Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 27
Þýska stórveldið Bayern München
er búið að staðfesta kaupin á varnar-
manninum eftirsótta Dayot Upamec-
ano. Franski landsliðsmaðurinn kemur
frá þýska liðinu RB Leipzig en hann er
afar leikreyndur þrátt fyrir að vera að-
eins 22 ára gamall. Ensku úrvalsdeild-
arfélögin Liverpool, Chelsea og Man-
chester United höfðu öll verið orðuð
við Upamecano en nú hefur Bayern
skotið þeim ref fyrir rass.
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfs-
sonar í meistaraliði Kadetten í Sviss
unnu 38:19-stórsigur á botnliði End-
ingen í efstu deildinni á laugardaginn
og halda því áfram vel í við toppliðin í
deildinni. Aðalsteinn og Kadetten urðu
svissneskir meistarar á síðustu leiktíð
en hann hefur stýrt liðinu síðan í febr-
úar á síðasta ári.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í
marki Silkeborg í fyrsta sinn og hélt
hreinu þegar liðið vann 2:0 sigur á
Hvidovre í dönsku B-deildinni í knatt-
spyrnu í gær. Stefán Teitur Þórðarson
spilaði sömuleiðis allan leikinn fyrir
Silkeborg.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021
HANDBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Afturelding tyllti sér í toppsætið í Ol-
ís-deild karla í gærkvöldi en þrír leik-
ir fóru fram í gær. Umferðinni lýkur
með þremur leikjum í kvöld og þá
mætast til að mynda Hafnafjarðar-
liðin FH og Haukar.
Afturelding náði toppsætinu með
því að leggja botnlið ÍR að velli 27:22.
Staðan var jöfn 18:18 þegar um tólf
mínútur voru eftir. ÍR er án stiga og
ekki seinna vænna að ná í stig.
Óvænt úrslit urðu í Safamýri þegar
Fram vann Selfoss 27:25 eftir jafnan
leik. Leikurinn var í járnum svo gott
sem allan tímann, munurinn á lið-
unum var aldrei meiri en tvö mörk.
Jafnt var að loknum fyrri hálfleik
12:12 sem var viðeigandi staða.
Aftur var jafnt 23:23 þegar sex
mínútur voru eftir en Framarar voru
sterkari á lokasprettinum og lönduðu
sigri. Svo virtist sem möguleiki væri
að skapast fyrir Selfoss þegar Svein
Aron Sveinsson skoraði úr vítakasti á
58. mínútu og Þorgrímur Smári
Ólafsson fékk tveggja mínútna brott-
vísun hjá Fram. Var staðan þá 26:25
og Selfyssingar virtust þá geta náð
stigi út úr leiknum. Þá fóru Framarar
í langa sókn sem lauk með því að
Stefán Darri Þórsson skoraði úr
þröngu færi. Reyndist það síðasta
markið.
Selfoss hafði einungis tapað einum
leik af fyrstu sjö og liðið hafði leikið
vel að undanförnu. Selfyssingar
munu vafalítið halda áfram að safna
stigum þar sem góður bragur virðist
vera á liðinu. Selfoss er með 11 stig og
Fram er nú með 9 stig. Framarar
hafa verið öflugir eftir að deildin fór
af stað á ný eftir langt hlé og hafa
unnið bæði Val og Selfoss á tiltölulega
skömmum tíma. Framarar hafa því
slitið sig vel frá fallbaráttunni með
góðum úrslitum að undanförnu.
35 mörk skoruð á Akureyri
Þórsarar hleyptu auknu lífi í bar-
áttuna í neðri hluta deildarinnar með
því að leggja Gróttu að velli á Ak-
ureyri en þessi lið eru nýliðar í deild-
inni í vetur. Þórsarar lönduðu eins
marks sigri 18:17 en lokatölurnar
minna á úrslit í hörkuleikjum fyrir
þrjátíu til fjörutíu árum. Markverðir
liðanna komust vel frá leiknum en
Jovan Kukobat varði 15 skot hjá Þór
og var með 47% markvörslu. Stefán
Huldar Stefánsson var einnig með
47% vörslu hjá Gróttu en hann varði
16 skot.
Þór er með 4 stig og Grótta er með
5 stig og framundan gæti verið mikil
barátta á milli þessara liða um að
halda sætinu í deildinni.
Þór hleypti lífi í botnbaráttuna
Afturelding náði toppsætinu Framarar hafa unnið bæði Val og Selfoss
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Vörn Þorgrímur Smári Ólafsson og Stefáni Darri Þórsson mæta hér Ragnari Jóhannssyni Selfyssingi.
Hvergerðingar eru enn ósigraðir í
Mizuno-deild karla í blaki á þessu
keppnistímabili. Í gær fengu þeir
Vestfirðinga í heimsókn og unnu
3:0. Hrinurnar vann Hamar 25:15,
25:14 og 23:20. Hamar er á toppn-
um en Vestri í 6. sæti.
Afturelding og HK eru efst í Miz-
uno-deild kvenna og KA er rétt á
eftir í 3. sæti eftir tvo sigra gegn
Þrótti R um helgina. KA vann báða
leikina 3:0. Þróttur Fjarðabyggð og
Álftanes mættust einnig tvívegis
um helgina og unnu sitt hvorn leik-
inn. sport@mbl.is
Hamar enn með
fullt hús stiga
Ljósmynd/Frank Atteneder
Reyndur Hafsteinn Valdimarsson
var atkvæðamikill hjá Hamri.
Hægri skytturnar Ómar Ingi Magn-
ússon og Viggó Kristjánsson héldu
uppteknum hætti í þýsku efstu
deildinni í handknattleik í gær en
þeir voru báðir markahæstir í liðum
sínum þegar þau unnu leiki sína.
Ómar Ingi skoraði 11 mörk fyrir
Magdeburg sem vann nauman
29:28-sigur á Minden og hann varði
einnig tvö skot í vörninni. Ómar er
með markahæstu mönnum deild-
arinnar en hann er þar í sjötta sæti
með alls 92 mörk. Liðsfélagi hans
hjá Magdeburg, Gísli Þorgeir Krist-
jánsson, kom einnig við sögu í gær
og skoraði tvö mörk. Magdeburg er í
5. sæti deildarinnar eftir 15 leiki.
Viggó skoraði níu mörk og gaf
tvær stoðsendingar er Stuttgart
lagði lærsveina landsliðsþjálfarans
Guðmundar Þórðar Guðmundssonar
í Melsungen með 30 mörkum gegn
28. Viggó er markahæstur allra í
þýsku deildinni, hann er búinn að
skora 123 mörk en þrír Íslendingar
eru á lista yfir tíu efstu markaskor-
arana, Bjarki Már Elísson er í þriðja
sæti með 107 mörk en hann er leik-
maður Lemgo
Elvar Ásgeirsson, samherji
Viggós í Stuttgart, komst ekki á blað
í leiknum en Arnar Freyr Arnars-
son, sem spilar með Melsungen,
skoraði eitt mark og gaf eina stoð-
sendingu. Stuttgart er í 10. sæti,
sæti fyrir ofan Guðmund og læri-
sveina hans í Melsungen sem eiga
hins vegar nokkra leiki til góða.
Þá skoraði Arnór Þór Gunnarsson
fimm mörk fyrir Bergischer þegar
liðið tapaði naumlega fyrir Leipzig,
29:30. Bergischer er í 8. sæti deild-
arinnar.
Raða inn mörkum
í þýsku deildinni
AFP
Markahæstur Viggó Kristjánsson
hefur skorað flest mörk í deildinni.
Olísdeild karla
Þór – Grótta .......................................... 18:17
ÍR – Afturelding ................................... 22:27
Fram – Selfoss...................................... 27:25
Staðan:
Afturelding 9 6 1 2 226:222 13
Haukar 7 6 0 1 204:170 12
Selfoss 8 5 1 2 216:193 11
FH 8 5 1 2 231:206 11
Valur 8 5 0 3 234:218 10
ÍBV 7 4 1 2 203:191 9
Fram 9 4 1 4 217:221 9
Stjarnan 8 3 1 4 209:217 7
KA 7 2 3 2 183:167 7
Grótta 9 1 3 5 214:222 5
Þór Ak. 9 2 0 7 204:238 4
ÍR 9 0 0 9 201:277 0
Grill 66 deild karla
Víkingur – Hörður................................ 34:28
Olísdeild kvenna
FH – Haukar ........................................ 19:33
Fram – Valur ........................................ 30:22
Stjarnan – KA/Þór ............................... 26:27
Staðan:
KA/Þór 9 6 2 1 216:197 14
Fram 9 7 0 2 266:217 14
Valur 9 4 3 2 242:210 11
Stjarnan 9 5 0 4 239:229 10
Haukar 9 4 1 4 224:227 9
ÍBV 8 3 1 4 200:188 7
HK 8 2 1 5 197:216 5
FH 9 0 0 9 176:276 0
Grill 66 deild kvenna
Selfoss – ÍR............................................16:31
Fjölnir/Fylkir – Valur U...................... 29:35
HK U – Fram U.................................... 31:30
Þýskaland
Göppingen – RN Löwen ..................... 34:32
Janus Daði Smárason skoraði ekki fyrir
Göppingen.
Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen.
Hannover-Burgdorf – Flensburg...... 26:33
Alexander Petersson var ekki með
Flensburg.
Magdeburg – Minden.......................... 29:28
Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 2.
Bergischer – Leipzig........................... 29:30
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm
mörk fyrir Bergischer.
Melsungen – Stuttgart........................ 28:30
Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt
mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
Viggó Kristjánsson skoraði 9 mörk fyrir
Stuttgart og Elvar Ásgeirsson ekkert.
B-deild:
Aue – Dessauer .................................... 23:22
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 2 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Freiburg – Sachsen Zwickau............. 21:29
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 2 mörk
fyrir Sachsen Zwickau.
Spánn
Huesca – Barcelona............................. 28:40
Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir
Barcelona.
Danmörk
Holstebro – Bjerringbro/Silkeborg ..31:33
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
Pólland
Azoty-Pulaw – Kielce ......................... 29:33
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2
mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er
frá keppni vegna meiðsla.
Svíþjóð
Helsingborg – Kristianstad................ 23:27
Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk
fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð-
mundsson 1 mark.
Redbergslid – Alingsås....................... 25:25
Aron Dagur Pálsson skoraði 3 mörk fyr-
ir Alingsås og gaf 4 stoðsendingar.
Önnered – Skövde ............................... 20:20
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki
með Skövde.
Sviss
Kadetten Endingen............................. 38:19
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
1. deild kvenna
Vestri – Hamar - Þór............................ 64:60
ÍR – Tindastóll...................................... 66:38
Spánn
B-deild:
Real Murcia – Girona ................. 93:87 (frl.)
Kári Jónsson lék í 24 mínútur með Gi-
rona, skoraði 8 stig, tók eitt frákast og gaf
eina stoðsendingu.
Þýskaland
Fraport Ulm......................................... 68:87
Jón Axel Guðmundsson skoraði 4 stig og
tók 2 fráköst.
Skautafélag Akureyrar gjörsigraði
Fjölni í Hertz-deild kvenna í íshokkíi
í Skautahöllinni á Akureyri í tveimur
leikjum um helgina. Liðin mættust
fyrst á laugardaginn og hafði SA þá
betur 9:0. Saga Sigurðardóttir skor-
aði þrjú, Inga Aradóttir tvö og þær
Berglind Leifsdóttir, Katrín Björns-
dóttir, Gunnborg Jóhannsdóttir og
Védís Valdemarsdóttir allar eitt.
Seinni leiknum, sem fór fram í
gær, lauk svo með enn stærri mun er
SA vann 17:0. Ragnhildur Kjart-
ansdóttir og Arndís Sigurðardóttir
skoruðu þrjú mörk hvor, Hilma
Bergsdóttir og Saga skoruðu tvö. Þá
voru sjö leikmenn með eitt mark,
þær Berglind, Katrín, Gunnbjörg,
Teresa Snorradóttir, María Eiríks-
dóttir, Jónína Guðbjardsdóttir og
Elín Þorsteinsdóttir. SA er með fullt
hús stiga eftir fimm leiki en Fjölnir
hefur unnið einn af fjórum. SR rekur
lestina með þrjú töp í þremur.
Morgunblaðið/Þórir
Stórsigrar Berglind Leifsdóttir var á meðal markaskorara SA um helgina.
Tveir stórsigrar
fyrir norðan