Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 21

Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 21
þakklátar fyrir allar dýrmætu stundirnar með þér. Þín afabörn, Egill Gautur, Halla og Sigríður. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram Við fráfall Birgis Lúðvíksson- ar, heiðursfélaga Knattspyrnu- félagsins Fram, sjá Framarar á eftir öflugum félagsmanni sem setti sterkan svip á félagslíf Fram. Birgir, sem var gerður heiðursfélagi Fram á 95 ára af- mælisárinu 2003, lagði til ófá handtökin til að efla félagið, af miklum dugnaði, krafti og ódrepandi baráttuvilja. Birgir var mikill félagsmaður, sem unni félagi sínu heitt og mætti við tímamót, alltaf léttur í lundu. Birgir var fæddur og uppal- inn Framari, sem keppti bæði í knattspyrnu og handknattleik frá barnsaldri. Blátt blóð rann um æðar hans. Hann erfði Framgenið frá föður sínum, Lúðvík Thorberg Þorgeirssyni, sem var aðeins 18 ára þegar hann gerðist stjórnarmaður í Fram, og móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Þegar Birgir fæddist 3. maí 1937 var pabbi hans leikmaður og formaður Fram (1935-1937), 24 ára gamall, og varð síðan heiðursfélagi. Þrír bræður Sig- ríðar voru einnig formenn Fram; Guðmundur, Ólafur og Sigurður. Guðmundur var nefndur „faðir Fram“ – eftir að hann blés í herlúðra 1928, þegar Fram var nærri dautt. Undir hans stjórn hófst sögulegt tíma- bil, sem er kallað „endurreisn- artímabilið“. Lúðvík Thorberg tók virkan þátt í því tímabili. Birgir varð Íslandsmeistari með meistaraflokki Fram í knattspyrnu 1962, en þá lék hann við hlið bræðra sinna, Halldórs og Þorgeirs. Guð- mundur Jónsson, þjálfari Fram, hafði þetta að segja um Birgi, sem lék í stöðu bakvarðar: „Birgir var traustur og brást aldrei. Það var erfitt fyrir and- stæðinga að leika á hann og var Birgir mjög góður í návígum og nýtti sér ýmsar hreyfingar úr handknattleiknum.“ Þegar Birgir lagði keppnis- skóna á hilluna sneri hann sér að félagsmálum og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Fram. Hann varð formað- ur knattspyrnudeildar 1960- 1961, síðan formaður hand- knattleiksdeildar í 11 ár; fyrst 1963-1969 og síðan 1976-1981. Karlalið Fram varð gríðarlega sterkt og varð Íslandsmeistari fjórum sinnum á fyrra formanns- tímabili Birgis og 1968 varð Fram Íslandsmeistari í fimm flokkum af sjö, karla og kvenna. Birgir átti stóran þátt í þeim uppgangi og á síðari formanns- tímabili hans voru Framkonur óstöðvandi; hömpuðu 17 bikurum og urðu Íslandsmeistarar fimm ár í röð; bæði innan- og utan- húss. Birgir var formaður aðal- stjórnar Fram 1986-1989. Birgir barðist fyrir því að Fram eignaðist eigið íþróttahús, en talaði lengi fyrir daufum eyr- um. Hörð barátta Birgis skilaði árangri, handknattleiksmenn og -konur Fram gátu hreiðrað um sig í Safamýrinni; nýtt íþrótta- hús var vígt 21. ágúst 1994. Gleðin var mikil, Framarar höfðu eignast heimavöll! Birgir er einn af þeim fé- lagsmönnum sem tóku ekki krónu fyrir það sem þeir gerðu og voru alltaf tilbúnir til átaka þegar til þeirra var leitað – til að halda merki félagsins hátt á lofti; „traustur og brást aldrei!“ Framarar kveðja og minnast Birgis með þakklæti fyrir mikið starf í þágu félagsins. Eigin- konu hans Helgu Brynjólfsdótt- ur og fjölskyldu eru sendar hugheilar samúðarkveðjur. Sigmundur Ó. Steinarsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 ✝ Kristjana Þur-íður Jónsdóttir (Sissa) fæddist á Sólvangi í Hafn- arfirði 16. mars 1961. Hún lést á heimili sínu 6. febrúar 2021 eftir hetjulega baráttu við lífhimnu- krabbamein síðasta árið. Kristjana var dóttir hjónanna Droplaugar Benediktsdóttur, f. 17. október 1937, d. 2. júlí 2004 og Jóns Stefáns Hannessonar, f. 8. janúar 1936, d. 6. janúar 2003. Systkini Kristjönu eru Benedikt Þór, f. 2. apríl 1957, g. Fanneyju Helgu Friðriks- dóttur; Hannes Jónas, f. 16. júlí 1959, g. Auði Gunnarsdóttur og Andrea Kristín, f. 7. Júlí 1966, g. Jóhannesi Inga Kolbeinssyni. Kristjana giftist Stefáni Ás- geirssyni Olsen 18. maí 2019 en þau hófu sambúð árið 1991 og hafa því átt samvistir í 30 ár. Dóttir Kristjönu er Hanna Jóna Ragnarsdóttir, f. 28. mars 1980. Maður hennar er Kristján Páll Kristjánsson, f. 4. nóvember 1979 og eiga þau dæturnar Petrúnellu Aðalheiði, f. 11. 2016 hafa Kristjana og Stefán búið sér heimili í Reyrengi 34 í Grafarvogi. Kristjana vann í fiskvinnu í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sem unglingur auk þess sem hún var í sveit eitt sumar. Sem ung kona vann hún nokkur ár á Skattstofunni í Hafnarfirði, þaðan lá leið hennar í Lög- heimtuna og síðar á fasteigna- söluna Kjörbýli í Kópavogi þar sem hún vann til ársins 2000 en eftir það vann Kristjana hjá Hagkaupum til ársins 2018, fyrst í Smáratorgi og síðar Smáralind en fluttist svo yfir í Hagkaup í Garðabæ þar sem hún var aðstoðarverslunarstjóri þar til hún ákvað að kominn væri tími á breytingar og að huga að eigin heilsu og ham- ingju. Golfið heillaði og þau hjónin hófu saman stund á því sporti. Að sama skapi nýtti Kristjana tímann til frekara náms en hún var langt komin með að afla sér bókhaldararétt- inda. Útför Kristjönu fer fram frá Grafarvogskirkju 15. febrúar 2021 kl. 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu og vegna sam- komutakmarkana verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir við- stödd útförina. Hægt verður að fylgjast með streymi á: https://youtu.be/jjAUNegHizU og virkan hlekk á streymi má finna á https://www.mbl.is/andlat október 1998 og Katrínu Diljá, f. 29. maí 2006. Þau búa í Danmörku. Dóttir Stefáns er Una Olsen, f. 5. maí 1984. Maður hennar er Meisam Rafiei, þau eiga soninn Mána og eru búsett í Banda- ríkjunum. Kristjana ólst upp í Hafnarfirði, fyrstu árin með foreldrum og bræðrum í húsi móðurforeldra í Ljósaklifi, þá í nokkur ár í Garðbæ en bæði húsin eru í hrauninu við sjóinn neðan við Hrafnistu í Hafnarfirði. Í janúar 1967, þeg- ar yngsta systirin hafði bæst í barnahópinn, fluttist fjöl- skyldan í raðhús við Álfaskeið 89. Kristjana keypti sína fyrstu íbúð árið 1984 að Álfaskeiði 90 en þaðan lá leiðin í risíbúð við Drápuhlíð 26 þar sem hún bjó þegar þau Stefán tóku saman. Þá fluttu þau saman í húsnæði Stefáns á Dragavegi 5 en síðar keyptu þau lóð í Ekrusmára 18 í Kópavogi og byggðu sér heimili sem þau fluttu inn í á vormánuðum árið 1998. Frá Kær vinkona er fallin frá. Vinskapur okkar Sissu hófst í barnaskóla. Við brölluðum margt saman í gegnum árin og eitt er víst að manni leiddist aldrei þegar Sissa var með í för. Sissa var bara 18 ára þegar hún eignaðist sólskinsgeislann sinn hana Hönnu Jónu. Maður myndi ætla að við hefðum átt að vitkast mikið við þennan áfanga en þegar árin liðu var barnið oft að siða okkur til og segja okkur að hætta þessum fíflalátum. Auðvitað þroskaðist Sissa helling við að verða móðir svona ung og hafði hún gífurlega ábyrgðarkennd fyrir velferð Hönnu Jónu. Árið 1988 kynntist Sissa hon- um Stebba sínum. Þar hitti hún sálufélaga sinn sem varð hennar besti vinur. Sissa hóf sambúð með Stebba á Dragavegi og gekk hann Hönnu Jónu í föð- urstað. Ég flutti til Köben og svo á Ísafjörð og urðu samskipti stop- ulli á þessum tíma. Við heyrðumst alltaf af og til í síma og héldum sambandi þótt langt væri á milli. En svo kom að bestu ákvörð- un sem við höfum tekið á seinni árum. Eftir ákvörðun um að hittast á löngum laugardegi var rölt niður Laugaveg og stoppað á nokkrum (lesist mörgum) bör- um. Systa vinkona okkar var ný- byrjuð í golfi og fór mikinn um ágæti þessarar íþróttar. Ég, Sissa og Ása vorum ekki alveg vissar hvort þetta væri eitthvað fyrir okkur en áður en dagur var að kveldi kominn höfðum við tekið ákvörðun um að fara á golfnámskeið með Systu og Lilju. Systa þorði nú ekki annað en að hringja næsta morgun og spyrja hvort vínandinn góði hefði tekið þessa ákvörðun en svo var nú aldeilis ekki. Sissa hafði aldrei haldið á golfkylfu þegar námskeiðið hófst en fljótlega kom í ljós að hún hafði mikla hæfileika í golf- inu. Hún mætti sumarið á eftir næstum á hverjum degi á golf- völlinn og er óhætt að segja að hún hafi kolfallið fyrir þessari skemmtilegu íþrótt. Sissa náði að smita Stebba af golfáhuganum og náðu þau smá- tíma þar sem þau gátu samein- ast um áhugamálið. Sissa og Stebbi voru nú ekk- ert að flýta sér í að gifta sig en drifu loks í því í maí 2019. Fegurri og ástfangnari brúð- ur en Sissa var þennan dag er vandfundin. Ég var svo heppin að hafa ásamt Ásu fengið að fara með í brúðkaups-golfferð til Póllands með Sissu og Stebba í sept- ember 2019. Þessi golfferð átti að verða sú fyrsta af mörgum en örlögin tóku í taumana og í dag ylja ég mér við minningar úr þessari dásamlegu ferð. Sissa tók örlögum sínum af mikilli yfirvegun. Í einu af síð- ustu samtölum sem við áttum sagðist Sissa hafa átt dásamlegt líf, hún væri sátt við allt og alla og sæi ekki eftir neinu. Elsku Sissa, ég kveð þið með ást og söknuði og vona að það séu golfvellir í handanheimum svo þú getir haldið áfram að lækka forgjöfina. Elsku Stebbi, Hanna Jóna, Andrea, bræður, barnabörn og tengdasonur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þín vinkona Soffía (Soffa). Ótal minningar streyma í gegn þessa dagana, góðar gleði- ríkar minningar sem mér þykir óendanlega vænt um. Minningarnar ylja, ég græt og hlæ til skiptis, hjartað fyllist af sorg en jafnframt gleði á sama tíma, því vináttan þín, það að hafa átt þig að, er ólýsanlegt og ég er svo þakklát fyrir það. Þið mamma stóðuð ykkur ótrú- lega vel í uppeldinu á okkur Hönnu Jónu, þið ungu mæðurn- ar sem tókust á við móðurhlut- verkið saman, því ég lít svo á að ég hafi átt tvær mömmur, kjarnakonur sem ólu mig upp – með smá aðstoð frá ömmu Droplaugu. Föstudaginn síðastliðinn var ég að tala við Hönnu Jónu í sím- ann, bara eins og við gerum vanalega. Orðin okkar og til- finningar voru aðeins þyngri þann daginn þar sem við rædd- um sorg, dauðann, lífið og ást- ina. Ég sagði henni að ég væri á leiðinni til þín, Sissu og Stebba í kaffi og spjall á laugardeginum með mömmu og að ég myndi hringja í hana í gegnum mynd- símtal, þá gætum við allar verið saman. Á laugardeginum fór ég í kaffi til Stebba. Nærvera þín var allsráðandi og mér fannst þú vera þarna með okkur. Ég beið alltaf eftir að þú kæmir fram og segðir ein- hvern viskumola. Þið Stebbi hafið byggt upp einstakt heimili, sem faðmar mann þegar labbað er inn, og hlakka ég til að geta farið áfram í kaffi til Stebba, því þú verður alltaf þar með okkur. Rétt fyrir brúðkaupsdaginn minn í september sendir þú mér eftirfarandi skilaboð: „Ég er einmitt búin að vera að hugsa svo mikið til þín þessa dagana og mér finnst þetta ástand ferlega fúlt. Við eigum svo innilega skilið að fá að hitt- ast. Elska þig svo mikið og er svo stolt af þér fallega verðandi brúður. Kjóllinn er æði. Þú ert undurfögur. Máni er heppnasti maður í heimi. Svo njóttu dags- ins þín í botn, ég fylgist með streyminu og grenja úr mér augun af stolti, gleði og ást. Elska þig gullið mitt.“ Streymið heldur áfram og ég trúi því staðfastlega að þú hald- ir áfram að fylgjast með okkur. Takk fyrir allt elsku Sissa mín, þar til við sjáumst, heyr- umst og hlæjum saman aftur! Þín Þuríður (Þurí). Systur í nær 55 ár og að auki bestu vinkonur síðustu 40 árin. Við vorum sko „bara systur“ fyrstu 15 árin enda ég fimm ár- um yngri, með fílsminni og frek (að sumra mati). Það kom þó ekki í veg fyrir það að ég átti dásamlega systur í Sissu allt frá fyrsta minni. Í gamla daga átti Sissa for- láta Barbie-dúkku sem ég öf- undaði hana mikið af. Sissa vissi af áhuga mínum og stundum bauðst hún til að gefa mér Bar- bie-dúkkuna ef ég t.d. skryppi út í búð að kaupa kók, síríus- lengju og lakkrísrúllu. Ég var alltaf til en einhvern veginn æxlaðist það svo eftir hvert sinn að þetta var ekki „alvöru“ og ég fékk ekki að eiga Barbie. Þetta yfirfærðist svo á ýmislegt annað sem ég ágirntist, hún lofaði að gefa mér eitthvað ef ég hlypi út í búð en svo þegar heim var komið þá var það bara „Barbie“ sem þýddi að þetta var bara gabb. Ég féll alltaf fyrir þessu bragði, aftur og aftur … og myndi eflaust gera enn ef hún reyndi. Ég dáði stóru systur mína takmarkalaust og ekki minnkaði sú aðdáun eftir að æskuárunum lauk og við urðum ungar dömur og fundum það út að við værum bara skratti skemmtilegar og skemmtum okkur vel saman allt upp frá því. Fyrst vorum við ungar og einhleypar einstæðar mæður, síðan vorum við sam- taka í því að finna okkur góða eiginmenn, hún hann Stebba sinn og ég hann Jóa minn. Dæt- ur okkar voru líka eins og syst- ur og eiga sér ekki síðri sögu en við systurnar. Við Jói skutumst oft til Sissu og Stebba um helgar til að spila, ræða málin og skemmta okkur. Stundum enduðu kvöldin úti á lífinu og þótti okkur það ekki leiðinlegt. Á þeim árum sem við Jói bjuggum „úti“ og síðar á Hólmavík, þá voru Sissa og Stebbi dugleg að heimsækja okkur og eigum við því ótal- margar ljúfar minningar frá þeim tímum. Skemmtilegast var þegar börn og barnabörn voru með og við systur sáum glöggt ríkidæmið okkar. Sissa var forkur til verka, hafði einstaka skipulagsgáfu og næmt fegurðar- og formskyn. Það lék í höndum hennar að gera fallegt í kringum sig. Hún elskaði fólkið sitt og vildi allt fyrir það gera, bæði stóra og smáa. Sissa hætta að vinna fyrir nokkrum árum en síðustu starfsárin var hún aðstoðar- verslunarstjóri í Hagkaup í Garðabænum. Henni fannst starfið skemmtilegt og átti marga góða vinnufélaga. En starfið var slítandi og stal öllum stundum í kringum stórhátíðir og Sissu fannst kominn tími á breytingar. Hún hafði oftar en einu sinni orð á því hvað hún væri glöð yfir því að hafa hætt að vinna. Hún naut svo sann- arlega þessara síðustu ára, elsk- aði fjölskylduna sína, tíkina Skottu, golfið og naut þess að gera heimilið sitt að notalegum verustað. Ég kveð mína kæru systur með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allt og allt. Elsku Stebbi, Hanna Jóna, Krissi, Peta, Kata, Unnur Ósk, Meisam og Máni. Ég votta ykk- ur mínar dýpstu samúð, megi allar góðar vættir styrkja ykkur og styðja. Andrea Kristín Jónsdóttir. Meira á www.mbl.is/andlat Kristjana Þuríður Jónsdóttir Kveðja frá Álftaneskórnum Álftaneskórinn var stofnaður árið 1981. Þó að kórinn væri stofnaður til þess að flytja aðallega veraldlega tónlist tóku kórfélagar fljótlega að sér að syngja við athafnir í Bessa- staðakirkju. Jón Breiðfjörð kom til liðs við Álftaneskórinn nokkru eftir að þau hjón, hann og Elín Jóhanns- Jón Breiðfjörð Höskuldsson ✝ Jón BreiðfjörðHöskuldsson fæddist 22. ágúst 1938. Hann lést 23. janúar 2021. Jón var jarð- sunginn 4. febrúar 2021. dóttir, reistu sér hús í landi Sveins- kots sem var í eigu föður Elínar. Jón var alla tíð traustur og samviskusamur kórfélagi og söng síðast með kórnum um jólin 2019. Mikið jafnræði var með þeim hjón- um Jóni og Elínu og voru þau einstak- lega samhent. Bæði tóku þau þátt í sveitarstjórnarmálum hér á Álftanesi og einnig hefur Elín verið mjög virk í kirkjustarfi Bessastaðasóknar og var for- maður sóknarnefndar þangað til nýlega. Samstarf kórsins við sóknarnefndina er náið og ætíð hefur verið gott að eiga samtal við Elínu. Kórinn hefur því notið þess að eiga þau bæði að. Jón var mikill kóramaður og söng í ýmsum kórum gegnum árin. Hann hafði mjög góða bassarödd og var öruggur söng- maður og var því mikill styrkur fyrir kórinn. Jón og Elín voru mjög góðir félagar bæði í ferða- lögum kórsins og eins þegar kór- félagar gerðu sér glaðan dag. Kórfélagar hafa til dæmis um margra ára skeið haft samveru- stund eftir aðventuhátíð sóknar- innar. Fyrir nokkrum árum buðu Jón og Elín kórnum að hafa þessa samverustund á fal- legu heimili þeirra í Litlubæj- arvör þar sem gleðin var við völd. Við þökkum kærum vini ára- langa samfylgd og sendum Elínu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um þennan góða og glaða samferðamann ylj- ar okkur öllum. F.h. Álftaneskórsins, Sigrún Helgadóttir og Sæbjörg Einarsdóttir. Nú kveðjum við Svavar. Það var mikil gæfa að þekkja hann. Í honum var svo auðvelt og gott að finna félaga til að spjalla við um hvað sem var. Þegar ég æfði mig á píanóið hjá þeim ömmu í Mávahlíðinni endaði hann á því að þakka mér kærlega fyrir tónleikana. Þegar ég sagði honum frá hestanámskeiði sem ég hafði verið á fór hann með mig í reiðtúr og kenndi mér að nefna alla litina á hestunum. Þegar ég sagðist hafa lesið Laxdælu í skól- anum og haft gaman af keyrði Svavar Gestsson ✝ Svavar Gests-son fæddist 26. júní 1944. Hann lést 18. janúar 2021. Út- för Svavars fór fram 2. febrúar 2021. hann með mig um söguslóðirnar, sýndi mér hvar Guðrún Ósvífursdóttir bjó og hvar fóstbræð- urnir Kjartan og Bolli áttu að hafa mæst í hinsta sinn. Hann kenndi mér að planta trjám, að segja „altså“, að ganga með hendur fyrir aftan bak og að borða rjóma með bláberjum en ekki bláber með rjóma. Hann kenndi mér þannig ótal- margt og var mér alltaf afskap- lega góður. Og ég veit að sömu sögu hafa fjölmargir aðrir að segja af Svavari. Ég mun sakna hans mikið og verð alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að telja hann til fjölskyld- unnar minnar. Hrefna Svavarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.