Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 15
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 15
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Skiptar skoðanir eru á frum-varpi Kristjáns Þórs Júlíus-sonar, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, um veiðistjórn
grásleppu, sandkola og hryggleys-
ingja. Málið var lagt fyrir á Alþingi
um miðjan desember, mælti ráð-
herra fyrir því þann 20. janúar og
gekk það sama dag til atvinnuvega-
nefndar Alþingis.
Í grunninn gengur frumvarpið út
á að tekin verði upp aflamarksstjórn
við veiðar á grásleppu, sandkola í
allri fiskveiðilandhelginni og sæ-
bjúgum. Einnig er lagt til að heim-
ilað verði að úthluta aflahlutdeild til
veiða á staðbundnum nytjastofnum
hryggleysingja þannig að sérstök
aflahlutdeild komi fyrir hvert veiði-
svæði.
Alls hafa atvinnuveganefnd borist
48 umsagnir um málið úr ólíkum átt-
um. Óhætt er að fullyrða að ekki séu
allir á eitt sáttir.
Ólíkar skoðanir sveitarfélaga
Sveitarfélagið Skagafjörður sendi
atvinnuveganefnd neikvæða umsöng
um frumvarpið og leggst gegn
breytingum sem lagðar eru til á
veiðistjórn grásleppu. „Hvorki
liggja fyrir byggðarleg né fiskifræði-
leg rök fyrir kvótasetningu á hrogn-
kelsum og leggst Sveitarfélagið
Skagafjörður gegn því að það verði
gert,“ segir í umsögn Sveitar-
félagsins Skagafjarðar. Stykkis-
hólmsbær sendi aftur á móti inn já-
kvæða umsögn um málið og telur
„að sú veiðistjórn sem felst í frum-
varpinu muni koma til með að efla
þær byggðir landsins sem þessar
veiðar stunda og tryggja efnahags-
lega, samfélagslega og líffrœðilega
sjálfbærni í sem mestri sátt við um-
hverfið.“
Þá er yfirlýst stefna Lands-
samtaka smábátaeigenda að leggj-
ast gegn kvótasetningu grá-
sleppuveiða og hefur ítrekað verið
ályktað um það, m.a. á aðalfundi
sambandsins árið 20219 og 2020.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
segja í umsögn sinni að hlutdeild-
arsetning sé almennt rétt nálgun
þegar kemur að stjórn veiða úr
nytjastofnum. Þó vilja samtökin að
slík framkvæmd hamli ekki öðrum
veiðum þar sem grásleppa hefur
verið hluti aflans eins og til dæmis
við veiðar á uppsjávarfiski. Sjávar-
útvegsráðherra hefur áður gert til-
raun til að leggja fram sambærilegt
frumvarp á Alþingi en það hlaut ekki
afgreiðslu þingflokka Framsóknar
og Vinstri grænna.
Skiptar skoðanir á framtíð
fyrirkomulags grásleppuveiða
Frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra um m.a. breytta
veiðistjórn á grásleppu
liggur nú hjá atvinnu-
veganefnd þingsins.
Morgunblaðið/Eggert
Ljóst er að skiptar skoðanir eru um framtíðarfyrirkomulag á veiðistjórn grásleppu.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það hefur verið í nógu að snúast hjá
Slippnum á Akureyri að undanförnu
og kom frytitogarinn Blængur NK
125, sem gerður er út af Síldar-
vinnslunni, í Slippinn til viðhalds seint
í desember. Frá því er sagt á vef
fyrirtækisins að fram fór almálning á
skipinu, en í því felst málning á yfir-
byggingu, þilförum, síðum og botni.
Smíðaður var veltitankur á skipið
og hann settur upp ásamt tengingum
og stjórnbúnaði. Afgasketill var
hreinsaður, ýmis innréttingarvinna í
matsal og vistarverum skipverja var
framkvæmd auk þess sem búnaður á
vinnsluþilfari var yfirfarinn og önn-
urhefðbundin viðhaldsverkefni klár-
uð.
Þá hefur grænlenska línuskipið
Masilik, í eigu Royal Greeland, hald-
ið til veiða eftir að hafa verið í slipp
allan janúarmánuð. Í því skipi var
unnið við endurbætur á klæðningum
á vinnsludekki og það heilmálað.
Skipið var jafnframt öxuldregið,
unnið að ýmsum viðhaldsverkum í
vélarrúmi og akkerishús lagfært, en
stutt er frá því að skipið fékk á sig
brot.
Nú er Björg EA 7 komin í slipp og
verður fram í miðjan mars í reglu-
bundnu viðhaldi og þess sem nýjum
lestarbúnaði verður komið fyrir.
Gert er ráð fyrir að grænlenski tog-
arinn Angunnguaq II komi í næstu
viku og mun Slippurinn á Akureyri
setja nýja aðalvél í skipið, endurnýja
gír og margskonar vélbúnað í vélar-
rúmi skipsins.
Blængur við bryggju við Slippinn á Akureyri að lokinni yfirhalningu.
Slippurinn á Akureyri
tekur við fjölda skipa
S J Á L F B Æ R N I
O G U M H V E R F I
H A F S Ý N U P P F Y L L I R K R Ö F U R
F I S K V E I Ð I Y F I R V A L D A U M
R A F R Æ N S K I L Á A F L A
K Y N N T U Þ É R M Á L I Ð I N N Á
W W W . H A F S Y N . I S