Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 12
F oreldrar eru fyrstu og mikilvægustu kennarar barna og hafa úrslitaáhrif á líðan þeirra og námsárangur,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu-og hjónaráðgjafi, sem lengi hefur velt fyrir sér vanda drengja í ís- lenska skólakerfinu. Hann leggur áherslu á að fara beint í grunninn til að freista þess að leysa vandann. „Foreldrar sem eru öruggir í sínu hlutverki og sækjast eftir sterkum tengslum við börnin sín verja meiri tíma með þeim og gera meira gagn. Það segir sig sjálft. Þetta er grunnurinn sem síðan má byggja ofan á.“ Hann vill sjá betri stuðning og meiri fræðslu fyrir foreldra og að faðir og móðir deili ábyrgðinni á uppeldinu jafnt. „Kærleiksrík fræðsla er ein besta leiðin til að vinna gegn óöryggi. Með fræðslu á meðgöngu væri verið að leggja áherslu á mikilvægi þess að foreldrar taki jafna uppeldis- og umönnunarábyrgð og stuðli þannig að betri heilsu og tilfinningalegu jafnvægi barna og foreldra. Vitað er að þótt bæði kynin geti verið óörugg og hafi mögulega ekki fengið fræðslu og aðstoð sem verndar geðheilsu þeirra og barnsins er móðirin að öllu jöfnu af lífeðlisfræðilegum og jafnvel félags- legum ástæðum betur til þess fallin að annast ungbarnið en faðirinn. Aðgerðaleysi stjórn- valda leiðir því oftar en ekki af sér að hún ann- ast meira um barnið. Líta má á slíkt aðgerða- leysi sem viðhaldandi afl við hefðbundin kynhlutverk eldri kynslóða. Auk þess fær móðirin mun meiri stuðning hjá heilbrigðis- kerfinu á meðgöngu en faðirinn, samanber mæðravernd en ekki foreldravernd.“ Forystuhlutverk í þjónustu Ólafur Grétar bendir á, að jafnréttisfræðsla sé viðurkennd aðferð til að breyta hefðbundnum kynhlutverkum eldri kynslóða. Kröfur um að- gerðir hafi verið háværar frá árinu 2007 þegar aðgerðaáætlun varðandi börn og ungmenni var fyrst samþykkt á Alþingi. Með fræðslunni væri verið að taka forystuhlutverk í þjónustu sem kallað er eftir, hvort sem það er mennta- kerfið, velferðarkerfið eða atvinnulífið. „Ef við sleppum fræðslunni og stuðningnum þá aukast líkurnar á því að slökkviliðið beri að garði þeg- ar húsið er þegar brunnið.“ Ólafur Grétar segir mikinn þrótt hafa verið í þessum málum frá aldamótum en í hruninu hafi þeim einfaldlega verið sópað undir teppið. Nú sé hins vegar einhver kraftur og undiralda að eiga sér stað á ný sem hann bindur vonir við að komi til með að skila góðum árangri. Ólafur Grétar bendir á, að nýjar rannsóknir sýni að feður séu jafn mikilvægir geðheilsu barna og mæður. Sem dæmi megi nefna að þunglyndi og kvíði feðra strax eftir fæðingu barns hafi mikil áhrif á börnin. Þau séu þá í meiri hættu á að þróa með sér tilfinninga- og hegðunarvanda síðar á ævinni, óháð heilsu móðurinnar. „Sýnt hefur verið fram á að geta föður til að vernda börn fyrir afleiðingum geð- heilsubrests móður sé mikilvægur þáttur. Til að bæta getu föður til að vernda börn og styðja veika móður þarf hann fræðslu og aðstoð.“ Mikilvægt að byrja vel Fjölþjóðlegar rannsóknir sýna, að sögn Ólafs Grétars, að þegar þroski barns er undir með- allagi fyrsta æviárið sé barnið mun líklegra til að dragast enn meira aftur úr næstu árin, en að það nái þeim sem fóru betur af stað. Mik- ilvægt sé því að grípa strax inn í. „Forvarnir sem miða að því að minnka heim- ilisofbeldi, fækka skilnuðum, stuðla að jafnri þáttöku mæðra og feðra við töku á fæðing- arorlofi og sem jafnastri ábyrgð beggja foreldra í uppeldi barna sinna er í anda nýrrar stefnu barnamálaráðherra og hvatningar hans til sveit- arfélaga. Barnamálaráðherra vill vera sannfær- andi hvað varðar aðgerðir í að fækka erfiðum fjölskyldumálum til muna á 10 til 15 árum með því að vernda geðheilsu verðandi foreldra og foreldra ungbarna,“ segir Ólafur Grétar og bæt- ir við að óheilbrigðar aðstæður og skilnaður for- eldra komi gjarnan harðar niður á drengjum en stúlkum. Ólafur Grétar hvetur foreldra sem sækja ráðgjöf og fræðslu hjá honum að tileinka sér hægari lífsstíl og flýta sér ekki að eiga annað barn, sér í lagi ef fyrsta barnið er drengur. Tölfræðileg gögn, allt frá síðustu öld, bendi til þess að fæðing fyrsta barns í sambandi pars geti verið ávísun á skilnað ef ekki er staðið nógu vel að undirbúningnum. Fræðsla handa verðandi foreldrum þjóni fyrir vikið þeim til- gangi að efla fólk og gera það hæfara til að axla foreldraábyrgð um leið og það styrkir parsambandið þannig að umgjörðin sem barn- ið fæðist inn í verði traustari. Hann segir yngri foreldra þurfa á meiri stuðningi að halda en fólk sem ákveðið hefur að bíða með barneignir til að koma sér betur fyrir í lífinu, félagslega og fjárhagslega og undirbúa sig þannig betur. Lengja þarf fæðingarorlofið Brýnt er að halda áfram að lengja fæðingar- orlofið um tvo mánuði á ári, að dómi Ólafs Grétars, svo það verði orðið jafn langt og í Sví- þjóð árið 2024, það er átján mánuðir. Það yrði afgerandi leið til að auka þátttöku karla í umönnun og uppeldi barna sinna. „Þegar horft er á stöðu menntakerfisins er ekki hægt að horfa fram hjá streitunni sem núverandi kerfi hefur valdið foreldrum á meðgöngu og ung- börnum. Í úttekt BSRB frá árinu 2017 kom í ljós að íslensk börn voru að jafnaði um 20 mán- aða gömul þegar þau komust inn á leikskóla. Tólf mánaða fæðingarorlof dugar ekki.“ Hann leggur einnig til að mæður fái auka- orlof seinasta mánuð meðgöngunnar, eins og tíðkast í Noregi, og feður aukaorlof fyrsta mánuðinn eftir barnsburð til að annast konu sína og barn. Það styrki samband foreldranna og samband þeirra við barnið, auk þess sem það hjálpi föðurnum að skilja hlutverk sitt bet- ur. Svo það sé á hreinu þá er hann að tala um mánuð sem bætist við fæðingarorlofið en drag- ist ekki frá því. „Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins voru meðal annars fleiri léttburafæðingar og hærri blóðþrýstingur meðal fæðingarkvenna. Landlæknir varaði við alvarlegum afleiðingum hrunsins á börn. Vitað er að afleiðingar streitu og álags á meðgöngu og í frumbernsku vegna Covid-19 gefa ástæðu fyrir svipaðar áhyggjur og eru tilefni til forvarnaaðgerða,“ segir hann. Styrkja þarf leikskólastigið Ólafur Grétar segir að styrkja þurfi leik- skólastigið með afgerandi hætti. Minnka þurfi álag á starfsfólk og auka gæði starfsins með þekkingu og skipulögðum stuðningi m.a í formi handleiðslu. „Kúvending þarf að verða í nálgun. Á sama tíma og halda verður áfram að- gerðum til að fjölga menntuðum leik- skólakennurnum og styrkja málörvun þarf að huga að leiðum til að draga úr þörf á starfs- fólki. Þær aðgerðir sem ég er búinn að nefna, með foreldrum sem hafa betri forsendur og átján mánaða fæðingarorlof gætu minnkað þörf fyrir starfsfólk á leikskólum, starfsfólk sem þegar er ekki til samkvæmt biðlistum, um alla vega 25%. Foreldrar sem eru öruggari í hlutverki sínu verja meiri tíma með börnum sínum og sinna þörfum þeirra betur. Vel nærð börn ganga minna á orkuforða starfsmanna leikskólanna, sem er takmörkuð auðlind. Sama á við um foreldra sem að auk fræðslu eiga mögulega á að vinna styttri vinnudag. Þannig að þetta er líka í anda styttingar vinnuvik- unnar,“ segir Ólafur Grétar og bætir við að óvissa um leikskólapláss sé að vonum streitu- valdandi fyrir foreldra. Námsárangur og hegð- unarvandi drengja kalli á aðgerðir sem byggj- ast á bestu mögulegri þekkingu. Foreldrar séu samstíga Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, mennt- unar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmað- ur Miðflokksins, segir lykilatriði að foreldrar hefji sína uppeldisvinnu strax; kynni sér heppilegar uppeldisaðferðir og hafi þekkingu á hverju einasta þroskaskeiði barna sinna. Þá sé ekki síður mikilvægt að foreldrar séu samstíga í uppeldisaðferðum sínum; að móðirin segi ekki eitt og faðirinn annað. Að öðrum kosti geti barnið eða börnin fengið misvísandi skila- boð. „Það skiptir öllu máli að foreldrar hafi trú á færni sinni. Ef maður vill þá getur maður!“ Una María segir grunnþætti eins og svefn, næringu og líðan skipta miklu máli frá fyrstu tíð. Eins séu hvatning og hrós mjög mikilvæg, að því gefnu að það sé gert á réttum stöðum og af réttu tilefni. „Ef börnum er hrósað of oft er hætt við því að það missi marks,“ segir hún. Una María hefur sannfæringu fyrir því að grunnaðferðir í barnauppeldi gefist alltaf vel. Á hitt beri þó að líta að börn séu mismunandi að gerð og fyrir vikið sé erfitt að alhæfa í þessu sambandi. Mikilvægast sé þó að hafa trú á verkefninu og láta ekki hugfallast þótt á móti blási. „Hvernig vekurðu til dæmis syfjaðan ung- ling?“ spyr hún. „Skiparðu honum að drulla sér á fætur. Afsakaðu orðbragðið,“ segir hún sposk. „Eða ferðu með meiri skilningi að hon- um? Það getur verið erfitt að koma unglingi í skólann á morgnana og mín skoðun er sú að betra sé að nálgast hann á jákvæðninni og með hægðinni, höfða til dæmis til áhugamála hans. Heyrðu, er ekki æfing í dag? Þá kviknar gjarn- an á perunni og unglingurinn fer fram úr.“ Að rjúfa vítahringinn Þetta á auðvitað ekki bara við um morgun- sárið; Una María segir almennt gott að sýna áhugamálum unglingsins áhuga og skilning. Það styrki tengslin. Sumir unglingar vilja, eins og við þekkjum, sem minnst afskipti frá hendi foreldra sinna. „Hvert leita foreldrar þá? Í brjóstvitið eða eig- ið uppeldi? Sumir alast upp við erfiðar að- stæður, jafnvel harðræði, og geta lent í víta- hring haldi þeir sig síðan sjálfir við slíkar aðferðir í uppeldi á sínum eigin börnum. Aðrir átta sig á þessu og leita eftir ráðgjöf út fyrir heimilið. Oft með góðum árangri enda mikil- vægt að rjúfa vítahringinn,“ segir Una María. Gegnum aldirnar hefur ábyrgð á barnaupp- eldi hvílt meira á mæðrum en feðrum en Una María fagnar því að á seinni árum séu fleiri og fleiri feður farnir að taka virkari þátt og axla ábyrgð. „Það er sérstaklega mikilvægt að þeir gefi sér tíma til að tala við syni sína, um námið, áhugamálin, samskipti kynjanna og fleira, en kenningar um félagsnám benda á að við til- einkum okkur fremur hugmyndir og sjónar- mið þeirra sem eru af sama kyni.“ Samstarf heimilis og skóla er Unu Maríu einnig hugleikið. Foreldrar hennar voru báðir kennarar, þannig að hún hefur velt þeirri hlið mála fyrir sér frá fyrstu tíð. Á seinni árum hef- ur Una María meðal annars verið formaður Samkóp, samtaka foreldrafélaga grunnskóla í Kópavogi, og formaður íþróttaráðs Kópvogs. „Ég hef lengi komið að uppeldis- og félags- málum og veit hvað það skiptir miklu máli að talað sé vel um kennara inni á heimilunum. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á barnið ef tal- að er illa um kennarann heima hjá því og skólastarfinu sýnd vanvirðing. Það er miklu happadrýgra að foreldrar styðji við bakið á kennurum barna sinna en að þeir setji sig á há- an hest gagnvart þeim og þykist vita betur. Ég myndi frekar gera þetta svona og svona og þar fram eftir götunum. Komi upp ágreiningsmál er best að leysa þau með kennaranum og skól- anum. Það er engin lausn að varpa ábyrgðinni yfir á skólann. Samstarfið milli þessara tveggja aðila þarf að vera gott; það tapar eng- inn meira á ágreiningi en barnið.“ Spyrjið meira en minna Hún hvetur foreldra til að spyrja meira en minna, jafnvel þó að þeir óttist að spurningar þeirra séu kjánalegar. Una María reyndi þetta á eigin skinni en sjálf var hún lengur að læra að lesa en margir bekkjarfélaganna. „Þá fimm sex ára sagði ég bara við mömmu að ég ætlaði að fá mér vinnu Foreldrar hafi trú á færni sinni Nú þrengir að drengjum í íslenska skólakerfinu, svo sem rakið var með tölulegum staðreyndum, tilvísunum í rannsóknir og samtölum við sérfræðinga hér í blaðinu fyrir viku. Við tökum hér upp þráðinn og horfum nú öðru fremur til hlutverks foreldra og heimilanna í þessu verðuga verkefni, það er að styðja drengina okkar til betri árangurs og samstarfs heimilis og skóla. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ólafur Grétar Gunnarsson Arnar Ævarsson Una María Óskarsdóttir ’ Við getum lagað svo margt ef við leggjum okkur fram og stönd-um saman. Mín skoðun er sú að við eigum ekki að líta á vand-ann á þann hátt að hann sé óleysanlegur, heldur ganga í málið!Ekkert mál er svo slæmt að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem virka. ÚTTEKT 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.2. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.