Morgunblaðið - 13.02.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
U
mbúðamiðlun hefur hrund-
ið af stað átaki til þess að
koma þessum skilaboðum
til skila. Vitundarvakn-
ingin er undir slagorðinu
Situr þú á eigum annarra? og snýst
um að vekja athygli á að kör merkt
Umbúðamiðlun eru í raun í eigu
fyrirtækisins, séu körin notuð í annað
en til er ætlast er setið á eigum ann-
arra.
Brynjar Guðmundsson, sem starf-
ar við eftirlit á vegum Umbúðamiðl-
unar, segir vandamálið útbreitt og
stórt. Hann segist þó gefa fólki færi á
að skila körum áður en gripið er til
aðgerða á vegum Umbúðamiðlunar.
Geri fólk ekki bragarbót á geti það
varðað sekt eða jafnvel kæru fyrir
stuld.
Allt að 2.000 kör í misnotkun
Umbúðamiðlun sérhæfir sig í eign-
arhaldi og útleigu fiskikara. Fyrir-
tækið er í eigu nokkurra íslenskra
fiskmarkaða og fyrirtækja í sjávar-
útvegi. Umbúðamiðlun á og leigir út
um 70 þúsund fiskikör, flest þeirra
460 lítra, svokölluð markaðskör. Tal-
ið er að fjöldi kara í misnotkun, þ.e.
annarri notkun en þeim er ætlað, sé á
bilinu 1.000 til 2.000. Þá eru um 5.000
kör endurnýjuð af Umbúðamiðlun á
ári og gert við allt að 15 þúsund á
hverju ári.
Reynsla starfsmanna Umbúða-
miðlunar er sú að stór hluti misnotk-
unar á körum fari fram innnan fyr-
irtækja í sjávarútvegi; hjá útgerðum,
vinnslum og tengdum fyrirtækjum.
Misnotkunun felst m.a. í því að
geyma net, línu og önnur veiðarfæri í
þeim. Þá er algengt að kör séu notuð
undir hluta véla eða varahluti og
verkfæri hjá vinnslum eða útgerðum,
jafnvel undir rusl eða annan efnaúr-
gagn.
Líti á kör sem matvælaumbúðir
Brynjar leggur áherslu á að fiskikör
frá þeim séu matvælaumbúðir og
segir vandamálið m.a. felast í því að
fólk sjái kör ekki sem slík. Þá telur
hann skorta á virðingu fyrir eigum
fyrirtækisins.
Á meðan körin eru notuð undir
annað en það sem þau eiga að vera
eru þau ekki í vinnu. Umbúðamiðlun
fær greitt fyrir notkun á hverju kari
eftir verðmætum sem þau bera. Það
segir sig sjálft að ef þau standa í
lengri tíma full af rusli fær eigandi
þeirra ekki greitt. Því er ekki ein-
ungis oft um skemmdir eða stuld að
ræða heldur einnig tekjutap fyrir
eiganda, enda á karið að vera í vinnu.
Fyrir utan það að sorp og annað
mengandi á ekki að fara í matvæla-
umbúðir, sem körin vissulega eru.
Brynjar bendir þeim sem sitja á
eigum Umbúðamiðlunar á að hægt er
að skila körum á næsta fiskmarkað.
Einnig sé hægt að hafa samband við
eftirlitsmann til að tilkynna misnotk-
un á körum.
Hann segir það kröfu allra sem
notast við kör Umbúðamiðlunar að
þau séu hrein og heil þegar við þeim
er tekið. „Þar sem kör ganga í
ákveðna hringrás snýr það einnig að
viðskiptavininum að ganga vel um
körin, annað getur komið þeim í
koll,“ segir Brynjar. Þá sé Umbúða-
miðlun með skýrar leiðbeiningar og
þrifaplan um meðferð kara sinna.
„Það skýtur því skökku við að
mest sé misnotkunin á kerjum
Umbúðamiðlunar hjá þeim sem á
endanum bera kostnaðinn,“ segir
Brynjar.
Ýmist eiga körin að vera í
hringrás á fiskimörkuðum eða í
lokuðu kerfi á milli skips og
vinnslu. Brynjar segir algengara
þegar kör eru í umferð á markaði að
þau týnist, enda fari þau um allt land
og nokkur fjöldi fari úr landi. Hann
segir þó heimtur á körum að utan
þokkalegar en körin eru utan vinnu í
nokkrar vikur í einu fari þær úr landi
og því litlar tekjur af þeim.
Almennt vel tekið
Hvernig er þér tekið við eftirlit með
körum?
„Í langflestum tilfellum er mér vel
tekið. Eftir gott spjall og útskýringar
þá skilja allir um hvað þetta snýst.
Þetta séu ker sem nota á undir mat-
væli og allir því sammála. Oft fæ ég
að heyra að menn pæli bara ekkert í
þessu og að þetta hafi alltaf verið
svona. Sem er svo sem rétt að ker
Umbúðamiðlunar hafa verið notuð
allt of lengi í eitthvað annað en þeim
er ætlað. En nú ætlum við að breyta
því og koma inn vitundarvakningu
hjá viðskiptavinum okkar og að þeir
grípi inn í áður en ker Umbúðamiðl-
unar fara í aðra notkun en þeim er
ætlað. Það er þeirra hagur þegar allt
kemur til alls.“
Þegar kemur að einstaklingum
sem sitja á körum frá þér, verður þú
var við að þeir viti jafnvel ekki að
karið sé í annarra eigu?
„Það er annað með einstaklinga
sem ég hef talað við, þeir bera alltaf
fyrir sig að hafa fengið ker í góðri
trú, í langflestum tilfellum eru þau þá
frá aðilum sem hafa greiðan aðgang
að kerjum Umbúðamiðlunar í gegn-
um vinnu sína.
Í einu tilfelli hafði ég náð í fimm
ker í nærsveit Reykjavíkur og öll
komu þau frá sama kaupandanum á
fiskmarkaði. Þau ker voru ekki að
fara að koma aftur inn í okkar kerfi
þar sem þeim hafði verið komið
þannig fyrir að nota ætti þau undir
sumarbeit fyrir hesta. Ker sem hafa
nýlega verið seld í gegnum fisk-
markað.“
Stóð í stappi við íþróttafélag
„Í einu tilfelli náði ég í sex ker á
svæði íþróttafélags þar sem kerin
voru notuð undir áburð og gras frá
fótboltavelli. Sendi ég tölvupóst á fé-
lagið og lét vita af því að ég hefði
komið og fjarlægt kerin og þeim væri
óheimilt að nota ker Umbúðamiðl-
unar í þessum tilgangi. Leið ekki á
löngu þar til ég fékk símtal frá um-
sjónarmanni vallarins þar sem
hann byrjar að tjá sig um það ég
hafi farið í heimildarleysi inn á lóð
bæjarins. Gerði ég honum grein
fyrir því ég hefði eingöngu verið
að að ná í eigur Umbúðamiðlunar
og taldi ég mig ekki þurfa að fá
heimild fyrir því að fara inn á lóð
bæjarins, ekki frekar en ég þyrfti að
fá leyfi hjá bænum til að fara á fót-
boltaleik hjá viðkomandi félagi inn á
sömu lóð. Eftir að þessu ádeiluefni
var lokið kom í ljós að fiskvinnsla ein
í viðkomandi bæjarfélagi hafði látið
félagið fá ker Umbúðamiðlunar til
notkunar. Í þessu tilfelli vissi við-
komandi ekki betur en að hann væri
með ker Umbúðamiðlunar í góðri
trú. Svo virðist vera að rót vandans
sé notendur sjálfir og þeir sem bera á
endanum kostnaðinn,“ segir Brynjar.
Situr þú á eigum annarra?
Fiskikör Umbúðamiðlunar ehf. kannast flestir við og er þau að finna víða. Þau sjást oft úti á túni að brynna fé eða hestum, á verk-
stæðum undir varahluti eða á bryggjum víða um land undir línu eða önnur veiðarfæri. En fiskikör Umbúðamiðlunar eru einungis
ætluð undir fisk, ís og aukaafurðir til manneldis. Notkun á þeim í öðrum tilgangi er í raun misnotkun á eigum fyrirtækisins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brynjar Guðmundsson ferðast um landið og hefur eftirlit með meðferð kara í eign Umbúðamiðlunar. Hann segir ófá kör leynast í görðum fólks m.a. undir kalda potta.
Sævar sjóari er andlit vitundarvakningar Umbúðamiðlunar um meðferð á körum.
Ljósmynd/Umbúðamiðlun
Brynjar segist hafa fundið ýmislegt misgáfulegt í körum Umbúðamiðlunar.