Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.02.2021, Síða 15
7.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 nýrað var hins vegar tengt æðum í læri og ligg- ur að framanverðu í nára. Hann segist nú vera kominn yfir mesta hættutímabilið og nú sé næsta víst að líkaminn hafni ekki nýranu. „Ég fékk hita eftir aðgerðina og læknar höfðu áhyggjur af því að ég væri að hafna nýr- anu en líkaminn gaf eftir og nýrað hafði yfir- höndina. Nýrað er því að stefna í þá átt að starfa eins og nýra í heilbrigðri manneskju,“ segir hann. „Ég er því með þrjú nýru, tvö mjög slöpp. Svo er ég enn með kviðskiljunarlegginn framan á mér til vonar og vara ef líkaminn myndi hafna nýranu. Ég fer svo fljótlega í aðra aðgerð og hann verður tekinn,“ segir hann. Böðvar lagðist inn á gjörgæslu eftir aðgerð en losnaði strax daginn eftir og lá í nokkra daga á almennri deild. „Það var mjög vel séð um mig og ég er ótrú- lega þakklátur öllu því frábæra starfsfólki á Landspítalanum sem hefur sinnt mér síðan árið 2019. Við eigum mjög öflugt heilbrigðisstarfs- fólk og það hefur allt verið til fyrirmyndar,“ segir hann. „Nú eru tíu dagar síðan ég fékk nýtt nýra og þú getur ekki séð á mér að ég hafi verið veikur,“ segir Böðvar og blaðamaður jánkar því. Hann er hress að sjá, þótt taki aðeins í þegar hann gengur, enda er skurðurinn langur. Böðvar vill ræða mikilvægi líffæragjafa og telur að Íslendingar ættu að taka upp svokallað krossgjafakerfi. „Að halda fólki í nýrnameðferðum kostar rík- ið mjög mikið og á meðan ertu ekki nýtur þjóð- félagsþegn. Krossgjafir hafa verið stundaðar lengi úti í heimi og ég veit til þess að Danir og Svíar eru nýlega byrjaðir á því líka. Krossgjafir virka þannig að ef ég væri með gjafa sem pass- aði ekki við mig og annar sjúklingur væri með gjafa sem passaði ekki við hann, væri hægt að skoða það hvort hægt væri að para okkur sam- an í kross. Þannig er hægt að fjölga nýrna- ígræðslum úr lifandi gjöfum og stytta biðlista til muna,“ segir hann. „Það er allt of margt fólk sem er fast veikt heima en er með heilbrigðan gjafa sér við hlið sem gæti komið inn í þessa krossgjöf.“ Fer vel með gjöfina Böðvar segist nú þurfa að passa sig að fara ekki of geyst af stað en hann sér nú fram á að fá heilsuna til baka. „Ef ég passa mig að taka lyfin, sem ég þarf að taka alla ævi, og passa mataræði, þá á þetta nýra að endast í þrjátíu ár. Þá verður mögulega komin önnur lausn. Ég er ekki með áhyggjur af því núna. Ég þarf að passa þessa gjöf sem ég fékk og fara vel með hana. Ég ætla ekki að storka örlögunum,“ segir Böðvar og segist hlakka mikið til að geta gert alla venjulegu hluti en hann komst lítið frá vegna veikindanna og vélarinnar sem hann var tengdur við síðasta ár- ið. „Ég hlakka til að vera frjáls eins og fuglinn eins og ég var áður. Og ég hlakka til að geta gert annað en að liggja og dorma. Ég hlakka til að vera gildur samfélagsþegn, taka þátt í fé- lagsstarfi, stunda útivist og vera góður eig- inmaður og pabbi,“ segir hann. „Ég er rosalega bjartsýnn núna. Og spenntur fyrir lífinu. Mér líður eins og ég sé tvö hundruð kílóum léttari; það er þvílík byrði sem hefur verið tekin af mér. Mér hefur liðið ótrúlega vel eftir aðgerðina. Áður vildi ég bara sofa enda- laust. Þetta er mikil breyting. Nú vakna ég hress og skýr á morgnana, klár í daginn.“ Böðvar fór í nýrnaígræðslu á Landspítalanum 23. janúar. Eiginkonan Tinna og sonurinn Sturla voru að vonum glöð eftir aðgerðina sem gekk að óskum. ’Heimurinn stoppaði! Éghoppaði út úr lyftaranum oginn í bíl og hélt áfram að spjallavið lækninn sem segir að ég eigi að mæta morguninn eftir. Ég sagðist nú þurfa að skjótast vest- ur fyrst með fraktina og að ég kæmi bara aftur um kvöldið. „Á síðasta ári greindust 43 einstaklingar með lokastigsnýrnabilun,“ segir Margrét Birna Andrésdóttir, yfirlæknir nýrnalækn- inga á Landspítalanum. „Í desember 2003 var byrjað að gera ígræðsluaðgerðir á Landspítala og hafa ver- ið gerðar um 130 slíkar aðgerðir frá þeim tíma. Alls hafa verið gerðar um 300 nýrna- ígræðslur frá upphafi, hér og erlendis. Undanfarin ár hafa verið um 20 ígræðsluað- gerðir á ári, en er breytilegt á milli ára. Um helmingur þeirra er gerður á Íslandi,“ segir Margrét. „Það er misjafnt hversu lengi ígrætt nýra getur enst. Al- mennt er talið að meðallíftími nýra úr látnum gjöfum sé 10 ár en um 14 ár frá lifandi gjöfum. Helmingur nýrnaþega hefur starfandi nýra lengur en í 10-14 ár og er dæmi um vel starf- andi nýra eftir 50 ár hér á Íslandi, en það er náttúrulega óvenjulangur tími,“ segir Margrét og útskýrir að Íslendingar séu hluti af Scandiatransplant, sem er ígræðslustofnun Norð- urlanda. „Þar eru skráðir allir líffæragjafar og -þegar og fer fram sam- vinna um skipti á líffærum til þeirra sem eru í brýnustu þörf hverju sinni. Scandiatransplant er með tvenns konar lausnir fyrir þessa hópa, annars vegar eru þeir í forgangi ef nýru bjóð- ast með sama vefjaflokk og viðkomandi. Hitt eru svokallaðar krossgjafir. Öll ígræðslusjúkrahús á Norðurlöndum geta tekið þátt í þessum skiptum, en enn sem komið er hafa eingöngu verið skipti milli ígræðslusjúkrahúsa í Svíþjóð og síðan við Dan- mörku,“ segir Margrét og segir Íslendinga hingað til ekki hafa notfært sér krossgjafir þótt slíkt sé alls ekki útilokað. Margrét Birna Andrésdóttir Krossgjöf er möguleiki Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.