Morgunblaðið - 13.02.2021, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Við stuðlum að verðmætasköpun
í íslenskum sjávarútvegi
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
C
harla Jean Basran, dokt-
orsnemi við Rannsókna-
setur Háskóla Íslands á
Húsavík, hefur einmitt
rannsakað þetta fyrir-
bæri og sýna bráðabirgða-
niðurstöður rannsóknarinnar að
fjöldi hnúfubaka sem eiga viðkomu
við Íslandsstrendur hafa á ein-
hverjum tíma á lífsskeiði sínu flækst
í veiðarfæri fiskiskipa.
En hvernig varð það svo að
Charla vildi rannsaka nákvæmlega
þetta?
„Ég hóf að rannsaka hvali í Kan-
ada áður en ég flutti til Íslands. Þeg-
ar ég flutti hingað varð mér ljóst
hversu þýðingarmiklar fiskveiðar
eru á Íslandi og hugsaði að það
gætu verið einhverjir árekstrar að
eiga sér stað milli sjávarútvegsins
og hvala þar sem hvalastofnarnir við
Ísland hafa stækkað undanfarin ár.
Þannig að ég fékk mikinn áhuga á
þessu og vildi í mastersnámi mínu
skoða hvernig hægt væri að nálgast
andstæða hagsmuni hvalanna og
sjómanna með tilliti til sýnar
beggja.
Sem sjávarlíffræðingur hef ég oft-
ast verið að skoða mál frá hlið
hvalanna, en það er mjög áhugavert
að rannsaka líka hina hlið málsins
og skoða hvernig þetta er vandamál
fyrir sjómennina líka.“
Fimmtungur hnúfubaka
Fyrsta skref í rannsókninni var að
komast að því hversu margir hnúfu-
bakar hafa flækst í veiðarfæri og lif-
að af. Fór sú kortlagning fram með
því að skoða ör hvalanna, útskýrir
Charla. Hægt var að skoða þau með
því að stúdera þúsundir ljósmynda
sem teknar hafa verið af sjómönn-
um, almenningi og hvalaskoðunar-
fyrirtækjum.
„Okkar niðurstaða var að það séu
að lágmarki 25% af íslenska stofn-
inum sem hafa flækst í veiðarfærum
og að þetta komi fyrir um 2% af
stofninum á hverju ári. Áætlað er að
fjöldi hnúfubaka við Ísland sé um tíu
þúsund og má því telja að að
minnsta kosti um 2.500 hvalir hafi
lent í veiðarfærum fiskiskipa,“ segir
hún.
Þá sé alveg ljóst að hvert atvik er
skaðlegt fyrir hvalina og hefur einn-
ig neikvæð áhrif á veiðar fiskiskip-
anna, að sögn hennar. „Það að þetta
gerist um 200 sinnum á ári er eftir-
tektarvert. Hins vegar vitum við
ekki með vissu hvort atvikin sjálf
eiga sér stað við Íslandsstrendur og
það er mjög erfitt að komast að því
enda ferðast hvalirnir langar leiðir.
Þess vegna hóf ég að gera kannanir
meðal þeirra sem stunda veiðar og
tók viðtöl við skipstjóra í þeim til-
gangi að komast að því hvert um-
fangið sé við Ísland.“
Með könnunum og viðtölum
kveðst Charla hafa fengið upplýs-
ingar um hversu algengt sé að hvalir
flækist í veiðarfærin og hversu mik-
ið slíkt kunni að kosta útgerðaraðila.
Hún segir eitt slíkt atvik geta kost-
að upp í fjórar milljónir króna, eftir
því hve alvarlegt tilfellið er.
Ekki á einu máli um skráningu
Halda mætti að með umfangsmikið
skráningarkerfi eins og í íslenskum
sjávarútvegi væri auðvelt að fletta
því upp hversu margir hvalir fara í
veiðarfæri fiskiskipa. Tilfellið er þó
annað. Sé hvalur meðafli er skylt að
tilkynna hann í gegnum afladagbók
og þannig fara upplýsingar til Fiski-
stofu. Það virðist hins vegar ekki
vera sátt um hvernig ber að túlka
ákvæði laganna, staðhæfir Charla.
„Ef maður spyr vísindamenn segja
þeir að hvert tilvik þar sem hvalur
fer í veiðarfæri beri að skrá hvort
sem hvalurinn lifir það af eða ekki.
En samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar segjast þeir sem stunda
veiðarnar ekki skrá hvali sem kom-
ast undan. Hvert tilvik virðist því
ekki vera tilkynnt, jafnvel þótt hval-
urinn særist.“
Spurð hvaða áhrif þetta kunni að
hafa á hvalastofninn, svarar Charla:
„Við vitum meðal annars að sumir
hvalir við Ísland gegna hlutverki í
að halda uppi mjög litlum hvala-
stofni við Grænhöfðaeyjar, sá hvala-
stofn er talinn vera í útrýmingar-
hættu.“ Þrátt fyrir að íslenski
hvalastofninn sé mjög myndarlegur
og í sterkri stöðu er ljóst að hvalir
sem hafa orðið fyrir því að flækjast í
veiðarfæri eru ólíklegri til að fjölga
sér, þannig er hætta á að slík atvik
við Ísland geti haft áhrif á stofna á
öðrum miðum sem standa höllum
fæti, útskýrir hún og bætir við að
aðeins 200 dýr séu í stofninum við
Grænhöfðaeyjar. Ástæða þessa er
að hvalir sem flækjast eiga erfiðara
með að ná í fæðu og hafa minni fitu-
forða.
Rannsóknir á tæknilausnum
Charla telur fulla ástæðu til að leita
leiða til að koma í veg fyrir að hvalir
rati í veiðarfæri, en hún hefur einnig
stundað rannsóknir á því sviði og þá
einkum í sambandi við notkun sér-
stakra hljóðgjafa eða Pinger-tækni
sem ætluð er til að fæla hvali frá
trollum. Hún segir loðnuútgerðirnar
hafa frá upphafi sýnt tækninni sér-
stakan áhuga. „Það kom líka í ljós í
könnunum að það voru þeir sem
stunda loðnuveiðar sem höfðu mestu
áhyggjurnar og mestu vandamálin
með skemmd veiðarfæri og tapaðan
afla vegna hvala. Við höfum verið að
vinna með þessa tækni sérstaklega
hvað þetta varðar og líka í sambandi
við netaveiðar.“
Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar
tók þátt í að prófa búnaðinn fyrir
nokkrum árum á loðnuvertíð. „Þeir
voru mjög ánægðir með Pinger-
kerfið. Þeir fengu hvali í veiðarfærin
sem þó komust út úr þeim án þess
að valda skemmdum. Þetta virkaði
því ekki alveg jafn vel og við von-
uðum en skipið varð ekki fyrir neinu
tjóni á veiðarfærum vegna hvala á
þeirri vertíð. Þetta er klárlega eitt-
hvað sem við viljum skoða betur. Ef
hvalir eru að rata úr veiðarfærum
vegna Pinger-kerfisins, þó svo það
verði tjón í formi tapaðs afla, er til-
efni til að sjá hvort við getum fengið
þetta til þess að virka enn betur,“
segir Charla.
Hún kveðst alls ekki á heimleið til
Kanada á næstunni þrátt fyrir að
doktorsnámi hennar sé að ljúka. Til
stendur að halda áfram að rannsaka
og prófa Pinger-tæknina hér á landi.
Hnúfubakar umhverfis
Ísland lenda oft í því
að flækjast í veiðarfæri
og er talið að að
minnsta kosti 2.500
þeirra hafi orðið fyrir
því óláni. Afleiðing-
arnar eru töpuð veið-
arfæri með tilheyrandi
kostnaði fyrir sjómenn
og útgerðir. Ekki eru
afleiðingarnar betri fyr-
ir hvalina sem kunna
að kveljast og drepast.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
Charla Jean Basran, doktorsnemi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík, hefur skoðað þúsundir mynda af hnúfubökum.
Ljósmynd/Freyr Antonsson
Hnúfubakur í veiðarfærum í mars
2020. Net var vafið um sporð hvalsins.
Vill forða hnúfubökum frá veiðarfærum