Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Fiskiker merkt Umbúðamiðlun
eru eign félagsins og einungis
ætluð undir ferskan fisk og ís
Öll önnur notkun varðar sektum!
555 6677 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík
EIGNUM ANNARRA
SITURÞÚÁ
Vinsamlega skilið
kerjum okkar á næsta
fiskamarkað eða til
Umbúðamiðlunar
Niðurstöður af sívirkri vöktun á
óæskilegum efnum í ætum hluta sjáv-
arfangs á Íslandi fyrir árið 2020
liggja nú fyrir. Rannsókn, gagnasöfn-
un og útgáfa skýrslu vegna vöktunar-
innar er í höndum Matís ohf.
Niðurstöður ársins 2020 sýna að öll
sýni af sjávarafurðum til manneldis
voru vel undir hámarksgildum ESB
fyrir þrávirk lífræn efni, varnarefni
og þungmálma. Sophie Jensen, sér-
fræðingur í efnagreiningum hjá Mat-
ís, er verkefnastjóri vöktunarinnar.
Í samtali við 200 mílur segir Sophie
sýni vera tekin árlega af sjávarfangi
sem náð hefur markaðsstærð. Sýnin
eru rannsökuð m.t.t styrks þung-
málma, blýs, kvikasilfurs, kadmíns,
arsens og tins, sem og styrks þrjátíu
varnarefna og niðurbrotsefna þeirra,
og einnig díoxíns, díoxínlíkra PCB-
og PCB-efna sem eru ekki díoxínlík.
Flest eru þetta þrávirk efni sem
brotna ekki niður í umhverfinu held-
ur stigmagnast í fæðukeðjunni og
enda í fólki. Þá eru mörg þessara efna
fitusækin og safnast upp í fitu fiska.
Því er t.d. mikilvægt að vakta grálúðu
sem nær tiltölulega háum aldri og
hefur fituríkt hold. Sophie segir að
þungmálmarnir blý og kvikasilfur
mælist mjög lágir og mælist oftast
nær undir greiningarmörkum. Styrk-
ur þungmálma í íslensku sjávarfangi
hefur haldist nokkuð stöðugur og lág-
ur í gegnum tíðina að sögn Sophie.
„Það sem stundum hefur verið
vandamál á Íslandi er kadmín í t.d.
kræklingi. Í þetta skipti mældist það
lágt,“ segir Sophie. Hún segir að hár
kadmínstyrkur sem áður hefur verið
til vandræða á Íslandi stafi af nátt-
úrulegu háu kadmínmagni í jarðveg-
inum hér á landi. „Kræklingur vex
þar sem er fjara, þar sem ferskvatn
rennur gjarnan til sjávar og kadmín
þar með,“ segir Sophie.
karitas@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Kadmín hefur mælst hátt í íslenskum kræklingi vegna hárra gilda í jarðvegi.
Lítið um óæskileg
efni í sjávarfangi
Kerfisbundin vöktun á óæskilegum efnum í ætu ís-
lensku sjávarfangi hefur staðið yfir frá árinu 2003.
Gildi á þungmálum hafa aldrei greinst yfir mörkum
ESB við Ísland frá því að mælingar hófust.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
R
agnar Jóhannsson, sviðs-
stjóri fiskeldis hjá Haf-
rannsóknastofnun, segir
rannsóknir með hrong-
kelsi í laxakvíum gengið
vel. Hann segir þróun eldisins nokk-
urn veginn vera komna og næstu
skref í rannsóknum þessu tengdum
vera tvö; annars
vegar að finna
hvernig nýta
megi hrognkelsin
eftir að þau hafa
þjónað hlutverki
sínu í laxakvíum.
Hins vegar að
vera með eigin
klakfisk.
Á Íslandi er
einungis notast
við hreins-
unarhrognkelsi í laxeldi á Vest-
fjöðrum. Eftir að hreinsunar-
hrognkelsi hafa þjónað tilgangi
sínum er þeim slátrað um leið og lax-
inum í kvíunum.
Unnin eins og úrgangur
Hreinsunarhrognkelsunum er dælt
upp með sama hætti og laxi í slátur-
húsin, þar sem þau eru deyfð sér-
staklega og slátrað. Þá eru þau flutt
ásamt innyflum úr laxinum í Arctic
Prótein í Borgarnesi þar sem þau eru
brædd í lýsi og mjöl. Hrognkelsin eru
því meðhöndluð eins og úrgangur úr
vinnslu.
Ekki er unnt að nota hreinsunar-
hrognkelsi áfram vegna þess að þau
hafa náð slíkri stærð að þau hafa ekki
lengur lyst á lúsinni. Einnig myndi
slíkt bjóða upp á smithættu en ekki
er hægt að setja lifandi fisk á milli
kvía upp á sjúkdómshættu.
Lifunin á hrognkelsum sem notuð
eru í hreinsun á laxi hefur batnað
verulega frá því að tilraunirnar hóf-
ust. Ragnar segir lifunina hafa verið
vandamál til að byrja með en með
bættu fóðri og bættri meðferð hefur
hún stórbatnað. „Við þurfum þó að ná
henni á það stig að dánartíðni hjá
hrognkelsinu sé ekki meiri en dánar-
tíðni hjá löxunum sjálfum.“
Einbeita sér að klakfiski
Eftir slátrun stendur nokkur líf-
massi eða hráefni, sem eru hrogn-
kelsin. Þau eru ekki nema 200-300
grömm þegar að slátrun kemur. Nýt-
ingin á hráefninu í afurð er því nokk-
ur áskorun.
Ragnar telur ekki raunhæft að
selja hreinsunarfiskinn eftir slátrun,
enda hafa hveljur af villtum hrogn-
kelsum ekki skapað nægilega mikil
útflutningsverðmæti hingað til þrátt
fyrir að vera töluvert stærri. Hann
segir Matís hafa unnið verkefni þar
sem þess var freistað að vinna verð-
mætari prótein til manneldis úr
hrognkelsunum en ekki haft árangur
sem erfiði. Líklega þurfi frekari af-
urðaþróun að bíða betri tíma. Áður
hafa verið gerðar tilraunir hér á landi
og í Færeyjum við að vinna kollagen
og gelatín úr villtum hveljum.
Þá segir Ragnar að Hafrannsókna-
stofnun muni einbeita sér að því að
ala klakfisk fyrir hrognkelsin.
„Núna er það þannig að við veiðum
villt hrognkelsi sem eru hrognafull
og hrognin síðan klakin úr villtum
stofnum. Klakfiskarnir eru fyrst sett-
ir í sóttkvíarstöð og mælingar gerðar
til að sjá hvort einhverjir sjúkdómar
séu til staðar,“ segir Ragnar.
Framtíðaráformin eru þó að vera
með eigið klakfiskeldi og vera mögu-
lega með einhverskonar stofnfisk.
Stofnfiskurinn yrði þá notaður við
það að framleiða hrogn fyrir áfram-
haldandi eldi. „Þá yrðum við laus
undan þessari sjúkdómshættu og
gætum mögulega farið að velja fyrir
einhverjum hagstæðum eigin-
leikum,“ segir Ragnar. Með því væri
hægt að ná fram sóttfríum hrognum,
á þeim árstíma sem hentar með ljósa-
stýringu og nota sameinda-
erfðafræðilegar aðferðir við val á for-
eldrum með heppilegustu
eiginleikana.
Rannsóknir í Noregi lengra komnar
Í Noregi glímir laxeldisiðnaðurinn
við sama vandamálið.
Árið 2019 voru yfir 39 milljónir
hrognkelsaseiða seldar til laxeldis og
eru hrognkelsi til hreinsunar á laxi
þriðja mest alda fisktegundin í Nor-
egi. Hvert seiði kostar um 20 norskar
krónur, sem samsvarar um 300 ís-
lenskum krónum. Matvælastofnun
Noregs gerir ráð fyrir að um 40%
hreinsunarfisks deyi kvíunum, sem
byggt er á mati iðnaðarins sjálfs.
Einnig fylgir því kostnaður að losa
sig við hrognkelsin eftir notkun. Það
er því til mikils að vinna ef hægt er að
nýta hreinsunarfiskinn áfram eftir að
hann hefur étið sig saddan af laxalús.
Í Noregi vinnur Nofima rannsókn-
arverkefnið „Frá úrgangi til matar –
sjálfbær nýting hrognkelsa“ sem
fjármagnað er af Rannsóknarráði
Noregs. Fjármögnunin hljóðar upp á
tæpar níu milljónir norskra króna
sem samsvarar um 134 milljónum
króna og stendur verkefnið til ársins
2023.
Rannsóknaraðilar leitast við að
svara spurningum um hvort hægt sé
að vinna afurð til manneldis úr
hreinsunarfiski. Ætlunin er að greina
alla virðiskeðju hreinsunarfisks, allt
frá flokkun og vinnslu að mögulegri
arðsemi þess. Á sama tíma rannsakar
Akvaplan Niva, dótturfélag norsku
vatnsrannsóknastofnunarinnar, að-
ferðir til þess að lokka fiskinn, sem
þegar er orðinn of stór til að gæða
sér á laxalús, úr kvíunum. Tilraunir
hafa verið gerðar bæði með ljós og
hljóð. Einnig kannar Akvaplan Niva
aðferðir til að deyfa fiskinn á skilvirk-
ari hátt fyrir slátrun.
Þá er unnið í samstarfi við veit-
ingastaði við að kanna möguleika
þess að nýta hreinsunarhrognkelsi.
Er möguleiki að nýta heinsunarhrognkelsin?
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Hrognkelsisseiðin eru ekki bara krúttleg heldur líka gagnleg.
Ragnar
Jóhannsson
Tilraunir með hrognkelsisseiði til að hreinsa
lúsugan lax hafa verið gerðar frá árinu 2014.
Hrognkelsin eru ekki nýtt eftir slátrun. Norð-
menn spyrja sig hvort forsvaranlegt sé að ala
fisk til að hann endi í bræðslu með úrgangi.