Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 28

Morgunblaðið - 15.02.2021, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2021 Bannað að giftast Tvímælalaust má segja að hræði- legustu og grimmilegustu lög sem sett hafa verið á Íslandi hafi verið lögin um bann við giftingu holds- veikra árið 1776. Þau áttu að koma í veg fyrir að holdsveikir ættu börn og með því var talið að sjúkdóm- urinn myndi hverfa úr land- inu. Rökin fyrir þessum lögum voru meðal ann- ars að konur og börn kvæntra holdsveikra karl- manna myndu lenda á vergangi þar sem þeir gátu ekki unnið yfir þeim. Áttu lög- in um bann við giftingu holdsveikra að koma í veg fyrir slíkt. Slík lög voru séríslenskt fyrirbæri. Á þess- um tíma, árið 1776, var ekki vitað hvernig fólk fékk holdsveiki, enda var ekki vitað að hún væri smit- sjúkdómur. Fólk fékk veikina af einhverjum orsökum, flestir héldu þá að hún væri arfgeng. Í inngangi Más Jónssonar sagn- fræðings að bókinni Guðs dýrð og sálnanna velferð, sem hann tók saman um prestastefnudóma Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti á árunum 1639 til 1674, kemur fram að eina „framfaramálið sem unnið var að í biskupstíð Brynjólfs voru holdsveikraspítalar, sem prestar að frumkvæði konungs lögðu til árið 1650 að yrðu stofnaðir í öllum fjórðungum“ á Íslandi. Eru það fyrstu hospítöl fyrir holdsveikt fólk hér á landi eins og þeir voru nefndir alla þá tíð sem þeir voru starfræktir frá því um miðja 17. öld og fram á þá nítjándu. Hospítölin voru Möðrufell í Eyjafirði, Klausturhólar í Grímsnesi (Haugs- hús á Álftanesi og síðar Kald- aðarnes í Flóa), Hörgsland á Síðu og Hallbjarnareyri í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu. Hospítalið á Möðrufelli í Eyjafirði Ein prestsdóttir, Guðrún Jóns- dóttir (fædd 1760), dóttir Jóns Guð- mundssonar (1711-1767) frá Þöngla- bakka í Þingeyjarsýslu, var holds- veikisjúklingur á Möðrufelli. Í bréfi Stefáns Thorarensen amtmanns og umsjónarmanns hospítalsins, dag- settu 22. desember 1783, þar sem kemur fram að Sigfús Jónsson pró- fastur hafi borið undir hann að fá að sækja um pláss á Möðrufells- hospítali fyrir „spedalsk fruentim- mer, ved navn, Guðrún“. Kemur einnig fram að hún sé dóttir séra Jóns Guðmundssonar heitins. Móðir Guðrúnar, Solveig Snorradóttir (f. 1725), lést úr holdsveiki á Eyri í Þönglabakkasókn í Þingeyjarsýslu árið 1771. Í Þjóðskjalasafni Íslands er varðveitt uppskrifað dánarbú maddömu Solveigar, móður Guð- rúnar, frá 4. apríl 1771. Dánar- meins Solveigar er ekki getið þar en hún skildi eftir sig börnin Snorra, Jónsa, Guðmund og Guð- rúnu, „nú munaðarlaus“. Þá hefur Guðrún verið á tólfta ári. Þegar Guðrún var 26 ára var svo komið fyrir henni að hún varð að leggjast inn á Möðrufellshospítal. Hún fór þá frá heimili sínu á Þönglabakka að Möðrufelli þann 12. febrúar 1786. Hún átti eftir að dvelja á hospítalinu næstu 35 árin eða þar til hún lést 19. júlí árið 1821. Í prestsþjónustubók Grundarþinga var hún titluð „hospítalslimur frá Möðrufelli“. Guðrún lést úr land- farsótt, 61 árs að aldri. Engar teikningar eða myndir eru til af hospítalslimum á Möðrufelli nema af einni konu, Rósu Ólafs- dóttur ekkju. Rósa, sem hafði verið niðurseta á Æsustöðum í Grundar- þingum frá árinu 1835, var flutt á Möðrufell árið 1836. Ævisaga Rósu er í stuttu máli á þann veg að í byrjun nítjándu aldar (1801) var hún húsfreyja í Syðra-Dalsgerði í Miklagarðssókn í Eyjafjarðarsýslu. Hún var þá gift sér mun eldri manni, Jóni Einarssyni bónda, sem var 61 árs en hún rétt um þrítugt. Þau áttu þá soninn Jón, sem var tíu ára. Síðan bættist annar sonur við, Ívar, sem fæddist 21. janúar árið 1804. Eiginmann sinn missti Rósa í byrjun árs 1806, 65 ára gamlan, úr brjóstveiki. Árið 1835 var síðan svo komið fyrir Rósu að hún var orðin holdsveik og var hún þá flutt á Möðrufell þar sem hún dvaldi þar til hún lést 2. október 1837, 69 ára að aldri. Árið 1836 heimsótti franski vísindamaðurinn og læknirinn Paul Gaimard Möðrufell í víðkunnri Ís- landsför sinni, eins og fram kemur í nýlegri bók Árna Snævarr sagn- fræðings, Maðurinn sem Ísland elskaði: Paul Gaimard og Íslands- ferð hans 1835-1836. Á meðan Gaimard dvaldi á Möðrufelli skoð- aði hann umrædda Rósu og er sjúk- dómslýsingin sem hann skrifaði um hana í dagbók hans. Sú dagbók er varðveitt í ríkisskjalasafninu í Frakklandi. Með Gaimard í för var teiknari, Louis Bévalet, sem teikn- aði Rósu. Í dagbók Gaimards er eftirfar- andi sjúkdómslýsing: Á Möðrufelli skoðaði Gaimard Rósu Ólafsdóttur, 68 ára, sem hafði dvalist þar í hálft annað ár. Hún var fædd á [Jódísar]stöðum [í Munkaþverár- klausturssókn] og hafði verið holdsveik í tvo áratugi, eins og móðir hennar og móð- urafi. Hún fékk fyrst hita en síðan tóku við al- mennar bólgur í vöðvum og kirtl- um, segir hún, og bætir við að þetta hafi verið um allan líkam- ann. Thorlacius prófastur segir að þannig byrji venju- lega þessi veiki. Einkennin komu fyrst fram í andliti en síðan á fótum og lærum. Röddin varð hás á sjöunda ári og hún átti erfitt með að draga andann. Nú á hún við öndunarörðug- leika að stríða annað slagið og finnur til, sérstaklega, segir hún, á nýju og fullu tungli. Þessi kona hefur litla matarlyst og þjáist af miklum melt- ingartruflunum. Hún fer lítið út og á erfitt með svefn og mókir fremur en sefur. Hún sér mjög illa. Hún segist þó greina hvíta litinn á pappírnum sem ég er að skrifa á þessa stundina fyrir framan hana. Maginn tæmist stundum auðveldlega og stundum með erfiðismunum að jafnaði á þriggja daga fresti. Hún er glaðlynd að eðlisfari. Hún hefur unnið hörðum höndum alla ævi og sinnt öllum þeim störfum sem í hlut íslenskra kvenna koma […] Þá hafði hún harðar stórar vört- ur og bletti um allt andlitið. Rósa var með stórt og afar ljótt sár á nefbroddinum. Varirnar voru bólgnar og þaktar sárum. Á kinn- unum sáust merki um stór ör. Hún hafði allar tennur í munni. Mikil lykt var af tám hennar og margar neglur dottnar af og hún var með sár á efri hluta tánna. Rósa fann ekki fyrir sárs- auka í fótum en aftur á móti miklum kláða. Teikningin af Rósu er afar merkileg og verð- mæt því að hún er ein af fáum teikningum sem til eru af holds- veikisjúklingi af gömlu holds- veikihospítölunum. Óhreinu börn- in hennar Evu Bókarkafli | 31. janúar síðastliðinn var alþjóða- dagur holdsveikinnar sem haldinn er til að vekja fólk til umhugsunar um þennan hryllilega smit- sjúkdóm sem margir halda að búið sé að uppræta en grasserar því miður enn. Í bókinni Óhreinu börnin hennar Evu rekur dr. Erla Dóris Hall- dórsdóttir sögu holdsveiki í Noregi og á Íslandi. Hospítal Þannig má ætla að baðstofa á holdsveikraspítölum á Íslandi hafi litið úr en þessi hospítöl voru starfrækt frá miðri 17. öld og fram á þá nítjándu. Í baðstofunni voru fjórar rekkjur, næturgagn undir rúmum, borð og stólar við hvert rúm. Fyrir miðju baðstofunnar er reykháfur (rör) og í gegnum hann átti ólyktin að fara sem oft fylgdi þessum sjúklingum. Má ætla að lyktin hafi stafað af graftarsýkingum í hnútunum sem mynduðust á líkþrár- sjúklingum og þegar fingur eða tær duttu af limafallssjúklingum. Linda Ólafsdóttir teiknaði myndina. Holdsveiki Rósa Ólafsdóttir, holdsveikisjúklingur á Möðrufellshospital, árið 1836. Andlit hennar var hræðilegt að sjá, svo illa hafði holdsveiki- bakterían leikið Rósu. Hún var nærri blind og með lokuð augu. 25 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Hvíldu skjáinn í hálftíma fyrir svefn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.