Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 15.02.2021, Síða 32
Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Himnesk hamingja mest í Vest- mannaeyjum. Það er niðurstaða við- horfskönnunar meðal íbúa sveitarfé- laga um allt land. Margt þarf til og margir að leggjast á árarnar til að ná toppnum. Þar lætur starfsfólk Bóka- safns Vestmannaeyja ekki sitt eftir liggja í að auka hamingju Eyja- manna. Bregða á leik af minnsta til- efni og einn þeirra er Blint stefnumót við bók. Viðburður sem þau tengja við Val- entínusardaginn, sem var í gær, en nú þegar bolludagur, sprengidagur og öskudagur koma beint í kjölfarið er tilefnið orðið fjórfalt. Það er hægt að skella sér á blint stefnumót vikuna fyrir og eftir Valentínusardag til að sem flestir geti látið koma sér skemmtilega á óvart. Í framlínunni eru Drífa Þöll Arnar- dóttir og Sóley Linda Egilsdóttir, sveitastelpur sem settust að í Eyjum og una hag sínum vel. „Við byrjuðum á þessu fyrir þremur árum, sáum þetta á góðri síðu á netinu og fannst tilvalið að prófa,“ segir Drífa Þöll. „Fyrirkomulagið er þannig að við pökkum inn bókasafnsbókum. Velj- um bækur sem við höfum lesið og finnst góðar eða heyrt að þær séu þess virði að skella sér á blint stefnu- mót með. Þetta eru allskonar bækur, skáldsögur, fræðibækur, ævisögur og glæpasögur.“ Þrjár vísbendingar Bókunum er pakkað inn og á pakk- ann eru skrifaðar þrjár vísbendingar um hvað bókin er. Skellt á strika- merki þannig að hægt sé að lána bók- ina út. „Svo velur fólk sér bók og læt- ur koma sér á óvart þegar heim er komið,“ segir Sóley Linda. „Þetta hefur verið vinsælt og fljótlega eftir áramót var fólk farið að spyrja hvort þetta yrði ekki örugglega aftur í ár. Það sýnir að fólk er ánægt en það kemur fyrir að þeir sem eru duglegir að koma á bókasafnið velji sér óvart bók sem þeir eru búnir að lesa.“ „Það er svo skemmtilegt að með þessu fer fólk stundum út fyrir sinn lestrarramma og les bækur sem það hefði kannski annars ekki tekið. Eitt dæmi er maður sem kemur reglulega á safnið og fór á blint stefnumót við bók í fyrra. Hann sagði okkur að hann hefði aldrei valið þessa bók sjálfur en gaf henni séns og var mjög ánægður. Svona reynslusögur hvetja okkur áfram,“ segir Drífa Þöll bros- andi. Þær eru sannfærðar um að þetta efli ást á bókum. „Ekki skemmir ef þetta framtak okkar kveikir ástar- neista hjá okkar fólki. Það hittist líka vel á núna, þegar minna verður úr há- tíðarhöldum á vísi okkar að kjöt- kveðjuhátíð í aðdraganda löngu föstu, sem bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru. Þá er gott að grípa í bók eftir nett ofát. Hefðir sem við sveitastelpurnar höldum í,“ sögðu þær að endingu hlæjandi. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Drífa Þöll Arnardóttir og Sóley Linda Egilsdóttir bjóða upp á blint stefnumót á bókasafninu. Hamingja og ást á bókum og kjötið kvatt  Blint stefnumót við bók á bókasafninu í Vestmannaeyjum Heppinn áskrifandi mun vinna nýjan Toyota Yaris Hybrid Active Plus að andvirði 4.270.000 kr. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum. Toyota Yaris Hybrid Active Plus stendur fyrir allt sem Morgunblaðið hefur að leiðarljósi – traustur og fjölhæfur brautryðjandi. Tryggðu þér áskrift strax í dag á mbl.is/askrift eða í síma 569-1100. Við drögum 25. mars Í BÍLSTJÓRA- SÆTINU Áskrifandi Morgunblaðsins Eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufarald- ursins hefur gestum verið hleypt aftur til að skoða hið víðfræga meistaraverk Leonardos da Vinci í klaustrinu Santa Maria delle Grazie í Mílanó. Aðeins nokkrum er hleypt inn í einu, að viðhöfðum stífum sóttvarna- reglum, og verður hægt að skoða freskuna frægu fjóra daga í viku á næstu tveimur vikum. Da Vinci málaði veggmyndina á síðasta áratug fimmtándu aldar. Gestir komast aftur að Síðustu kvöldmáltíðinni í Mílanó MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Fram hafði betur þegar stórlið Fram og Vals mættust í Safamýrinni í níundu umferð Íslandsmóts kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, á laugardaginn. Liðin hafa skipst á að vera besta lið landsins undanfarin ár. Fram vann tvöfalt árið 2018, varð Íslands- og bikarmeistari, Valur lék þann leik eftir ári síðar og Framarar voru lík- legir síðasta vor og að lokum krýndir deildarmeistarar eftir að keppni var aflýst vegna kórónuveiru- faraldursins. Að þessu sinni varð viðureign liðanna ekki spennandi og Fram tók öll völd á vellinum. » 26 Fram tók öll völd þegar sigursæl- ustu kvennalið síðustu ára mættust ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.