Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 2
Hvernig kviknaði hugmyndin að leikritinu
Útlendingurinn?
Fyrir einu og hálfi ári flutti ég til Bergen í Noregi en
kona mín fór þar í nám. Þar þurfti ég að aðlagast lífi
þar sem ég hafði hvorki hlutverk né erindi. Ég fór að
venja ferðir mínar í fallegan dal sem heitir Ísdalur.
Ég komst að því að þar hafði fundist lík af konu fyrir
hálfri öld. Líkfundurinn er einn umtalaðasti atburður
sem átt hefur sér stað í Bergen í seinni tíð, en þetta
mál hafði vakið heimsathygli og gerir enn.
Nú hverfur fólk oft og finnst látið. Hvað
er svona merkilegt við þessa konu?
Einmitt, góð spurning. Líkið fannst brunnið og farangur
konunnar fannst á lestarstöðinni. Þar mátti finna nokkra
grunsamlega hluti, eins og dulargervi. Þar fannst líka vasa-
bók með einkennilegum kóða sem reyndist vera ferðaáætlun.
Hún ferðaðist undir dulnefnum. Margir héldu að hún væri
njósnari en aðrir að hún væri veik á geði. Það tókst aldrei að
leysa ráðgátuna um hver þessi kona var og margt sem vekur
spurningar.
Er þetta hluti af ráðgátuþríleik?
Já. Ég skrifaði Club Romantica og það varð áhugi á að halda
áfram með sama teymi í Borgarleikhúsinu. Þannig að ég skrif-
aði Útlendinginn og mun koma með þriðja leikritið síðar, sem
mun snerta á sama þema. Ég er að leita að merkingu í heimi
sem virðist á köflum vera merkingarlaus. Ég er líka að halda
á lofti minningu fólks sem annars mundi gleymast.
Þú vilt ljá löngu liðnu fólki merkingu?
Já, það er kannski frávörpun á eigin ótta við að
gleymast.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRIÐGEIR EINARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Óttinn að
gleymast
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Um daginn var ég stödd í röðinni í Bónus sem er ekki í frásögur færandi.Nema hvað, konan á undan mér snýr sér við og starir djúpt í augun ámér. Ég horfi vandræðalega til baka og hugsa: „Af hverju starir hún
svona á mig?“ Ég lít aftur fyrir mig til að sjá hvort hún væri mögulega að stara
á eitthvað annað og lít svo snöggt á hana aftur til að sjá hvort hún væri ekki far-
in að snúa sér að öðru. En nei, það mætti mér aftur starandi og spyrjandi
augnaráð. Það var engum blöðum um það að fletta að hún var að stara á mig. Í
nokkrar sekúndur runnu á mig tvær grímur.
Svo var eins og hulu væri lyft. Gardína dregin frá glugga. Ég þóttist kannast
við konuna! Jú, þetta var hún besta vinkona mín síðan við vorum tíu ára; vinkon-
ur í heil 44 ár. Og ég þekkti hana ekki
þar sem hún stóð þarna með grímu!
(Hún hafði ákveðið að sjá hvað það
tæki mig langan tíma að þekkja sig
og sagði því ekki orð).
Svo var það konan sem heilsaði
annarri konu kumpánlega í Krón-
unni. „Blessuð, hvað er að frétta?
Gaman að sjá þig hér!“ Hin svarar
glaðlega: „Jú, allt fínt bara!“
Þær ræddu saman stutta stund
þegar þær áttuðu sig báðar á því að
þær þekktust hreint ekki neitt.
Svona er þessi nýi grímuklæddi
veruleiki; maður heilsar fólki sem
maður þekkir ekkert og þekkir svo
ekki bestu vinkonuna! Og hvernig í
ósköpunum eiga einhleypingar að skoða hitt kynið, nú eða aðrir sem það gera?
Ég spurði skiptinema sem hjá mér býr hvort það væru ekki sætir strákar í
Versló. Hún sagðist hreinlega ekki vita það; það væru allir með grímu.
Já, það er ekkert gaman að þessum grímum á neinn hátt, en við látum okkur
þó hafa það enda lítil fórn í stóru myndinni. Gríman er óþægileg, krækist í
eyrnalokkum, flækist í hári, móðar gleraugun og stundum líður manni eins og
maður nái ekki andanum. Örugglega líka mjög slæm fyrir andfúla.
Kostirnir eru auðvitað að maður getur vel farið út úr húsi þótt maður hafi
vaknað með ljótuna. Það þekkir mann enginn hvort sem er.
Hver hefði trúað því fyrir nákvæmlega ári að gríma yrði normið. Að fólk án
grímu yrði litið hornauga!
Svona er mannfólkið fljótt að aðlagast breyttum aðstæðum og taka upp nýja
siði. En mikið verður dásamlegt þegar heimurinn getur andað léttar, laus við
kórónuveiruna og laus við grímurnar. Þá verður engin hætta á að maður þekki
ekki sína nánustu úti í búð!
Grímuklæddur
veruleikinn
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’ Gríman er óþægileg,krækist í eyrnar-lokkum, flækist í hári,móðar gleraugun og
stundum líður manni
eins og maður nái ekki
andanum. Örugglega líka
mjög slæm fyrir andfúla.
Sigurveig Sara Björnsdóttir
Já, sjö. Ég á afmæli sjöunda
nóvember.
SPURNING
DAGSINS
Áttu þér
uppáhalds
tölu?
Leó Magnússon
29. Af því ég er fæddur 29. mars.
Fjóla Ýr Ómarsdóttir
Já, sex. Hann er ekki of framar-
lega og ekki of aftarlega ef maður
telur upp á tíu.
Finnur Finnsson
Já, sex. Ég er fæddur 2006, bróðir
minn 1996 og pabbi 1966.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Leikritið Útlendingurinn er nú sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins.
Friðgeir Einarsson er höfundur og leikari verksins. Með honum á
sviðinu er Snorri Helgason sem flytur eigin tónlist. Miðar fást á tix.is.