Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021 Mér finnst stundum svo merkilegthvaða augum sumt fólk lítur lífið.Það er aldrei neitt svo gott að ekki megi finna á því neinn galla og stund- um má varla finna neitt gott fyrir göllunum. Þannig er Ísland ömurlegt land með enda- laust myrkur á veturna. Ég hef tamið mér að líta á björtu hlið- arnar. Hugsa frekar um björtu sumarnæt- urnar og svona almennt reyna að líta á það góða í samfélaginu og fólki. Vissulega er Ís- land rokrassgat en hér er þó hreint loft og ferskt vatn. En auðvitað er margt sem við þurfum að bæta. Það er svo sem allt í lagi að við höfum ekki sömu skoðun á öllu. Það væri frekar glatað ef við værum alltaf sammála. En ég á kannski í aðeins meiri erfiðleikum með að sætta mig við að þessu fólki virðist helst ekki líða vel nema það dragi aðra með sér. Áhyggjur þess og pirringur þarf helst að ná til okkar hinna líka. Um daginn skrifaði kona á Facebook og kvartaði undan því að það væru of hlátur- mildir umsjónarmenn í einhverjum þáttum á Rás 1. Það færi alveg ógurlega í taugarnar á henni og gerði það að verkum að hún missti jafnvel af efni sem hún hefði viljað hlusta á. Þetta fannst henni ósanngjarnt. Skiljanlega. Það er erfitt að lifa sig almenni- lega inn í leiðindin ef fólk er svo flissandi út um allt. Bara eins og það sé hægt að hafa gaman af öllu mögulegu. Það viljum við ekki. En svo skánar nú heldur betur heimur þessa fólks. Kemur ekki í ljós að Ísland er svona miklu spilltara en hinar Norður- landaþjóðirnar. Í 17. sæti af 200 þjóðum sem voru mældar. Einhver gæti sagt að mögu- lega væri ekki glatað að vera í hópi efstu tí- undar í svona mælingu en ekki okkar fólk. Það nær næstum því að brosa yfir því sem það hefur alltaf vitað: Þetta er allt ömurlegt. En það er merkilegt að lesa um það hvern- ig svona listi verður til. Viðskiptablaðið og Kjarninn fóru nefnilega ofan í saumana á þessu í vikunni og í ljós kemur að það eru sjö aðilar sem koma að þessu. Gagnauppsprettur eins og það er kallað. Sex af þeim eru stórar alþjóðlegar stofnanir, oft með ítarlega spurn- ingalista, sem skila áliti. Þar eru allt frá nokkur hundruð manns upp í nokkur þúsund sem koma að niðurstöðunni. Ef niðurstaða þeirra væri metin þá væri Ísland í hópi tíu óspilltustu ríkja heims. Í sama sæti og Þýskaland, svo dæmi sé tekið. En okkur til bjargar koma tveir Íslend- ingar sem sjá til þess að þetta brosmilda fólk vinni nú ekki enn einn sigurinn. Þeir meta spillingu á Íslandi á pari við Pólland, Búlg- aríu og Mexíkó. Það eru þjóðir sem eru að meðaltali 35 sætum neðar en Íslendingar á listanum stóra. Nú er ég nátt- úrlega ekki hag- fræðingur og þrátt fyrir að hafa lokið 25 ára námi í stjórn- málafræði get ég ekki talið mig sérfræðing í þessum efnum. En mér finnst þetta pínu undarlegt. Allir hinir komast að nokkurn veginn samhljóða niðurstöðu en okkar menn eru á öndverðum meiði. Merki- legt. Nú munum við öll eftir því, á árunum fyrir hrun, að enginn mátti segja neitt ljótt um ástandið á Íslandi. Það er enginn að biðja um það. Frekar að reyna að komast að því af hverju upplifun okkar fólks er svona langt frá öllum þessum útlendu sérfræðingum. Eitt af því sem við lærðum einmitt á hruninu var að hlusta á erlendar raddir en ekki treysta okkur sjálfum þegar kemur að því að meta ástand mála á Íslandi. En það virðist hafa breyst. Auðvitað er miklu betra að hafa okkar eigin sérfræðinga svo við þurf- um ekki að hlusta á einhverja útlendinga flissa yfir ástandinu hér heima. Eins og Woody Allen orðaði það: Lífið er ekkert nema eymd, þjáning og einmanaleiki. Og svo er það búið alltof snemma. ’Það er erfitt að lifa sig al-mennilega inn í leiðindin effólk er svo flissandi út um allt.Bara eins og það sé hægt að hafa gaman af öllu mögulegu. Það viljum við ekki. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Bannað að flissa! Staða ríkissjóðs gerir að verkumað það er mikilvægara ennokkru sinni fyrr að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt. Rekstur ríkisins er ósjálfbær. Við vorum heppin að staðan var sterk fyrir Co- vid, þökk sé öflugri og ábyrgri for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Ábyrgð sem ekki var alltaf mikill stuðningur við á þingi. Þess vegna getum við núna mætt samdrættinum með hraustlegri innspýtingu til fólks og fyrirtækja. En til þess að við náum aftur fyrri styrk þarf tvennt að ger- ast: Atvinnulífið þarf að fá tækifæri til að skapa meiri verðmæti og við þurfum að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt. Að hugsa verkefnin upp á nýtt Oftast er meiri pólitískur ávinningur í því fyrir stjórnmálamenn að finna upp á nýjum verk- efnum, sem kalla á ný ríkisútgjöld, en að hugsa gömlu verkefnin upp á nýtt. Það er auðvelt að finna hugmyndir að nýjum verk- efnum. Oft er líka frekar átakalítið að hrinda þeim í fram- kvæmd. Þau uppfylla oftast ein- hverja þörf eða þjóna áhugamálum hjá einhverjum hópum. Þau færa líka oftar en ekki stjórnkerfinu aukin völd og fjármuni og hvorugt af því er líklegt til að mæta mótstöðu. Allt öðru máli gildir ef hugsa á gömlu verkefnin upp á nýtt. Það kall- ar á uppstokkun á óbreyttu ástandi sem margir hafa vanist. Ávinning- urinn fyrir þá sem njóta viðkomandi þjónustu er ekki endilega augljós öll- um. Erfitt getur verið að sanna svart á hvítu að breytingarnar verði til bóta þó að sannfærandi rök séu til staðar. Ávinningurinn fyrir stjórn- kerfið er á sama hátt ekki endilega borðleggjandi. Það er ómak fyrir þá sem sinna verkefnunum að stokka upp rótgróið verklag og aðferða- fræði, að ekki sé minnst á grundvall- arhugmyndafræði. Það raskar rónni og jafnvæginu og ógnar jafnvel stöðugildum. Rétt er að taka fram að tregðulög- málið gildir ekki bara hjá ríkinu held- ur líka hjá fyrirækjum og ein- staklingum. Munurinn er hins vegar sá að fyrirtæki og einstaklingar eru keyrð áfram af eiginhagsmunum sem virka sem drifkraftur á erfiðar breyt- ingar ef þær eru skynsamlegar. Fyrirtæki græðir á því að taka upp nýtt og flókið gæðakerfi. Ein- staklingur græðir á því að fara í heilsuátak. En stjórnkerfið græðir ekki endilega á því að stokka upp verkefni sín og aðferðafræði, a.m.k. ekki til skemmri tíma. Auðvitað eru ýmis dæmi um stjórnmálamenn og embættismenn sem hafa hugsað gömul verkefni rík- isins upp á nýtt og þannig náð fram mikilvægum framförum. En það var ekki auðvelt, í því fólst pólitísk áhætta, og það krafðist þess að heild- arhagsmunir og langtímasýn væru höfð að leiðarljósi fremur en skamm- tímaávinningur í næstu kosningum. Við þurfum miklu fleiri slík dæmi. Tímabær uppstokkun Ég er stolt af því að hafa fylgt eftir endurskoðun á umhverfi nýsköp- unarmála sem felur í sér að Nýsköp- unarmiðstöð verður lögð niður. Þannig sparast töluverðir fjármunir um leið og mikilvægustu verkefnin lifa og eflast. Ég er líka stolt af því að hafa lagt niður tugmilljóna króna sjóð sem átti ekki lengur rétt á sér. Þó að hvorugt vegi þungt í samhengi ríkisfjármálanna er mikilvægt að hafa ekki bara augun á nýjum rík- isútgjöldum heldur líka á verkefnum sem þarf annaðhvort að stokka upp, hugsa upp á nýtt eða leggja niður. Þar eru stærstu útgjaldaliðir ríkisins auðvitað ekki und- anskildir. Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að framleiðni í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur minnk- að töluvert á und- anförnum árum. Þó að myndin sé flókin er þessi aðalniðurstaða áhyggjuefni. Einnig kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála á mann jukust hraðar á Íslandi á árunum 2010-2018 en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, sem er sömuleiðis áhyggjuefni. Nú á loks að ráðast í tímabæra uppstokkun á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og taka upp (í skrefum) svokallaða þjónustu- tengda fjármögnun. Þetta er löngu tímabært og við eigum mjög mikið undir því að vel takist til. Næg tækifæri Sköpunarkrafturinn, hugvitið og þrautseigjan eru beinlínis áþreif- anleg í frjóum jarðvegi íslenskra frumkvöðla. Hið opinbera ætti að mínu mati að nýta sér í stórauknum mæli ýmsar af þeim lausnum sem ný- sköpunarfyrirtæki eru að þróa. Slíkt samstarf er okkur sem samfélagi nauðsynlegt, til að þróast hraðar, bæta þjónustu, minnka kostnað og hugsa hlutina upp á nýtt. Sem betur fer eru auðvitað til dæmi um það, meðal annars í heilbrigðisþjónustu. Slík nálgun ætti að vera úti um allt kerfið. Í því felast tækifæri fyrir hið opinbera, fyrir frumkvöðla, en fyrst og fremst þá sem njóta þjónust- unnar. Við þurfum einfaldlega að hugsa hlutina upp á nýtt. Oft var þörf Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordis@anr.is ’Hið opinbera ættiað mínu mati aðnýta sér í stór-auknum mæli ýmsar af þeim lausnum sem nýsköpunarfyr- irtæki eru að þróa. „Nú á loks að ráðast í tímabæra uppstokkun á fjármögnun heilbrigðisþjónust- unnar og taka upp (í skrefum) svokallaða þjónustutengda fjármögnun.“ Morgunblaðið/Ómar Hugsum áður en við hendum! www.gamafelagid.is 577 5757

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.