Morgunblaðið - 15.02.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
50 ára Jóhannes er
Akureyringur en býr í
Kálfagerði í
Eyjafjarðarsveit. Hann
er smiður að mennt
frá Verkmenntaskól-
anum á Akureyri og
vinnur hjá SS byggir.
Jóhannes er gjaldkeri í hjálparsveitinni
Dalbjörg og er í Lionsklúbbnum Vitaðs-
gjafa.
Maki: Anett Ernfelt Andersen, f. 1976 í
Glistrup í Danmörku, nemi í bókhaldi.
Börn: Jakob Ernfelt, f. 2000, og Anna
Sigrún Ernfelt, f. 2009.
Foreldrar: Jakob Jóhannesson, f. 1944,
bifvélavirki, og Kristín S. Ragnarsdóttir,
f. 1945, fyrrverandi verkakona. Þau eru
búsett á Akureyri.
Jóhannes
Jakobsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum fer ekki saman það sem
maður helst vill og það sem manni er holl-
ast. Fáðu einhvern í lið með þér, segðu hon-
um frá draumum þínum og framkvæmið þá
saman.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú verður fengin/n til að leysa vanda-
mál og koma með hagnýtar lausnir. Nú
finnst þér þú í meiri tengslum við umhverfið
en áður. Stundum er betra að vinna með en
reyna að kollvarpa öllu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sama hversu annríkt þú átt, þá
skaltu gefa þér 15 mínútur í einrúmi á hverj-
um degi. Farðu aðrar leiðir í lífinu en þú hef-
ur gert hingað til.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hlutur sem þú hélst að þú hefðir
gengið frá fyrir fullt og allt kemur aftur í bak-
ið á þér með óvæntum hætti. Hlutirnir virka
öðruvísi en þú hélst.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Atburðarásin mun taka öll völd úr
höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og
nærð stjórn á hlutunum. Þú ættir að hugsa
oftar út fyrir boxið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er nauðsynlegt að kynna sér vel
smáa letrið áður en skrifað er undir. Leggðu
þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Skipuleggðu tíma þinn þannig að þú
getir skotist frá til þess að sinna erindum.
Sjálfstraustið er í góðu lagi og þú ert jafn-
framt hress og bjartsýn/n á framtíðina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt það til að draga þig í hlé
til að forðast árekstra við annað fólk. Að gefa
hluti sem maður hefur sankað að sér er ekki
bara sársaukalaust, heldur frelsandi líka.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það gengur ekki að ætla sér að
halda áfram með alla enda lausa. Hafðu var-
ann á gagnvart fagurgala frá hinu kyninu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert fær um að afla þér tekna
með því einu að opna munninn. Hafðu þetta
í huga þegar leitað er til þín.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Skarpskyggni þín í viðskiptum er
kannski ekki tilkomin vegna menntunar held-
ur innsæis. Innri ró er sú mikilvægasta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert búinn að vera að glíma við
stórt verkefni í langan tíma og nú er bara að
leggja á það lokahönd. Þér verður kennt um
hluti sem þú átt engan þátt í.
kenna og mér fannst það liggja vel
fyrir mér, en ég kenndi þýsku og
sagnfræði og stundum íslensku.“
Guðlaug var leikari hjá Leikfélagi
2006. Hún var fyrst í eitt ár hjá
Menntaskólanum á Akureyri og síðan
við Verkmenntaskólann á Akureyri.
„Mér fannst afskaplega gaman að
G
uðlaug Hermannsdóttir
fæddist 15. febrúar 1936
í Vík í Mýrdal og ólst að-
allega upp í Mýrdal en
einnig á Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu. Hún var í sveit á
Ytri-Sólheimum í Mýrdal hjá tvíbura-
systur móður sinnar. „Við móðir mín
veiktumst af lömunarveiki þegar ég
var tíu ára og hún var send til
Reykjavíkur um tíma, en faðir minn
hafði drukknað þegar ég var fimm
ára.“
Guðlaug gekk fyrst í Barnaskólann
í Vík. „Ég fór vítt og breitt með móð-
ur minni vegna starfa hennar sem
saumakennari og var í ýmsum skól-
um víðsvegar á Suðurlandi, m.a. í
Vestmannaeyjum.“ Hún var síðan í
Skógaskóla í þrjá vetur og lauk þar
námi árið 1953. Haustið 1954 fékk
Guðlaug skólastyrk til lýðháskóla-
dvalar í Bollnäs í Svíþjóð og lauk það-
an námi á hússtjórnarsviði árið 1955.
Hún hóf nám við öldungadeild MA
árið 1975 og lauk þaðan stúdentsprófi
árið 1977. Haustið 1977 hóf Guðlaug
nám við háskólann í Konstanz í Vest-
ur-Þýskalandi í sagnfræði og þýsku
og lauk því árið 1980 og árið 1981 lauk
hún BA í sagnfræði frá Háskóla Ís-
lands. Uppeldis- og kennslufræði við
HÍ lauk Guðlaug árið 1982. „Það hafði
alltaf blundað í mér að fara í há-
skólanám og maðurinn minn sýndi
einstaka fórnfýsi. Hann sagði að hann
væri tilbúinn að fylgja mér í há-
skólanáminu ef það væri ekki til
Reykjavíkur, og átti við að við færum
út og úr varð að við fórum til Þýska-
lands.“
Tólf ára gömul hóf Guðlaug vinnu
við sláturhúsið í Vík og var þar alls í
þrjár sláturtíðir. Hún vann sem
kaupakona á sumrin í kringum Vík í
Mýrdal og 17 ára gömul réð Guðlaug
sig sem kaupakonu í Saurbæ í Eyja-
firði. Hún vann einnig í eitt ár sem
símastúlka á Landsímanum á Hvols-
velli og árið 1955 hóf hún störf við
Kaupfélagið í Vík í Mýrdal. Eftir að
Guðlaug flutti til Akureyrar hóf hún
störf á saumastofu Amaro árið 1959.
Þar vann hún meira og minna næstu
20 árin. Eftir að háskólanáminu lauk
vann Guðlaug sem framhaldsskóla-
kennari þar til hún lét af störfum árið
Akureyrar í góð 10 ár á 7. og 8. ára-
tugnum. „Ég held að ég hafi leikið 30-
40 hlutverk en hugsa að Stromp-
leikur eftir Laxness sé eftirminnileg-
ast, líka Draumur á Jónsmessunótt,
Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol og leik-
gerð Bríetar Héðinsdóttur af Jómfrú
Ragnheiði. Ég hafði alltaf mjög gam-
an af því að vera á sviðinu.“
Guðlaug var árum saman í stjórn
Leikfélags Akureyrar. Einnig var
hún virk í starfi hestamannafélagsins
Léttis og sat í stjórn íþróttadeildar
Léttis um árabil. Guðlaug tók virkan
þátt í kórstarfi á Akureyri, söng með
Kirkjukór Akureyrarkirkju og
kvennakórnum Gígjunum um árabil.
„Ég lærði að syngja hjá Sigurði
Demetz og það var ekki leiðinlegt að
vera hjá honum. Ég var samt ekki
mikið fyrir að syngja einsöng, vildi
bara vera þokkaleg söngkona og leik-
kona.“
Á námsárum sínum hlaut Guðlaug
margoft viðurkenningar fyrir fram-
Guðlaug Hermannsdóttir, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari – 85 ára
Hjónin Guðlaug og Brynjar í svalagarðinum heima hjá sér í Skálateigi.
Er að skrifa ættarsögu sína
Fjölskyldan Brynjar, Hermann,
Sigrún María, Harpa og Guðlaug.
Leikkonan Guðlaug í Túskildings-
óperunni með Leikfélagi Akureyrar.
40 ára Halla María er
frá Ögri í Ísafjarðar-
djúpi en býr í Reykja-
vík. Hún er með MA-
gráðu í náms- og
starfsráðgjöf frá HÍ og
er náms- og starfs-
ráðgjafi við Tækni-
skólann. Halla María rekur ferðaþjónustu
í Ögri ásamt systkinum sínum.
Maki: Þórólfur Sveinn Sveinsson, f.
1980, matvælafræðingur og gæðastjóri
hjá Coca Cola European Partners.
Börn: Ágústa María, f. 2007, Vigdís Lilja,
f. 2010, og Jakob Valdimar Sveinn, f.
2016.
Foreldrar: Halldór Hafliðason, f. 1933, d.
2009, og María Guðröðardóttir, f. 1942,
d. 2012, bændur í Ögri.
Halla María
Halldórsdóttir
Til hamingju með daginn
FASTEIGNIR
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Efnistökin er t.d þessi:
• Hvernig er fasteigna-
markaðurinn að
þróast?
• Viðtöl við fólk sem
elskar að flytja.
• Hvernig gerir þú
heimili tilbúið fyrir
fasteignamyndatöku?
• Viðtöl við
fasteignasala.
• Innlit á heillandi
heimili.
• Góðar hugmyndir
fyrir lítil rými.
Pöntun auglýsinga:
Sigrún Sigurðurdóttir
569 1378
sigruns@mbl.is
Bylgja Sigþórsdóttir
569 1148
bylgja@mbl.is
KEMUR ÚT
26.
feb
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is