið gott
skref í hækkun lægstu
launa á Íslandi. Með
launahækkun sem gekk
í gildi þann 1. janúar
2021 fékk einstaklingur
sem er með 350 þúsund
í mánaðarlaun 15.750
krónur í almenna
launahækkun og þegar
er búið að reikna inn
lækkun á tekjuskatti þá er hækkunin
18.454 krónur. Skattbyrði þessa ein-
staklings lækkar úr 18% í 16,3%. Allir
launþegar fengu að sjálfsögðu þessa
skattalækkun á neðsta skattþrepinu
og kjarasamningsbundnar launa-
hækkanir í samræmi við samnings-
forsendur. Lægstu laun í kjarasam-
ingum eru ávallt ákveðið viðmið sem
er miðað við upp allan launaskalann
og mjög margir eru með samnings-
laun við sinn vinnuveitanda. Það
skiptir því máli fyrir alla að lægstu
launataxtar endurspegli ákveðið virði
þeirrar vinnu sem er reidd af hendi.
Samtök atvinnulífs-
ins vildu fresta
Samtök atvinnulífs-
ins lögðu mikla áherslu
á það síðastliðið haust
að fresta þessari launa-
hækkun á grundvelli
tekjubrests vegna Co-
vid en staðreyndin er sú
að því er mjög misskipt
hvernig áhrif af heims-
faraldrinum eru á sam-
félagið og rekstur fyr-
irtækja. Á meðan
sumar starfsgreinar
finna mikið fyrir áhrifum af Covid eru
margar starfsgreinar sem finna lítið
fyrir faraldrinum og í sumum grein-
um er aukning, eins og t.d. í verslun
innanlands sem hefur verið með
besta móti. ASÍ stóð staðfastlega með
launafólki varðandi samningsmark-
mið lífskjarasamnings og með stuðn-
ingi stjórnvalda og lækkun trygg-
ingagjalds kom ekki til þess að
lífskjarasamningi var sagt upp en sú
hótun lá í loftinu af hálfu Samtaka at-
vinnulífsins.
Lægri húsnæðiskostnaður
hluti af lífskjarasamningi
Markmið um lækkun vaxta er mik-
ilvægur hluti af lífskjarasamningi og
það er ánægjulegt hve vextir hafa
lækkað á samningstímanum, auðvitað
að hluta til vegna ytri aðstæðna en
þetta hefur verulega bætt hag íbúða-
eigenda og haft áhrif á leiguverð
íbúðarhúsnæðis til lækkunar. Þetta
skiptir verulegu máli í heimilis-
bókhaldinu þar sem húsnæðiskostn-
aður er grunnþörf og vegur þungt í
heimilisbókhaldi flestra.
Ný lög um hlutdeildarlán sem eru
hluti af lífskjarasamningi er svo nýr
valkostur þar sem ríkið kemur inn
sem allt að 15% meðeigandi í ákveð-
inn árafjölda og gerir þannig tekju-
lægri hópum kleift að fjármagna
íbúðakaup. Þetta er stórt og mikið
skref til þess að þeir sem eru í lægri
tekjuhópum eigi möguleika á að að
velja milli þess að vera í eigin hús-
næði eða á leigumarkaði.
Stytting vinnutíma og
lenging fæðingarorlofs
Stytting vinnutíma er stórt mál
sem samið var um í lífskjarasamn-
ingnum. Mismunandi útfærsla er eft-
ir eðli starfa og fyrirtækja og áhuga-
vert að töluvert mismunandi er milli
fyritækja hvernig vinnutímastytt-
ingin er útfærð. Aukin lífsgæði felast
í því að stytta vinnutíma og það skap-
ar tækifæri til fleiri gæðastunda með
fjölskyldunni eða mannræktar af
ýmsu tagi. Lenging fæðingarorlofs í
12 mánuði er eitt af samningsmark-
miðum sem komið er til framkvæmda
og skiptir gríðarlega miklu máli.
Vissulega er stytting vinnutíma
krefjandi og stórt verkefni þar sem
uppleggið er að framlag launþega
minnki ekki með færri vinnustundum
og það kallar á gott skipulag og sam-
vinnu. Jafnframt hefur komið í ljós að
sum störf eru einfaldlega þannig að
ekki er svigrúm til þess að þjappa
vinnunni á færri stundir eins og til
dæmis mörg þjónustu- og umönn-
unarstörf. Við þessu þarf að bregðast
og vinna áfram að því að mæta þeim
áskorunum og breytingum sem fram
undan eru á vinnumarkaði, m.a.
vegna tæknibreytinga.
Verkalýðshreyfingin –
nauðsynlegur bakhjarl
Barátta fyrir betri kjörum þarf
ávallt að vera sanngjörn, samfelld og í
takt við þróun samfélagsins á hverj-
um tíma. Mikilvægi þess að hafa
sterkan bakhjarl sem felst í öflugri
verkalýðshreyfingu má ekki van-
meta. Ýmis réttindi sem við teljum
sjálfsögð í dag eins og til dæmis veik-
indaréttur kostaði mikla baráttu á
sínum tíma og sama á við um flestöll
réttindi sem við höfum í dag í okkar
kjarasamningum, þau kostuðu yf-
irleitt mikil átök. Við viljum öll betri
lífskjör án þess að ganga á hag kom-
andi kynslóða og með því að skoða
heildstætt hvað er til skiptanna á
hverjum tíma er hægt að ná góðum
árangri í kjarasamningum sem
tryggja hag allra og sérstaklega
þeirra sem lökust hafa kjörin.
Betri lífskjör með lífskjarasamningi 2019-2022
Eftir Helgu
Ingólfsdóttur
» Barátta fyrir betri
kjörum þarf ávallt
að vera sanngjörn, sam-
felld og í takt við þróun
samfélagsins á hverjum
tíma.
Helga
Ingólfsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði, stjórnarmaður í VR og fulltrúi í
miðstjórn ASÍ.
Nú er raforka ein
meginorkan í nútíma-
þjóðfélagi og hana er
hægt að búa til á
marga vegu. Í framtíð-
inni verður hún verð-
mætari og eftirsóttari
þegar farið er að
breyta henni í vetni.
Aðrir helstu orkugjaf-
ar eru jarðeldsneyti;
olía, kol og kjarnorka,
sem er ekki vistvænt
en mjög mengandi og því á und-
anhaldi í framleiðslu á orku.
Raforka hér á landi hefur fyrst
og fremst verið unnin úr stórám
landsins, t.d. Þjórsá, Blöndu og Jök-
ulsá við Kárahnjúka. Þessi stórfljót
hafa að mínu mati ekki verið nýtt
nema að hluta til framleiðslu á raf-
orku. Ef við tökum t.d. Þjórsá neð-
an við Búrfell þá er það mitt mat að
úr því fljóti og mörgum öðrum væri
hægt að ná í miklu meiri raforku á
mjög vistvænan hátt, þ.e. með notk-
un snúningssnigla niðri í ánni.
Þessi aðferð hefur enga mengun í
för með sér; enga sjónmengun eins
og risavindmyllur, enga land-
mengun eins og uppistöðulón, enga
risasteinsteypuveggi sem í flestum
tilfellum eru á fallegum stöðum í
náttúrunni. Þar sem sniglarnir eru
niðri í ánni sjást þeir
ekki og valda því engri
sjónmengun og sáralít-
illi umhverfismengun.
Aðeins á landi meðan
sniglunum er komið
fyrir.
Virkjun rennandi
vatns í ám til raf-
orkuframleiðslu er að
mínu mati mjög ódýr
miðað við fallvatns-
virkjanir eins og Búr-
fellsvirkjun, Blöndu-
virkjun eða
Kárahnjúka. Einnig tel
ég að kostnaður við hvert megavatt
sem fengið er á þennan máta sé
ekki meiri en frá fallvatnsvirkj-
unum eða vindmyllum þegar allt er
talið. Verndun náttúrunnar til fram-
búðar og nýting ánna á að fara sam-
an.
Stutt lýsing á sniglum til þessara
nota:
Snigillinn er innan í röri t.d. 10-20
m löngu og 40-50 cm í þvermál, fer
eftir dýpt árinnar. Öxull snigilsins
hvílir á vatnsþéttum legum í miðju
rörsins og er misjafnlega skorinn,
allt eftir rennslishraða árinnar.
Snigillinn situr á sérstökum fest-
ingum í botni árinnar, t.d. 10-12 cm
frá botni og undir yfirborði árinnar.
Frá öxlinum er tenging í rafal sem
margfaldar snúningshraða hans til
rafmagnsframleiðslu.
Þessi hugmynd að betri nýtingu
ánna er tilkomin vegna þess að í ná-
inni framtíð verður stóraukin eft-
irspurn eftir raforku til að fram-
leiða vetni. Vetni er framtíðar-
orkugjafi fyrir flugvélar, skip og
önnur farartæki; það mengar ekk-
ert og verður ódýrasti fljótandi
orkugjafinn. Framleiðsla raforku á
vistvænan og hagkvæman máta
gæti orðið ein stærsta auðlind ís-
lensku þjóðarinnar í framtíðinni.
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson » Betri nýting á stór-
ám landsins til
raforkuframleiðslu.
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldri borgari.
Rennslisvirkjanir
með sniglum
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is